Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Hinn göfugi ásetningur Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför SIGRÍÐAR BERGSDÓTTUR, fró Hlíðarhúsi. Aðstandendur. Nýkomið! LYKLASETT. LAUSIR LYKLAR TOPPAR. TOPPLYKLASKÖFT OG SKRÖLL F VERKFÆRAKASSAR O. FL. DEKK OG SLÖNGUR ÝMSAR STÆRÐIR VÖLUNDARBÚÐ H . F , Tangavegi 1. Þann 6. febrúar birti ég grein í Framsóknarblaðinu varðandi málsmeðferð. Var tilefnið, að persónulegt erindi til bæjar- stjórnar iiafði legið í 17 vikur á bæjarskrifstofunum án þess að vera tekið til formlegrar af- greiðslu, og var síðan notað sem innlegg í skammargrein um sjálfan bréfritarann. Virðist grein mín ásamt viðtali við bréf ritarann, liafa komið ónotalega við bæjarstjórann og bæjarritar- ann. Báðir skrifa þeir lahgt mál í Fylki og reyna að þvo hendur sínar. Persónulegan skæt ing í minn garð og rangfærslur elti ég ekki ólar við, en í því efni hafa báðir af nokkru að taka. Hins vegar þykir mér rétt að vekja athygii bæjarbúa á skýringu bæjarstjórans varðandi Tvær stefnur Framhald af 1. síðu. af þeim er að vænta á sviði menningarmála. Þá er vert að vekja athygii á því, að þessir menn, Guðlaugur og Jóhann hafa sérstöðu. Annar dveiur langdvölum í Reykjavík, en liinn er þar tíður gestur. Þá eru Jreir báðir mjög tekjuháir, og þurfa þar af leiðandi ekki að horfa í ferðakostnað. Slík aðstaða skap- ar þeim möguieika til að njóta þess, sem höfuðstaðurinn hefur upp á að bjóða á sviði listanna. Varðandi allan þorra bæjarbúa gildir allt öðru máli. Hvort- tveggja er, að fjöldi manna er bundinn við störf. og á því ekki heimangengt. Og fæstir hafa efni á slíkum ferðalögum kostn- aðarins vegna. Um sjónvarpið er það að segja, að ennþá er Jrað fjarlæg- ur draumur, nema að bæjarstjór inn vilji í þessu sambandi nýta liermannasjónvarp frá Keflavík- urflugvelli. Benda má á, að útvarpið flyt,- ur daglega mikið af söng og tónlist. Samt er vaxandi aðsókn að söngskemmtunum og tón- leikum í Reykjavík. Svipað mun gilda um leiksýningar þó að sjón varpið komi. Hér er Javí um tvær leiðir að velja. Annarsvegar stefnu bæj- arstjóranna, sem kæra sig koll- ótta, þótt sá vísir að félagslegri menningarstarfsemi, sem hér hef ur dafnað, træðist niður í svaðið. Hinsvegar sú stefna, • að byggja upp og hlynna að þeim gróðri, sem hér er til staðar í okkar heimahögum. hina sérstæðu meðferð, sem um- rætt erindi hlaut. Bæjarstjórinn skrifar í Fylki 1. þ. m.: „Eg lagði bréfið fyrir fyrsta fund bæjarráðs, eftir að það barst, og var það ítarlega rætt þar. En ég skal fúslega viður- kenna, að það var fyrir mín orð, að efni bréfsins eða bréfið í lieild var ekki fært inn í fund argerð bæjarráðs. Ástæðan fyrir þessu var sú ein, sem nú er kom in fram, að ég þóttist sjá í hendi mér, að efni bréfsins myndi af pólitískum andstæðingum Þ. Þ. V. verða notað til að ófrægja hann.“ Hér sést Jjað svart á hvítu, að bæjarstjórinn telur sig vera að hlífa bréfritaranum við ó- þægindum, með því að láta ekki bóka bréfið í fundargerða- bókina, og í framhaldi af því er ljóst, að hann hefur litið svo á, að meðan það væri ekki gert, ættu hinir „pólitísku andstæð- ingar“ ekki aðgang að bréfinu. Þetta er mergurinn málsins, eft ir því sem bæjarstjórinn skýrir sjálfur frá, eða hvaða skjól gat bréfritaranum orðið að því, þó bæjarstjórinn hindraði formlega fyrirtekt bréfsins, ef „pólitísku andstæðingarnir“ gátu birt það hvort sem var? Þegar bæjarstjórinn talar um að bréfið hafi verið afhent, samkvæmt „almennum fyrirmæl um“, leynist það líka milli lín- anna, að hann telur hér hafa verið um undantekningu að ræða, og það er vegna Jress, að erindið er hvorki bókað né skráð og gat því naumast talizt bók eða skjal bæjarins. En hvað sem því líður, þá var hinn göfugi ásetningur bæj- arstjórans að engu hafður. Tveir pólitískir andstæðingar unnu bróðurlega saman. 5. K. Kenni bifreiðaakstur. Þorsteinn Guðjónsson, Hásteinsvegi 28, Sími 201. HLUTAVELTA. Munið hlutaveltuna í dag, miðvikudag, kl. 5 í Alþýðuhúsinu. Kvenféi. Landakirkju. FRÉTTIR Landakirkja: Föstumessa fimmtudagskvöld kl. 8,30. Séra Jóhann Hlíðar. Sunnudaginn 10. marz, mess- að kl. 2. Séra Jóhann Hlíðar. Afmæli: Óskar Gíslason, framkvæmda stjcíri er fimmtugur í dag. Hlutavelta. Munið hlutaveltu Kvenfélags Landakirkju í Aljrýðuhúsinu kl. 5 i dag. Björgun: Miðvikudaginn 27. febrúar tók þýzki togarinn Trave niðri á Faxaskeri. Rak hann undan veðri og sjó inn á Ál, J«r til hafnarbáturinn Lóðsinn bjarg- aði skipinu. Lóðsinn dró síðan togarann inn á hafnarleguna við Eiðið. Varðskipið Albert var þá komið til aðstoðar. Á fimmtu- dagsmorgun var togarinn tekinn inn á liöfn. Varðskipið Albert dró togarann, en Lóðsinn var með taug aftur úr skipinu. Björgunin tókst mjög giftusam- lega. Matsgjörð hefur farið fram á togaranum vegna björg- unarlauna, og er þess að vænta, að Lóðsinn hljóti bróðurhlut- ann af þeim. Síldveiði: í nótt varð vart við síld rétt Notuð þvottavél í góðu standi fæst með tækifærisverði. Uppl. í prentsmiðjunni. austan við Elliðaey. Meðal báta, sem fengu síld þarna voru Jjess- ir: Ófeigur, Erlingarnir, Kári Reynir og í morgun kom Gjaf- ai með 450 tunnur og mun það hafa verið mesti aflinn. Síldin er falleg og fer í fryst- ingu. Aflaskýrsla: Þessir bátar voru efstir um síðustu helgi: tonn. 1. Stígandi VE 77 282 2. Snæfugl SU 20 232 3. Freyja VE 260 189 4. Kap VE 272 177 5. Gullver NS 12 173 6. Júlía VE 123 171 7. Glófaxi NK 164 8. Gylfi VE 201 162 9. Lundi VE 110 155 10. Öðlingur VE 202 155 Um hvað verður kosið? Framhald af 1. síðu. ið á alþýðuheimilunutn, og ét- ur þar af hvers manns diski. Framkvæmdir dragast saman, bæði af hálfu Jjcss opinbera og hjá einstaklingum. Atvinnuveg- irnir eiga í vök að verjast, þrátt fyrir uppgripa síldarafla og góð- æri á flestum sviðum. Heimatil búin lánsfjárkreppa og lögvernd að vaxtaokur eru torfærur á vegi eðlilegra framfara. Höfuð- smiðir „viðreisnarinnar" hafa verið stefnu sinni trúir, að feta slóðina til „hinna gömlu góðu daga“, þegar fáeinir gæðingar Sjálfstæðisflokksins drottnuðu yfir fjármagninu, og notuðu það í sína þágu, en fjöldinn þrælaði liörðum höndum og hafði vart til hnífs og skeiðar. Finnst ekki kjósendum nóg af svo góðu?

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.