Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 12.05.1965, Qupperneq 1

Framsóknarblaðið - 12.05.1965, Qupperneq 1
ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA í VESTMANNAEYJUM 28. árgangnr. Vestmannaeyjum 12. maí 1965 MnN< MAMhMt 9. tölublað. »•<»<». 1 1 Vi5 vertíðarlok Nohhrar hugleiöingar um sidvarútvegsmdl i Um vertíð þá, sem nú er að ljúka má segja, að hún hafi bæði verið góð og slæm, góð að því leyti, að hér hafa engin stórslys orðið í vet- ur og öllum þeim mönnum, sem héðan hafa róið þessa vertíð, hefur nú verið skilað heilum í höfn og ber að þakka það af alhug. Á hinn bóg- inn má segja, að hvað aflabrögðin snertir hafi vertíðin verið heldur lé- leg. Strax upp úr áramótum hófu nokkrir af smærri bátunum veiðar með línu og þeir stærri síldveiðar, þar sem við vorum svo lánsamir hér, að taka ekki þátt í vinnudeilu þeirri, sem stóð á milli útvegs- manna og sjómanna. Allvel aflaðist á línu og er óhætt að segja, að afl- inn á það veiðarfæri hafi verið betri en oft áður, en vegna þess, að loðna gekk óvenju snemma á miðin varð línuvertíðin styttri en venjulega og tóku bátarnir almennt netin um og upp úr miðjum febr- úar. Síldveiðunum lauk einnig með komu loðnunnar, og varð aflinn á henni mun lélegri en veturinn áður. Aflinn í netin var líka tregur, en þó fengu nokkrir bátar ágætis ufsa- afla við Eyjar síðari hluta febrúar og fyrri hluta marzmánaðar og aðr- ir fengu sæmilegan ufsaafla á Sel- vogsbankahrauni á sama tíma, en þorskur sást ekki og hefði verið hér hrein ördeyða, ef ufsinn hefði ekki veiðzt. Eftir því sem á leið vertíðina, minnkaði ufsaaflinn, en þorskafl- inn jókst lítið og um miðjan apríl var allt útlit fyrir, að netavertíð ætlaði að bregðast algerlega. Nokkr ir bátar leituðu nú fanga „austur í bugtir“ og öfluðu þar sæmilega um tíma, en allmargir bátar lentu í mjög góðum afla af óvenju smáum netafiski hér skammt austan við Eyjar, stóð sá afli nokkurn tíma og bætti verulega fyrir þeim, er í honum lentu, og hefði gert betur, ef ótíð og mikill straumur hefðu ekki spillt verulega, bæði hvað afla og veiðarfæri snerti. Þegar loðnan gekk á miðin, hófu þeir bátar, sem loðnunætur áttu, veiðar á henni, og gáfu þær veiðar mjög góða raun og þrátt fyrir ó- eðlilega lágt hráefnisverð bættu þeir bátar verulega sinn hag er gátu stundað þær veiðar og er trúlegt að fleiri taki þátt í þeim veiðum í fram tíðinni. Segja má að afli í þorsknót hafi algjörlega brugðizt á þessari vertíð, en sæmilega aflazt í botn- vörpu. Þegar nú er gert upp í lokin kemur í ljós, að tveir bátar hafa náð rúmlega 1000 tonna afla, en að- eins 7 bátar hafa fengið yfir 700 tonn, það er því augljóst mál, að þegar litið er á það, hvað hér er greitt fyrir fiskinn og þann kostnað sem því fylgir að gera út bát, að aðeins mjög fáar útgerðir sleppa án þess að tapa verulega. Margir hafa haldið því fram, að hlutur sjó- manna sé of mikill hluti af afla bátsins, en þó held ég, að allir geti verið sammála um það, að kaup það, sem sjómaðurinn fær fyrir sína erfiðu og hættulegu vinnu sé ekki of hátt. Nei, það eru ekki laun sjó- mannanna, sem eru að sliga íslenzka útgerð í dag, heldur hitt, hvernig að henni er búið. Verð það, sem hér er greitt fyrir hráefnið, er að- eins lítið brot af því, sem allsstaðar annarsstaðar er greitt fyrir mun verra hráefni. Það má vel vera, að lítil frystihús úti um land, sem fá mjög lítið af fiski og honum oftast mjög smáum, berjist í bökkum, en við sjáum, hvað hér í Vestmannaeyj um er að gerast, þar sem hinir stóru fiskkaupendur raka saman - milljónum, þegar þeir, sem fisksins afla lepja dauðann úr skel, og það er alveg furðulegt, að 60 tonna linu- og netabátur, skuli þurfa að afla fast að 200 tonnum af góðum fiski á mánuði, til þess að endar nái saman. Annars er þetta ef til vill ekki svo furðulegt, þegar á það er litið, að það eru margir sömu- mennirnir, sem ráða málum útgerð- arinnar og þeir, sem kaupa fiskinn, þar sem í stjórn Landssambands ísl. útvegsmanna eru 15 menn og 12 af þeim beinir fiskkaupendur, enda hafa fáar raddir heyrzt úr þeim herbúðum um of lágt fiskverð, en heldur reynt að ná nokkrum krón- um af sjómanninum, ef hægt væri. Það eru ef til vill gleggstu dæm- in um þann reginmun, sem er á að- búnaði íslenzkrar útgerðar og þess, sem gerist t. d. í Noregi. Á hverju vori senda Norðmenn hingað flota af bátum, sem stunda sumarlangt Veiðar með línu í nánd við Vest- mannaeyjar. Þeir sigla heim með aflann (1000 sjómílur) ýmist salt- aðan eða ísvarinn og fá fyrir hann það verð, að þeir geta gert út á þetta ár eftir ár. Eg held, að engum útgerðax-manni hér dytti í hug að reyna þessa útgerð, jafnvel þó hægt væri að manna bátana, og ekki þurfi að róa nema 40 sjómílur, vegna þess að verðið á fiskinum er það lágt, að útgerðin væri fyrirfram dauða- dæmd. Eins er með síldina. Norð- menn senda hingað síldveiðiflota á hverju sumri. Mörg þessara skipa flytja síldina heim til bræðslu og fá Þorsteinn Jónsson, Laufási, heið ursborgari Vestmannaeyja, andaðist að heimili sínu þann 25. marz s. 1. Hann var fæddur að Gularáshjá- leigu í Austur-Landeyjum 14. okt. 1880, og var því, er hann lézt rúm- lega 85 ára að aldri. Til Vestmannaeyja fluttist hann með foreldrum sínum barn að aldri og hér átti hann heima til æviloka. Það má því segja, að saga Þorsteins gerðist hér í Eyjum. Hún verður ekki rakin hér, heldur aðeins minnt á, að með Þorsteini er genginn merkur borgari, er skilur eftir sig varanleg spor í atvinnu- og menn- ingarsögu Eyjanna. Innan við tvítugsaldur gerðist hann formaður á áraskipi og varð síðan farsæll skipstjórnarmaður um hálfrar aldar skeið. Þorsteinn var einn með þeim fyrstu, sem eignuð- ust vélbáta hér í Eyjum og átti á margan hátt gildan þátt í þeim um- brotum og uppbyggingu, sem vél- tæknin leiddi inn í atvinnulíf fyrir hana nokkurra daga gamla, miklu hærra verð en íslenzkir síld arverksmiðjueigendur þykjast geta greitt fyrir nýtt hráefni. Maður verður að ætla, að Norðmenn selji sinar fiskafurðir á svipaða markaði og fyrir ekki hærra verð en við, svo að það hlýtur einhversstaðar að vera maðkur í mysunni hjá okk- ur, þar sem hráefnisverðmunurinn skiptir án efa mörg hundruð millj- ónum króna á ári miðað við þann afla sem hér hefur fengizt undan- farin góðæri. Annaðhvort hljóta afurðasölumál in að vera í stakasta ólagi og þurfa endurskoðunar við eða fiskkaupend ur græða óhemju mikið, eða þá að afætui-nar eru orðnar of margar, en það virðist alltaf vera að verða stærri og stærri hluti af þjóðinni, sem getur lifað kóngalífi á því að gera hreint ekki neitt. Vestmannaeyjum, 8. ^naí 1965. Ú tgerðarmaður. byggðarlagsins. Saga liðinna alda sýnir, að þjóð- menning íslendinga var fyrst og fremst alþýðumenning. Örfáir menn áttu þess kost að njóta lang- skólamenntunar, en þorri þjóðar- innar lagði út á lífsbrautina með aðeins takmarkaðan barnalærdóm í veganesti. Þorsteinn Jónsson var í þeim hópi. Þrátt fyrir það tókst honum að afla sér mikillar þekk- ingar, enda var athyglisgáfa hans með fádæmum. Þekking hans á haf- inu umhverfis Eyjar var slík, að hann reyndist þess umkominn að gera svo vel rökstuddar athuga- semdir við sjókort af því svæði, að þeim var breytt í samræmi við þær. Sú þekking á straumfalli skerjum og boðum umhverfis Eyj- ar, ásamt gerhygli á annað, sem laut að sjósókn, var að sjálfsögðu undirstaða í hans farsælu skip- stjórn í hálfa öld. Á síðari árum fékkst Þorsteinn Framhald á 4. síðu. Þorsteinn Jónsson, Laufdsi Minning

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.