Morgunblaðið - 05.08.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.08.2010, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 íþróttir Á HM í Japan Þrír íslenskir júdómenn keppa á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan. Þormóður Jónsson stefnir á að komast í átta manna úrslit í + 100 kg flokknum 4 Íþróttir mbl.is Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er grimmt. Það er ekki hægt að kenna neinu einu um þetta en það var mikill æsingur þarna í lokin þeg- ar við þurftum ekki einu sinni að skjóta. Þetta var mikil óheppni, al- veg eins og gegn Portúgal, og þegar svo er þá falla lið bara úr leik í svona móti,“ sagði Einar Guðmundsson, annar þjálfara íslenska karlalands- liðsins í handknattleik, skipaðs leik- mönnum 20 ára og yngri, sem mis- tókst með miklum naumindum að komast í undanúrslit á EM í gær. Ísland tapaði 33:32 fyrir Dan- mörku í síðasta leik sínum í milliriðl- inum, en jafntefli hefði dugað. Sig- urmarkið kom á síðustu sekúndu leiksins. Íslendingar fengu boltann á lokamínútunni, þegar staðan var jöfn, og tóku sér góðan tíma í sókn- ina enda hefðu þeir getað spilað út leikinn. Æsingurinn sem Einar nefnir var hins vegar gríðarlegur og líklega of mikill fyrir ungu strákana. Örn Ingi Bjarkason fékk boltann í dauðafæri í síðustu sókninni en ákvað að halda sókninni áfram með því að gefa á Guðmund Árna Ólafs- son. Guðmundur ákvað hins vegar að reyna að skora en fékk dæmdan á sig ruðning þegar 8 sekúndur voru eftir, sem dugði Dönum til að skora síðasta markið. Börðust eins og hetjur „Það er margt sem hægt er að svekkja sig á núna. Hefðum við til dæmis bara skorað í næstsíðustu sókninni hefðum við komist yfir og tryggt okkur áfram, og eins í síðustu sókninni. En á meðan menn leggja sig svona fram er ekki hægt annað en að vera sáttur. Ég er mjög ánægður með strákana og þeir börð- ust alveg eins og hetjur,“ sagði Ein- ar. Danir höfðu frumkvæðið í leikn- um lengst af og náðu mest fimm marka forskoti um miðjan seinni hálfleikinn. Íslensku strákarnir neit- uðu hins vegar að gefast upp og svöruðu með framliggjandi og frískri vörn. „Mér fannst við vera þreyttir og þungir í byrjun seinni hálfleiksins og þá gekk þetta illa. En ég er feiki- lega ánægður með karakterinn í strákunum. Menn voru ákveðnir í að gefa sig alla í verkefnið,“ sagði Ein- ar. Ísland leikur nú um 5.-8. sætið og byrjar á leik gegn Svíum á föstudag. Spánverjar og Frakkar eigast við í hinum leiknum um 5.-8. sætið. „Nú fáum við Svía sem eru með frábært lið en töpuðu mjög óvænt. Ég ætla ekkert að hugsa um þann leik fyrr en á morgun og það verður erfitt að fá menn til að koma sér í rétta gírinn eftir þetta, en við reyn- um okkar besta,“ sagði Einar. Ísland hafði áður tapað gegn Portúgal en unnið stórsigur á Frökkum í milliriðlinum. Portúgalar og Danir fara í undan- úrslitin. Portúgal mætir Slóveníu. Og Danir og Þjóðverjar eigast við. „Þetta var mikil óheppni“  Danir tryggðu sér sigur gegn U20 ára landsliði Íslands á lokasekúndunni  Íslendingar sátu eftir með sárt ennið á EM og komust ekki í undanúrslit Morgunblaðið/Kristinn Næstum því Ólafur Guðmundsson og félagar hans í U20 ára landsliðinu voru hársbreidd frá því að komast í undanúrslit á EM í Slóvakíu. Guðmundur Ágúst Krist- jánsson, klúbbmeistari Golf- klúbbs Reykjavíkur, heldur sínu striki á heimsmótaröð unglinga sem fram fer í Þýskalandi. Hann lék á 69 höggum í gær eða 3 höggum undir pari en hann var á sama skori á fyrsta keppnisdegi mótsins. Guðmundur, sem varð Ís- landsmeist- ari í högg- leik í 17-18 ára flokki pilta í júlí, er í 3.-4. sæti fyrir lokahringinn, þremur högg- um á eftir Sebastian Schwind frá Þýskalandi sem er á 9 höggum undir pari. Andri Björnsson lék á 69 höggum í gær og hann er samtals á einu höggi undir pari eftir að hafa leikið á 74 höggum á fyrsta hringnum. Andri er í 21.-24. sæti. Andri Már Ósk- arsson lék á 72 höggum í gær og er hann samtals á 5 högg- um yfir pari í 50.-57. sæti. Haraldur Franklín Magnús, sem hefur titil að verja á þess- ari mótaröð, lék á 77 höggum í gær og er hann í 67.-70. sæti á 8 höggum yfir pari. Helgi Ingimundarson er neðstur á 19 höggum yfir pari samtals. Sunna Víðisdóttir lék á 76 höggum í gær og er hún sam- tals á 11 höggum yfir pari í 33.-35. sæti. Guðmund- ur Ágúst í baráttunni Guðmundur Ágúst Kristjánsson Klúbbmeistari GR leikur vel í Þýskalandi Það verður líf og fjör á Kópavogs- velli næstu daga þegar kvennalið Breiðabliks tekur á móti þremur liðum í undankeppni Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu. Leiknir verða fimm leikir í keppn- inni á sex dögum, þar af tveir leikir á dag bæði í dag og á laugardaginn. Óhætt er að segja að álagið á Kópavogsvöll verði gríðarlegt því karlalið Breiðabliks lék þar í gær- kvöldi og karlalið HK leikur svo þar föstudaginn 13. ágúst. Alls verða því leiknir sjö leikir á tíu dög- um á vellinum. »2 sindris@mbl.is Gríðarlegt álag á Kópa- vogsvöll Morgunblaðið/Jakob Fannar Efstir Breiðablik tyllti sér á toppinn í úrvalsdeild karla í Pepsí-deildinni í gær eftir 5:0 sigur gegn Val í upphafsleik 14. umferðar. Fimm leikir fara fram í kvöld en Blikar eru með 29 stig líkt og ÍBV sem á leik til góða gegn Íslandsmeistaraliði FH í kvöld. »3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.