Morgunblaðið - 05.08.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.08.2010, Qupperneq 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 Suðurkóreska táningnum Noh Seung-Yul hefur verið boðið að taka þátt í síðasta risamóti ársins í golfinu, PGA-meistaramótinu sem fram fer síðar í mán- uðinum. Noh þáði boðið samkvæmt fréttum fjölmiðla í heimalandi hans og sagði það vera mikinn heiður að fá þetta boð. Það fer kannski ágætlega á því að Noh skuli ein- mitt vera boðið á PGA-meistaramótið því þar sigraði landi hans, Yang Yong, í fyrra og varð þar með fyrsti asíski karlmaðurinn til þess að vinna eitt af risamót- unum fjórum í golfi. PGA-meistaramótið verður að þessu sinni haldið í Wisconsin dagana 12.-15. ágúst. Mótið verður haldið á Whistling Straits-vellinum. Suður-Kóreumenn eru heldur betur að gera sig gildandi í golfinu hjá körlunum en þeir munu eiga sex fulltrúa á PGA-meistaramótinu. Lengi vel hélt KJ Choi uppi merki Suður-Kóreu hjá körlunum en kven- kylfingar frá Suður-Kóreu hafa fyrir löngu sett mark sitt á LPGA-mótaröðina bandarísku. Noh er 19 ára gamall og sigraði á opna Malasíumótinu í mars en mótið er hluti af bæði Evrópu- mótaröðinni og Asíumótaröðinni. Þar sigraði hann einmitt eftir kapphlaup við landa sinn KJ Choi. Noh vann sér þannig þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem fram fór á St. Andrews í síð- asta mánuði. Með sigrinum varð Noh jafn- framt næstyngsti sigurvegari sög- unnar á Evrópumótaröðinni. Þegar Noh landaði sigri í Malasíu var hann 18 ára og 282 daga gamall en met- ið á Danny Lee, sem var 18 ára og 213 daga gamall þegar hann sigraði. Noh gerðist atvinnumaður árið 2007 og komst inn á Asíumótaröðina ári síðar og var valinn nýliði ársins. kris@mbl.is Táningi boðið á PGA-meistaramótið Noh Seung-Yul Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og frábært að fá að vera fyrsta liðið til að halda riðilinn hér heima,“ sagði Jó- hannes Karl Sigursteinsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, sem í dag hef- ur keppni í undanriðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Leikið er á Kópavogsvelli og eru Juvisy frá Frakklandi, Targu Mures frá Rúmen- íu og Levadia Tallinn frá Eistlandi andstæðingar Blika. Fyrsti leikur Breiðabliks er í kvöld kl. 6 gegn Levadia Tallinn, sá næsti á laugardag kl. 6 gegn Targu Mures, og lokaleikurinn er við Juvisy á þriðjudag kl. 4, og það gæti reynst úrslitaleikur um efsta sætið sem gefur þátttökurétt í 32 liða úrslitum. Þangað komast einnig tvö lið af sjö sem lenda í 2. sæti í sínum riðli, og skiptir þá máli að hafa náð sem bestum úrslitum gegn lið- unum í 1. og 3. sæti viðkomandi riðils. „Þetta fyrirkomulag þýðir að núna telur hver einasta mínúta. Það að fá á sig mark á síðustu mínútu getur skipt sköpum þó að lið vinni samt leikinn. Þetta er þannig mót að við þurfum að spila 3x90 mínútur alveg á fullu,“ sagði Jóhannes. „Við erum í erfiðum riðli. Við vorum óheppin að fá rúmenska liðið úr 3. styrkleikaflokki, því það var það sterkasta þar, og svo er franska liðið gríðarlega sterkt. Það varð þremur stigum á eftir Lyon í frönsku deild- inni, og Lyon lék til úrslita í Meist- aradeildinni í vor. Það segir sitt enda koma Frakkarnir úr 1. styrkleika- flokki. Heimavöllurinn gefur okkur hins vegar vonandi mikið og ef okkur tekst að fá góða stemningu þar teljum við okkur vel geta farið áfram,“ bætti hann við. Frumkvöðlar hér á landi Eins og Jóhannes bendir á eru Blik- ar frumkvöðlar hér á landi því þeir eru fyrstir til að gegna hlutverki gestgjafa í undanriðli sem þessum. Slíkt hefur ekki þótt ýkja fýsilegt hingað til en vegna veikrar stöðu íslensku krón- unnar er góður grundvöllur fyrir því að halda svona riðil hér heima. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fá Blikar vel á annan tug milljóna frá Knattspyrnusambandi Evrópu til að gegna hlutverki gestgjafa, en reikna má með að bróðurpartur þeirrar summu fari í að greiða hótel- og uppi- haldskostnað fyrir erlendu gestina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fögnuður Breiðablik fær vonandi tækifæri til þess að fagna mörkum á heimavelli í dag. Núna telur hver einasta mínúta  Blikar hefja leik í dag í Meistaradeild Evrópu Leikmenn franska knattspyrnu- félagsins Lyon verða að finna sér e hvað annað til dægrastyttingar á ferðum sínum með félaginu og önn ráð til að undirbúa sig fyrir leiki en að hlusta á tónlist frá tónhlöðum (iPod-um) sínum. Þjálfari félagsins Claude Puel, hefur fengið sig full- saddan af því að leikmenn séu með heyrnartól í eyrunum á almannafæ en slíkt hefur færst mjög í aukana knattspyrnumönnum hin síðari ár. „Þjálfarinn hefur beðið okkur um að nota ekki hey artól lengur. Rétturinn er ekki okkar. Við höfum ekk val,“ sagði varnarmaðurinn Aly Cissokho á frétta- mannafundi. Lyon-menn fylgja því fordæmi Frakklandsmeist- aranna í Marseille og Brest sem er nýliði í 1. deildinn sindris@mbl.is Engar tónhlöður Anthony Reveillere Karlalið ÍBV í fótbolta hefur fen liðsstyrk því markvö urinn Abel Dhaira h ur gert samning við f lagið til næstu tvegg ára. Þetta staðfesti Heimir Hallgrímsso þjálfari liðsins, í sam við fótbolta.net. Dha er frá Úganda en þangað hafa Eyjamen verið duglegir að ná sér í liðsstyrk síðus ár. Tonny Mawejje er fyrir í liðinu og þ Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba léku einnig fyrir ÍBV, en allir e þeir frá Úganda. Dhaira er meiddur nún en mun í framtíðinni keppa við Albert Sævarsson og Elías Fannar Stefnisson markvarðarstöðuna en Albert, sem er a almarkvörður ÍBV, verður 37 ára gama haust.    Nýr dómari Pepsi-deildar karla í knaspyrnu verður á ferðinni í leik KR Stjörnunnar í kvöld en það er Guðmund Ársæll Guðmundsson. Guðmundur er tólfti maðurinn í hópi A-dómara hér á landi, en hann dæmir fyrir Hauka.    Ólafur Björn Lofts-son úr Nes- klúbbnum lék í gær fyrsta hringinn á EM einstaklinga í golfi en mótið fer fram í Finn- landi. Ólafur náði sér ekki alveg á strik og lék á 77 höggum sem er fimm högg yfir pari vallarins. 144 kylfingar taka þátt í mótinu og er Ólafur í 101. sæ eftir fyrsta keppnisdag. Efsti maður, Jo hann Lopez-Lazaro frá Frakklandi, lék 65 höggum. Leiknar eru 72 holur í móti en keppendafjöldi verður ekki skorinn n ur fyrr en eftir 54 holur. Þá munu um þa bil 60 kylfingar halda leik áfram og því ljóst að Ólafur þarf að herða róðurinn. Ólafur fékk tvo fugla á hringnum, fimm skolla og einn skramba.    Svissneski landsliðsmaðurinn PhilippDegen, sem verið hefur á mála hjá Liverpool frá árinu 2008, er genginn í ra Stuttgart í Þýskalandi. Degen er 27 ára gamall bakvörður sem fékk fá tækifæri Bítlaborginni því hann kom við sögu í að eins sjö deildarleikjum Liverpool.    Barcelona er að undirbúa sig fyrir koandi leiktíð í spænsku knattspyrn- unni og lék sinn annan æfingaleik í gær þegar liðið lagði úrvalslið Suður-Kóreu, 5:2, í Seoul. Argentínski snillingurinn L nel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcel þrátt fyrir að spila aðeins síðasta korter fyrri hálfleiknum. Zlatan Ibrahimovic, Victor Sánchez og Jonathan Soriano vo einnig á skotskónum.    Páll Tómas Finnsson skoraði tvö mörþegar Ísland lék sinn annan leik á Evrópumeistaramótinu í andspyrnu (ás ölskum fótbolta) í Danmörku á þriðjuda Íslendingar mættu Bretum og máttu sætta sig við tap, 36:87. Aron Leifsson o Viðar Valdimarsson skoruðu einnig. Fólk sport@mbl.is Pepsi-deild karla Úrvalsdeild, 14. umferð: Breiðablik – Valur....................................5:0 Jökull I. Elísabetarson 42., Kristinn Stein- dórsson 59., Alfreð Finnbogason 70., 76., Guðmundur Kristjánsson 73. Staðan: Breiðablik 14 9 2 3 34:16 29 ÍBV 13 9 2 2 22:10 29 FH 13 6 4 3 24:19 22 Fram 13 5 5 3 21:18 20 Keflavík 13 5 5 3 13:14 20 Valur 14 4 6 4 21:26 18 Stjarnan 13 4 5 4 23:21 17 KR 12 4 4 4 20:18 16 Fylkir 12 4 3 5 24:24 15 Grindavík 13 2 3 8 13:23 9 Selfoss 13 2 2 9 15:29 8 Haukar 13 0 7 6 16:28 7 Meistaradeild Evrópu Forkeppni 3. umferð, síðari leikir: HJK Helsinki – Partizan Belgrad ...........1:2  Partizan kemst áfram 5:1. Zenit – Unirea Urziceni............................1:0  Zenit kemst áfram 1:0. FC Kaupmannahöfn – BATE ..................3:2  FC Kaupmannahöfn kemst áfram 3:2. Zilina – Litex Lovech................................3:1  Zilina kemst áfram 4:2. Basel – Debrecen ......................................3:1  Basel kemst áfram 5:1 Dinamo Zagreb – Sheriff..........................1:1  Sheriff kemst áfram eftir vítaspyrnu- keppni. Lech Poznan – Sparta Prag .....................0:1  Sparta Prag kemst áfram 2:0. Fenerbahce – Young Boys .......................0:1  Young Boys kemst áfram 3:2. Gent – Dynamo Kiev.................................1:3  Dynamo Kiev kemst áfram 6:1. Salzburg – Omonia Nicosia ......................4:1  Salzburg kemst áfram 5:2. Celtic – Braga............................................2:1  Braga kemst áfram 4:2. PAOK Saloniki – Ajax ..............................3:3  Ajax kemst áfram á fleiri skoruðum mörkum á útivelli, 4:4. Rosenborg – AIK ......................................3:0  Rosenborg kemst áfram 4:0. H. Tel-Aviv – Aktobe ................................3:1  H. Tel-Aviv kemst áfram, 3:2. Anderlecht – TNS .....................................3:0  Anderlecht kemst áfram, 6:1. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Meistaradeild UEFA, forkeppni kvenna: Kópavogsv.: Juvisy – Targu Mures .....15.00 Kópavogsv.: Breiðablik – L. Tallinn ....18.00 Úrvalsdeild karla, Pepsí-deildin: Grindavíkurvöllur: Grindavík – Fram.19.15 Fylkisvöllur: Fylkir – Keflavík ............19.15 Hásteinsvöllur: ÍBV – FH ....................19.15 KR-völlur: KR – Stjarnan ....................19.15 Vodafonevöllurinn: Haukar – Selfoss..19.15 1. deild karla: Valbjarnarvöllur: Þróttur R. – Fjölnir19.15 3. deild karla: Selfossvöllur: Árborg – KFR ...............19.00 ÍR-völlur: Léttir – Tindastóll ...............19.00 Dalvík: Dalvík/Reynir – Samherjar.....19.00 1. deild kvenna: Fjölnisvöllur: Fjölnir – ÍR....................19.00 Í KVÖLD! Miðherjinn leik- reyndi Shaquille O’Neal samdi í gær við Boston Celtics í NBA deildinni í körfu- bolta til tveggja ára. O’Neal fær um 360 milljónir kr. í laun á samn- ingstímanum en hann fékk um 2,5 milljarða kr. í laun á síðasta tíma- bili. O’Neal lék með Cleveland Caval- iers á síðustu leiktíð en hinn 38 ára gamli O’Neal hefur fjórum sinnum orðið meistari, einu sinni sem leik- maður Miami Heat og þrisvar hjá LA Lakers. Hann vonast til þess að ná fimmta meistaratitlinum með Boston sem tapaði gegn LA Lakers í úrslitum NBA deildarinnar í vor. Boston verður án miðherjans sterka Kendrick Perkins fram eftir næsta vetri en hann meiddist illa á hné í úrslitunum gegn LA Lakers. Boston hefur fengið framherjann Jermaine O’Neal frá Miami Heat. „Shaq“ samdi við Boston Shaquille O’Neal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.