Nýr Stormur


Nýr Stormur - 22.12.1967, Side 6

Nýr Stormur - 22.12.1967, Side 6
Q FÖSTUDAGUR 22. DES. 1967. M€RKIR ÍSLCNDINGAR ÆVISÖGUR FJORTAN ÞJÓÐKUNNRA ÍSLENDINGA: Jósep Skaftason, læknir Pétur Guðjónsson, organleikari Þóra Melsteð, forstöðukona Valdimar Ásmundsson, ritstjóri Einar Jónsson, prófastur, Hofi Sigurður Stefánsson, prestur, Vigur Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri Ólafur Davíðsson, fræðimaður Jón Ólafsson, bankastjóri Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri Guðmundur G. Bárðarson, náttúrufræðingur Magnús Sigurðsson, bankastjóri Gunnlaugur Claessen, yfirlæknir Steinþór Sigurðsson, náttúrufræðingur. BÓKFELLSÚTGÁFAN h.f. --------------------r= BÍLA- VIÐGERÐIR Réttingar Boddýviffgerðir Almenn Viðgerðarþjónusta Pantiff tíma f síma 37260 Bifreiðaverkstæði VAGNS GUNNARSSONAR Síffumúla 13 BIRGIR KJARAN: HAFÖRNINM Setning og prentun: Prent- smiðjan Oddi hf. Litmyndir og kápa: Stein- dórsprent hf. Bókband: Sveinabókbandið hf. Ekki fer milli mála, að í bókaflóði seinustu dagana fyrir þessi jól, beri „Haförn- inn“ af um útlit og allan frá- gang, og það svo, að um hreln an kjörgrip er að ræða. í bók- inni eru margar frásagnír og mikill fjöldi mynda af hinum mikilúðga konungi fuglanna, sem á siðari árum hefur farið mjög fækkandi á norðurhveli jarðar og er t. d. hér á landi, aðeins vitað um rúmlega 50 emi, unga og fullorðna. Má því renna grun í hver örlög bíða arnarins njóti hann ekki þeirrar friðunar, er lög mæla nú fyrir um. Er og bókin rituð honum til fulltingis og vernd- ar. í formálsorðum, sem höf- undur nefnir hinu táknræna og snjalla heiti „Flugtak" er komist svo að orði. „Menn hafa sífellt verið að nema lönd, menn vilja halda því áfram, menn þrá að nema meff einhverjum hætti allt Iand sitt, minnsta kosti sjá þaff allt, njóta þess. En menn þurfa að kunna að virða land sitt, sjá þaff, dá það, án þess aff spilla fegrurð þess og sér- kennum,“------og enn segir: „Þvf er það, að við náttúru- verndarmenn viljum fyrir hvern mun reyna að varðveita eitthvað af landinu eins og þaff er frá náttúrunnar hendi, frumásýnd þess, — gróffur þess og fátæklegt dýralíf, — og hindra, að síðustu einstakl ingar tegunda deyi út,“---- Allir vita að höfundur er ekki að sýnast. Friðun er honum hugleikið málefni. Náttúru- skoðun unun. Þá er í bókinni all langur þáttur um líf og háttu amar- ins, rituð af dr. Finni Guð- mundssyni. Er að frásögn hans hinn mesti fengur og mikill fróðleikur þeim, sem hugstæður er hinn klóguli tignar fug. Bókfellsútgáfan gefur út bókina. A. G. 3 góðar bækur frá Stafafelli Þrjár nýjar bækur hafa blað inu borist frá bókaútgáfunni Stafafell. Þarna er um að ræða tvær myndarlegar bækur, sem vafa laust munu falla kvenþjóðinni vel í geð. Önnur þeirra heitir því fræga nafni „örlög ráða“ og fjallar um ástir og allskon- ar flækjur, sem jafnan eru við þjóna duttlungum sínum. hendina, þegar örlögin fara að Hin bókin-er læknissaga, en þær bækur hafa jafnan náð miklum vinsældum. Fjallar hún um „Seinni konu læknis- ins“ og er mjög spennandi skemmtilestur. Þriðja bókin er úr spánsk- ^meríska stríðinu og gerist að nokkru á sjó. Þessi saga er mjög spenn- andi og á vafalaust eftir að vinna hylli bæði drengja og telpna. VAR UNNID FYRIR GÝG? Sú barátta, sem á sínum tíma var háð í sambandi við ís- lenzka landhelgi, var í eðli sínu mjög merkur þáttur í sögu ís- lendinga. Engan hefur órað fyrir því, að sú barátta væri ekki metin sem skyldi og er þar um að ræða þegnskap íslend- inga annars vegar, en hins veg- ar það sinnu- og kæruleysi fyrir velferð og framtíðinni. í upp- hafi friðunar á íslenzku land- helginni voru trollið og snuru- voðin leyst af hólmi, og stóð ekki á því, að Alþingi kæmi með lög sem heimiluðu ifiski- skipstjórum fé til innlausnar á þessum veiðarfærum sam- kvæmt mati, og var svo komið, að ekki voru lengur notuð slík veiðarfæri innan íslenzkrar landhelgi. í skjóli þeirrar vemdar, sem skapaðist við 12 mílna útfærsluna, lögðu marg- ir, sem áhuga höfðu á að fá sér smærri báta til að stunda veið- ar á grunnmiðum, í þó nokkra fjárfesitngu til þess arna og notaðir opnir smábátar til handfæraveiða og línu, auk netaveiða, bæði fyrir þorsk, ýsu og flatfisk. Afkoma smærri báta og þeirra báta, sem stunda slík ar veiðar, fór ört batnandi eft- ir því, sem á leið og var þá einnig farið að nota nót til ýsuveiða á Faxaflóa og víðar við landið, og einnig þorsk. Þegar svo var komði, fóru að heyrast raddir um, að svo mik- ill fiskur væri orðinn í Faxa- flóa, að hann hefði ekki æti og svo mikið var orðið af rauð sprettu, að þrjú til 6 lög voru komin af henni um allan fló- ann og víðar, og ekki langt á eftir þessu fóru menn að tala um, að nauðsyn væri. á að leyfa troll og snurruvoð til þess að fækka þessum fiski eitthvað, og svo langt gekk þetta að lokum, að formenn við Faxaflóa fjöl- menntu til Reykjavíkur til þess að fá leiðréttingu á þessu, svo að fiskurinn í Faxaflóa yrði hungurmorða, og þessum mál- um var komið þannig fyrir, að snurruvoðin var leyfð með góðu samþykki fiskimálastjóra og fiskifræðinga og ráðuneyta. Og ekki nóg með það. Þorska- netaveggur var settur allt í kringum landið auk þess að gotfiskurinn var tekinn í nætur á Selvogsbanka á gotstöðvun- um, sem ættu að vera algjör- lega friðaðar. Snurruvoðin og trollið og nótin, auk neta og drauganeta, hafa nú þjarmað svo að fiskstofninum, að engu tali tekur. Það er eitthvað ver- ið að myndast við að taka troll bátana í landhelgi, en það er kák eitt, hvað þá, að þeir borgi tilsettar sektir. Hvað er svo verið að tala um landgrunnið, að friða það. þeg ar þegnskapurinn er ekki meiri, ef fiskimergðin var orðin svona mikil, eins og af var látið, þá hefði hungrið eitt að skila hon um að betur á línu. Til dæmis fiskaði einn maður á báti með nokkur rauðsprettunet í Hafn- arfirði 600 kg á dag fyrir opn- un landhelginnar eftir útfærsl- una í 12 mílurnar, en einu ári síðar fékkst á sömu slóðum 60 kg og hefur þetta síminnkað. Græðgi íslendinga hefur verið svo óstjómleg og sóun veiðar- færa gengdarlaus. En nýting fisks hefur ekki verið að sama skapi. því þetta væri fullgott í negrana. Væri ekki betra að fá minna og að hægt væri að koma með mannsæmandi vöru í land og ganga ekki gengdar- laust á fiskstofninn. Það hæfir vel fyrrverandi fiskimálastjóra að setjast í bankastjóraembætti í tómum Seðlabanka. Hann hefur til þess unnið. K. Pétursson.

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.