Nýr Stormur


Nýr Stormur - 22.12.1967, Side 11

Nýr Stormur - 22.12.1967, Side 11
FÖSTUDAGUR 22. DES. 1967. ^ll^RMUR (D Emmess ís á jólaborðið ÍSTERTUR VANILLUÍS NOUGATÍS JARDABERJAÍS SÚKKULAÐIÍS Mjólkursamsalan - ;u /j Eg er settur.... Framhald af bls. 3. í vasa hennar í kosningasjóSi í tvö til þrjú ár og nú ætlar hann að sýna henni vald sitt. Á næstunni eru forsetakosn ingar. Það er vitað að eitt for- setaefni hefir átt miklu fylgi að fagna meðal verzlunarstétt arinnar og væntir sér trausts og halds úr þeirri átt. Nú ætlar Bjarni formaður, við gætum nefnt hann „sól- formanninn“ að nota kverka- takið á verzlunarstéttinni til þess að kúga hana undir vilja sinn í því máli. Völd þessa manns byggjast, eins og allra annara einræð- isherra, á ótta en ekki hylli. Nánustu samstarfsmennirn- ir ÞORA ekki að ýta honum til hliðar af ótta við að honum takist samt sem áður að halda völdum og þá vita þeir að hefndin verður grimmileg. Það verður því ekki fyrr en fólkið fær tækifæri til að til- kynna honum, svo ekki verður um villzt, að ríkið er ekki HANN, heldur ÞAÐ. Sólkonungurinn dó áður en hann gerði sér þetta Ijóst — við skulum vona að sömu ör- lög bíði ekki „sólformannsins“ og íslenzku þjóðarinnar! «ílB1ISI|g|[SilSI|gl|g|ISliaHligiígll5IISll81l«1151|g|giiaHI|g|lgl|g||gKllg||giiaig!|gHgll8Hg'i|g|SlBliai5i]|g|g|BBlBBÍIg|gll8H|g||gll8iaBIIBBI|gW|g1glWglMllg|giaiglgl|l 11 JÓLIN Framhald af bls. 1. Kenningar hans hafa ver ið gerðar eins þægilegar í meðförum og hentar hverju sinni værukærum söfnuð- um og einstaklingum. Það eru aðeins sárafáar undantekningar, sem í raun og veru trúa og vilja eitthvað á sig leggja fyrir trú sína. Hitt er miklu þægilegra að hafa á sér yfir skin trúrækninnar og af- neita krafti hennar. Flestir afneita þó þessari stað- reynd, en gæta þess ekki, að einmitt á þessum tíma árs, siðast í desember á hverju ári, sanna þeir með gjörðum sínum, fremur en nokkur hávíSindaleg rit- gerð gæti gert, að guðrækn in er yfirskin eitt, notuð til að gera sér dagamun. Menn éta og drekka sér til óbóta í Jesú nafni. Þeir skreyta sig og heimili sín i Jesú nafni. Verzlun og við- skipti ná hámarki sínu rétt fyrir jólin, í Jesú nafni. Alir þurfa að kaupa eitt- hvað, nauðsynlegt og ónauð synlegt — í Jesú nafni. Börnin fá allskonar leik- föng svo sem byssur, skrið- dreka, hernaðarflugvélar o. s. frv. — í Jesú nafni. Vegna þess að Jesú á af- mæli, eru unglingum gefn- ar byssusögur og frásagnir af ömurlegustu atburðum sögunnar — þar sem þús- undura og hundruðum þús- unda mannslífa er fórnað — í Jesú nafni. Þannig mætti lengi telja og eftir því sem upptalning in er lengri, er hún hinum menntaða nútímamanni til meiri skammar. Þótt íslendingar séu ekki sekir um það ódæði, að fara í kirkju og'tilbiðja Jesú, áð ur en þeir fara út að drepa menn, þá er trúleysi þeirra og siðleysi allt að einu nóg. Þjóð Hahgríms Pétursson ar og Jóns Vídalíns trúir ekki á annað en stokka og steina. Prestarnir tala í mann- lausum kirkjum, enda mun vald meistarans frá Nasa- ret yfir þeim, mörgum hverjum, ná skammt, ef hyllir undir hátignina Mammon. Jesú braut niður kenning una: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Það er þó þessi kenning sem í dag er hið ráðandi afl, þrátt fyrir að menn telja sig kristna. Það er með þcnnan boð- skap í huga, sem menn halda upp á afmæli meist- arans. Þverbrot á öllum hans kenningurp er mottó- ið, sem prúðbúnir kirkju- gestir jólanna bera í barm- inum í skreyttum kirkjum á þessum jólum. Jólin eru markaðshátíð. Það eru skransalarnir sem fyllast fögnuði á þessum árstíma. Flestallir aðrir eru hálf- ærðir, úttaugaðir eftir um- stangið og börnin fá varla að vita af hverju þetta til- stand er. Jóla söngvarnir hafa engan tilgang og ekk- ert innihald lengur. Sögurnar af fæðingu Jesú fagnaðarerindið er bara grín, sem fullorðna fólkið er að finna upp á, því m S Í9QQQQBB að börnin trúa ekki þvi, sem þau finna að foreldr- arnir trúa ekki á. Það er á valdi hvers og eins að draga úr óskapnað- inum. Hér verður ekki sak- ast við yfirvöld, eða neina aðra en fólkið sjálft. Það er fullorðna fólkið, sem er staðið að því, að vera að gleðja sig sjálft undir þvi yfirskini að það sé að gleðja börnin. Börnin í dag bíða skaða af jólunum víðast hvar. Kenningin um Jesúbamið og fagnaðarboðskapurinn kemst ekki að. Þetta er höfuðsynd „krist inna“ manna á jólum í dag. i«iigiMigixiigiM>ti«igigiigiigigigigiigiigig<gteigigigi«igiíi<i»migm»gimimgigrai»igixiBiiKiiHBig StœiSEÍGÍSlSISFaf

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.