Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 16.05.1968, Síða 2

Framsóknarblaðið - 16.05.1968, Síða 2
2 1£á£2CSH FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Öslcndingar og hafið Þann 25. þm. verður opnuð í íþróttahöllinni í Laugardal sýning, sem nefnist „íslendingar og hafið“. Sýningin stendur í 18 daga. Sýningu þessari má skipta í að- alatriðum i þrjá þætti, sem kalla má: fortíð, nútíð og framtíð. Verð ur sá pátturinu er að fortíðinni snýr, staðsettur í vestari hluta and- dyris hússins og verður fyrst fyrir sýningargestum, þegar inn í húsið kemur. Hefur Lúðvík Kristjánsson rithöfundur lagt á ráðin um val sýn ingarmuna, sem hafðir verða í þess ari deild, og hefur yfirleitt verið ráðgjafi sýningarstjórnarinnar að því er liðna tíð snertir. „Árin og seglið“ heitir þessi deild sýningarinnar, sem veita á nokkra hugmynd um íslenzkar fisk veiðar í fortíð og fram um síðustu aldamót. Þar getur á margt að líta, og verður hér aðeins drepið á fátt eitt, enda er sjón sögu ríkari. — Þjóðminjavörður, forstöðumenn byggðarsafna og margir einstakl- ingar hafa sýnt lofsverðan vilja og áhuga á að lána myndir og muni. Fyrir framan sýningarhöllina verður komið fyrir Þorlákshafnar fari með rá og reiða, tólfrónum teinæringi. Bátur þessi er að vísu ekki gamall, 53ja ára ,en hann er merkilegur vegna þess, að hann er smíðaður af einum mikilvirkasta bátusmið á Suðurlandi fyrr og síð ar, Steini Guðmundssyni á Eyrar- bakka. Taiið er, að hann hafi smíð- að nærri 500 báta. Báturinn sýrnr hið svokallaða Steinslag. Hann er seinasti báturinn, sem Steinn smíð aði, og var Steinn þá 77 ára gam- all. Liðin eru 109 ár síðan fyrsta ís- lenzka fiskveiðasýningin var hald- in, sem reyndar var þá kölluð veiðarfærasýning. Fyrir allmörg- um árum rakst Lúðvík á mikils- verðustu frumgögn varðandi hana. Þau verða kynnt þarna í fyrsta sinn og ýmislegt annað, er þessa sýningu snertir. Stór ljósmynd er af einni elztu vör, sem nú er varðveitt á íslandi. Ætla má, að hún sé óbreytt frá fyrstu öldum landnámsbyggðar. Hjá þessari vararmynd er einn steinn úr vararflórnum, en kjalar- farið í steininum segir sína sögu. — Þá verða þarna myndir og teikn ingar af ýmsum gerðum verbúða, hjalla og nausta, svo og myndir og líkan af fiskgörðum og fiskbyrgj- um. M ,a. er ljósmynd af fiskgörð- um, er aldrei hefur verið birt fyrr. Hún sýnir fiskgarða ,sem til skamms tíma hafa verið faldir í jörðu. Ætla má, að þeir séu frá miðöldum eða jafnvel eldri. _ Margt verður þarna af gömlum veiðarfærum og ýmis konar tækj- um í sambandi við þau. — Þá er að geta mynda og líkana af ýms- um gerðum árabáta og þilskipa. — Reynt er að sýna í höfuðdráttum verkun fisks á fyrri tíð. í einum skáp eru sýndir margs konar gripir smíðaðir úr hvalbeini. Þá verður skápur, sem í eru ýmis- leg skilríki, er varða sjómanna- fræðslu á íslandi um hálfri öld fyrr en Stýrimannaskólinn var stofnað- ur. Má þar á meðal nefna allstórt handrit að íslenzkri stýrimanna- fræði ,er lokið var við að semja og skrá árið 1843, frumrit að fyrstu skóla hér á landi. Bæði eru þessi ritgerðinni um stofnun sjómanna- handrit varðveitt utan Reykjavík- ur. í þessum skáp er einnig bréf sem staðfestir stofnun sjómanna- skóla á ísafirði 1852 og reikningur, er sýnir hvaða bækur og áhöld voru keypt til þessa skóla. Myndir eru af frumkvöðlum íslenzkrar sjó mannafræðslu. „Brauðryðjendur" er yfirskrift eins sýningarskápsins. Þar eru birt ar myndir af ýmsum upphafsmönn um ísl. þilskipaútgerðar svo og mynd af því eina mannvirki, sem enn er varðveitt frá bernsku þil- skipaútvegsins. — Óhætt mun að fullyrða, að í þessari sýningardeild verður fjölmargt muna og mynda, er varðar fiskveiðisögu íslendinga fram að síðustu aldamótum og al- menningi er lítt eða ekki kunnugt um. — Að lokum skal aðeins vikið að einum mun. Fyrir þrem áratug- um hafði Lúðvík upp á saumuð- um seglkrossi. Hann var þá illa farinn,en þó var hægt að sauma eftirmynd hans, og er hún í Þjóð- minjasafni. Alllöngu síðar hafði Lúðvik spurnir af öðrum seglkrossi og er hann sem nýr, þótt hann væri í sex ár í segli á bát, er var í stöð- ugri notkun. Þessi seglkross er meðal muna á sýningunni. Þá má og geta þess, að í þessari deild munu gamlir menn úr Hrafn istu sýna vinnubrögð við veiðar- færagerð. Þessi stutti kafli gerir hinni sögu legu hlið engin fullnægjandi skil, en þessi fáorða lýsing ætti þó að færa mönnum heim sanninn um, ' að þessi þáttur sýningarinnar mun búa yfir geysimiklum og skemmti legum fróðleik, sem vafalaust mundi fara með öllu framhjá flest um, ef ekki væri efnt til þessarar sýningar . Þegar kemur úr anddyrinu inn í aðalsalinn, eru menn komnir í nú- tímann, því að þar er kynnt starf- semi fjölmargra stofnana, samtaka, fyrirtækja og fleiri. Taka svo marg ir slíkir aðilar þátt í sýningunni, að þeir rúmast ekki allir í salnum og eru sýningarstúkur þess vegna einnig í fatageymslu hússins, undir aðalsalnum. Eru þessir aðilar sam- tals 65, og verða þeir taldir upp hér á eftir, samkvæmt tölusetn- ingu sýningarstúkna þeirra. Akureyrarbær, Stillir hf., J. P. Guðjónsson hf., Ferskfiskeftirlitið, Radíóviðgerðarstofa Ólafs Jónsson- ar, Landssamband Netagerðarverk- stæða, Landssamband dráttar- brauta og skipasmiðja, Skipaskoð- un Ríkisins, Slysavarnafélag ís- lands, Landhelgisgæzlan, Einar Far estveit & Co hf., Fiskimat ríkisins, Sölusamband ísl. fiskframleiðenda, Landsbanki íslands, Síldarútvegs- nefnd, Samvinnufélagið Hreyfill, Póstur og sími, Vita- og hafnarmála stj órnin, Haf rannsóknarstof nunin, Hampiðjan hf., Reykjavíkurhöfn, Samábyrgð íslands, Stýrimanna- skólinn, Vélskólinn, Friðrik A. Jónsson, Eimskipafélag fslands hf., Ríkarður Sigmundsson, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, Sjómanna- dagsráð og happdrætti DAS, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins, Síld- arverksmiðjur ríkisins, Útvegs- bankinn, Vélasalan hf., Fiskifélag íslands, Landssamband ísl. útvegs- manna og Félag ísl. botnvörpu- skipaeigenda, Verzlun O. Elling- sen hf., Álborg hf., Fiskimálasjóð- ur, Veðurstofan, Fálkinn hf., Ullar verksmiðjan Framtíðin og Verk- smiðjan Max, Ingólfur Árnason, Stýrimannaskólinn í Vestm.eyjum, Tryggingamiðstöðin, Optima, Skreið arsamlagið, Eggert Kristjánsson & Co. hf., Sveinn Jónsson, fyrstivéla- þjónusta, Netasalan hf., B. Sigurðs son sf.,Málning hf., Kassagerð Reykjavíkur hf., Seglagerðin Ægir, Jöklar hf., Kristján G. Gíslason, Ingvar & Ari, Pólar hf., Konráð Gíslason, kompásasmiður, Björgun hf., Akraneskaupstaður, I. Pálma- son hf., Akurfell sf., Hafskip hf., Kúlulegasalan hf., Kafarafélag ís- lands, Austfirðir. REiÐHJÖLA- ViÐGERÐIR Tek að mér að gera við reið- hjól. Teina upp lijól o. fl. SÆVAR ÍSFELD SMURSTÖÐ SKELJUNGS v/ 8. S. V. ORÐSENDING FRÁ LÖGRELUNNI Bannað er að brenna sinu eft- ir þennan tíma, slíkur bruni eyðir varpi smáfugla. LÖGREGLÁN. Bareavags til sölu, nýlegur. _ Upplýsingar í síma 2133.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.