Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: /f//Y MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG FRAMSÓKNARFÉLAG M // M # Æ /ÆM / SAMVINNUMANNA I VESTMANNAEYJA /V/ /\/KS VESTMANNAEYJUM 21. árgangur. Vestmannaeyjum, 30. maí 1968 6. tölublað Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja var sagt upp 28. þ.m. Fer hér á eft ir útdráttur ú ræðu skólastjóra: Alls hafa verið í skólanum 319 nem. í vetur. Nokkrir hófu ekki nám fyrr en nokkuð var liðiö á skólaárið. 5 nem. hurfu frá námi. Nemendur skiptust í 13 bekkj- ardeildir. í 1. bekk voru 101 nem- andi í íjórum bekkjardeildum, 113 nemendur voru í 2. bekk í 4 bekkj ardeildum, 67 nemendur í 3. bekk í 3 bekkjardeildum, verknámi, bók- námi og landsprófsdeild. í 4. bekk voru 34 nemendur í 2 bekkjardeild um, verknáms- og bóknámsdeild. 13 fastir kennarar störfuðu við skólann auk skólastjóra og 11 stundakennara. Um mitt skólaár var fastráðinn stundakennari að skólanum, sem einnig annaðist skrifstofustörf o. fl. Heimsóknir voru með færra móti i skólann í vetur. Eiríkur Sigurðs son fyrrverandi skólastjóri á Akur eyri, nú erindreki Stórstúku ís- lands, heimsótti skólann 4. desem- ber. Ræddi hann við nemendur um skaðsemi áfengis og tóbaks og sýndi kvikmyndir. Eins og undanfarin ár var fyrir huguð leikhúsferð með nemendur gagnfræðadeilda og landsprófs- deildar, en vegna óhagstæðs veð- urs varð ekki af ferðinni. Foreldradagur var haldinn 16. febrúar og var allvel sóttur. Landsprófi var að venju boðið á ágætan fund hjá Rotaryklúbb Vest mannaeyja. Úrslit prófa. í 1. bekk gengu 100 nemendur undir próf. Allir etóðust prófið. Þegar á heildina er litið, verður ekki annað sagt, en námsárangur nemenda í 1. bekk sé rýrari en oft áður. Hæstu einkunnir í 1. bekk hlutu: 1. bekkur D. Ágústa Harðardóttir 8,85; 1. bekkur C. Kristinn Óskarsson 7,04; 1. bekkur B. Bjarki Sveinbjörnsson 7,20; 1. bekkur A. Sigurjón R. Jakobsson 5,48; Stefánsson 5,14; Ómar Guðmunds- son 5,01. Unglingapróf þreyttu að þessu sinni 113 nemendur. Til þess að teljast hafa lokið unglingaprófi verða nemendur að standast IV. sundstig. Af þeim sem hafa lokið prófi hafa 15 ekki staðizt próf. Til að standast unglingapróf þarf 4 í aðaleinkunn, íslenzkum stíl og reikningi. Af þeim, sem hafa ekki staðizt próf, hafa allir hlotið nægi lega háa meðaleinkunn, en ekki staðizt lágmarkskröfur í reikningi og íslenzku. Sumir' þeirra, sem stóðust ung- lingapróf, hafa ekki hlotið fram- haldseinkunn í 3. bekk. Mér þykir þessi hópur vera allt of fjölmenn- ur nú. Eg hika ekki við að fullyrða, að margt af þessu fólki hefði getað staðið sig betur, ef það hefði rækt námið betur og af meiri kostgæfni Er ég sérstaklega með í huga 2. bekk B. Hæstu einkunnir á unglinga- prófi: 2. bekkur D. Sigrún I. Sigurgeirsdóttir 9,15 2. bekkur C. Pétur L. Friðgeirsson 8,14; 2. bekkur B. Ásta Finnbogadóttir 6,88; 2. bekkur A. Hafdís Hilmarsdóttir 6,86. í 3. bekk gengu alls 67 nemend- ur undir próf. í 3. bekk bóknámsd. stóðust allir próf, en 3 skortir nægilega háa aðaleinkun til fram- halds í 4. bekk. 18 nemendur þreyttu próf í 3. bekk verknámsd. 1 nemandi stóðst ekki próf, en allmargir náðu ekki framhaldseinkunn í reikningi og íslenzku. í landsprófsdeild var 21 nemandi 3 þeirra hafa ekki lokið prófum enn, en munu innan tíðar ljúka þeim. Af þeim, sem hafa lokið prófum hafa allir staðizt próf og hlotið framhaldseinkunn í Kennaraskóla íslands og menntaskólana, þ.e. meðaleinkunn 6 eða meira. Hæstu einkunnir í 3. bekk verk- námsd. Hæstu einkunn í 3. bekk verk- náms hlaut Jón Bernódusson 7,48. í 3. bekk bóknámsd. Einar Ósk- arsson 8,44. Hæstu einkunn í landsprófsdeild hlaut Arnþór Helgason 8,36. í gagnfræðadeildum gengu 34 nemendur undir próf, 19 í verk- námsdeild og 15 í bóknámsdeild. Hæstu einkunn í 4. bekk bók- námsd. hlaut Gísli Ásmunds- son 8,36. í 4. bekk verknámsd. Gísli Ei- ríksson 7,73. Verðlaunabikar frá Félagi kaup- sýslumanna fyrir hæstu saman- lögðu einkunn í vélritun og bók- færslu hlaut Gísli Ásmundsson 4. bekk bóknámsd. Barnaskólanum var slitið í gær þriðjudaginn 28 maí. Skólastjóri, Reynir Guðsteins- son, flutti ávarp til barnanna, er útskrifuðust, færði þeim þakkir skólans fyrir vel unnin störf á sl. vetri og árnaðaróskir . Þá gat hann helztu breytinga er voru á starfi skólans í vetur, þær helztu voru, fimm daga kennslu- vika, kennsla hófst kl. 8 í stað 9, miðsvetrarpróf felld niður, sér- og hjálparkennsla stórlega aukin All- ar hefðu breytingar þessar sýnt að þær væru til bóta. Fastir kennarar við skólann voru 20 og 3 stundakennarar Nemendur voru 670 í 29 deild- um, 124 í fyrsta bekk, 100 í sjötta bekk. Heilsufar var gott í skólanum, þar til í vor að influensa og hettu- sótt herjaði Barnapróf þreyttu 100 og stóðust 94, 2 fengu undanþágu, en 4 náðu Bókarverðlaun frá Rotaryklúbb Vestmannaeyja fyrir hæstu eink- unn í íslenzku hlaut Inga Jóhanns dóttir 4. bekk bóknámsd. Skólinn veitir verðlaun þeim nemendum, sem hlotið hafa hæsta meðaleinkunn í hverjum árgangi, svo og fyrir hæstu meðaleinkunn á landsprófi. 1. bekkur; Ágústa Harðardóttir. 2. bekkur; Sigrún I. Sigurgeirsd. 3. bekkur; Einar Óskarsson. 3. lpd.; Arnþór Helgason. 4. bekkur; Gísli Asmundsson. Ritgerðarsamkeppni: Hilmar Þ. Hafsteinsson 1. D. Lilja Guðnadóttir 3. bóknáms. Viðurkenningarkort. Lpd. Guðrún Stefánsdóttir, Gyða Arnmundsdóttir, Helga Hallbergs- dóttir, Ragnheiður Brynjúlfsdótt- ir, Svava Eggertsdóttir. 4. verknámsd. Guðrún B. Leifsdótt i, Inga Jónsdóttir, Sæbjörg Snorra dóttir, Einar Steingrímsson. 3. bekkur. Einar Óskarsson. ekki og munu þreyta próf í haust. Hæstu einkunn á barnaprófi hlutu: 1. Jóhanna M. Þórðardóttir ... 9,4 1. Jónína Aðalsteinsdóttir .... 9,4 2. Ásta Gunnlaugsdóttir ....... 9,3 2. Guðrún Sveinbjörnsdóttir 9,3 3. Ingibergur Einarsson ....... 9,2 3. Tryggvi Garðarsson ......... 9,2 Alls voru 14 nemendur í 6 bekk með 9,0 og hærra Hæstu einkunn yfir skólann, 9,5, hlaut Anna Guðný Eiríksdóttir, 4 bekk B. Ó. Verðlaun Rotary fyrir hæstu einkunn í íslenzku hlutu: Ásgeir Sighvatsson og Guðrún Garðars- dóttir Haraldur Geir Johnsen hlaut verðlaun skólans fyrir mesta fram för í stafsetningu, einnig hlutu 2 efstu stúlkurnar verðlaun frá skól- anum Að endingu þakkaði skólastjóri nemendum og kennurum fyrir gott samstarf á liðnu skólaári. Bornoskólfl Ve. slitii

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.