Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 3
FRAMSÖKNARBLAÐIÐ 3 ÞJÓÐHÁTÍÐIN Framhald af 2. síðu. inn hefur komið. Eg tel að með því að miða skemmtiatriðin við að, að hehnafólk sæki Þjóðhátíð- ina, og sérstaklega ef þess er gætt að nota heimafengna skemmti- krafta, þá gæti Þjóðhátíðin oðið í- þróttahreyfingunni meiri lyfti- stöng en nú er. Ef til vill heldur einhver því fram, að hér séu ekki fáanlegir frambærilegir skemmtikraftar hér innanbæjar. Eg held, að lítið hafi á þetta reynt, heimamenn eru aldrei beðn ir að skemmta á Þjóðhátíð, fyrr en aðrir skemmtikraftar bregðazt, og þá ef til vnl með viku eða hálfs mánaðar fyrirvara. Viðkomandi íþróttafélag hefur heilt ár og jafnvel tvö, til að und- irbúa Þjóðhátíðina og útvega skemmtikrafta, og ég trúi því ekki að ekki fengjust skemmtikraftar innanbæjar, ef eftir þeim væri leit að með nægum fyrirvara, t.d. strax á haustin. Auðvitað þarf að borga innan- bæjar skemmtikröftum, en ekkert í samanburði við þann fjáraustur, sem fer í „vafasama” skemmti- krafta, sem fengnir eru að. Og svo sparaðizt uppihald o.s.frv.. Eg bið viðkomandi íþróttafélag, stjórn þess og nefndir, að athuga þetta mál vel, Þessar athugasemd- ir eru bornar fram af góðum hug. Eg er einn af þeim, sem ekki vilja leggja Þjóðhátíðina niður, en gera hana í þess stað að hátíð bæj arbúa sjálfra. þessu verður ekki kippt öllu í lag á einu ári, en heill sé stjórn þess félags, sem hefur kjark til þess að takazt á við þetta vandamál j. B. Fró Krabbavörn 3. maí s.l. kom frú Guðríður Ólafsdóttir, Heimagötu 20 hér í bæ, til mín með kr. 3000.00 — þrjú þúsund krónur — sem hún gaf til „Krabbavarnar” í Vestmannaeyj- um. Þessi gjöf er í minningu um stjúpömmu hennar Guðrúnu Jóns- dóttur, húsfreyju í Fagradal, Mýr- dal, en þennan dag hefði hún orð- ið hundrað ára, ef lifað hefði. Auk þess var þessi gjöf gefin í minn- ingu afa hennar og manns Guð- rúnar, Jakobs Þorsteinssonar, bónda í Fagradal, sem dó 93-ggja ára gamall, og í minningu um Guðmund Jónsson, bróður Guðrún ar, sem bjó hér í Lambhaga og Nýjahúsi. Hann dó í september 1948, um áttrætt. Með þökkum móttekið. form. „Krabbavarnar”. Einar Guttormsson, Húsbyggjendur Munið hinar vönduðu innihurðir frá Sigurði Elíassyni h. f., Kópavogi. Afrgeiðslufrestur 4 til 5 vikur. Óbreytt verð. TRÉVERK S.F. Flötum 18. — Sími 2228. STUÐNINGSMANNA KRISTJÁNS ELDJARN Höfum opnað skrifstofu í Víðidal (Vest- mannabraut 33). Fyrst um sinn verður að- t eins opið á kvöldin. Starfsmaður skrifstofunnar er Lýður Brynj- ólfsson, skólastjóri. Allt stuðningsfólk Kristjáns Eldjárn er vinsamlega beðið að hafa samband við skrifstofuna. — Síminn er 1060. NEFNDIN. Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens við í hönd farandi forseta kosningar er í húsi Drífanda við Bárustíg. Skrifstofan er opin daglega kl. 14—18,30 Síminn er 1080. Stuðningsmenn Gunnars Toroddsen eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst. Flogið verður á Skógasand n. k. þriðju- dagskvöld, 4. júní. Vinsamlega hafið samband við skrif- stofuna sem fyrst. FLUGFÉLAG ÍSLANDS. Fasteignamarkað- urinn er í fullum gangi. Síðustu daga daglegar sölur. Hefi nú til sölu m.a. EINBÝLISHÚS: Ný og glæsileg við Heiðaveg, Höfðaveg, Nýjabæjarbraut og Strembugötu. Eldri einbýlishús, en í ágætu standi: Við Brekastíg, Faxastíg, Heima- götu, Landagötu, Njarðarstíg, Urð- arveg, Vestmannabraut og Vestur- veg. fbúðir: 2 herbergi og eldhús: Við Kirkjuveg, eldri íbúð við Há- steinsveg, íbúð í steinhúsi, nýleg. 3 herbergi og eldhús: Við Ása- veg í elda húsi, Brekastíg, Faxa- stíg, Heiðaveg, Herjólfsgötu og Skólaveg. 4 herbergi og eldhús: Við Fífil- götu, Vestmannabraut og Vestur- veg. 5 herbergja nýleg íbúð við Birki- hlíð, kostakjör. Líklegast má ná góðum kaupum, meðan úrvalið er mest. Vinsamleg ast lítið inn og kynnið yður verð og skilmála, og ef að er gáð fer vala hjá því, að eitthvað sé við flestra hæfi. Kaupendur bíða eftir hentugum smábátum, jafnvel trill- um. JÓN HJALTASON. hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu, Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f.h. Sími 1847. Til sölu. er húslóð á góðum stað við III- ugagötu, ásamt teikningu af hent ugu einbýlishúsi. Upplýsingar gefnar í síma 1729. Bifreið fil sölu. Jeppabifreiðin V-83 er til sölu. Upplýsingar í sírna 1343 eftir kl. 7 á kvöldin. MÓTORHJÓL Nýlegt, 16 ha. Honda-mótorhjól til sölu. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 1136. Bifreið fil sölu. FIAT 850 S. árgerð 1966. — Upp- lýsingar í síma 1240.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.