Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ FRÉ TTIR Landakirkja: Messa hvítasunnudag kl. 2. Jarðarför: S. 1. laugardag 25 þ. m. fór fram frá Landakirkju jarðarför Einars Ingvarssonar, Faxastíg 31, sem and aðist í Reykjavík 18. þ. m. Færeyjaferð: Gagnfræðingar og nemendur landsprófsdeildar Gagnfræðaskól- ans lögðu upp í skemmtiferð til Færeyja í gærkvölcíi. Ferðin mun standa fjóra daga og verður flog- ið báðar leiðir. Frá Kvenfélagi Landakirkju. Þökkum bæjarbúum innilega fyr ir öflugan stuðning við hlutaveltu okkar, sem haldin var hinn 9 maí síðastliðinn. SKÓLAÞROSKAPRÓF. í lok vorskólans, er var í byrjun maí, fyrir börn er verða skóla- skyld í haust voru lögð fyrir þau skólaþroskapróf Var fenginn hingað til þessa starfs, Sigurjón Björnsson, sálfræð ingur. Lét Sigurjón í ljós þá skoðun, að sér virtist börnin almennt vera vel skólaþroska, algengt væri þó að um 10 - 15 prósent barnanna þyrftu alveg sérstaka meðhöndlun. Skólaþroskakönnun hefur tíðk- ast við skóla Reykjavíkurborgar s.l. ár og víðar og er almennt tal- in til mikilla bóta einkum og sér í lagi fyrir börnin Þá kannaði Sigurjón einnig ein- staka örðugleika eldri barna til náms og reyndi að benda á leiðir til úrbóta, jafnt foreldrum sem og kennurum Hátíðahöld Sjómannadagsins. Sjómannadagurinn var að venju haldinn hátíðlegur og voru fastir liðir eins og venjulega. Það vakti nokkra athygli, að nú tóku kon- ur þátt í kappróðrinum, voru það starfsstúlkur fiskvinnslustöðvanna. Aðal hátíðahöldin voru sunnu- daginn 26. maí, dró það heldur úr að veður var ekki gott, austan strekkingur og skúraleiðingar. Ræður og ávörp fluttu: Páll Þor- björnsson, Einar Gíslason og Stein grímur Arnar. Þá voru aldraðir sjómenn heiðr- aðir, en það voru: Eiríkur Jóns- son úr Verðanda, Ögmundur Ólafs son úr Vélstjórafélaginu og Sigur- jón Ingvarsson úr Jötni Einnig var Ólafur Ólafsson, er var með hafnsögubátinn Létti heiðraður fyrir vel unnin störf við V estmannaey j ahöf n. Fyrir björgun úr ;sjávarháska: Stefán Runólfsson, Adólf Óskars- son, Trausti Magnússon skipstj. og skipshöfn hans á Andvara KE. Fiski og aflakóngarnir, Hilmar Rósmundsson og Rafn Kristjáns- son voru einnig heiðraðir. Dans- leikir voru í samkomuhúsum bæj- ' arins báða daganna og dansað fram eftir nóttu, fóru hátiðahöld- in í heild mjög prúðmanhlega fram. Sjómannadagsblað Vestmanna- eyja kom út að venju, veglegt og vandað Hjartans þakkir færum við öllum nær og fjær, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS INGVARSSONAR. Guðrún Eyjólfsdóttir, Eygló Einarsdóttir, Ástþór Einarsson, Steingrímur Arnar, Jóna Sturludóttir og barnabörn. Vestmannoeyingar vinna verðsbuldaðan sigur fr ” . Lið Í.B.V. í íslandsmóti 1. deild- ar sigraði í sínum fyrsta leik móts- ins íslands- og Reykjavíkurmeist- arana VAL með þremur mörkum gegn einu. Valur skoraði eina mark sitt úr vítaspyrnu. Ekki er annað hægt að segja en við Vestmannaeyingar megum vera ánægðir með árangur knatt- spyrnumanna okkar það sem af er þessu sumri, hafa þeir þegar leik- ið þrjá leiki og sigrað alla. Í.B.V. _ Víkingur 4-2 og 6-2. Í.B.V. — Ak ureyri 1-0. Í.B.V. — Valur 3-1. Að vísu má segja að tveir fyrstu leikirnir hafi ekki verið leiknir með neinum glæsibrag, en leikur- inn gegn Val var mjög góður, eink um seinni hálfleikur. Það, sem vakti athygli mína í leiknum gegn Val var það hversu liðið var heilsteypt, enginn einn leikmaður virtist öðum fremri og völlurinn var mjög vel nýttur einkum kantarnir. Ef framhald verður á þessu er á- stæðuxaust að kvíða framtíðinni, og rétt að hvetja sem flesta til að flykkjast á völlinn til að stappa stálinu í okkar menn, og fagna einnig því, sem vel er gert hjá andstæðingnum, en á það þótti mér skorta í síðasta leik t.d. er mark- vörður Vals, Sigurður Dagsson, varði oft snilldarlega. Þó sætt sé að sjá sitt lið sigra, ber að athuga það, að í sumar eiga knattspyrnuunnendur eftir að sjá öll fyrstudeildarliðin leika hér, og án efa að sjá margt glæsilegt til þeira, og vonandi jafn góðan og prúðan ±eik og s.l. laugardag. Næstu leikir í.b.V. verða hér heima við Fram 9. júrú og 15. júní gegn Keflavík, 23. við KR. í Reykjavík. Ekki tel ég ástæðu til að lýsa leiknum gegn Val frekar, en vísa til íþróttasíðu TÍMANS, s.l. þriðju dag. He. FRA IÐNSKÓLA VESTMANNAEYJA Af vangá féll niður í síðasta Framsóknarblaði, bezti prófárang- ur í ár: Hæztu einkunnir af brautskráð- um iðnnemum hlutu eftirtaldir: Friðrik Jósefsson, Vm. rafvirkja- nemi, aðaleink. 9,29, sem er hæsta einkunn í skólanum í ár. Guðjón R. Sigurmundsson, húsa- smíðanemi 8,14; Stefán R. Árnason Vm., vélvirki 8,14; Einar Pétursson Rangárvallasýslu, 8,09; Guðm. Ó. Björgvinsson, Vm., húsasm. 8,08; Af brautskráðum hlutu 14 nemend ur 1. einkunn. í þriðja bekk urðu efstir: Hörður Elíasson, Vm., húsasamn. 8,84; Áskell Gunnlaugsson, Vm., ótilgr., 8,40; Sigurgeir Björgvins- son, Vm., múun, 8,33. í 2. bekk: Valgeir Jónasson, Vm., húsasm., 8,26; Jón Kr. Gíslason, ótilgr. 8,20. í 1. bekk: Sigurjón Árnason, Vopnafirði, ó- tilgr., 8,40;; Sævar Guðnason, ísa- firði, ótilgr. 8,01. Til sölu! Hlutabréf í B.S.V. (stöðvarleyfi) ásamt vöubifreið International teg und, 5 tonn, með vökvastýri og 5 gíra kassa. Tvöfalt drif. Vélin rúmlega ársgömul. Bílnum fylgja bekkir o gannar útbúnaður til þjóðhátíðaraksturs. Hagstæð, kaup, geiðsluskilmálar. Ástvaldur Helgason. íslendingar og hafið Kynnist undirstöðuatvinnuvegi íslendinga á glæsilegustu sýnirigu ^sem haldin hefur ver- ið hérlendis. HAFSJÓR AF FROÐLEIK um alla þætti útvegsins á sýningunni í Laugardalshöllinni. Sýningin er opin virka daga frá kl. 14 til 22 laugardaga og helgidaga kl. lOtil 22. Sér- stakir tímar fyrir hópa skóla og ferðafólks. „Brimrúnor M\ hnnno” . ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.