Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 13.06.1968, Síða 1

Framsóknarblaðið - 13.06.1968, Síða 1
7. tölublað 31. árgangur Vestmannaeyjum, 13. júní 1968 Míóstiir G. í um frflmhvœmdnleysi Á bæjarstjórnarfundi 17. maí vakti Guðlaugur Gíslason athygli á sér með því að staðhæfa, að vatnsveitan frá Syðstu-Mörk væri þegar orðin tekjulind fyrir Bæj- arsjóð Vestmannaeyja. Vestmanna eyingar munu þó yfirleitt vita, að vatnið er ekki farið að renna hing- að ennþá og því er vatnsveitan ekki farin að gefa tekjur af sér Hins vegar er hún í framkvæmd og kostar þegar milljónatugi og út gjöld til hennar verða hvað mest á þessu ári. Því er alveg ljóst, að tekjur af vatnsveitunni eru nú hvergi að finna nema í heilabúi al þingismannsins, og var það að von uh, þegar hann hélt annarri svip- aðri fyrri^ fram á sama fundi, að honum var bent á, að menn, sem gengu með grillur í höfðinu hefðu gott af að leita sálfræðings. En þessi vitleysa ríður ekki við ein- teyming hjá alþingismanninum, því Fylkir, sem nú virðist vera orð ið einkamálgagn hans, ber hana á borð fyrir bæjarbúa, ásamt fleiri rökleysum, þann 31. maí sl. Sjálf yfirskrift greinarinnar, sem er á þá leið, að vatnsveitan þurfi ekki að hindra aðrar framkvæmdir bendir á óljósa hugsun, því aug- ljóst má vera, að bæjarfélag með fimm þúsund íhúa leysir ekki verk efni, sem kosta um 130 millj. kr. nema það komi einhversstaðar niður á öðrum framkvæmdum, er líka þurfa að komast áfram. Reiknislistin. Alþingismaðurinn setur upp reikningsdæmi, sem á að sanna, að fjárhagsáætlun til vatnsveitunnar hafi á undanförnum tveim árum verið allmiklu hærri en það fé, er greitt var til hennar miðað við síðustu áramót. Er skekkjan, sam- kvæmt útreikningi Guðlaugs um 6 millj. kr. Þessar 6 millj. kr seg- ir svo Guðlaugur að meirihlutinn hafi haft til ráðstöfunar. Það er ekki rétt, því þessi upphæð ligg- ur í verri innheimtu hjá bæjar- sjóði en var á liðnum góðæristíma. Þetta veit Guðlaugur líka manna bezt, þó hann þegi um það og reyni að gera andstæðinga sína tortryggilega. Mikill hluti þessa fjár stóð úti hjá atvinnurekendum, og er full ástæða til að þá hafi skort greiðslugetu til að standa í skilium fremur en vilja til þess. Ástandið er nú ekki betra en þetta eftir átta ára „viðreisn” í landinu. Svo er hitt, að verulegur hluti af tekjum bæjarins innheimtist ekki fyrr en seint á árinu, og það er ekki hægt að framkvæma í júlí með því fé, sem kemur í kassann í desember. Þetta veit Guðlaugur, sem fyrrv. bæjarstjóri. Þess vegna skýtur það nokkuð skökku við, þegar sá sami maður kemur síðast á árinu og greiðir útsvarið með víxli. Það var hans lóð í vogar- skálina til að seinka framkvæmd- um við vatnsveituna á því herr- ans ári 1967. Það er góð regla, að gera fyrst miklar kröfur til sjálfs sín og svo til annarra. Heilafóstur um framkvaemdaleysi. Þá er það enn ein fullyrðing, er þingm. setur fram, en það er al- gert framkvæmdaleysi núverandi bæjarstjórnar, sem hann segir nú- verandi meirihluta vera að afsaka. Sannleikurinn er þó sá, að hér er enn um heilafóstur alþingismanns- ins að ræða. Það hefur ekkert ver- ið afsakað í þessu efni enda geysi- miklar framkvæmdir unnar að undanförnu. Það er ástæða til, að rifja upp nokkrar þær framkvæmdir, sem unnar hafa verið tvö síðustu árin, eða síðan núverandi bæjarstjórn tók við. Vatnsveitan gnæfir þar yfir enda stórframkvæmd á mæli- kvarða þjóðarinnar. Guðlaugur var búinn að festa kaup á vatns- leiðslurörum í lögnina frá Syðstu- Mörk til sjávar, og þau voru komin til Þorlákshafnar um vorið fyrir kosnmgar í maí 1966. Það var bú- ið að greiða flutningskostnaðinn á þessum rörum ,annað ekki. Nú hef ur tekizt að koma verkinu áleiðis. Vatnsleiðslan frá Systu-Mörk til sjávar er lengsta vatnslögn á fs- landi. Við þetta verk hafa um 20 menn unnið í tvö sumur, oft við erfiðar aðstæður. Sýna verkin merki þess, að þeir hafa ekki leg- ið á liði sínu. Eg held, að það sé ekki sanngjarnt hjá þingmanninum að flokka þeirra starf undir „al- gert framkvæmdaleysi“ og ein- mitt þegar hann var að skrifa sína fullyrðingu um algert framkvæmda leysi voru nokkrir þessara manna komnir upp á Sand til að vinna að næsta áfanga við vatnsveituna. Auk þess var á sama tíma hafizt handa um að brjóta sjóleiðslunni veg inn um hafnarmynnið og klöpp ina þar fyrir utan. Það út af fyrir sig er framkvæmd, sem kostar hundruð þúsunda. En þingmaður- inn lætur sem hann viti ekki af þessu og skrifar um „algert fram- kvæmdaleysi‘“. Friðarhöfn. Endurnýjun Friðarhafnarbryggj- unnar hefur að miklu leyti verið unnin síðustu tvö árin. Það er framkvæmd upp á ca. 20 milljónir króna. Bæjarbúar fjölmenntu þangað á sjómannadaginn og hafa þá og oftar séð þetta rammlega mannvirki með eigin augum. Samt er þeim sagt í Fylki, að núverandi bæjarstjórnarmeirihluti sé að af- saka algert framkvæmdaleysi bæj- arins. Og skyldu ekki starfsmenn um hafnarinnar, sem þar unnu daglangt og árlangt við hafnargerð ina þykja kveðjan heldur köld frá alþingismanninum, þegar hann tal ar um framkvæmdaleysið. Það kemur sér, að þeir eru vanir norð annepjunni. Gatnagerð. Ef við Guðlaugur hefðum vorið 1966 gengið vestur að Brimhólum, þá hefðum við séð, að við Illuga- götuna var að byggjast upp nýtt bæjarhverfi En gatan var ófær og varabæj arstj órinn, sem þá hafði reist mikla höll á hæsta hólnum, bjó við svelg. Eg held, að verka- menn ,sem ræstu þarna fram, og fólkið, sem býr við götuna, muni eftir þeim stakkaskipum, sem þarna urðu fljótlega eftir stjórnar skiptin. En það var ekkert smáræð is átak, sem þarna var gert á skömmum tíma. Þá var allmikið unnið við gatnagerð við Gerðis- braut og Suðurveg auk malbikunar framkvæmda sumarið 1966. Lögreglustöðin og fleira. Þá má minna á byggingu Iðn- skólans, Lögreglustöðina og Fé- lagsheimilið, en á öllum þessum stöðum hefur verið um milljóna framkvæmdir að ræða þessi tvö ár, sem liðin eru síðan núverandi bæjarstjórn tók við og Guðlaugur Gíslason lét af bæjarstjórastarfi. Eg efast um, að skoðanabræður hans, sem unnið hafa að uppbygg- ingu þessara stofnana og starfa í þeim, fallist á fullyrðingar þing- mannsins um hið algera fram- kvæmdaleysi. Þannig mætti telja áfram, en hér verður staðar numið að sinni, þó ekki sé hægt annað en minna á það í lokin, að í fyrrasumar unnu allt að 60 manns að fram- kvæmdum við dreifikerfi vatns- veitunnar í bænum. Og nú er sú vinna aftur komin í gang af full- um krafti. Þannig hlýtur bæjarbúum að vera ljóst, að skrif þingmannsins um algert framkvæmdaleysi er hreinasta öfugmæli. Það hefur aldrei verið meira framkvæmt á vegum bæjarins en tvö s. 1. ár. En slikar staðhæfingar hitta ekki að- eins bæjarfulltrúana, þeim er einn ig beint að öllum þeim mörgu mönnum, sem þessi ár hafa á einn eða annan hátt unnið að fram- kvæmdum bæjarins. Þar eru iðn- aðarmenn, verkstjórar og verka- menn. Þeir fá kannski einhvern tíma tækifæri til að þakka fyrir sig. S. K.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.