Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 13.06.1968, Page 4

Framsóknarblaðið - 13.06.1968, Page 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ —ini^v •!*• * * ^ * *1" f1" 1 F RÉT TIR Lándakirkja: Messa n. k. sunnudag kl. 10,30. Séra Þorsteinn L. Jónsson prédik- ar. Athugið breyttan messutíma. Andltá og jarðarfarir: Jarðarför Vilhelmínu Guðmunds dóttur, Kirkjuvegi 88, fór fram frá Landakirkju laugardaginn 8. júní. Stefán Finnbogason, Framtíð, er andaðist 2. júní s. 1. var jarðsung- inn frá Landakirkju s. 1. mánudag, 10. júní. Ragnar Benediktsson, vigtarmað ur, Vesturvegi 29, andaðist hér í sjúkrahúsinu aðfararnótt 7. þ. m. Jarðarförin mun fara fram frá Landakirkju n.k. laugardag. Frá Ferðafél. Vestmannaeyja. Árbók Ferðafélags íslands 1968 er komin. Efni hennar er Vopna- fjörður og Hornstrandir. Vinsam- lega vitjið bókanna til Jóhanns Björnssonar, Pósthúsinu. Bifreiðaeigendur Athugið: NÝKOMIÐ. Allar tegundir af SHELL- olium. Bílabón, Bónklútar, Þvottakústar, Þvottalögur með bóni. Teppahreinsir, Ron songas, Lím og límbætur, Ræsivökvi og margt fleira. Látið ryðverja bílinn — aðeins kr. 450.00 fyrir fólksbíl. SHELL SMURT ER VEL SMURT. SMURSTÖÐ SKELJUNGS Sími 2132. Heimili íþróftahreyfingarinnar vígt. Myndm synir nokkra muni í einu herbergi íþróttafélaganna. 1. júní s .1. kl. 4 e. h. var formlega afhent og vígt það aðsetur, sem í- próttahreyfingin fær til afnota í fyrirhuguðu Æskulýðsheimili, einn ig var íþrótahreyfingunni afhent til afnota húsið Bær, sem stendur við grasvöllinn við Hástein Stjórnir félaganna og ÍBV buðu til samsætis að þessu tilefni í sal neðstu hæðar Æskulýðsheimilisins, er einnig var vígður við þeta tæki færi, en hann rúmar um 75 manns í sæti. Meðal gesta voru bæjar- stjórnarfulltrúar, gamlir íþrótta- menn, stjórnarmeðlimir félaganna og aðrir velunnarar íþóttahreyfing arinnar. Formaður ÍBV, Stefán Runólfs- son, setti hófið, bauð gesti vel- komna, og bað þá að gera sér það að góðu, er fram var reitt. Forseti bæjarstjórnar, Sigurgeir Kristjánsson, flutti þessu næst á- varp. Minntist hann í upphafi máls síns, að nú stæði yfir golfmót í minningu Sveins Ársælssonar, bað hann alla viðstadda að rísa úr sæt um og votta hinum látna íþrótta- manni virðingu. Þá bað hann formenn íþróttafé- laganna Þórs og Týs og ÍBV að taka við lyklum herbergja þeirra, er félögin fá til afnota. Herbergin eru öll á neðstu hæð byggingarinn ar, vestan megin (til gamans má gea þess, að þetta eru gömlu brunnarnir og var m. a. geymt í þeim lýsi á sínum tima) standa þau hlið við hlið, en ÍBV að sjálf- sögðu í miðju. Einnig afhenti forseti bæjar- stjórnar iþróttahreyfingunni húsið Bæ við Hástein til afnota, en í um sjá vallarráðs. Að endingunni óskaði hann í- þróttahreyfingunni allra heilla og sagðist vona, að þetta mætti verða henni lyftistöng til frekari dáða. Stefán Runólfsson þakkaði stuðn ing bæjarstjórnar bæði fyrr og síð- ar, en ekki hvað sízt fyrir þetta seinasta framlag hennar, sem án efa yrði til mikilla heilla. For- menn Þór og Týs þökkuðu einnig fyrir sín félög, og voru báðir sam mála um, að þetta framlag yrði félögunum til mikilla hagsbóta, þar sem þau nú fyrst eftir hálfrar aldar starf eignast varanlegt aðset ur til varðveizlu gripa og annarra verðmætra eigna félaganna, svo og fast aðsetur til fundarhalda. Margir gestir tóku til máls, ósk uðu þeir allir íþróttahreyfingunni til hamingju með þennan áfanga og óskuðu henni bjartrar framtíð- ar. Meðal þeirra, sem tóku til máls voru: Oddný Bjarnadóttir, Páll Scheving, Lýður Brynjólfsson og Reynir Guðsteinsson. Að loknu kaffisamsæti skoðuðu gestirnir húsakynnin og virtist það samdóma álit allra, að aðstaða þessi og búnaður væri íþrótta- hreyfingunni til mikils sóma og að vel færi á því, að fjölmennustu æskulýðsfélögin væru komin undir eitt og sama þak, en það eru eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu skátafélagið Faxi og nú í þróttafélögin. íþróttir Schwarz—Weiss — ÍBV. All viðburðaríkt hefur verið að undanförnu kringum íþróttamenn okkar og ber þar hæst 1. deildar liðið, lék það nýlega sinn fyrsta ,,landsleik“ eftir að það komst í 1. deild. Leikið var við þýzka at- vinnumannalið Schwarz-Weiss frá Essen í Vestur-Þýzkalandi, en það var hér í boði íþróttabanda- lags Keflavíkur. Leikurinn fór fram í Keflavík s. 1. miðvikudag og fóru nokkrir á- hugamenn um knattspyrnu gagn- gert héðan til að sjá leikinn. Eins og löngu hefur komið fram sigr- aði þýzka liðið með 4 mörkum gegn engu. Þjóðverjarnir skoruðu 3 mörk í fyrri hálfleik en aðeins eitt í seinni. í stuttu máli er þetta helzt að segja um leikinn. Þjóðverjarnir hófu snarpa sókn og virtist sem þeir ætluðu strax í upphafi að brjóta ÍBV-liðið með miklum hraða, en okkar menn stóðu sig vel og sýndu nokkrum sinnum góð tilþrif, undir lok fyrri hálf- leiks fór að gæta, að þeir réðu ekki við þennan mikla hraða og tókst Þjóðverjum að skora 3 mörk eins og áður sagði. ÍBV skor uðu að vísu eitt mark, en það var dæmt af vegna meintrar rang- stöðu. Réttlát úrslit fyrri hálfleiks hefðu verið 2—1. Seinni hálfleikur var einnig nokkuð hraður og harður, en Eyja menn hafa nú fengið orð fyrir að geta sýnt hörku, ef því væri að skipta og gáfu Þjóðverjunum ekki eftir. Sýndi liðið enn einu sinni, að út hald og þrek virðist ekki skorta, heldur aðeins meira spil, þ. e. stutt og hratt spil. Má segja, að liðið hafi farið nokkuð vel út úr þess- ari hildi. Þess ber að gæta, að þarna var keppt við atvinnumenn. LEIK FRESTAÐ. Um seinustu helgi átti 1. deildar lið Fram að leika hér, en vegna furðulegra mistaka og handvamm ar kom liðið ekki samkvæmt áætl- un. Hafa þegar orðið nokkur skrif um mál þetta í dagblöðunum og sýnist sitt hverjum. Það hefur þó komið greinilega í ljós ,að við lið Fram er ekki að sakast, heldur virðast hafa átt sér stað mistök hjá Flugfélaginu varðandi boðun svo og vanþekkingu framkvæmda- stjóra KSÍ en honum átti að vera í lófa lagið að fá leiguvél til Eyja eftir að þeir misstu af áætluninni, eða koma með áætluninni kl. 6,30 um kvöldið, en jjess í stað grípur hann til þess frumhlaups upp á sitt eindæmi að fresta leiknum um óákveðinn tíma án þess að ráð- færa sig nokkuð við mótanefnd KSÍ. ^ Áhugamönnum um knattspyrnu hefur að vonum sárnað þessi mis- tök, /ar fjöldi manns mættur á í- þróttavellinum á auglýstum tíma og trúðu menn varla, að liðið hefði ekki komið með vélinni og vildu að vonum dæma ÍBV sigur. Er þetta er skrifað (þriðjudags- kvöld) hafa verið flognar 4 ferðir til Eyja en ekkert lið mætt. Sam- kvæmt seinustu fréttum á leikur- inn að verða annað kvöld (mið- vikudag) ef fær verður og þá senni lega beðið eftir kvöldferðinni? Framhald á 2. síðu

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.