Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 2
2 FRAMSÖKNARBLAÐIÐ ■vrm Frá vatnsveituframkvæmdunum Vatnsleiðslan Iögð í hafið. Laugardaginn 12. þ.m. var vatnslögnin frá Syðstu - Mörk opn uð inn á vatnsveitukerfi bæjarins svo langt, sem það nær. Þá var Sjúkrahús Vestmannaeyja kom- ið í samband við vatnsveitukerfið. Einar Guttormsson, sjúkrahúss- læknir, opnaði krana og þar með lindarvatninu leið inn í sjúkrahús ið. Það var út af fyrir sig sögu- legt augnablik, þar sem sjúkra- húsið hefur frá upphafi átt í erf- iðleikum vegna skorts á hreinu vatni. Má raunar segja að gott vatnsból sé frumskilyrði til rekst urs sjúkrahúss, og furða hvað vel ■ hefur hér bjargast til þessa dags, enda þótt það hafi ekki verið til staðar. Þá rifjast það upp, að ekki eru nema rúmlega hundrað ár síð an horfði til landauðnar hér í Eyj um vegna ungbarnadauða af völd- um ginklofans, sem mátti rekja til skorts á hreinu vatni. Þessa dagana fer svo vatnið smám saman að renna í íbúðar- húsin í bænum og eru nokkrar götur þegar í tengslum við stofn- æðina. Má gera ráð fyrir, að um næstu áramót verði hálfur bærinn í sambandi við lindina okkar í hlíðum Eyjafjalla. Sjóleiðslan lögð 18. júlí. Svo maður rifji þetta mál svo- lítið upp á þessu stigi er þess fyrst að geta, að enn eru ekki liðin þrjú ár, síðan ákveðið var að hefjast handa um vatnsveitu frá landi hingað til Eyja í því formi sem hún er. Það eru um það bil 2 ár og þrír mánuðir síðan vinna hófst við lögnina upp á landi. Verður ekki annað sagt en að framkvæmd in hafi þokast sæmilega áfram og samkvæmt áætlun. Hver áfangi verksins hefur rekið annan. í nóv. í fyrra var vatnið komið niður í Landeyjasand og þá fengu Aust- ur-Landeyingar æð úr stofnlögn- inni í vatnsveitukerfi sveitarinn- ar. Þann 18. júlí í sumar vai sjó- leiðslan lögð. Það er og verður eft irminnilegur dagur, þar sem þann dag var höfuðtorfæran á vegi vatnsleiðslunnar sigruð, hafið milli lands og Eyja. Það var líka mjög ánægjulegt, að útlögnin gekk sér- staklega vel og óhappalaust. Veð- urguðir voru okkur hagstæðir þennan dag og var mikið lán og fjárhagslegt atriði, að ekki þurfti að bíða byrjar í þessu efni. í byrj un ágúst var búið að ganga frá leiðslunni á Skansinum ,og vatnið fór að renna, allt að sex hundruð tonn á sólarhring. Þá var farið að flytja það um bæinn en 80 pant- anir lágu þá fyrir svo sannarlega kom vatnið í góðar þarfir . Mikið unnið að vatnslögninni. Útlögn sjóleiðslunnar á s.l. sumri var aðalviðburður 1 fram- kvæmd vatnsveitunnar. Auk þess vann fjöldi manna að dreifikerfi bæjarins. Hefur það verk verið torsótt, þar sem klappirnar í mið- bænum eru þéttar fyrir og óbil- gjarnar. Þrátt fyrir það þokast verkið áfram og eins og fyrr seg- ir er fyrsti hluti kerfisins þegar kominn í notkun. Út af fyrir sig var mikið verk, að brjóta sjóleiðslunni veg gegn- um hafnarmynnið og klappirnar þar fyrir utan. Því verki lauk um sama leyti og lögn sjóleiðslunnar var hafin og stóðst á endum, að því væri lokið í tæka tíð. Hér til viðbótar er vinnuflokkur uppi í Landeyjasandi við byggingu dælu húss, en fyrirhugað er að þrýsta vatninu með miklu afli yfir sund- ið og þrefalda þannig flutnings- getu sjóleiðslunnar frá því sem nú er. Fjármagnskostnaður vatnsveitunnar. Lauslega talið mun fjármagns- kostnaður við vatnsveitufram- kvæmdirnar í dag vera nálægt kr. 70 millj. Nánar tilgreint: Leiðsla á landi kr. 16 millj. Sjóleiðslan kr. 32 millj. Bæjarkerfið og stofnæð í Ve. kr. 10 millj. Dælustöð o. fl. kr. 12 millj. Samtals kr. 70 millj. Greiðslur eru með þessum hætti: Greitt úr bæjarsjóði kr. 20 millj. Framlag ríkisins kr. 5,7 millj. Lánsfé erlent kr. 25,5 millj. Lánsfé innlent kr. 11,5 millj. Ógr. aðflgjöld kr. 7,3 millj. Samtals kr. 70 millj. í framhaldi af þeim tölum, sem hér eru birtar skal á það minnt, að samkvæmt vatnsveitulögunum er gert ráð fyrir, að ríkið greiði helming kostnaðar við stofnæð. Út frá því var raunar gengið, þegar ákveðið var að ráðast í þá miklu framkvæmd. Nú liggur hlutur rík- isins eftir að þessu leyti. Þess ber þó að geta, að vilyrði eru fyrir Undanfarna daga liafa staðið yf- 'ir hér í Vestmannaeyjum tvær listsýningar. Slíkt er reynd- ar ekki í frásögur færandi á þess um tíma, en hitt er fátíðara, að liér er á ferðinni heimafólk, borið og barnfætt hér í Eyjum. Sýning Jóhönnu Bogadótfur. Jóhanna Bogadóttir, opnaði mál verkasýningu í Akógeshúsinu s. 1. laugardag. Þetta er fyrsta sýning Jóhönnu hér í Eyjum, en hún hafði sýningu í Reykjavík fyrir stuttu. Á sýningunni eru 36 myndir, málverk, teikningar og grafik. Sumar teikningar hennar eru sýnilega verkefni frá listaskóla, en Jóhanna hefur að undanförnu dval ið við listnám í Frakklandi. En að undanskyldum þessum fáu model- teikningum ,er fátt, sem minnir á að hér er á ferðinni ung kona, nýkomin frá námi í frönskum ískóla. Það hefur viljað brenna við, að ungt fólk, sem numið hefur er- lendis, kemur heim með höfuðið fullt af kennisetningum og ismum, því, að ógreidd aðflutningsgjöld af sjóleiðslunni verði lækkuð eða felld niður. Þá er þess að geta, að verð- þenslan í landinu setur strik í reikningin. Gengisfelling í fyrra og 20% gjaldeyrisskattur í ár hækka vatnsveituframkvæmdirn- ar um milljónatugi. sem efst eru á baugi á hverjum tíma. Maður hefði því getað hald- ið, að þessi unga kona, sem dval- ið hefur í Frakklandi, væri undir áhrifum einhverra slíkra kenni- setninga. En svo er ekki. Það sem einkennir þessa sýningu er and- lit. Þessi andlit virðast ekki frek- ar vera af þessum heimi heldur draumkennd, í ætt við huldufólk og álfa. Mér fannst mest til um málverk in, þó þau séu tæpur þriðjungur myndanna, að tölunni til. Eins og áður er sagt, ber þarna mikið á andlitum. Eg vil nefna þrjár mynd ir: Mynd nr. 1 „Konuandlit’”, ,nr. 2 „Skammdegi”, og mynd nr .9 „Hvítt andlit”. Mér fannst þær all ar athyglisverðar, en „Skamm- degi” er mögnuð mynd, og hæfir tæplega svefnherbergi. Þarna eru líka nokkrar landslagsmyndir, að vísu hálf-abstrakt, og fannst mér mest til um mynd nr. 10 „Lands- lag”. Ef ég hefði sjálfur mátt velja mér myndir þarna á sýningunni, þá hefði ég valið „Skammdegi” Framhald á 4. síðu. Tvær listsýningar.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.