Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.10.1968, Síða 2

Framsóknarblaðið - 30.10.1968, Síða 2
2 T’RAMSÓKNARBLAÐIfi Um veturnætur Vetur er genginn í garð. Sumarið sem nú hefur kvatt hefur að mörgu leyti verið okkur hagstætt. Um sumar- mál var nokkur kvíði í mönnum gagnstætt venju, að kasta af sér vetrarkvíða og líta vonglaðir til hækkandi sólar. En mönnum var nokk- ur vorkunn. Enn ein léleg vetrarvertíð var að líða. Út- lit að síldin myndi halda sig á svipuðum slóðum og í fyrra og markaðshorfur slæmar. Síðast en ekki sízt, var ömurlegur svipur þeirr- ar spilaborgar, sem kennd hefur verið við „viðreisn”. Sem betur fer hefur margt farið betur en á horfðizt. Að vísu hefur síldin brugð izt að verulegu leyti, mark- aðshorfur hafa lítið batnað, að maður nú ekki tali um „viðreisnina”. Gjaldþrot þeirrar stefnu vofir nú yfir eins og skammdegisdrunginn. En við höfum margt að þakka. Veðráttan hefur ver- ið góð, svo góð, að hún bægði með ótrúlegum hætti frá algjöru grasleysi um mik in huta landsins ,og því hall ærisástandi, sem því hefði fylgt. Fiskafli hér á heimamið- | um hefur verið betri en í fyrra. Mest hefur aflast í troll. Atvinna hefur því ver- ið góð, bæði við fiskvinnslu og svo við framkvæmdir Vatnsveitunnar. Má því segja, að sumarið hafi reynzt okkur vel, mun betur en á horfðizt um sum- armál. En lengst mun þessa sum- | ars verða minnst, sem sum- arsins, sem fyrsta vatnslögn- in var lSgð frá landi. Fram- kvæmd þeirrar lagnar var kraftaverki líkast, en þrátt fyrir alla tækni, var undir- staða þeirrar framkvæmdar, góð veðrátta. Við þökkum liðið sumar LOG ODDGEIRS KRISTJÁNSSONAR í júlímánuði s.l. kom út hljómplata með 14 lögum eft ir Oddgeir Kristjánsson. Út- setningu annaðist Ólafur Gaukur, en útgefandi er Svavar Gests. Platan hefur hlotið miklar vinsældir og selst vel. Nýlega er komið út nótna- og vonum, að veturinn færi okkur ekki mikil harðindi hvorki hafís, né hörmungar af manna völdum. J. B. hefti með 26 lögum eftir Oddgeir. Eru þau fyrir ein- söng og píanó. Nóturnar eru prentaðar í Vínarborg. Út- gefandi er Svava Guðjóns- dóttir. Bæjarstjórn veitti á fyrra kjörtímabili nokkurn styrk til þessarar útgáfu. | Mun það hafa verið í sam- bandi við 50 ára afmæli höf- undarins. Þessar útgáfur eru hinum mörgu aðdáendum Oddgeirs mikið fagnaðarefni og auka hróður hans og byggðarlags- ins út á við. Ber að þakka öllum, sem að þessum verk- I um hafa unnið. Ilm heilbrigðismdlin i Heilbrigðismálin og' skortur á læknisþjónustu í dreifbýlinu hefur að undanförnu verið á dagskrá meðal vandamála þjóðarinnar. Örn Bjarnason, héraðslæknir, liefur Iátið þetta mál til sín taka og flutti erindi um það á heilbrigðismálaráðstefnu, sem Læknafélag íslands hélt í Reykja vík dagana 4. og 5. þ.m. Þykir viðeigandi að birta hugleiðingar læknis- ins varðandi framtíðarskipulag heilbrigðismálanna hér í Vestmannaeyj um, og fara þær hér á eftir: Heilsugæzla í Vestmannaeyjum. í Vestmannaeyjum gerum við ráð fyrir þremur heimilislæknum og auk þess tveimur sérfræðing- um, lyflækni og skurðlækni. Læknamiðstöðin mun fá hús- næði í sjúkrahúsi því, sem nú er í byggingu og þar verður einnig heilsuverndarstöð. Verður því öll læknisþjónusta innan sjúkrahússins og utan veitt af starfshópi heimilislækna og sér- fræðinga. Þessi hópur starfar sameigin- lega að sjúkdómavörnum, heilsu- verndarstarfsemi, heilbrigðiseft- irliti og læknastarfsemi. Sjúkrahúsið verður opið, þ.e. að allir læknarnir starfa á sjúkrahús- inu, sérfræðingarnir munu hafa sjúkrahússtarfið að aðalstarfi, en heimilislæknarnir hafa það sem aukastarf, en aðalstarf þeirra verð ur eðlilega í heilsugæzlustöðinni. Mætti hugsa sér starfsskiptingu og vinnutilhögun eitthvað á þessa leið: Vinnudagur lækna hefst klukk- an 8 að morgni á stuttum fundi. Gefur þá vaktlæknir skýrslu um þau vandamál, sem upp hafa kom ið á vaktinni og hann kynnir ný sjúkdómstilfelli. Síðan hefst starf á sjúkrahúsinu og starfa tveir heimilislæknar með isérfræðingun- um en einn heimilislæknanna hef- ur opna stofu frá kl. 9,30 og sinnir þeim sjúklingum, sem til hans leita og hann sinnir að því búnu -—■■—»■—■*-—B«—BU——IU——■«••—■■—H»«^—M^—UM—BU—UU- þeim vitjunum, sem hafa borizt um morguninn. Simaþjónusta hefst kl. 8,00 og lýkur kl. 18,00, en sjúkrahúsið gegnir neyðarþjónustunni til næsta morguns. Símaviðtalstími er alltaf sá sami hjá hverjum lækni. Endranær er læknirinn aðeins ónáðaður í að- kallandi nauðsyn og [símastúlkan eða ritarinn tekur niður öll skila- boð t.d. beiðnir um endurnýjun lyfseðla fyrir lyf, sem sjúklingur á að nota að staðaldri, beiðnir um vitjanir og viðtöl á stofu. Starfi á sjúkrahúsinu lýkur að jafnaði rétt fyrir hádegi. Stofutími byrjar aftur kl. 13,30 eða 14.00 og þriðji stofutíminn er milli 18 og 19 á kvöldin og gætu læknar skipst á um að vera við á þeim tíma, enda skipta þeir með sér kvöld- og næturvöktum. Tímapantanakerfi. Til þess að losna við alla þá só- un á tíma sjúklinga, sem nú tíðk- ast verður viðhöfð tímapöntun. Er þá hægt að panta tíma áður eða sama dag. Sé upppantað hjá þeim lækni, sem sjúklingurinn kýs helzt að tala við og viðkom- andi læknir getur ekki skotið hon um inn á milli, á sjúklingurinn þess völ að bíða þar læknirinn getur sinnt honum t.d. næsta dag eða annar læknir úr hópnum tek- ur að sér að leysa vanda hans. Vel uppbyggt tímapantanakerfi |. .»■■■>— — 1 Hii— II ú'yggir það, að sjúklingar komast | að á réttum tíma, læknirinn hefur næði til að tala við hann og skoða og skrá athugasemdir, enda er hann laus við allt óþarfa kvabb. Spjaldskrá. Allar upplýsingar um sjúklinga eru skráðar á sérstök eyðublöð og þeim fylgja bréf frá sjúkrahúsum álit sérfræðinga, vottorð og skýrsl ur. Eru þannig á einum stað að finna allar upplýsingar um sjúkl- inginn, en þessi spjaldskrá er sam eiginleg spjaldskrá sjúkrahússins og verður þannig komizt hjá allri óþarfa skriffinsku. Flytji sjúklingur burt, eru plögg in send til viðkomandi heilsugæzlu stöðvar. Þegar sjúklingur kemur til lækn is, hefur ritari fundið fram plögg hans og læknirinn getur kynnt sér þau um leið og hann talar við sjúklinginn. Að loknu viðtali og skoðun, les læknirinn inn athug- anir sínar, greiningu og meðferð í orðabelg, sem ritarinn afritar síðar. Að loknum stofutíma er aftur sameiginlegur fundur lækna, þar sem rædd eru þau vandamál, sem upp hafa komið og heimilislækn- arnir ræða við sérfræðinga um þá sjúklinga, sem þeir vilja vísa til þeirra. Hvaff vinnst? Hér hefur í stórum dráttum ver ið rakið hvernig daglegt starf get ur gengið í heilsugæzlustöð. Kerfið byggist á nánu samstarfi lækna innbyrðis, fullkomnu upp- lýsingakerfi og góðri rannsóknar- aðstöðu og hið daglega starf er skipulagt af sérþjálfuðu aðstoðar- fólki. Með slíkri vinnutilhögun og vinnuaðstöðu er hægt að veita fullkomnari og betri læknisþjón- ustu en nú er. Megináherzlu er hægt að leggja á skipulega sjúkdómsleit og sjúk- dómavarnir. Sé rétt á málum haldið verður sá kostnaður, sem í er lagt marg- falt endurgreiddur í minnkuðu v.nnutapi, komið verður í veg fyr- ir þá sóun lyfja, sem stafar af lé- legri rannsóknaraðstöðu og hægt verður að koma í veg fyrir óþarfa innlagningar á stærri sjúkrahúsin og gæti þá svo farið, að sá sjúkra- rúmakostur, sem nú er fyrir hendi reynist nægilegur eftir 10 ár eða jafnvel lengri tíma. Læknunum sjálfum gæfi þetta skipulag tækifæri til að vinna þannig að þekking þeirra nýttist sem bezt og þeir ynnu sjúklingum sem mest gagn og þeir hefðu færi á reglubundnum sumarleyfum og þeir gætu haldið við og aukið þekkingu sína. Lokaorff. Læknaskorturinn utan Reykja- víkur er þegar orðinn alvarlegt J vandamál og fjöldi héraða er ó- j setinn og mörg aðeins til bráða- | birgða. Þar við bætist, að á næstu j árum munu allmargir héraðslækn ar hætta störfum fyrir aldurs sak- ir. Það verður því að bregðaast skjótt við, af opinberri hálfu, að koma til móts við þá, sem vilja taka að sér að skipuleggja lækna- miðstöðvar og starfa í þeim. Það er ekki nóg að reisa miðstöðvarn- ar. Vísir af starfshóp verður að vera kominn, áður en stöðin rís. Læknarnir, sem ætla að ganga til starfs, verða að gera sér grein fyr- ir hversu mikið húsnæði þeir þurfa, hvernig þeir geta bezt nýtt það, hvað þeir þurfa af aðstoðar- fólki og hver tækjaútbúnaður þarf að vera fyrir hendi. Hlutverk opinberra aðila er að undirbúa og sjá hverju sinni fyrir því, að fjármagn sé fyrir hendi til þessara framkvæmda og síðan að líta eftir þvl, að stöðvarnar verði reknar í samræmi við þau fyrirheit, sem gefin eru.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.