Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.10.1968, Síða 4

Framsóknarblaðið - 30.10.1968, Síða 4
4 T’RAMSÓKNARBLAÐIÐ Ey ja Framhald af 1. síðu. giftusamlega tókst til um alla þessa þátttöku okkar í sýningunni. Það var vissu- lega skemmtilegur og gagn- legur ávöxtur þess heilla- vænlega og hallkvæma sam- starfs, sem ríkt hefur um árabil milli mín annars veg- ar og sjómanna hér og nem- enda minna hins vegar um að skapa hér sem allra víð- tækast náttúrugripasafn sjáv ardýra. Eg sé aldrei eftir því starfi, sem ég hefi •fórn- að til þess að gera gripi þessa sýningarhæfa. Það er stórt orð, Hákot, stendur þar. Eg veit, að sum um muni finnast það greip aldraðs manns, er ég fullyrði að við höfum unnið náttúru- fræði landsins ótrúlega mik- ið gagn með þessu starfi okkar. Eg nefni nokkur dæmi því til sönnunar. Náttúrugripadeild Byggð- arsafnsins geymir fiska, sem aldrei hafa veiðzt fyrr við ís land. Fyrst varð safnið hér til þess að sýna þá. Vil ég þar nefna kólguflekk, silfur- brama og glirnir. Þá höfum við fundið og haldið til haga skeljum og kuðungum, sem aldrei hafa fundizt áður við strendur landsins, eða sára- sjaldan, og fundið þá hluti hér. Nefna má þar gljáskel- ina, törguskelina og risa- snekkjuna. Hér við land hafa nú fundizt 101 tegund skelja. Þar af á náttúru- gripasafnið okkar 84 tegund- ir eða 84%. Langflestar þessara tegunda hafa fundizt hér við Eyjar. Mér telst svo til, að við höfum á undan- förnum 15 árum veitt meira og minna mikilvægar fræðslu um 31 tegund, staðreyndir um líf og stærð skeljanna, sem náttúrufræðingar okkar vissu ekki áður. Sama má fullyrða um 24 tegundir kuð unga, þó að eign okkar þar minni en skeljanna. af allri heildinni sé mun Áður var það ekki vitaö, að sæsnigla. og sæskeljalíf við Eyjar væri svo fjölskrúð ugt sem raun ber vittu. Nú er flestum kunnugt, að þessi lægri sjávardýr eru mikil- væg fæða sumra algengustu nytjafiska okkar eins og ílal fiskanna og ýsunnar a.m.k. á vissum tímum ársJns. Mér er það sönn ánægja, að fyrrverandi nemendur mínir gefa náttúrufræðideild Byggðarsafnsins skelja- og kuðungasöfn sín, þegar þeir hafa ekki lengur ánægju af að eiga þau sjálfir. Óska ég b ú a r í því sambandi að nefna Erling Friðgeirsson á Kal- manstjörn og Jón Einarsson í Engey. í söfnum þessara pilta hefi ég fundið betri eintökn sumra skelja og kuð unga, en safnið átti fyrir. Þökk sé þeim piltum. Artar- skapur þeirra og velvild er öðrum vissulega til fyrir- myndar. Þá langar mig að geta þess að sumir hér eru hugulsam- ir varðandi alls konar sjáv- ardýr önnur, sem þeir fá á fleytur sínar, og koma með þær til mín. Úr einum róðri hér um daginn fékk ég t.d. 4 smáfiska, sem bættu önn- ur eintök af tveim, sem fyr- ir voru og aðrir tveir fylltu skarð, sem ekki var fullt áð- ur, sem sé nýjar smáfiska- tegundir. Hið sama get ég sagt um skrápdýr og önnur lægri sjávardýr. Allt slíkt er safninu fengur. Nærtækt dæmi um ávöxt þessarar hugulsemi er „Undrið mikla” á safninu, eins og það hefur verið kallað. Hér á ég við fullþroskað hrogn og full- þroskuð svil úr einum og sama þorskinum. Þegar þetta fyrirbrigði, þessi undra fundur átti sér stað í Fisk- iðjunni, hefði hans hvergi séð stað, ef aðgerðarmenn þar og verkstjóri hefðu ekki orðið á það sáttir að færa mér þetta „undur” til geymslu. Hér læt ég svo í ljós síð- asta dæmið um hugulsemia við safnið og ávöxt hennar til eflingar þessari hugsjón okkar margra í þessum bæ: Örn Einarsson, bifreiðar- stjóri, fyrrverandi nemandi minn, veitir eftirtekt beini úr litlum hval (líklega mar- svíni) niður á bryggju. Hann sér, að á beininu eru nokkr- ar skeljar, svo að hann fær- ir mér beinið til athugunar. í ljós kom, að á því voru 20 samlokur af skeljategund, sem áður höfðu aðeins fund izt 8 samlokur af hér við land. Það er gljáskelin. Og aldrei höfðu áður fundizt svo stór eintök af gljáskel- inni, sem reyndust vera á hvalbeini þessu. Gljáskel hafði aldrei fund- izt við strendur íslands fyrr en sumarið 1961. Þá fann ungur Vestmannaeyingur, Hörður Hilmisson, nú raf- virki, 8 eintök af henni á þilfari báts hér við byggju. Fundur þessi vakti mikla at- hygli. Þegar ég fann þessi 20 ein tök á hvalbeininu um dag- inn, átti ég símtal við sjálf- menntaðan náttúrufræðing um fund þennan. Þá höfðu lærðir náttúrufræðingar frætt hann á því, að gljá- skelin lifði helzt á leifum hvala á sjávarbotni. Þarna var þá staðreynd okkar í fullu samræmi við það, sem áður var vitað. Benda vil ég á það og undirstrika, að þessi „auðæfi”, — 20 gljá- skeljasamlokurnar, — hefði að öllum líkindum farið for. görðum, ef Erni Einarssyni hefði ekki hugkvæmzt að færa mér hvalbeinið. Þetta vil ég undirstrika öðrum til athugunar og eftirbreytni. Eyjabúar, þessu samstarfi skulum við halda áfram. Það leiðir til aukinnar menn ingar í bænum og sómi og frami kaupstaðarins í heild eins og þátttaka okkar Eyja- búa í sýningunni „íslending- ar og hafið”. Þ.Þ.V. Biíojár moðor. „Það er af sem áður var” segir S.J. í Fylki nýlega og á þar við veizluhöld á veg- um bæjarins. Það er eins og veizla á hans vegum hafi aldrei verið haldin fyrr en á núverandi kjörtímabili. Þetta er langt frá því að vera rétt. Eg man eftir nokkrum veizlum, sem haldn ar voru á fyrra kjörtímabili, þar á meðal stórveizlu í Sam komuhúsinu, sem haldin var gestum Rotary, sem héldu þá ársþing sitt hér í Eyjum. S.J. reynir sýnilega að gera úlfalda úr mýflugunni og lætur sig hafa það að bera ósannindi á borð í veruleg um atriðum. Hann segir t.d. að utanríkisráðherrum Norð urlanda hafi verið boðið til Eyja ásamt fylgdarliði. Var þeim haldið matarboð og kokkteill á eftir, segir S.J. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að fulltrúar rikisstjórn ar íslands óskuðu eftir mót- töku þessara manna og sendu veizluföngin, sem voru á hennar kostnað, hing að til Eyja. En það var ekk- ert „matarboð” heldur kaffi- drykkja. Þá eru það ráð- herraheimsóknirnar, og er raunar svipaða sögu að segja um þær, að í öllum tilfell- um óskuðu ráðuneytin eftir móttökunum. Eg held að það sé svolítíð óþægilegt fyrir ráðamenn eins byggðarlags að neita ríkisstjórninni um slika fyrirgreiðslu, það þótti ekki sómi að því að úthýsa gegstum í gamla daga og gildir það raunar enn. Hitt er svo ánægjulegt, ef þess- ar ráðherraheimsóknir hafa heppnast vel, en hitt er hrein vitleysa hjá S.J. að óera þær saman við svall og óhóf rússnesku keisarahirð- arinnar. Og ég held, að grein arhöfundur geri flokksbræðr um sínum og ráðherrum, Ingólfi Jónssyni og Jóhanni Hafstein engan greiða með slíku. tali. Þá eru það vatnsveizlurn- ar, sem S.J. smjattar á. Eg vil upplýsa í því sambandi, að ég sat þrisvar til borðs með dönsku gestunum, sem komu hingað með neðan- sjávarleiðsluna. í eitt skipt- ið var kostnaður greiddur af gestunum. Eg held að það sé varla hægt að. sleppa við það þegar erlendir menn vinna hér í þágu bæjarins vikum saman, að gefa þeim einu eða tvisvar sinnum að borða. Auk þess var boðið til fagnaðar í Samkomuhús- inu mörgum þeim mönnum, sem með einum eða öðrum hætti höfðu unnið að eða stutt þá miklu framkvæmd sem vatnsleiðslan er.. Mér finnst það ósæmileg skrif, að segja að aðkomu- gestir hafi slokað í sig mat og drykk, fyrir stórar fjár. hæðir að því er virðist mega ætla að meint sé. Hvað skyldu t.d. ráðherrarnir Egg ert Þorsteinsson og Ingólfur Jónsson, sem þarna mættu halda um „moralinn” í Vest- mannaeyjum er þeir sjá þetta. Um aðra gesti er hér hafa þegið beina, orkar fre'kar tvímælis. En því vil ég ekki leyna, að mér virðist Eyj. unum heldur til framdráttar að það orð komizt á að hér sé myndarlega tekið á móti gestum. Við höfum lengi verið af- skekkt og því ekki haft svo mikið af gestagangi að segja. Ber að fagna pví, að þetta er að breytast. Því koma nú fleiri en áður. Þó að ég sé lítill veizlu- maður í eðli mínu og kræs- ingar í mat og drykk freisti mín ekki, held ég að vio eig- um að halda hér uppi nokk- urri reisn í þessu efni. Bitasárir menn mega sve hafa aðrar skoðanir. Sigurgeir Kristjansson. POTTABLÓM Nýkomið mikið úrval af fallegum pottablómum. Blómaverzlun ALDA BJÖRNSDÓTTIR Ttelliv % Landakirkja. Messa n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sr Jóhann S Hlíðar predikar Andláí. S.l. mánudag 28. þ.m. and- aðist að heimili sínu, Hóla- götu 22, Júlíus G. Magnús- son, útgerðarmaður og end- urskoðandi, aðeins 30 ára að aldri. Frá pósthúsinu. Athygli skal vakin á því, að bögglapóstur til Banda- ríkjanna og Kanada, sem sendast á í sjópósti, og kom- ast eiga til viðtakanda fyrir jól, þurfa að sendast í nóv- ember. Sama er að segja um bögglapóst til annarra landa utan Evrópu. 14 teknir í gær voru 14 Eyjabátar teknir að meintum ólögleg- um veiðum milli lands og Eyja. Sumir bátanna voru taldir ískyggilega nálægt lögnum vatns- og rafmagns. Var Lóðsinn sendur með fulltrúa bæjarfógeta en flugvél frá Landhelgisgæzlunni mun hafa tekið bátana. Mál þessi munu verða tek in fyrir hjá bæjarfógeta hér. Snjór. í nótt féll fyrsti snjór vetr- arins hér i Eyjum og var snjóföl á jörðu í morgunn. Nýtt frímerki. I dag koma út ný frímerki 5 kr .og 20 kr. í tilefni 150 ára afmælis Landsbókasafns ins. Framsóknar. biaðið Ritnefnd: Sigurgeir Kristjánsson Jóhann Björnsson, áb. Afgreiðslu annast: Sveinn Guðmundsson Gjaldkeri: Hermann Einarsson Sími 1163

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.