Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 1
31. árgangur Vestmannaeyjum, 27. nóvember 1968 12. tölublað 50 síöan lög voru samþykkt um kaupstaðarréttindi Vestmannaeyja. Að þessu tilefni flutti for seti bæjarstjórnar, eftirfar- andi ávarp á bæjarstjórnar- fundi hinn 22. þ.m. í dag, þann 22. nóv. eru lið- in fimmtíu ár, síðan frum- varp til laga um kaupstað- arréttindi fyrir Vestmanna- þingi. Það var Karl Einars- son, þingmaður Vestmanna- eyja, sem bar frumvarpið fram og kom því í gegnum þingið í fyrstu atrennu. Mun þar hafa notið við góðrar málafylgju flutningsmanns og einnig þeirrar sérstöðu eyjar, var samþykkt á Al- I sem Vestmannaeyjar höfðu, miniist Idtinm sjómanna d lcjistj.jnii Góðir bæjarfulltrúar: Áður en gengið verður til dagsslcrár vil ég með fáein- um orðum minnast þess mikla sorgaratburðar, sem gerðist þann 5. þ.m., er mb. Þráinn NK 70 fórst með allri áhöfn. Báturinn var gerður út héðan, og var í hvassviðri og stórsjó á heimleið af síldar- miðunum í Breiðamerkur- dýpi, er slysið átti sér stað. Umfangsmikil leit var gerð að bátnum, sem varð árang- urslaus að öðru leyti en því, að nokkur reki hefur fund- izt úr honum. Stórslys, sem þetta eru nú orðin fátíð hér við Eyjar og verður að leita áratugi aft. ur í tímann til að finna hlið stæðu við það. Maður var jafnvel farinn að vona, að betri skipakostur en áður var og önnur bætt aðstaða á sjó, væri svo vel á veg komin, að slíkir hörmungar- atburðir heyrðu sögunni til. Það eru örlög íslendinga að sækja sjó,.,ssfO. þjóðin fái l'fað í landinu. Og enn hafa níu ungir og vaskir menn fallið i valinn í þeirri lífs- baráttu. Þeir voru: Grétar Skaftason, skipstj., V estmannaey j um. Helgi Kristinsson, stýrim., Vestmannaeyjum. Guðmundur Gíslason, 1. vélstj., Vestmannaeyjum. Gunnlaugur Björnsson, 2. vélstj., Vestmannaeyjum. Einar Þ. Magnússon, mat- sveinn, Kópavogi. Einar Marvin Ólason, há- seti, Vestmannaeyjum. Tryggvi Gunnarsson, há- seti, Vestmannaeyjum. Hannes Andrésson, háseti, Reykjavík. Gunnar Björgvinsson, há- seti, Vestmannaeyjum. „Þegar brotnar bylgjan þunga, brimið heyrist yfir fjöll. Þegar hendir sorg við sjóinn. syrgir tregar þjóðin öll”. Og í þetta sinn hefur þungi sorgarinnar lagst yfir Vestmannaeyjar og verður okkur nú oft hugsað til ást- vina og vandamanna, sem mest verða að béra í þessu j efni. _ Við vottum þeim sanúö. ; Eg bið bæjarfulltrúa ao votta minningu hinna látnu sjómanna virðingu sína, með því að rísa úr sætum. að vera áður sérstakt sýslu- félag. Kom það fram, að önn ur byggðarlög, sem sóttu eftir þessum réttindum áttu ekki eins greiða leið gegnum þingið, enda þar um and- stöðu að ræða, vegna þess, að þar kom til skipta úr sýslufélögum. 1. grein laga nr. 26 frá 22. nóv. 1918 er á þessa leið. Vestmannaeyjar skulu tekn- ar í tölu kaupstaða. 2. grein: Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum skai vera bæjarfógeti. Hann hefui auk þess öll hin sömu slörf á hendi og sýslumaðurmn nú, enda hafi hann sömu laun úr landssjóði. 3. grein: Mælir fyrir um að bæjarfógeti skuli vera oddviti bæjarstjórnar og eiga sæti í bæjarstjórn Þó er gert ráð fyrir í lógunum að kjósa megi sérstaka bæj arstjóra til sex ára í senn. Þann rétt notuðu Vestmanna eyingar sér 1924 er Kristinn Ólafsson, var kjörinn bæjar stjóri í almennum kosning um og hlaut 408 atkv. af 448 sem kusu. Bæjarfulltrúar voru 9 að tölu frá upphafi. Þar af voru 8 kjörnir en bæjarfógeti var sjálfkjörinn samkvæmt iög- um. Bæjarfulltrúar voru kjörn ir til þriggja ára, og skyldi kosning 1/3 hluta þeirra fara fram árlega. Til þess að ná þeirri reglu, féll einn þriðji þeirra út með hlut- kesti tvö fyrstu árin. Lögin öðluðust gildi 1. jan. 1919. Þannig er 1. janú- ar raunverulega dagur kaup staðarréttinda. Vestmanna- eyjar fengu ekki kaupstaðar réttindi fyrr en lögin tóku gildi. Höfuðbreytingin, sem varð með hinni nýju skipan, var sú, að bæjarstjórn tók við hlutverkum hreppsnefndar og sýslunefndar, en þær fóru áður með málefni byggðar- lagsins. Ekki hefi ég kynnt mér hvernig verkaskipting var milli nefndanna, en lík- legt má telja, að sýslunefnd- in hafi meira sinnt þeim mál um, sem þurfti að sækja út fyrir byggðarlagið. Hitt er vitað að stundum kom til á- rekstra milli nefndanna, sem báðar voru kosnar í almenn um kosningum. Annars er á það að minna að Vestmanna eyjar höfðu sérstöðu að því leyti, að sýslufélagið var eitt hre-ppsfélag. í öðrum sýsl- um eru margir hreppar, þar sem einn sýslunefndarmaður úr hverjum hreppi er kjör- inn til að mæta á sýslunefnd arfundum til að ræða sam- eiginleg málefni hreppanna. Eg mun ekki lengja þetta mál að ráði. Þó vil ég lesa upp nöfn Jpeirra manna, sem Karl Einarsson, sýslumaður. . fóru hér með bæjarmálin þegar hin nýja skipan tók vici. í hreppsnefnd voru: Högni ..gigurðsson, Baldurs- haga, Sveinn Scheving, Kristján ^ngimundarson. Sí- mon Egilsson og Geir Guð- mundsson, í sýslunefnd voru: Oddgeir Guðmundsson, Magnús Guðmundsson, Gísli Johnsen, Gunnar Ólafsson og Jón Einarsson. Þessir menn eru nú allir horfnir af sjónarsviðinu. Karl Einarsson var alþm. Vestmannaeyja frá 1914 til 1923. Hann var sýslumaður Vestmannaeyja og bæjarfóg- eti, eftir að umrædd lög tóku. gildi. Þá varð hann einnig , oddviti bæjarstjórnar og hafði hann með höndum Framhald á 4. síðu. Þessi mynd er tekin af þeim slóðum, sem aðalgeymir vatnsveitunnar verður byggður.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað: 12. tölublað (27.11.1968)
https://timarit.is/issue/338984

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

12. tölublað (27.11.1968)

Aðgerðir: