Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 3 Niðurtalning verðlags Framhald af 4. síðu stjómarmyndunarviðræðunum var lögð áhersla á að þessari leið yrði fylgt. Petta tókst í byrjun og fram eftir árinu 1981 var einmitt þessi leið farin og árangurinn lét heldur ekki á sér standa, þegar dró úr verðbólgunni til óumdeilanlegra hagsbóta fyrir allt launafólk í landinu. En eftir því sem á stjómar- tímann hefur liðið, hefur reynst sífellt erfiðara að ná samstöðu í stjóminni um áframhald niður- talningarinnar, vegna andstöðu Alþýðubandalagsins og nú síð- ast höfnuðu þeir því algjörlega að taka þátt í nokkrum aðgerð- um til að draga úr holskeflunni sem við blasti eftir 1. mars, ef ekkert yrði að gert. Er það alveg furðuleg af- staða hjá Alþýðubandalaginu, sem telur sig á sama tíma vera málsvara láglaunafólksins. Framsóknarflokkurinn gerði úrslitatilraun með því að bera fram í þinginu tillögu um aiknar niðurgreiðslur fyrir 1. mars og draga þannig úr holskeflunni, en því var algjörlega hafnað af öllum hinum flokkunum og því fór sem fór. í nágrannalöndum okkar hefur víðast geysað allmikil verðbólga á undanfömum ár- um þótt það sé Iítið í saman- burði við það sem við eigum við að glíma. Það hefur yfirleitt verið farin sú Ieið að reyna „að slá verðbólguna niður í einu höggi”, ekki ósvipað því og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað með „leiftursókninni”. Undantekningarlaust hafa afleiðingaranar orðið geigvæn- legt atvinnuleysi, en jafnframt hefur náðst nokkur árangur í baráttunni við verðbólguna. Við Framsóknarmenn viljum þrautreyna það að ná verð- bólgunni niður, án þess að til atvinnuleysis komi og við telj- um að það sé hægt með því að fylgja þeirri niðurtalninga- stefnu sem við höfum boðað, en til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ná samstöðu með þjóðinni og fyrir því mun- um við berjast. Guðmundur Búason KJÖRSKRÁ! Ölfushrepps til Alþingiskosninganna 23. apríl n.k. liggur frammi á skrifstofu Ölfushrepps Sel- vogsbraut 2, Þorlákshöfn, alla virka daga frá 22. mars til 8. apríl n.k. Sveitarstjóri öifushrepps FUNDARBOÐ Ferðamálanefnd Vestmannaeyja hefur ákveð- ið að boða til fundar með hagsmuna- og öðrum áhugaaðilum um ferðamál og þjónustu þeim tengdum. Fundartími: Fimmtudaginn 7. apríl 1983 kl. 20.00. Fundarstaður: Hallarlundur. Fundarstjóri: Kristmann Karlsson, form. ferðamálanefndar Vm. Frummælendur: Einar Helgason, Flugleiðum hf. og Birgir Þorgilsson, Ferðamálaráði Islands. Tilgangur: Fundurinn er ætlaður til að kanna áhuga þeirra, sem að ferðamálum vinna til að sameina krafta sína til eflingar og aukningar á þjónustu og bættum aðbúnaði ferðamanna í Vestmannaeyjum. Einnig að leita eftir áhuga fyrir samstarfsvettvangi í einhvers konar félags- formi, sem annast gæti skipulagningu og sam- ræmingu á sviði ferðamála. Ferðamálanefnd Vestmannaeyja A listi Alþýðuflokksins 1. MAGNÚS H. MAGNÚSSON 2. STEINGRÍMUR INGVARSSON 3. SÓLVEIG ADÓLFSDÓTTIR 4. GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON 5. ÞORVALDUR EIRÍKSSON 6. ERLA EYJÓLFSDÓTTIR 7. VALDIMAR SIGURJÓNSSON 8. ÓLAFUR AUÐUNSSON 9. REBEKKA JÓHANNSDÓTTIR 10. GUÐMUNDUR EINARSSON 11. KRISTJÁN GÍSLASON 12. ERLINGUR ÆVAR JÓNSSON B listi F ramsóknarflokksins 1. ÞÓRARINN SIGURJÓNSSON 2. JÓN HELGASON 3. BÖÐVAR BRAGASON 4. GUÐMUNDUR BÚASON 5. GUÐNI ÁGÚSTSSON 6. GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR 7. SNORRI ÞORVALDSSON 8. MÁLFRÍÐUR EGGERTSDÓTTIR 9. ODDNÝ GARÐARSDÓTTIR 10. KRISTJÁN WIIUM 11. ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON 12. SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Tilkynning um framboð í Suðurlandskjördæmi til Alþingiskosninga 23. apríl 1983 c listi Bandalags jafnaðarmanna 1. SJÖFN HALLDÓRSDÓTTIR 2. HANNA MARÍA PÉTURSDÓTTIR 3. GYLFI HARÐARSON 4. MAGNÚS HALLDÓRSSON 5. ÞÓR HAFDAL ÁGÚSTSSON 6. BERGLJÓT ARADÓTTIR 7. BOLLI ÞÓRODDSSON 8. GUÐRÍÐUR VALVA GÍSLADÓTTIR 9. ÞRÖSTUR GUÐLAUGSSON 10. SIGHVATUR EIRÍKSSON 11. JÓN VIGFÚSSON 12. BÁRÐUR GUÐMUNDSSON í yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis Kristján Torfason Páll Hallgrímsson Vigfús Jónsson Jakob Havsteen Hjalti Þorvarðarson D listi Sjálfstæðisflokksins 1. ÞORSTEINN PÁLSSON 2. ÁRNI JOHNSEN 3. EGGERT HAUKDAL 4. SIGGEIR BJÖRNSSON 5. GUÐMUNDUR KARLSSON 6. ÓLI Þ. GUÐBJARTSSON 7. JÓN ÞORGILSSON 8. ÓLI M. ARONSSON 9. EINAR KJARTANSSON 10. SIGRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR 11. BRYNLEIFUR H. STEINGRÍMSSON 12. BJÖRN ÞORLÁKSSON G listi Alþýðubandalagsins 1. GARÐAR SIGURÐSSON 2. MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR 3. RAGNAR ÓSKARSSON 4. GUNNAR SVERRISSON 5. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR 6. GUNNAR STEFÁNSSON 7. GUÐMUNDUR J. ALBERTSSON 8. MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR 9. HILMAR GUNNARSSON 10. HALLA GUÐMUNDSDÓTTIR 11. ÞÓR VIGFÚSSON 12. BJÖRGVIN SALÓMONSSON

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.