Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA I VESTMANNAEYJUM 11. tölublað Vestmannaeyjum, 5. október 1983 42. árgangur FJÖLMENNUR FUNDUR I FERÐASKRIFSTOFAN Föstudaginn 30. f.m. heim- sótti sjávarútvegsráðherra, Halldór Asgrímsson, Vest- mannaeyjar. Hann kom snemma og notaði daginn til að skoða fiskiðjuverin og ræða við fólkið, sem vinnur í fiskvinnslunni og að útgerð- armálum hér í bænum. Um kvöldið var svo al- mennur fundur á Skans- inum, þar sem hvert sæti var skipað. Fundarstjórar voru Einar Steingrímsson og Ing- veldur Gísladóttir. Að sjálfsögðu hafði sjáv- arútvegsráðherra framsögu og ræddi þá fyrst og fremst um stöðu sjávarútvegsins og drap á marga þætti, sem að þeim málum lúta. I upphafi minnti ráð- herran á að stórlega hefði tekist að draga úr verð- bólguhraðanum, enda von- laust að halda atvinnulífinu" gangandi að öðrum kosti. Gengið hefði verið fest og Lægst vöruverð í Kaupfélaginu Verðlagsstofhun hefur verslana, sem seldu allar kannað hve mikil ársútgjöld vörurnar, sem kannaðar fjögurra manna fjölskyldu voru. eru vegna kaupa á mat- og drykkjar- og hreinlætisvör- Samkvæmt könnuninni um. Stofhunin hefur gert komu stórmarkaðirnir á höf- samanburð á útgjöldum þess- uðborgarsvæðinu og Akur- um eftir verslunum í fjórtán eyri, einna best út, sem á sér sveitarfélögum víðsvegar á að sjálfsögðu skýringar í þeim landinu. Á höfuðborgarsvæð- mikla veltuhraða, sem þeir ná inu var valið úrtak 14 versl- og hagstæðari innkaupa ana, sem taldar eru dæmi- vegna mikils magns. gerðar fyrir alhliða mat- og Sé litið á Vestmannaeyjar nýlenduvörurverslanir á því sérstaklega, kemur í ljós að svæði. A öðrum stöðum, sem hagstæðast er að versla í teknar voru með í könn- Kaupfélaginu, eins og með- uninni, náði hún til þeirra fylgjandi tafla ber með sér. ÁRSÚTGJÖLD MEÐALFJÖLSKYLDU: Matur, drykkur og hreinlætisvörur 121 - 122 þúsund krónur......Kaupfélag Vestmannaeyja 121 - 122 þúsund krónur.....................Jónsborg 122 - 123 þúsund krónur.............Verslunin Tanginn 123 - 124 þúsund krónur.....................Heimaver 125 - 126 þúsund krónur......................Eyjakjör Mjólk og kjötvörur: 45 - 46 þúsund krónur........Kaupfélag Vestmannaeyja 46 - 47 þúsund krónur........................Eyjakjör 46 - 47 þúsund krónur...............Verslunin Tanginn 46 - 47 þúsund krónur.......................Heimaver 46 - 47 þúsund krónur.......................Jónsborg Kór Landakirkju í Vest- mannaeyjum í tónleikaferð Helgina 7. - 9. okt. n.k. heldur Kór Landakirkju í Vestmannaeyjum tvenna tón leika uppá fastalandinu. Föstudaginn 7. október kl. 21.00 í Selfosskirkju og laug- ardaginn 8. október kl. 17.00 í Háteigskirkju í Reykjavík. Flutt verður „NELSON- messan" eftir Joseph Haydn og fjórir helgidúettar eftir Heinrich Schutz fyrir söng- raddir, orgel og selló, sem einsöngvararnir með kórnum munu flytja. Þeir eru Sig- urður Björnsson, óperusöngv- ari, Sigríður Gröndal sópran, Anna Júlíana Sveinsdóttir alt og Geir Jón Þórisson bariton. Undirleik annast kammer - sveit, skipuð 21 hljóðfæra- leikara. Stjórnandi er Guðmundur H. Guðjónsson. Kórinn flutti „NELSON- messuna" í Samkomuhúsinu í Vestmannaeyjum 3jajúlí s.l. í tilefhi af 10 ára gos- lokaafmælinu. Húsið var þéttsetið og þótti flutning- urinn takast sérlega vel. vextir færu lækkandi, sem kæmi útgerðinni til góða. En þar, eins og víða annars- staðar, hefði fjármagnskostn- aður verið þungur baggi. Ráðherrann dró ekki dul á, að hér væri um harðar að- gerðir að ræða, sem margir fyndu fyrir, en þær hefðu verið óhjákvæmilegar. Yrði sá árangur, sem þegar hefur náðst og áfram er unnið að, brotinn niður, hlyti ríkis- stjórnin að segja afsérogþeir tækju þá við, sem betur myndu gera. Þá sagði ráðherrann, að ekki væri bjart yfir útgerðar- málunum nú á þessu hausti, þar sem afiinn færi minnk- andi. Mikil bölsýni væri ekki til bóta, en menn yrðu að taka því, sem að höndum bæri. Þá lagði ráðherrann áherslu á, að hann vildi hafa sem best samráð við útgerðarmenn og samtök þeirra. Þar væru viðhorfin margvísleg, sem kölluðu á úrlausnir, sem yrði að ráða framúr. Nefndi hann í því sambandi héraðssjónar- mið, skipastólinn, togarana, loðnuskipin, bátana, sem stunda netaveiðar eða drag- nót. Hér fara hagsmunir ekki saman, þegar verður að skipta takmörkuðum afla. Ráðherrann tók fram, að hann vildi að menn hefðu sem mest frjálsræði, til að ráða framúr sínum málum og benti á, að framundan væru Fiskiþing og ráðstefnur út- gerðarmanna og sjómanna. Þá kom fram, að í svo- kallaðri þjóðhagsspá væri gert ráð fyrir verulegum loðnuafia á þessu hausti, en það verður ákveðið eftir rannsóknir á Ioðnustofninum á ráðstefhu í Osló 2. nóv- Þá sagði ráðherrann, að samkeppni á fiskimörkuðum okkar erlendis færi harðn- andi, og því væri vöru- vöndun höfuðskilyrði, því auðvitað væri takmarkað að fá sem mest verð fyrir hvern ugga, sem á land kæmi. Að sjálfsögðu kom ráðherrann inná margar fieiri þætti sjáv- arútvegsmálanna, sem of langt mál er að rekja. Að loknu framsöguerindi ráðherrans, var orðið gefið frjálst og tóku margir til máls og gerðu róm að erindi hans og létu í ljós vonir um gott samstarf við hann, ekki síst þar sem hann væri uppalinn í sjávarplássi. Að lokum svaraði ráð- herrann fyrirspurnum og þakkaði fyrir góðar á- bendingar og einnig fyrir ágætar móttökur hér í Vestmannaeyjum. Kvikmynd Þráins Bertelssonar, Nýtt líf, var frumsýnd hér síðastliðinn fimmtudag. Myndin fjallar um tvo unga menn, sem koma til Eyja, til að hefja nýtt líf, en báðir hafa þeir verið reknir úr fyrri störfum. Óþarft er að rekja söguþráð myndarinnar frekar. Myndin lýsir áreiðanlega á raunhæfan hátt, verbúðarlífi fólks. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningum myndarinnar. Þykir engum illa varið fé eða tíma. sem séð hafa myndina. HUNDAHALD Eftir blaðaskrif og um- ræður um hundahald í Kópavogi og Reykjavík, fer ekki hjá því, að mörgum finnist kominn tími til að taka alvarlega á þessum málum hér í bæ. Þegar svo er komið, að fólk getur ekki gengið bæjarleið án þess að mæta frá einum og allt upp í fimm, sex eig- endalausum hundum. Þá er nóg komið. Eftir upplýsingum eins fé- laga hundavinafélagsins, eru þær reglur gildandi, að hund- ar séu merktir og að sjálf- sögðu að þeir gangi ekki lausir. Er það alvarlegt á- byrgðarleysi hundaeigenda, að framfylgja ekki þeim regl- um. Hundaeigendum er skylt að greiða ársgjald, sem er eitt þúsund krónur og er þar innifalið tryggingariðgjald og hreinsun á hundi, en mjög erfiðlega hefur gengið að innheimta það gjald. Nú er verið að útbúa nýja skrá, og í henni eru ein- göngu hundar, sem eigendur hafa greitt ársgjöld af. Þar sem engin aðstaða er hér fyrir hunda, sem ganga lausir og lögreglan tæki í sína vörslu, virðist það lögmál eitt geta gilt, að þeir séu réttdræpir, þar sem til þeirra næst. Jafhframt mætti gera hundaeigendum skylt, að láta gera ófrjósemisaðgerð á tík- um sínum, því hver kannast ekki við svohljóðandi aug- lýsingu: „Mjðg þriflegir og sætir hvolpar fást gefins. Uppl........« P.S. Gaman væri að fleiri létu sitt álit í ljós um hundahald. GARRI

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.