Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 3 ■ Á síðustu vikum og mánuðum hafa orku- og stóriðjumál íslendinga átt hug manna og umræðu öðru fremur. Til þess eru ærnar ástæður. Fyrir tveimur eða þremur áratugum - á morgni nýs dags sem risinn var úr sorta heimsstyrjaldarinnar var þetta vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnu- og efnahagslífi að talið var. Þá áttum við ódýrustu orku í heimi og ætluðum að beita henni til þess. að knýja aflvél auðs og hamingju. Þá var allt stórt - stórvirkjanir, stóriðnaður - og þó stórhugurinn mestur. Nú blasir við okkur önnur mynd. Þetta er orðið líkast krabbameini í þjóðarlíkamanum. Geislun hefur verið reynd síðustu missiri en ekkert áunnist. Nú virðist holskurðurinn einn eftir - líklega upp á líf og dauða. Fyrsta stórskrefið á stóriðjuvorinu var álsamningurinn frægi - þessi sem „gaf“ okkur stórvirkjanirnar að sagt er! Það var nú gjöf sem sagði sex. Þar gengum við til glímu við heimsrisann hvergi hræddir hjörs í þrá, töldum okkur fullfæra að kljást við nýlenduherra samtímans. Að vísu voru þeir til sem vildu skyggnast um gættir áður en gengið væri fram, en þeir fengu kaldar kveðjur hinna gunnreifu og voru taldir úrtölumenn og dragbítar á framförum og reisn þjóðar sinnar. Að selja ófædda kynslóð Samningar gengu greiðlega. Þúsund ára Alþingi var ekki að tvínóna við þá. Engin uppsagnarákvæði - hvaða gagn gerðu nú heim í sama haftinu en hefur tínt skásta vopninu sem hún hafði að heiman - skattsverðinu. Og ehn bætist á Það verður veðrahlé í álmálinu næstu mánuðina. Skattmats- nefndin fer vafalaust að meta skattskuld Álfélagsins, og ef til vili aurast okkur þar eitthvað. En þetta er engin ákæra lengur, enginn mun tala um skattsvik eða samningsrof. Álfurstarnir eru hvítþvegnir af slíku athæfi. En skyldi ekki einhverjum íslenskum skattsakamanni koma í hug að gott væri að eiga slfku að mæta í stað ákæru og dóms sem yfir vofir, af því að samningur hans við ríkið er ekki eins vel gerður? Lái honum hver sem vill. En álsamninganefndin hafði ekki notið sigurlauna marga daga þegar nýja bliku dró á loft. Minnt var á, að næsta óskabarn stóriðjumanna, Járnblendiverksmiðjan, malaði eitthvað annað en gull sem hún átti þó að gera samkvæmt öllum fæðingarvottorðum innlendum og erlendum - einkum erlendum, enda var þeim einum trúað eins og vant er. Tapið á henni var 400 millj. í fyrra og verður víst 150 í ár. Þó borgar þjóðin risafjárhæðir með rafmagninu til hennar - eins og álversins. Hvað munar hana um það, þegar hún á gnægðir ódýrustu orku í heimi, sem þó er allt í einu, eiginlega án þess að nokkur hafi getað áttað sig á því hvernig siík firn gerðust, ÞETTA ERU VEISLUFONGIN A FERTU GSAFMÆLI LYÐVELDISINS þau? Látum krakkana á 21. öldinni um það mál. Og rafmagnið - auðvitað það ódýrasta í heimi - gefum þessum stóra bróður algert sjálfdæmi um það. Skattar? Já, við ákveðum skatta, vanir að hafa allt á hreinu með þá - en frjáls viðskipti eru kjörorðið, því er allt sem rúmast til þess að hagræða þeim svo skattstofn verði haganlegur, og breiðir eru íslands álar svo að margt getur gerst til hagræðis „í hafi“. Og verði eitthvert múður skal um það dæmt í útlöndum - Islendinga varðar ekkert um það. Að slepptu öllu gálgagaspri blasir það nú við okkur, að álsamningurinn er plagg af því tagi, sem ekki aðeins er vansæmd fyrir sjálfstæða þjóð að gera, heldur beinlínis hengingaról, og væri nokkur manndáð í okkur ættum við að hafa þau ákvæði í stjómarskránni sem banna ríkisstjóm og íslenskum þegnum að gera samninga við erlend ríki eða erlenda stórkarla um íslensk málefni án uppsagnarákvæða, og fleiri skorður mætti reisa þar við því, að við seldum þannig ófædda kynslóð íslendinga eða veltum byrðum okkar á herðar hennar eins og gert var í áisamningnum, - eða seldum undan okkur sjálfstæðið að einhverju leyti. Sáuð þið hvernig ég tók hann? Nú hefur verið gert samkomulag við auðrisann suður í Sviss. Hann stakk nokkrum aurum að bandingja sínum af náð og miskunn, án þess að honum bæri þó til þess nokkur samningsskylda, en hann hefur auðvitað framhaldið alveg í hendi sér samkvæmt samningi sínum, lofar þó að tala við fangann af lítiliæti sínu um endurskoðun samninga en heitir engu, lætur skína í ýmislegt ef hann fái að stækka nýlendu sína um helming - vafalítið án uppsagnarákvæða ef hann nýtur sömu gestrisni og fyrr. Út á þessi hálfyrði fær hann síðan hjá íslensku samninganefndinni bréf upp á það, að smáræði, sem sumir kalla því ljóta nafni skattsvik, megi fara í einfalda matsgerð nefndar, þar sem hann skipar sjáifur matsmann. Þar með hefur hann bjargað málinu úr dómi og engin hætta lengur á því að þetta fjármáladund „í hafi“ verði talið brot á álsamningnum. Það er auðvitað miklu þægilegra að hafa engan dóm um samningsrof yfir höfði sér lengur, því að slíkt mætti e.t.v. nota í stað uppsagnarákvæða. Og þar að auki kostaði þessi hagræðing eiginlega ekkert - aðeins ádrátt um að skeggræða svolítið við íslendinga um samninginn síðar yfir kaffibolla eða glasi. En fslendingar hafa týnt skásta vopninu sínu áður en aðal orrustan hefst. Það er hálfskondið að heyra samningamenn og ráðherra lýsa herfangi sínu eftir þessa Bjarmalandsför. Sumir eru hógværir sigurvegarar, telja niðurstöðu viðunandi - eins og á stóð. Öðrum lætur ekki slík hæverska - þetta er stórsigur, segir iðnaðarráðherrann. Hann situr nú suður í Sviss, hvílist eftir Heljarslóðarorrustuna og undirritar samninginn um uppgjöf Álhringsins! Það er auðvitað kvikindisháttur af versta tagi að láta sér renna í hug sigurorð Jóns sterka úr Skugga-Sveini þegar hann reis upp úr byltunni: „Sáuð þið hvernig ég tók hann?“. Sannleikurínn er auðvitað sá, að það er hárétt sem skynugur og glöggur sjálfstæðisþingmaður sagði í grein í Mogga fyrir nokkrum dögum, að árangurinn væri viðunandi eftir því setíf búast mátti við. Þannig hafa margir dæmt frammistöðuna og niðurstöðuna með réttu - það var ekki við betra að búast, því að samninganefnd okkar var í hafti álsamningsins og kemur orðin almenningi sú dýrasta sem þekkist á byggðu bóli í okkar heimshluta. Stóriðjan átti að borga orkuna fyrir okkur, en sá greiði hefur snúist við. Sitjum í feninu Og þannig sitjum við í feninu þessa stund eilífðarinnar. óskabörn og fyrirhugaðir gullgróttar okkar eru reknir með stórtapi ár eftir ár eða hafa af okkur skyldur og skatta svo að nemur milljörðum, en við höldum áfram að borga fyrir þá orkuna ár og dag með neyslusköttum. Til þess að geta gegnt þessu mannúðarhlutverki og beislað ódýru orkuna fyrir þessa höfðingja höfum við hlaðið á okkur erlendum skuldum sem allir sanntrúaðir stóriðjumenn býsnast yfir dag hvern og segja að við séum að glata sjálfstæðinu eða drukkna í skuldasúpunni og höfum auk þess hengt þennan myllustein á háls barna okkar. Já, mikið rétt. En það er auðvitað ekki okkur að kenna, segja stóriðjumenn - þessi lán voru öll tekin til arðbærra framkvæmda, vinir mínir! Og þetta verða nú veisluföngin í afmælisveislu okkar íslendinga á fertugsafmæli lýðveldisins á næsta ári. Skyldi setja að nokkrum klígju yfir tertunni? Sem betur fer eru þetta ekki einu afrekin sem við getum minnst á þessu stórafmæli. Við höfum þokað ýmsu á betri veg, sem kemur okkur vel. Við höfum eflt íslenska atvinnuvegi, bætt samgöngur,lagt orkulín- ur, eflt menningu og þjónað bókmenntum og listum. En þetta er allt af öðrum toga - íslenskum framfaratoga sem gerst hefur þrátt fyrir hrakfarirnar í stóriðjunni. Því getum við fagnað. Jafnframt hljótum við að hugleiða, hvort ekki er kominn tími til að láta sér verða það sem gerst hefur víti til varnaðar og hætta að fara að ráðum þeirra sem halda það gullinn veg að þægjast erlendum auðhringum og þeirri afturgengnu nýlendu- stefnu sem felst í landvinningum þeirra. Illvíg krabbamein senda meinvörp sín um öll náiæg líffæri ef vamir eru ekki nægar. Nýlenduherrar stóriðjunnar eru sama eðlis. Líklega sitjum við uppi með þessi meinvörp og eigum þungan róður fyrir hendi. Yið skulum þó vona að úr rætist. Við þessar villur höfum við tafist við þjóðnýt verk. Við erum og verðum matvælaframleiðsluþjóð og eigum land sem við getum leyft erlendum góðvinum að njóta með okkur. Við skulum snúa okkur betur að þessu, og ef við eigum skipti við erlenda stóriðjuhölda hér, sem auðvitað þarf ekki að vera með öllu útilokað eða sjálfgefinn gapastokkur, þá skulum við muna ’ það sem gerst hefur og láta þau spor hræða nægilega til þess að halda heilu skinni í þeim viðskiptum. En sagan mun dæma þá hart sem ekki sáu fótum sínum forráð á bernskuárum lýðveldisins. Og þeir munu varla fá að eiga fulltrúa í þeirri matsnefnd. Andrés Kristjánsson Andrés Kristjánsson skrifar lö Auglýsing Fógetaréttur Vestmannaeyja hefur kveðið upp eftirfarandi lögtaksúrskurð: Fógetaréttur hefur kveðið upp eftirfarandi lögtaksúrskurð: „Lögtök fyrir gjaldföllnum en vangreiddum útsvörum og aðstöðugjöldum til Vestmanna- eyjabæjar, álögðum 1983, auk dráttarvaxta og kostnaðar megi fara fram að liðnum átta dögum frá birtingu auglýsingar um úrskurð þennan, á kostnað gjaldenda en á ábyrgð Vestmannaeyja- bæjar.“ r I framhaldi af úrskurði fógetaréttar verða innheimtuaðgerðir hafnar, því birtist lögtaks- úrskurðurinn hlutaðeigendum. Gerið skil og forðist frekari innheimtu- aðgerðir. Dráttarvextir eru nú 5% á mánuði. Næsti gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda er 1. október n.k. Innheimtuaðgerðir eru þegar hafnar. Vestmannaeyjum, 28. september 1983. Bæjarstjóri r ,ln * Atvinnumálafundur verður haldinn á vegum Sambands sunnlenskra sveitarfélaga í Akóges, í dag, miðvikudag 5. okt-. kl. 21.00. Þorsteinn Garðarsson, iðnráðgjafi Suðurlands kemur á fundinn. Fundarstjóri: Sigrún Þorsteinsdóttir. DAGSKRÁ: 1. Iðnþróunarverkefni (Verndaður vinnustað- ur til dæmis). 2. Kynning á álsteypu. 3. Kynning á tilraunaverkefnum Sjávarafurða- rannsókna h.f. 4. Önnur mál. 5. Kaffi. Iðnráðgjafl SMÚK SUHHUHSm svtimtuu J Tökum á móti pöntunum á• slátri. Sankomuhúsið sýnir Nýtt Líf. Hvernig væri að upplifa nýtt og betra líf og sleppa þessu lúgu- hangsi og versla hjá okkur. Vínarbrauðin hafa aldrei verið betri. Juvel hveitið er ódýrt: 30.70 2 kg poki. Vínarbrauðin í frumeindum sínum. 10 kg poki af sykri kostar 185 kr.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.