Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ ÁBYRGÐARMAÐUR Andrés Sigumrmndsson RITNEFND: Sigurgeir Kristjánsson, Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Btiason, Jón Eyjólisson, Oddný Garðarsdóttir, Bima Þórhallsdóttir, Georg Stanley Aðalsteinsson, Jóhann Bjömswn. Setning og prentun: EYJAPREN'l H.F. Húsnæðismál í brennidepli Á þeim erfiðleikatímum, sem nú ganga yfir þjóðina, er vandi þeirra, sem byggt hafa síðustu 3-4 árin, líklega hvað mestur. hom þetta berlega í Ijós á Sigtúnsfundinum svokallaða. Félagamálaráðherra hafði snörp viðbrögð eftir fundinn og lagðifram ákveðnar tillögur til úrbóta. Umþetta segir svo í forystugrein Tímans nýlega: „Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Alex- anders Stefánssonar, félagsmálaráðherra, um veru- legt átak í húsnæðismálum. Þar var samþykkt að eftirfarandi breytingar verði á útlánum Bygginga- sjóðs ríkisins, sem veitir almenn íbúðalán, frá og með næstu áramótum: ÖLL LÁN HÆKKI UM 50%. Nýbyggingalán til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn skuli greidd í tveimur hlutum, þ.e. fyrri hlutinn mánuði eftir fokheldisstigogseinni hlutinn sex mánuðum frá útborgun fyrri hlutans. Utborgun annarra verði óbreytt frá því sem nú er. Lánstími nýbyggingalána lengist úr26árum í 31 ár, eða um allt að fimm ár. Lánstími til kaupa á eldra húsnæði lengist líka um sama áraíjölda. Öll lán verði afborgunarlaus fyrstu tvö árin. Gjalddögum húsnæðislána verði íjölgað í 4 á ári. Þá lagði félagsmálaráðherra fram sérstakar tillögur um lausn á vanda þeirra húsbyggjenda, sem fengu frumlán til nýbygginga og lán ti kaupa á eldra húsnæði á árunum 1982 og 1983 úr Byggingasjóði ríkisins og voru þær einnig samþykktar. Samkvæmt þeim verður þessum aðilum gefinn kostur á viðbótarláni allt að 50% af upphaflegu láni þeirra. Einnig hefur samkomulag verið gert við innláns- stofnanir um skuldbreytingu til 8 ára“. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, sagði um þessa samþykkt ríkisstjórnarinnar í viðtali við Tímann: „Aðalávinningurinn með þessum breytingum er sá, að þrátt fyrir allan þennan samdrátt í þjóð- félaginu og niðurskurð á íjárlögum og víðar, þá hefur tekist samstaða um það í ríkisstjórninni að auka verulega hlut húsbygginganna, því það er gert ráð fyrir sama byggingamagni en hækkandi lánum. Það má því gera því skóna að byggingaiðnaðurinn muni ekki dragast saman að þessu leyti og menn eiga nú möguleika á því að geta haldið áfram að eignast húsnæði. Eg er vissulega mjög hreykinn af því að okkur skyldi takast að ná samstöðu um að koma til móts við þetta fólk í þessum erfiðleikum, sem nú blasa við í fjármálum ríkisins. Það verður kannski ekk í þeim mæli, sem fólkið hefði kosið, en er samt sem áður gífurlega mikið átak. Nú, þegar ég les Þjóðviljaforsíðuna, þar sem yfirskriftin er LOF- ORÐIN SVIKIN, þá verður mér óneitanlega hugsað til fyrrverandi félagsmálaráðherra. Það hefði kannski verið ástæða til þess, að Þjóðviljinn og þeir, sem að honum standa, hefðu rekið upp svona kvein fyrir ári síðan eða rúmlega það. Vissulega þurfti að koma til móts við þetta fólk og skilja hversu vandamálið var stórt. Eg vona að þessi áfangi, sem við höfum nú ákveðið, komi þessu fólki að verulegum notum“: Um hækkun lánanna segir félagsmálaráðherra meðal annars í viðtalinu: Stendur ekki steinn yfír steini Eins og flestum mun vera kunnugt, hefur verið unnið að malbikun þjóðbrauta hér í sumar. Hinsvegar hefur það berlega komið fram, að samn- ingur um greiðslur af ríkisins háíf'u, er ekki fyrir hendi. Núverandi meirihluti bæj- arstjórnar ákvað það einnn og sér, að ílýta verkþætti ríkisins og láta þess í stað malbikun á vegum Vest- mannaeyjakaupstaðar sitja á hakanum. Mjögeinkennilega hefur verið staðið að mal- bikunarframkvæmdum hér í sumar. Enginn virðist vita hvað hafl átt að malbika né heldur hvenær. Margsinis hefur malbikunarstöðin verið sett í gang rétt, til að klína á smá kalla. Síðan hefur mal- Itikunarvélinni verið lagt nið- ur við höfn, og látin vera þar í hvíldarstöðu, þangað til skip- un úr Ráðhúsinu hefur komið um að setja allt í gang, til að setja á einn smákafla til viðbótar. Það er augljóst, að sé staðið að framkvæmdum á slíkan hátt, verður það mun kostnaðarsamara heldur en að malbikun fari fram í einni lotu. Það er einn dýrasti liðurinn að setja malbikunar- stöðina í gang, hvað þá að vera að því allt sumarið. I síðastu viku skrifa þeir Arnar Sigurmundsson og Árni Johnsen báðir greinar um þessar malbikunarfram- kvæmdir. Þær eiga það báðar sameiginlegt, að lítið afsann- leika er þar að íinna. Fólk, sem vill fylgjast eitthvað með því hvað er verið að gera í okkar bæjarfélagi, hlýtur að ílnnast það furðulegt, svo ekki sé notuð stærri orð, að á sama tíma og Arnar og Árni fullyrða að fé til framkvæmda sé fyrir hendi, þá þurfi samþykki þingmanna Fram- sóknarílokksins, til að hægt sé að klára malbikun Dala- vegar (leiðin uppá ílugföll). Málflutningur þeirra Árna og Arnars hrynur eins og spilaborg, það stendur ekki steinn yíir steini. Það sjá allir, sem vilja sjá, að fjármögnun þessara malbikunarfram- kvæmda, var ekki fyrir hendi. Sjálfstæðismenn voru ekki búnir að ganga frá trygg- ingum á greiðslum. Þeir voru af’tur á móti búnir að setja bæjarfélagið í stórhættu. Maður spyr sjálfan sig, hvað hefði gerst, ef minnihluti bæjarstjórnar hefði ekki ósk- að eftir aukafundi í bæjar- stjórn, til að ræða þessi mál og þá fyrirætlan Sjálfstæðis- manna, að taka 8 milljón króna lán, vegna framkvæmd anna, sem ríkið á að greiða. Á sama tíma er yfirdráttur á hlaupareikningi bæjarins 10 milljónir króna. Það var stórhætta á ferðinni. Fyrir- hyggjuleysi Sjálfstæðismanna er ótrúlegt. Greiðslugeta bæj- arins hefði að öllum lík- indum stöðvast nú hefðu þingmenn Framsóknarflokks ins þeir Þórarinn Sigurjóns- son og Jón Helgason ekki unnið að lausn þessa máls. Þeir gengu í málið og ein- ungis vegna þeirra stuðn- ings, hefur nú verið tryggðar greiðslur vegna þessara mal- bikunarframkvæmda. Þáttur þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins í þessu máli er svo hörmulegur, að hefði þeirra leiðum verið fylgt, hefði bæjarsjóður stórskaðast og greiðslugeta hans hefði að líkindum stöðvast, eins og áður segir. 1 grein, sem Arnar Sigur- mundsson, formaður bæjar- ráðs, skrifaði í Fylki í síðustu viku, heldur hann því fram, að búið hafði verið að ganga frá öllum hnútum er varða framkvæmdir og fjármögnun þjóðbrauta hér. Þetta er al- rangt. Enda sannaðist það, er við fulltrúar minnihluta bæj- arstjórnar óskuðum eftir að hann og þeir Sjálfstæðismenn leggðu fram gögn og samn- inga, sem hann fullyrðir að séu til. Þegar sá fundur var haldinn og við fulltrúar minnihlutans biðum spenntir eftir að sjá þá samninga, sem Arnar fullyrðir að séu til, þá sannaðist það, sem við reynd- ar vissum, að engir samn- ingar né tryggingar fyrir greiðslum vegna malbikunar- framkvæmda fyrir ríkið eru til. I stað þess að standa við sínar fullyrðingar, þá las Arnar Sigurmundsson upp- hátt úr Alþýðublaðinu, rétt eins og honum fyndist það eitthvað koma málinu við. Bæjarbúar hafa væntan- lega tekið eftir því er Fréttir slógu upp á forsíðu, að Sigurður Jónsson, Árni John- sen og Viðar Aðalsteinsson, hefðu farið suður til Reykja- víkur og náð þar í nokkrar milljónir, til að hægt hafi verið að halda malbikun áfram. Það er satt, að suður „Auðvitað stefnum við að því að lánshlutfallið verði hærra, við höfum það sem markmið að hægt verði að lána 80% af byggingakostnaði. En það verður að hafa það í huga, að þegar mest var rætt um 50% staðalíbúðir, þá var eingöngu rætt um lán til þeirra, sem var orðið ljóst, að vandi þeirra sem voru ekki í þeirri stöðu, var svo mikill, að nauðsyn bar til þess, að veita þeim einnig aukin lán, þá lá það að sjálfsögðu ljóst fyrir um leið, að minna kæmi í hlut hvers um sig. Eg vil hinsvegar undirstrika að þessi áfangi, sem við náum núna 1. janúar n.k. gerir það að verkum, að við getum lánað 50% af byggingakostnaði miðað við vísitöluíbúð“. Ljóst er að með þessum ráðstöfunum er gert mikið átak til að bœta stöðu húsbyggjenda og þar verulega bœtt fyrir vanrækslu þeirra mála síðustu árin. fóru þeir á kostnað bæjarins og sjálfsagt hafa þeir rætt við marga í þeirri ferð, en enga peninga komu þeir með til baka. Þetta sannar sig sjálft, éinfaldlega vegna þess, að ef þeir hefðu tryggt fé til framkvæmdanna þá, heíði aldrei þurft yfirlýsingu frá þingmönnum Framsóknar- flokksins um að þeir skuli beita sér fyrir lausn á fjár- mögnun malbikunarfram- kvæmdanna. I kjallaragrein, sem Árni Johnsen skrifar í Fréttir í síðustu viku, kemur greini- lega fram hjá honum, að ekki var búið að tryggja greiðslur vegna framkvæmdanna. Greinin er að öðru leyti uppbyggð af orðum, sem við erum orðin vön frá honum, nema að nú virðist þing- maðurinn hafa gleymt að setja ,,hrygg“ í málið og er honum vinsamlega bent á að gleyma ekki aftur að setja „hrygginn“ í. Lokaorð 1. Ákvörðun um að ílýta verkþætti ríkisins var póli- tísk ákvörðun núverandi meirihluta. Hinsvegar var þessi ákvörðun aldrei tekin fyrir í bæjarstjórn og fer því algerlega í bága við bæjar- málasamþykkt Vestmanna- eyjabæjar. 2. Ég hef bent á, að eðli- legur framgangsmáti þessa máls hefði átti að vera: Formleg afgreiðsla í bæjar- stjórn um að heíja þetta verk. Eftir að hún liggur fyrir, var næsta mál að gera bindandi samning um framkvæmdina milli ríkisins ( vegagerðar- innar) og bæjarstjórnar. Sá samningur hefði átt að stað- festast i bæjarstjórn. I samn- ingnum hefði komið greini- lega fram, hvernig skyldi unnið og svo að sjálfsögðu,' hvernig staðið skyldi að greiðslum eftir því hvernig verkinu miðaði áfram. Fram hjá þessu grundvallaratriði gekk meirihluti sjálfstæðis- manna. Þeir hófu fram- kvæmdina án þess að trygg- ingar lægju fyrir um greiðsl- ur, endaenginnsamningurtil eins og margsinnis hefur verið bent á. 3. Samþykkt bæjarráðs um að taka 8 milljón króna lán til framkvæmda fyrir ríkið á sama tíma og yfirdráttur á hlaupareikningi bæjarins er 10 milljónir, er slíkt háska- spor, að greiðslugeta bæjar- sjóðs var stefnt ístórhættu. Ég hvet velviljaða Sjálfstæðis- menn, til að leggja sitt að mörkum til að þeir er fara' með stjórn bæjarins komi ekki bæjarsjóði hreinlega á höfuð- ið, sem þeir eru því miður langt komnir með. 4. Yfirlýsing sú, er þing- menn Framsóknarflokksins rita undir ásamt öðrum þing- mönnum kjördæmisins barg- ar bæjarsjóði í þetta skiptið. 5. Það eru þingmenn Éram sóknarflokksins þeir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helga- son, sem hafa skorið nú- verandi meirihluta bæjar- stjórnar úr þeirri snöru, sem meirihlutinn kom sjálfum sér í.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.