Framsóknarblaðið - 28.01.1985, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 28.01.1985, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Cl''.*,FAVDI m:amsoks.\rf£lag \ ESTMA.SN/nEVJA )p[AR 7 § MALGA'JN FI.AMS'/KN AK OG fMÆ / >am\ in.m*manna i /C/\y V ESTMANNAE'I . ■■ y. Ábyrgðarmaöur: Guðmundur Búason Ritnefnd: Andrés Sigmundsson — Sigurgeir Kristjánsson Jón Eyjólfsson — Ingveldur Gísladóttir Ar æskunnar Hvers er að vænta? Þetta ár sem nú er ný hafið ber að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna titilinn ár æskunnar. Ymislegt hefur verið rætt um hvað gera ætti í tilefni ársins og ýmsar hugmyndir á sveimi um hvað hægt væri að gera fyrir æskuna. En enn sem komið er hefur þó lítið heyrst frá þeim sem þetta ár er tileinkað, en stendur vonandi til bóta. Það verður þó að vera Ijóst að eldri kynslóðin verður að hlusta á það scm unga fólkið hefur til málanna að leggja annars er hætta á að lítið verði úr árinu. Það getur enginn ætlast til þess að ungt, framtakssamt fólk sitji hjá meðan eldra fólk ráðskast með það og segir þeim hvað því sé fyrir bestu. Bestur árangur næst með því að ræða saman, þannig munu kynslóð- irnar sameinast um verkefnið. Ekki ætla ég að tíunda allt sem hægt og nauösynlegt væri að gera, en stórátaks er þörf, þó skal á það bent að hér í Eyjum er stórt og myndarlegt félags- heimili sem hægt væri að nýta til ólíklegustu hluta í þágu æskunnar. Hér á landi höfum við fjöl- mörg íþróttafélög sem stuðla að miklu félagsstarfi fyrir ungt sem eldra fólk, þótt oft séu þau í fjársvelti. Þar er verðugt verk- efni fyrir bæjar og stjórnvöld. Öflugt æskulýðsstarf marg borgar sig fyrir þjóðina alla, með heilbrigðu ungu fólki sem leggur fram sinn skerf til þjóð- arinnar. I hinum tfokna heimi stjórn- málanna hefur að virðist oft gleymst hver erfa skuli land og taka við af þeim sem nú sitja við völd. Þetta veldur oft áhuga- leysi á stjórnmálum hjá ungu fólki, sem leiðir svo til van- þekkingar á landsmálum og stefnum stjórnmálaflokkanna. Þótt vilji sé fyrir hendi hjá stjórnmálamönnum til að fá ungt fólk til starfa í pólitík þá þarf meira til en orðin ein. Það þarf að hlusta á hvað þau hafa að segja. Ef það verður gert er ekki að efast að margt áhuga- vert mun koma í ljós sem jafnvel mun stuðla að þeirri þjóðareiningu sem svo mikið er talað um í dag. Kjörorö ungs fólks á ári æsk- unnar ætti að vera: Ungt fólk til ábyrgðar! Stefán Þorvaldsson Aðalfundur FUF Félag ungra framsóknarmanna heldur aðalfund sinn, föstudaginn 1. febrúar, í nýja félagsheimilinu Kirkjuvegi 19. Hefst fundurinn kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf Finnur Ingólfsson formaður SUF og Jón Kr, Kristinsson, framkv.stj. SUF mæta á fundinn með fríðu föruneyti. Stjórnin Saga Framsóknarflokksins IV. hluti Eins og fyrr er getið naut Framsóknartlokkurinn hlut- leýsis Alþýðutlokksins við stjórnarmyndunina 1927. Stjórnin varð athafnasöm svo mjög aö hvarvetna gilti í fram- sókn atvinnuveganna sem mennta- og samgöngumálum. En Alþýðuflokkurinn hætti stuðningi við stjórn Tryggva Þórhallssonar þegar seig á seinni hluta þingsins 1931. Hafði þá Alþýðuflokkurinn tekið höndum saman við Sjálf- stæðisflokkinn um að breyta stjórnarskrá og kosningalögum á þann veg sem gagnstætt var stefnu framsóknarmanna. Vantrausttillaga sjálf- stæðismanna var tekin fyrir í sameinuðu þingi 14. apríl og var vitað að hún yrði samþykkt með atkvæðum flokkanna tveggja. En í byrjun þingfundar þar sem ræða skyldi vantraustið kvaddi forsætisráðherrann, Tryggvi Þórhallsson, sér hljóðs utan dagskrár og rauf Alþingi í umboði konungs og efndi til nýrra kosninga 12. júní. Aðeins þingmenn Fram- sóknarflokksins vissu um þing- rofið fyrir fram, svo fyrir aðra kom það sem þruma úr heið- skýru lofti. Enda kom það í Ijós þegar Tryggvi var búin að lýsa því yfir í sameinuðu þingi að Alþingi væri rofið að þessu bjuggust þingmenn ekki við og þá hafði það nokkur áhrif að það var í fyrsta skipti útvarpað stjórnmálaumræðum, en ríkis- útvarpið hafði tekið til starfa á jólunum áður. Þó svo að farið hefði verið að lögum varðandi þingrofið, varð uppi hið mesta uppþot og vikan sem í hönd fór vika uppþota og óláta. Stjórnarandstæðingar urðu ævareiðir og hótuðu öllu illu ef þinghaldi yrði ekki framhaldið, en svo fór nú ekki, kosningar skyldu fara fram. Kosningabaráttan snérist nær eingöngu um kjördæma- málið og urðu oft hatrammar deilur á milli flokkanna um kjördæmaskipunina. Úrslit kosninganna urðu sem hér segir: Framsóknarllokkur 23 þingmenn, Sjálfstæðis- tlokkur 15 þingmenn, Alþýöu- flokkur 4 þingmenn. Þetta nægði til að tryggja Framsóknarflokknum meiri- hluta í sameinuðu þingi og í neðri deild, en ekki í efri deild þar sem hann hafði 7 þingmenn af 14. Andstæðingar hans höfðu því stöðvunarvald þar. Tryggva var þá falið að mynda stjórn framsóknarmanna og fékk hann með sér þá Jónas Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson. Þessi ríkisstjórn Framsókn- arflokksins fékk stuttan starfs- tíma og kreppan og kjördæma- málið tóku mestan starfstíma hennar. Af merkum lögum sem sett voru í stjórnartíð hennar, má helst nefna lögin um byggingar- samvinnufélög, tóbaksendur- salan endurreist og samþykkt frumvarp um byggingarmál Háskóla íslands. Þegar Ijóst var orðið, að ekki myndi nást samkomulag í þinginu um kjördæmaskipun- ina, lýstu forystumenn stjórn- arandstöðuflokkanna því yfir, að þeir myndu beita neitunar- valdi til að stöðva öll tekju- öílunarfrumvörp stjórnarinnar og hindra með því afgreiðslu fjárlaganna, ef kjördæmamálið fengist ekki leyst. Innan Framsóknarflokksins voru skiptar skoðanir um hvernig ætti að mæta þessu. Sumir vildu láta reyna á þetta, en aðrir hins vegar freista að ná samkomulagi þar sem ólíklegt væri að kosningar skiptu sköp- um þar sem flokkurinn þurfti fimm þingsæti til viðbótar til að ná meirihluta í báðum deildum þingsins. En skyndilega veiktist Tryggvi alvarlega sem hafði af- gerandi áhrif á gang mála, hann óskaði að verða leystur frá störfum vegna veikinda og lagði jafnframt fram þá tillögu að Ásgeir Ásgeirsson myndi leiða næstu stjórn sem var sam- þykkt í þingflokknum. Ásgeir hófst þá strax handa um myndun ríkisstjórnar, en þar sem Alþýðuflokkurinn var ófáanlegur og flokksstjórn fyrir fram dauðadæmd var Sjálf- stæðisflokkurinn cini kostur- inn. Af hálfu sjálfstæðismanna átti Magnús Guðmundsson sæti í stjórninni og þeir Ásgeir og Þorsteinn Briem af hálfu fram- sóknarmanna. Þessi ríkisstjórn þurfti við ramman reip að draga þar sem kreppan var skollin á og flest lönd kominn með háa verndar- tolla og gjaldeyrishöft sem var þess valdandi að afurðir íslend- inga seldust illa sem ekki. Ríkisstjórnin hefti fljótlega innflutning á ýmsum ónauð- synjum með inntlutningshöft- um og jafnframt kapp lagt á samdrátt opinberra fram- kvæmda. Árið 1932 varsamfellt mikið atvinnuleysisár og þrengingar á hverju heimili. Þetta skánaði þó nokkuð er leið á næsta ár, en kreppan var þó rétt að hefja innreið sína inn í landið. Fram- undan biðu stórauknir erfið- leikar, eða hrun besta fisk- markaðarins vegna Spánar- stríðsins og mesta aflaleysi í sögu íslands á þessari öld. Stefán Þorvaldsson VESTMANNAEYJABÆR Barnaverndarmál Samþykkt bæjarstjórnar Vestmanna- eyja um að félagsmálaráð fari með barna- verndunarmál öðlist gildi að loknum næstu bæjarstjórnarkosningum sbr. auglýsingu Félags- málaráðunevtisins 12. desember 1984. Barnaverndarnefnd fer því með forræðismál o.fl. til þess tíma, skv. samþykktri verkaskiptingu milli iélagsmálaráðs og barnaverndarnefndar. —Bæjarstjóri. VESTMANNAEYJABÆR Frá innheimtunni Peir gjaldendur Vestmannaeyja- bæjar, sem fengið hafa útsvarsyfirlit fyrir árið 1984 ásamt fyrirframgreiðslu 1985 og telja fyrir- framgreiðslu óraunhæfa vegna tekjurýrnunar milli áranna 1983 og 1984, er bent á að hafa samband við Skattstofuna í Vestmannaeyjum við skil á framtali sínu vegna tekjuársins 1984. Skatt- stofan gerir þá viðeigandi breytingar á álagðri fyrirframgreiðslu. Kynnið ykkur inníánsreikninga með ábót ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS — VESTMANNAEYJUM

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.