Framsóknarblaðið - 28.01.1985, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 28.01.1985, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Að mestu úrNT: Barist á Gauknum Framhald af 1. síðu töldu þá ekkert betri í frjáls- hyggjunni en Hannes Hólm- stein. Þeir vildu gefa allt frjálst og spurt var hvort flokkurinn vildi gefa frjálst vændi eins og Hannes. Því var skjótt svaraö utanúr sal að enginn markaöur væri fyrir slíkt hér. Það væri gratís. Mjög var Kvennafram- boöið gagnrýnt fyrir það að reyna að láta fólk halda að þær væru eitthvað betri en aðrir á þingi og kallaði Guörún Helgadóttir flokkinn, floKk hinna hreinu meyja, sem allir ættu aö halda aö væru hreinar, fínar og sléttar. Eiður taldi Kvennaframboðið ekkert betri flokk en aðra og rakti ýmis dæmi því til staðfestingar. Hverjir hafa völdin? Haraldur Ólafsson kvaðst ætla að flytja tillögu á þingi um Unnið að gerð fjárhagsáætlunar Nú er unnið að gerð fjár- hagsáætlunar og samkvæmt fyrirliggjandi gögnum sem meirihluti í bæjarráði sam- þykkti er gert ráð fyrir að hita- veitan hækki um 20% á árinu. Nú eins og reyndar oft áður að nefnd yrði skipuö til þess aö kanna þaö hverjir hefðu völdin í þjóðfélaginu. Guörún Helga- dóttir var snögg upp á lagið og sagði að það þýddi nú ekki mikið að formaður þeirrar nefndar yrði án efa skipaöur Jóhannes Nordal. Þannig gengu umræður fyrir sig í lokin, allir frekar léttir á bárunni, en í huga undirritaðs bera þessar umræður því fyrst og fremst vitni að allan hug- myndafræðilegan grundvöll vantar í stjórnmálaumræðuna og enginn llokkanna er í stakk búinn til að setja fram ákveðna mynd af því þjóðfélagi sem að er stefnt, þannig að sæmileg eining sé um það í hans flokki. Oftar en einu sinni kom það t'ram í umræðunum að ekki væri ágreiningur um markmið (!) heldur leiðir. Helst ræddu menn möguleg skýtur þetta nokkuð skökku við þegar að loforðalista nú- verandi meirihluta bæjar- stjórnar fyrir síðustu kosningar er skoðaður. Allir sjá það reyndar og viðurkenna að fals- borg sú er þeir reistu fyrir síðustu kosningar er hrunin til grunna. Loforð sem gefin voru hafa veriö svikin. stjórnarslit, en landsfundur Sjálfstæðisflokksins í apríl gefur slíku tali óneitanlega undir fótinn. Það eru kjark- lausar skýringar hjá Friðrik og Þorsteini að landsfundinum sé einfaldlega flýtt til þess að halda í heiðri gamalli hefð í flokknum. (I tvö síðustu skipti hefur hann verið haldinn að hausti). Til hvers komust þessir ungu menn í forystu flokksins? Til þess að grafa upp gamlar hefðir? Hver trúir því og von- andi er það ekki satt. Auðvitað er blásið til landsfundar eins fljótt og hægt er til þess að gera upp valdahlutföllin í flokknum, gera upp við gamla ráðherra- gengið og auðvitað mun hin unga forysta flokksins hella sér út í kosningar viö fyrsta tæki- færi til þess einfaldlega að festa sig í sessi. Það hlýtur hins vegar að vera framsóknarmönnum umhugs- unarefni hvort leyfa eigi Sjálf- stæðistlokknum að draga lapp- irnar í stjórnarsamstarfinu fram yfir landsfund. Baldur Kristjánsson. Framfærsluvísitala meirihlutans Eins og flestir muna var það stefna sjálfstæðismanna að hækkun á hitaveitunni yrði aldrei meiri en hækkun á fram- færsluvísitölunni. Ekki var nú staðið við það frekar en svo margt annað. í dag er fram- færsluvísitala ekki í sambandi frekar en allt árið í fyrra, en samt sem áður hafa verið lát- lausar hækkanir á heita vatn- inu. Þetta er sjálfsagt kallað að standa við stefnu sína 212% hækkun og enn á að gera betur Frá því að meirihlutinn tók við hafa þeir verið drjúgir við hækkanir á hitaveitunni og hækkað hana um hvorki meira né minna en um 212% og nú á að gera betur með enn frekari hækkunum á þessu ári. Ef að áform meirihlutans ná fram að ganga verður tonnið af heita vatninu komið nálægt 50 krónum. Til gamans má bæta við að tonnið var kr. 12,75 þegar að núverandi meirihluti settist að völdum í Eyjum. Leiðrétting á töxtum veitunnar Á síðasta ári llutti ég tillögu í bæjarstjórn, þar sem gert var ráð fyrir að kannað yrði hvort um verulegan mun væri að ræða á heita vatninu til not- enda. Það er hald manna að svo sé á hita vatns við inntak. Enn hefur ekki komið nein niður- staða í þessari könnun sem Fjarhitun er að vinna. Ljóst er að ef könnun þessi leiðir í ljós að verulegur munur sé á hita vatns til notenda þá ber skil- yrðislaust að leiðrétta taxta veitunnar þannig að allir sitji við sama borð. Að sá sem fær inn til sín kaldasta vatnið skuli þurfa að nota mest og þar af leiðandi greiða hæsta verð fyrir er slík endaleysa að ekki nær nokkru tali. Áður en að bæjar- stjórn tekur á enn frekari hækkunum á hitaveitunni er lágmark að niðurstöður úr könnuninni liggi fyrir. —A. Eigendur spariskírteina ríkissjóðs Sparisjóður Vestmannaeyja niun aðstoða fólk við að innleysa spariskírteini ríkissjóðs. Þeir tlokkar, sem innleysast næstu 4 mánuði eru: 972 i. ílokkur 25. janúar 1985 973 2. flokkur 25. janúar 1985 975 1. llokkur 10. janúar 1985 975 2. flokkur 25. janúar 1985 976 1. flokkur 10. mars 1 985 976 2. tlokkur 25. janúar 1985 977 1. flokkur 25. mars 1 985 978 1. flokkur 25. mars 1 985 979 1. tlokkur 25. febrúar 1985 980 1. tlokkur 15. apríl 1 985 Athugið: Eigendur bréfanna geta komið með þau strax og við munum geyma þau, þar til að innlausn kemur. rTTTry II11111 SPARISJOÐUR VESTMANNAEYJA l™2|J Hækkun á hita- veitunni yfirvofandi Hugmyndir uppi um 20% hækkun á hitaveitunni ^allharð^ skeltinus SÆL OG BLESSUÐ MÍN KÆRU. ÞÁ ER MAÐUR KOMINN Á STJÁ EFTIR NOKKUÐ HLÉ, ÞYKIR NÚ VÍST MÖRGUM MÁL TIL KOMIÐ AÐ LÁTA FRÁ SÉR HEYRA ÞVÍ AF MÖRGU ER AÐ TAKA NÚ SEM ÆVINLEGA. ÞAÐ ER NÚ ORÐIÐ LJÓST AÐ MENN HAGA SÉR AÐ EIGIN GEÐÞÓTTA MEÐ FRAMKVÆMDIR ALLS KONAR HÉR í BÆNUM UNDIR STJÓRN TÓLFFÆTLUNNAR. VEGGUR YFIR GÖTU. BÍL- SKÚRAR HIST OG HER, ÁN LEYFIS OG ÓLÖG- LEGA, SEM SKAPAR MIKLA VINNU í FÉLAGS- MÁLARÁÐUNEYTINU. ÞAÐ NÝJASTA ER AÐ LAGÐUR ER VEGUR UPP í HRAFNAKLETTA OG SAMÞ. BÆJARSTJÓRNARINNAR KEMUR BARA EFTIR Á. ÞÁ SPYR MAÐUR: ER ÞAÐ RÉTT AÐ TAKA EIGI TORF ÚR HEIMA- KLETTI TIL AÐ TYRFA HRAFNAKLETTA AÐ „INNAN“? ER ÞAÐ RÉTT AÐ KOMA EIGI FYRIR STYTTU AF TYRKJA-GUDDU ÞAR? NÝLEGA VAR SAMÞ. í BÆJARSTJÓRN AÐ FÆRA SKRIFSTOFUSTJÓRANUM (RITSTJÓRAN- UM í RÁÐHÚSINU) NÝÁRSGJÖF FRÁ SAMHERJ- UM HANS, MEÐ ÞVÍ AÐ FJÖLGA HJÁ HONUM FÖSTUM YFIRVINNUTÍMUM ÚR 35 TÍMUM í 43 TÍMA Á MÁNUÐI. RÉTT ER AÐ TAKA FRAM AÐ FULLTRÚAR FRAMSÓKNAR OG ALÞÝÐU- BANDALAGS GREIDDU ATKVÆÐI Á MÓTI ÞESSARI NÝÁRSGJÖF. RITSTJÓRINN í RÁÐHÚSINU TALAÐI MANNA HARÐAST Á MÓTI RÍKISSTJÓRNINNI Á FUNDI BÆJARSTJÓRNARINNAR FYRIR SKÖMMU OG MÁTTI Á MÁLFLUTNINGI HANS SKILJA AÐ ÞAÐ VITLAUSASTA AF ÖLLU ÞVÍ VITLAUSA VÆRI AÐ REYNA AÐ KOMA LITLA STEINA, LEIFTUR- SÓKNARSKÆRULIÐA ÍHALDSINS, INN í RÍKIS- STJÓRNINA. HAFT ER EFTIR EINUM AF FYRRVERANDl FLOKKSMEÐLIMI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, í SAMBANDI VIÐ ÞETTA, AÐ ÞEGAR RITSTJÓRINN í RÁÐHÚSINU, KOM UPP Á YFIRBORÐIÐ EINS ÓG GAMALL ÞÝSKUR KAFBÁTUR FYRRI STRÍÐS- ÁRANNA, ÞÁ HAFI MAÐURINN BARA REYNST ÓMENGAÐUR KOMMADINDILL. ALDREI í SÖGU BÆJARINS HAFA ÚTISTAND- ANDI SKULDIR VIÐ BÆJARSJÓÐ VERIÐ JAFN HRIKALEGAR OG NÚ, EÐA SAMTALS 24 MILLJ- ÓNIR UM SÍÐUSTU ÁRAMÓT. FORSETI BÆJAR- STJÓRNARINNAR (RITSTJÓRINN í RÁÐHÚSINU) ORÐAÐI ÞETTA VIST LÍTILSHÁTTAR OG TELJA KUNNUGIR AÐ ÁHYGGJUR HANS STAFI AÐAL- LEGA AF ÞVÍ, AÐ HANN TELJI NOKKRA HÆTTU Á ÞVI AÐ HANN FÁI EKKl YFIRVINNUNA SÍNA GREIDDA. FLESTIR AF BÆJARBÚUM HAFA HINS VEGAR ÞÆR HUGMYNDIR UM HLUTVERK RITSTJÓRANS. AÐ ÞAÐ SÉ MEÐAL ANNARS ÞAÐ. AÐ SJÁ UM AÐ INNHEIMTA BÆJARSJÓÐS SÉ í LAGI. ER ÞAÐ SATT SEM HEYRST HEFUR AÐ FOR- MAÐUR BÆJARRÁÐS, SEM HEFUR TÓLFFÓT- UNGINN í TAUMI, HAFI KOMIÐ í VEG FYRIR AÐ GREININ UM NÝJAN BANKA, SEM KOM FRÁ EINUM AF FULLTRÚUM TÓLFFÓTUNGSINS, GÆTI BIRST í MÁLGAGNI ÍHALDSINS, FYLKI, SEM OLLI ÞVf AÐ GREININ VAR BIRT f EINA ÓHÁÐA FRÉTTABLAÐINU, DAGSKRÁ í VEST- MANNAEYJUM. EN EINS OG ALLIR VITA ER VIKUBLAÐIÐ „FRÉTTIR" í EIGU FORMANNS BÆJARRÁÐS OG RITSTJÓRANS í RÁÐHÚSINU. — AMEN.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.