Framsóknarblaðið - 28.01.1985, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 28.01.1985, Blaðsíða 1
MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA 1 VESTMANNAEYJUM 1. tölublað 44. árgangur Vestmannaeyjum, 28.janúar 1985 ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA VIRÐING BÆJARSTJÓRNAR Meöal fyrirheita núverandi bæjarstjórnarmeirihluta var aö stórauka virðingu bæjarstjórn- ar hér í Vestmannaeyjum. beir sögöust ætla að stjórna sjálfir og breyta til hins betra. Þeir lofuðu að létta álögum á bæjar- búum og hneyksluðust á verði heita vatnsins. Þeir lofuðu líka að spara á öllum sviðum bæjar- rekstursins, þannig að vaxandi fjármagn kæmi til fram- kvæmda, þar með skyldu þeir ljúka við að malbika gatnakerfi bæjarins á kjörtímabilinu. Og átthagaástin Ijómaði eins og morgunroði á vordegi, það átti að græða upp fjöllin og gera Vestmannaeyjar að nýju og betra Gósenlandi þar sem smjör drypi af hverju strái. Málflutningur núverandi meirihluta var fyrir kosning- arnar einbeittur og hiklaus, enda varð þeim, sem að honum stóðu að ósk sinni, þeir unnu kosningarnar, og fengu það sem þeir kölluðu samhentan og sterkan meirihluta í bæjar- stjórninni, sex bæjarfulltrúa. Orð skulu standa Nú um áramótin, þegar fer að síga á kjörtímabilið, er nokkur reynsla komin til sög- unnar. Því verður þess vart, að bæjarbúar eru farnir að bera saman framvindu bæjarmál- anna við fyrirheitin fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar. Bæjarfélagið hefur mikil við- skipti við bæjarbúa, og þar gildir sú almenna regla, ætli menn að halda trausti, að standa við orð sín. Nú er þess skemmst að minnast, að á árinu sem var að kveðja, voru Vest- mannaeyingar krafðir um þau hæstu útsvör, sem um var að ræða hérlendis, eða alveg í toppnum á því sem lög leyfa. Heita vatnið hafa sömu hækkað um hátt í 200%, svo allir finna fyrir því, að þeim varð hált á hneykslunarhell- unni. Þannig eru nú efndirnar á loforðunum um stórlækkaðar álögur á bæjarbúa. Og vissu- lega örlar nú víða á vonbrigð- um og sársauka hjá því fólki, sem í síðustu bæjarstjórnar- kosningum kaus Sjálfstæðis- flokkinn í þeirri trú, að meira fé vrði eftir í buddunni. Og slíkt framferði, að lofa stórlækkuð- um álögum, en standa ekki við það, nema síður væri, erekki til að auka hróður bæjarstjórnar. Spurningarmerki Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar kom það skýrt fram, að höfuðbaráttumál sjálfstæðis- manna var að „hreinsa” til í Ráðhúsinu. Þar var fyrst og fremst um að ræða bæjarstjóra og skrifstofustjóra þó fleiri væru nefndir. Þeir voru kallaðir Ráðhúskarlar, og taldir óhaf- andi. Og það mega þeir eiga, sjálfstæðisfulltrúarnir í bæjar- stjórn Vestmannaeyja, að þetta kosningafyrirheit stóðu þeir við. Sem varúðarráðstöfun var forseti bæjarstjórnar settur inn á bæjarskrifstofurnar til að fylgjast með Páli þessa daga, sem hann átti eftir að gegna bæjarstjórastarfinu. Þar að auki kom það fram, að bæjar- stjórnarmeirihlutinn vildi ekki nvta starfskrafta Páls til annarra verka, sem hann var bundinn við bæjarfélagið. Hvernig hægt er að koma þessu athæfi heima og saman við samsæti og heiðursgjöf. sem sömu menn veittu honum í þakklætisskyni fvrir vel unnin störf fyrir bæjarfélagið er spurningarmerki. Sigurður ætlaði sér sætið hans Páls Sigurður Jónsson krafðist þess að verða bæjarstjóri, en þá strax kom brestur í samfrost hins sterka meirihluta, svo hann fékk ekki sætið. Það var ráðinn efnismaður með góða menntun í bæjarstjórasætið. En böggull fylgdi skammrifi, Sig- urður Jónsson komst inn á bæjarskrifstofurnar, með held- ur betur starfslýsingu, sem beinlínis er gerð til að skerða svið bæjarstjórans. Þar með var verið að staðfesta marggefnar yfirlýsingar um að þeir „ætluðu að stjórna sjálfir". Nú er bæjar- félagiö að verulegu leyti eins og Framhald á 3. síðu Sjálfumglaðir sjálfstæðismenn AII undarlegur málflutning- ur hefur verið viðhafður af full- trúum sjálfstæðismanna á síðum Fylkis nýlega. Ber þar að sjálfsögðu hæst talsmann meiri- hlutans í bæjarstjórn. Enda- laust tal um eigið ágæti og á hve frábæran hátt núverandi meiri- hluti hafi stjórnað bænum og síðast en ekki síst, hve ótrúleg afrek þeir hafi unnið við aö lækka álögur á íbúa í þessum bæ. Lítið fer fyrir tali um hitaveitu- hækkanir Aftur á móti hef ég hvergi rekist á sjálfumglaðar frásögur af lækkunum á hitaveitunni. í þeim málaflokki hafa sjálf- stæðismenn hljótt um sig og undrar mig ekki á því. Rafveitan Það hlýtur að vera hverjum bæjarfulltrúa ánægjulegt að geta tekið þátt í að heildsölu- verðshækkanir á rafmagni komi ekki að fullu til kaupenda hér, eins og reyndin var á fyrir skömmu síöan. Allt aðrir menn gerðu þær ráðstafanir og tóku þær ákvarðanir sem þurftu á viðkvæmum tíma eftir gos, ákvarðanir sem hafa dugað og þeim var fvlgt eftir. Það kemur nú í hlut þeirra nýsestu að taka viö svo góðu. Það er bara að hafa þetta á hreinu. Útsvarið Skollaleikur sem settur er á svið nú út af útsvarsprósent- unni er slíkur að ekki er hægt annað en benda á nokkur atriði. þannig að heiðarlegt fólk geti sæmilega áttað sig á hvers lags apa- og slönguleikur er hér á ferðinni. A síðasta ári var hæst leyfi- lega útsvarsálagning 11%. Á síðasta ári nýttu sjálfstæðis- menn sér að leggja á hæsta leyfilega útsvar hér eða 1 1%. Nokkur önnur sveitarfélög sem við höfum gjarnan borið okkur saman við voru í fvrra með lægri álagningu. frá 10.5% upp í 10,8%, en svo voru önnur sem lögöu á með fullum þunga eða I f%. Allflest sveitartelög eru og Að mestu úr NT: Barist á Gauknum Eiður Guðnason var nokkuö skemmtilegur á opnum fundi sem haldinn var á ölstofunni Gauk á Stöng nýlega. Það er ágætis nvmæli hjá þeim sem eiga Gaukinn að halda svona fundi á sunnudögum því að fátt er betra í mátulegri þynnku en að hlýða á væg skemmtiatriði. Fyrir utan það að stjórnmála- menn eru jafnvel skemmtilegri á slíkum stundum en öðrum. Eiður gerði laun þingmánna m.a. að umtalsefni og sagði þá drjúga að ná sér í aukatekjur. t.d. hefði einn þingmaður komið fram í stöhvarpinu fyrir skömmu og auglýst eitthvert vöðvastyrkjandi efni. Það hefði revndar verið sá þingmaður sem minnst þyrfti á slíkri styrk- ingu að halda skv. reynslunni. (Innskot Árni Johnsen). Að auki auglýsti hann vöru sem sem væri í harðri samkeppni við lýsisframleiðendur í Eyjum. Eiður benti á að formaður Sjálfstæðisflokksins gæti t.d. auglýst stóla með góðum ár- angri og þriðji þingmaður flokksins á Suðurlandi Eggert á Bergþórshvoli hlvti að vera kjörinn í það að auglýsa slökkvitæki (var þá hvíslað í salnum að sá maður gæti vænt- anlega einnig auglýst hross). Á fundinum kom fram gagn- rvni frá Kvennaframboðinu á Bandalag jafnaðarmanna. Þær Framhald á 4. síðu 413941 i ‘,t i' m ;; b hafa verið að lækka álagning- una á þessu ári, og er það eðlileg þróun því hagur sveitar- félaga batnaði verulega á síð- asta ári, þó því miður hafi ekki miðað nógu vel hér. Ihaldinu í óhag Þar sem fyrrnefndur tals- maður meirihlutans hefur gaman af því að rugla með tölur, er rétt að benda honum á ákveðna staðreynd: í tíð fyrr- verandi meirihluta var hæsta leyfilega útsvarsálagning 12,1 % en ekki var lagt á nema 11.55% sem eru 94,5% af þá- verandi hæstu útsvarsprósentu. Nú aítur á móti. þrátt fyrir allt sjálfshólið, lögðu sjálfstæðis- menn útsvar á í fvrra með fullum leyfilegum þunga, eða 100%. Hærra er ekki hægt að komast. í ár aftur á móti lækkar álagningin örlítið og fer í 10,8% sem er 98,18% af hæstu leyfilegri álagningu. 95,45% í tíð vinstri manna en 98,18% nú. Það þarf ekkert að ræða þetta meir. Fasteignagjöldin Fátt hefur glatt þá sjálf- stæðismenn eins og fasteigna- gjöldin. Rróðlegt er að bera saman í forsendum tjárhags- áætlunar fyrir árið í fyrra hækkanir á fasteignagjöldum og launum. Það er best að klippa það bara beint út svo allir geti séð. Hér á oftir fyltjir greinargerð vegna gerðar fjárhagsáætlunar 1984. Verða hér á eftir raktar helstu 'forsendur og gerð grein fyrir ákveðnuin iióum. Re’knað er með _15i hækkun á laun frá niðurstöðu ársins 1983. Reiknað er með 25% hækkun á rekstrarliðum milli ára. Fasteignagjöld hækka um 47%. Launatengd gjöld eru 12,5% af launum. Að öðru leyti verður fjallað um forsendur fyrir hvorum lið innan málaflokksins. Þannig var það nú í pottinn búið Enn frekari lækkanir í blöðum sjálfstæðismanna er miklu plássi eytt í að revna að koma fólki í trú um að hér hafi verið um einhverjar veru- legar lækkanir á íbúa í bænum eftir að þeir tóku til við að stjórna. Hitaveitan, blessaður, við minnunrst bara ekki á hana, stöðugar hækkanir sem eru stærstu kosningasvik sem vitað erum hér í Evjum. Hvað meö lækkun á dagvistunargjöldum? Aldrei heyrt á þær minnst, enda alltaf verið að hækka. Svona væri hægt að þylja áfram. En. ánægjulegt væri þó ef sjálfumglaðir sjálfstæðismenn tækju sig til á þessu ári og lækkuðu vfirdráttinn á hlaupa- reikningi bæjarsjóðs í bankan- um. Það nvtu sjálfsagt margir góðs af þeim peningum sem þannig kæmu til umráða bankans aftur. —A.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.