Framsóknarblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 3 Helgasta nótt Helgastci nótt, helgasta nótt! Náttmyrkrið lýsir, þó löng vœri biðin, Ijóma fram stjörnur á himninum blá, hersveitir birtast oss, boðandi friðinn; búumst við hirðunum, förum að sjá. Fagnandi göngum og fylgjumst með þeim; fylkingar englanna hér eru á sveim. Lausir við svefn og sorg, svífum að Davíðsborg, sjáum Guðs son. Helgasta barn, helgasta barn! Pú, sem að feðurnir fjarlægan þráðu, frjókvistir Davíðs af Ísaí rót, grátfegnir fœrum vér gáfurnar, sjáðu, gull, myrru, reykelsi, bljúgt þér við fót. Himneski Lausnari, lífið oss greið lífstjónið Adam af fallinu beið. Þú semur sátt og frið, sœttir þann Drottinn við, sem þjónar þér. Hjartkœra barn, hjartkæra barn! Hjartanlegt angur sem gáfu ég færi; þú ert vor eilífa elskunnar lind; einasta gleðin vor ertu, hinn kæri, einasti vinur, sem tókst vora synd. Hjartkœri Jesú, ég héðan af vil heyra þér til, í sút og sorg og neyð, í sælu, gleði, deyð, þinn er ég, þinn! Syndari, sjá! Syndari, sjá! — Grátandi nakið við góðmeyjar hjarta guðsbarnið hvílir, sem fœddist á jörð. Það á að pínast og kveljast og kvarta — krossdauða pínast; ó, skelfing svo hörð! Heyr þó hve guðsbarnið grátbiður þig: Gættu þín manneskja, trú þú á mig. Sjá, að ég elska þig eins þótt þú hatir mig. Elskar þú ei? Helgihald í Landakirkju yfir jól og áramót 1988/1988 AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER: Aftansöngur kl. 18:00. Náttsöngur kl. 23:30. JÓLADAGUR 25. DESEMBER: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 ANNAR ÍJÓLUM 26. DESEMBER: Jólasöngur á Sjúkrahúsinu k. 13:15. Skírnarguðsþjónusta kl. 14:00. Helgistund á Hraunbúðum kl. 15:15. GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER: Aftansöngur kl. 18:00. NÝÁRSDAGUR 1. JANÚAR 1989: Guðsþjónsta kl. 14:00. — SR. BRAGI SKÚLASON. — Jóladagskrá Betelsafnaðar 19 8 8 AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER: Aftansöngur kl. 18. Stjórnandi Snorri Óskarsson. JÓLADAGUR 25. DESEMBER: Hátíðarsamkoma kl. 16:30. Stjórnandi Hjálmar Guðnason. ANNAR JÓLADAGUR 26. DESEMBER: Samkoma fyrir ungt fólk. Stjórnandi Sigurmundur Einarsson. 29. DESEMBER: Jólahátíð Sunnudagaskólans kl. 16. GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER: Samkoma kl. 18. Stjórnandi Geir Jón Þórisson. NÝÁRSDAGUR 1. JANÚAR 1989: Hátíðarsamkoma kl. 16:30. Stjórnandi Óskar Guðjónsson. ALLIR ÁVALLT VELKOMNIR ,4 SAMKOMURNAR í BETEL! Jólakveðja frá lOWA Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson og fjölskylda senda Vestmannaeyingum öllum nær og fjœr bestu jóla- og nýárskveðjur Biðjum ykkur Guðsblessunar Sjáumst heil á næsta ári í Eyjum KATRÍN, KJARTAN ÖRN, GUÐRÚN BIRNA OG ÞÓRLINDUR llappdrætti Háskólans býður nú langhæstu vinninga á íslandi: 5 milljónir sem gefa 25 milljónir á tromp og 45 milljónir á númerið allt. Sannkölluð auðæfi! En stóru vinningarnir eru fleiri því að milljón króna vinningar eru alls 108. Heildarupphæð til vinningshafa er rúmur milljarður og áttahundruð milljónir. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings -J r > r i f-jyJ .

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.