Framsóknarblaðið - 20.12.1988, Síða 12

Framsóknarblaðið - 20.12.1988, Síða 12
12 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Sendum viðskiptavinum og bœjarbúum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin VESTMANNAEYJA Sól - sundlaug - sól Sundlaugin er opin virka daga fyrir almenning. Á morgnana kl. 07:00-08:00. í hádegi kl. 12:15-13:15. Síðdegis kl. 17:00-20:30. Laugardaga kl 09:00-15:30. Sunnudadaga kl. 09:00-12:00. Vestmannaeyingar og aðrir, notið þessa frábæru aðstöðu: Sundlaug - sauna - líkams- ræktarsalur - 7 sóiarlampar (nýjar perur) - vatnsrennibraut - frábæri vatnsnuddpottar. Athugið: Sólarlamparnir og vatnsnudd- pottarnir eru opnir fyrir almenning allan daginn frá kl. 07:00-20:30 og þegar jólafrí byrja í skólum 19. des. n.k. verður sundlaugin og líkamsræktarsalur opinn allan daginn frá kl. 12:00-20:30 og um helgar eins og opnunartími sundlaugar. Athugið: Vorum að setja nýjar, frábærar perur í sólarlampana. Pantið tíma í lampana með góðum fyrirvara eins og ykkur hentar best á tímabilinu 07:00-20:30 og um helgar. Frá innheimtunni Hér með er skorað á þá, sem enn skulda álögð útsvör og aðstöðugjöld til Vestmanna- eyjabæjar að gera skil hið fyrsta. Við viljum beina því til þeirra, sem ekki telja sig geta greitt upp að fullu fyrir áramót að líta við í Ráðhúsinu og koma til samningsviðræðna um sín mál. Brennupeyjar athugið! Brennur á ræktuðu landi verða alls ekki leyfðar um áramótin. Vinsamlegast hafið sam- band við slökkviliðsstjóra um frekari stað- setningu í síma 11533. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER Svart kafald, engin ljós sáust á Skaganum, hvorki vitar né önnur Ijós. Siglt meö dýptar- mæli stöðugt í gangi. Kl. 5 stoppað í 20 mín. Síðan lagt af stað og kl. 6 sást bauja út af Gróttu og nokkru síðan Gróttuvitinn. Komið til Reykjavíkur kl. 7. Losað, lestað til Eyja. Fragt kr. 3.282,15. Lagt af stað til Eyja kl. 18:00. LAUGARDAGUR 17. DESEMBER Komið til Vestmannaeyja kl. 8. Losað. SUNNUDAGUR 18. DESEMBER Legið í Vestmannaeyjum. MÁNUDAGUR 19. DESEMBER Lestað. Lagt af stað til Reykjavíkur kl. 18. Fragt kr. 266,55. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER Komið til Reykjavíkur kl. 8. Losað, lestað. Fragt kr. 5.488,85. Lagt af stað til Vest- mannaeyja kl. 19. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER Komið til Eyja kl. 12. Losað, lestað. Fragt 241,30. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER Lagt af stað frá Eyjum kl. 00:40. Komið til Reykjavíkur kl. 14. Losað, lestað. Fragt kr. 1.523,40. Lagt af stað til Eyja kl. 19. SA strekkingur. FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER KI. 2 andæft í SA fárviðri sunnan við Stafnes. Snúið við til Reykjavíkur. Komið til Reykjavíkur kl. 8. Legið, svipað veður. LAUGARDAGUR 24. DESEMBER Lagt af stað til Eyja kl. 1. Komið til Vestmannaeyja kl. 16:30. Legið. SUNNUDAGURINN 25. DESEMBER Haldið heilagt MÁNUDAGUR 26. DESEMBER Haldið heilagt ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER Losað, lestað. Fragt til Reykjavíkur kr. 208,40. Kl. 16:40 þegar verið var að fara frá austurkantinum á Bása- skersbryggjunni í Vestamnna- eyjum, átti að bakka bátnum fyrir bryggjuhornið. Strax kom í ljós að vélin hafði áfram ogvar vélstjóra gert viðvart en ferð bátsins jókst áfram. Fyrir frarnan Nönnu lá m/b Leifurog lá við að keyrt væri á hann en slapp þó. Nanna stuðaði loks á bólverkskant undan olíugeym- um Olíusamlags Vestmanna- eyja og hélt síðan áfram austur með bólverkskantinum uns tók niðri á sandi við austurhomið undan olíutönkunum. Þegar vélin hafði verið stöðvuð reyndist ekki hægt að töma henni og var fengin aðstoð frá Vélsmiðjunni Magna og var komið í lag kl. 21 og þá lagt af stað til Reykjavíkur. Stefnið hafði brotnað að framan niður í sjómál, en athugun leiddi í ljós að tróð var í lagi og ólekt með stefninu. MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER Komið til Reykjavíkur kl. . 12. Tilkynnt brotið á stefninu til Gróttu. FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER Komu viðgerðarmenn frá Gróttu og einnig skipaskoðun- armaðurinn P. Ottóson. Hófst viðgerð á stefninu. Losað, lestað. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER Lestun lokið. Fragt til Vest- mannaeyja kr. 4610,20. Við- gerð á stefninu lokið kl. 22. Lagt af stað til Eyja. LAUGARDAGUR 31. DESEMBER Komið til Vestmannaeyja kl. 13. SUNNUDAGUR 1. JANÚAR 1950 Legið í Vestmannaeyjum. MÁNUDAGUR 2. JANÚAR Losað, lestað. Fragt til Reykjavíkur kr. 293,95. Lagt af stað til Reykjavíkur kl. 17:00. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR Komið til Reykjavíkur kl. 7. Beðið eftir afgreiðslu. MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR Losað, lestað. Fragt kr. 1.326,35. Lagt af stað til Eyja kl. 17:30. FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR Komið til Eyja kl. 12. Losað, lestað. Lagt af stað kl. 19. Fragt kr. 267,75. FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR Komið til Reykjavíkur kl. 9. Losað, lestað. Fragt til Eyja kr. 864,65. Lagt af stað til Vest- mannaeyja kl. 18:30. LAUGARDAGUR 7. JANÚAR Stýrið hefur verið í ólagi vegna þess að tekið hefur af því. Komið undir Eiðið kl. 12:30. Farið grunnt uppundir til að reyna að laga stýrið en tókst ekki. Kl. um 14 sást til M/s Helga sem hafði farið ca. hálfri klst á undan okkur frá Reykja- vík. Fylgst með ferð hans í Faxasundi og þar til sýnilegt var að hann hafði farist á Faxaskeri m/s Herðubreið tilkynnti slysið í land og að tveir menn sæust í Skerinu. Flutt sig undir Ham- arinn og lagst þar, en vegna vaxandi A stórviðris rak og lentum við á vír frá belsgískum togara, þegar verið var að létta og lá við að lenti saman. Síðan lenti vír í skrúfu Nönnu og er viðbúið að hún hafði skemmst. Andæft í fárviðri undir Hamr- inum. SUNNUDAGUR 8. JANÚAR Reimin á ljósavélinni hefur slitnað vegna bleytu og ekki hægt að koma henni á. Mót- takari bilaður. Kl. 3 bilar lensidæla og er þá ekki annað að gera en fara að láta reka. Veður A 15. Kl. 16 kallað út skeyti um að við séum á reki 30-40 sml. V af Eyjum og þurf- um aðstoð þegar hægt sé en engin yfirvofandi hætta. Kl. 20:30 lensidælan komin í lag, Qk-CýiJ-t ^-Cu-OC OLttéöL OlJt /jtsis Á-uUf'ty-*— & ^ '■ oL • tíopCf’ yk-n,iCv a, <xX QskxpHrt (U. ■ - Á æ A . rfc* * / A/* /fj ÁO **■ /usk utj - 3"*'» * CA^v • f&Oj í (U. 0*) X-'-'V, ey. ---------------4 ajf a. . vLÁa-o/uIáX-o-x,ý-x- v — - Á /« (2J t-f (sVt-fiXo. " /vUÁ /ÚÁ. xs6a. Á-x- (6t-^U-/~ /C-f' <5V /4.* - ð“d tf/Oo . r&A-epf (S/C '/<-/ /Í/á0\Ár> r=y. (s> />. o/'. (//? /C4, Co<C-<- . /V/etf h-i- Ávn A-t*J** fyrt'i -Uc^. Dagbókarsíða úr m/b Nönnu RE 9

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.