Framsóknarblaðið - 20.12.1988, Side 14
14
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ
Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um
gleðileg jól
og farsœlt komandi ár.
Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
F O T O
Bifreiðaverkst. H. Sig.
Sandfell
Brimnes
Slökkvitækjaþjónustan
Eyjakjör
Jón Hauksson hdl.
Tréverk
Jón Hjaltason hrl.
Neisti
Geisli
Brunvarðafélag
Vestmannaeyja
Netagerðin Ingólfur
Frá Heilsugæslustöðinni
Tekinn hefur verið í notkun farsími vaktlæknis:
S 985-28955
Frá kl. 17:00 til kl. 09:00 morguninn eftir
er hægt að hringja í hann.
Allar upplýsingar eftir sem áður í símsvara:
S 11966
— HEILSUGÆSLUSTÖÐIN —
Þegar ég var
EIR MENN, sem ná há-
um aldri, hljóta öðru
hvoru að hugsa til baka, til
löngu liðins tíma. Þær hugsanir
eru þá auk persónulegra
reynslu, bundnar við lífsbaráttu
þjóðarinnar á hverjum tíma.
Pegar ég rifja upp liðna tíð,
verða það kreppuárin á fjórða
áratugnum og síðan hernámið,
sem leita hvað fastast á í huga
mínum.
Eleimskreppan sagði hér til
sín með hruni og verðfalli á
erlendum mörkuðum, sem
leiddi af sér almenna fátækt og
atvinnuleysi. Gjaldeyrisskortur
varð mjög tilfinnanlegur, en við
honum var brugðist með inn-
flutningshöftum, þar sem lífs-
nauðsynjar gengu fyrir. En
þrátt fyrir allt var mörgu til
leiðar komið sem til framfara
horfði með handafli og gömlu
frumstæðu verkfærunum.
Pegar líða tók á fjórða ára-
tuginn, fór stríðsóttinn að grafa
um sig. Varnarlaust smáríkið
ísland var greinilega hlekkur í
valdatafli stórveldanna. Svo
skall heimsstyrjöldin á í byrjun
september 1939. Vorið eftir
sigruðu hjóðverjar Frakkland
og Niðurlönd, hernámu
Danmörk og Noreg og brutu
undir lönd allt suður Balkan-
skaga. Bretar hernámu Island,
10. maí 1940, sem raunar var í
samræmi við fyrri stefnu þeirra,
að halda íslandi á sínu vernd-
arsvæði. Árið eftir leystu
Bandaríkin Breta af hólmi og
tóku að sér hervernd íslands.
Á þessum árum urðu snögg
umskipti á högum þjóðarinnar.
Bretar keyptu útflutningsfram-
leiðsluna að mestu leyti auk
þess sem viðskipti við Banda-
ríkin fóru vaxandi.
Svo var það Bretavinnan,
eða Setuliðsvinnan eins og hún
var síðar kölluð. Með setu-
liðinu hófust umfangsmiklar
framkvæmdir, braggabygging-
ar, vega- og flugvallagerð, auk
margvíslegrar þjónustu í þágu
hernámsins. Þá var atvinnu-
leysið úr sögunni, allir fengu
vinnu, sem vettlingi gátu valdið,
Var jafnvel skortur á vinnuafli
við íslenska atvinnuvegi.
Mestar voru framkvæmdir á
höfuðborgarsvæðinu og
þangað hópuðust menn utan af
landi, svo víða var þröngt
setinn bekkurinn. Kaupgeta fór
vaxandi og kreppusvipurinn
gufaði upp.
^ N ÞAÐ VAR NÚ reynsla
■5S/ mín af þessari setuliðs-
vinnu, sem átti að vera uppi-
staða í þessu greinarkorni.
Haustið 1941 kom ég mér fyrir
í þröngbýli hjá bróður mínum.
Já, við vorurn fjórir, sem þar
fengum húsaskjól á heimilinu.
Eg fór á einhverja skrifstofu
niður í Aðalstræti og fékk svo
að segja orðalaust reisupassa í
vinnuna. Morguninn eftir var
ég svo laust fyrir kl. 8, mættur á
Miklatorgi, svo sem ákveðið
var með ráðningunni. Þarna á
torginu var fjöldi manna, sem
fóru að hópast upp á vörubíla
og hurfu síðan út í buskann.
Vörpulegur eldri maður, vék
sér bráðlega að mér og benti
mér á einn bílpallinn. Þar sem
hann settist frammí hjá bíl-
stjóranum þóttist ég sjá að hann
væri verkstjóri. Svo var haldið
af stað upp í Mosfellssveit á
vinnusvæði við Hafravatn.
Bandaríkjamenn voru að koma
sér þarna fyrir, með bragga-
byggingum og vörugeymslum.
Pá voru líka að rísa þarna
nokkrir timburskálar, byggðir á
staurum, þannig að gólfhæðin
var nálægt einn metri yfir jörðu.
í vinnuflokknum okkar voru
að jafnaði 10-12 manns, flestir
sveitamenn hver úr sinni átt-
inni. Fyrsta verkefnið var að
leggja afleggjara frá aðalveg-
inum niður að vatninu. Heldur
sóttist nú verkið seint, þar sem
við höfðum aðeins skóflur og
haka að vopni. Leiðin var krók-
ótt, þar sem sneitt var framhjá
moldarbörðum og mýrarfenj-
um. Einn morgun varð óvænt
hik á vegaframkvæmdum,
verkstjórinn vék sér frá og lét
áður orð falla á þá leið að við
skyldum doka við. En það leið
ekki á löngu, þar til við sáum
einhvert ferlíki koma skrölt-
andi í átt til okkar. Fyrir mínum
augum gerðust nú undur og
stórmerki, þessi járnbrýnda
tröllkona ruddist gegnum
moldarbörðin og velti jarðföstu
grjóti úr leiðinni. Um hádegi
var komin bein braut, en krók-
ótti vegurinn okkar horfinn með
öllu. Við, sem ekki höfðum séð
slík tröllatök áður, vorum ef til
vill að hugleiða, að slík mold-
varpa og grjótpaíl gæti á fá-
einum klukkustundum leyst af
hendi ævistarf erfiðismannsins.
Já, jarðýtan var tímamóta-
viðburður í vegagerð og fleiri
verkefnum eins og nú er löngu
fram komið.
Ill 'ESTU verkefni voru að
íl^lbyggja grunna fyrir
birgðageymslu hersins. Fyrst
var aö grafa fyrir undirstöðum,
steypt síðan í skurðina, slá
síðan upp fyrir veggjum og að
Hér leynir sér ekki einbeitnin sér. Ef til vill eru einhver ráðherraefni í þessum hóp. Þeir eru sumir sem
byrjuöu sem fótboltastrákar.