Morgunblaðið - 09.10.2010, Page 1

Morgunblaðið - 09.10.2010, Page 1
VIÐTAL Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Strákurinn er í sjöunda himni og segist vera að upplifa bestu daga lífs síns,“ sagði Gísli Kristjánsson, arkitekt í Malmö í Svíþjóð, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Það hljóp á snærið hjá syni hans, Erik, um síðustu helgi. Erik, sem er 16 ára gamall, var að leika sér með fótbolta fyrir utan hús sænsku knattspyrnustjörnunnar Zlatan Ibrahimovic í Malmö, þar sem faðir Eriks vinnur að endurbótum. Ibra- himovic kom auga á pilt og hreifst af hæfileikum hans. „Zlatan var ekki að tvínóna við hlutina heldur hringdi í menn hjá AC Milan og sagði þeim frá hæfi- leikum stráksins. Síðan gekk hann til Eriks og sagði honum að pakka niður í tösku. Hann væri á leið til Mílanó daginn eftir,“ sagði Gísli þegar Morgunblaðið náði í hann í gær. „Erik spurði á móti: Ertu ekki að djóka? Zlatan svaraði og sagði að um fúlustu alvöru væri að ræða og spurði á móti: Ertu ekki til? Þetta er mikið ævintýri fyrir strákinn,“ sagði Gísli um hádegið í gær en hann hafði ekki komið neinu í verk það sem af var degi þar sem hann hafði ekki haft undan að svara fyrirspurnum sænskra fjölmiðla eftir að fréttin af för Er- iks til Mílanó fór sem eldur í sinu um sænska fjölmiðla í gærmorgun. Erik verður í viku hjá ítalska stórliðinu. „Hann seg- ist eiginlega lifa í draumi,“ segir Gísli. Erik byrjaði ekki að æfa knattspyrnu af krafti fyrr en fyrir þremur árum með félagi í Malmö. „Áður var hann í kajakróðri með mér. Einn góðan verðurdag söðlaði Erik um og sagðist vilja fara að æfa fótbolta. Mér leist nú ekkert sérstaklega á það þar sem það get- ur verið erfitt að byrja að æfa svona seint. En hann hlustaði ekki á mig heldur tók til við æfingar. Síðan hefur hann verið með fót- boltann hreinlega fastan við tærn- ar á sér frá morgni til kvölds,“ seg- ir Gísli sem fluttist til Svíþjóðar þriggja ára gamall og hefur búið þar síðan. Hann er kvæntur sænskri konu en hefur haldið ís- lenskum ríkisborgararétti. Erik er hins vegar með sænskt ríkisfang eins og móðirin. Hann leggur stund á nám við verslunarskóla í Malmö. „Erik segir í gamni að ástæðu þess að hann er þver og þrjóskur og hafi aldrei gefist upp sé að leita í íslenska blóðinu,“ segir Gísli létt- ur í bragði. Gísli vinnur ásamt fleirum að endurbótum á gömlu og gríðarlega stóru húsi sem Ibrahimovic á í Malmö. „Ég hef þekkt Zlatan í nokkur ár og er að vinna fyrir hann um þessar mundir að endurbygg- ingu húss sem hann á í Malmö. Við þekkjumst vel,“ sagði Gísli Krist- jánsson, arkitekt í Malmö.  Erik Gíslason fór með pabba sínum í vinnuna og endaði hjá AC Milan á Ítalíu Erik Gíslason LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 íþróttir Ekki smeykur Indriði Sigurðsson, vinstri bakvörður íslenska A-landsliðsins í fótbolta, er ekki smeykur að mæta Cristiano Ronaldo í landsleiknum á þriðjudaginn á Laugardalsvelli. 2 Íþróttir mbl.is Norðmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í und- ankeppni Evr- ópumóts lands- liða í knattspyrnu í gærkvöld. Norð- menn sóttu Kýp- urbúa heim og fóru með sigur af hólmi, 2:1. John Arne Riise kom Norð- mönnum yfir strax á 2. mínútu leiksins með þrumufleyg og John Carew bætti við öðru marki á 42. mínútu. Ioannis Okkas minnkaði muninn fyrir heimamenn. Nani og Ronaldo góðir Portúgalar koma til Íslands á sunnudagskvöldið með gott vega- nesti en þeir báru sigurorð af Dön- um, 3:1, í undankeppni EM en leikið var í Portúgal. Nani, leikmaður Manchester United, kom Portúgöl- um í 2:0 í fyrri hálfleik. Ricardo Carvahlo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 79. mín- útu en Ronaldo innsiglaði sigur Portúgala sex mínútum síðar eftir undirbúning frá Nani. Portúgalar komust með sigrinum upp í annað sætið í riðlinum. Norð- menn hafa 9 stig í efsta sæti, Portú- galar 4, Danir 3, Kýpurbúar 1 en Ís- lendingar reka lestina. Íslendingar taka á móti Portúgölum á Laug- ardalsvellinum á þriðjudaginn en löngu uppselt er á leikinn. Norðmenn eru enn á sigurbraut John Arne Riise Reuters Á uppleið Nani skoraði tvívegis í 3:1 sigri Portúgala gegn Dönum í gærkvöld í undankeppni EM. Ísland verður næsti mótherji Portúgals sem hefur byrjað keppnina illa. Norðmenn eru efstir í H-riðli en Ísland er neðst. Reuters Góður Zlatan Ibrahimovic kom Erik virkilega á óvart. „Ertu ekki að djóka?“ Hlynur Bærings- son, fyrrv. leik- maður Íslands- og bikarmeist- araliðs Snæfells úr Stykkishólmi, byrjaði með glæsibrag í fyrsta deildar- leik sínum með Sundsvall í sænsku úrvals- deildinni í körfuknattleik í gær- kvöld. Hlynur skoraði 20 stig og tók að auki 15 fráköst í 89:60 sigri liðs- ins gegn Eco Örebro. Jakob Sigurð- arson lék einnig vel með Sundsvall en hann skoraði 15 stig. seth@mbl.is Hlynur byrjar með látum Hlynur Bæringsson Björgólfur Takefusa, knatt- spyrnumaðurinn marksækni, er á förum frá KR þó hann eigi eitt ár eftir af samningi sínum við félag- ið. Þetta kom fram í viðtali við hann á Fótbolt- i.net í gær. Björgólfur er þrítugur og skoraði 6 mörk í 20 leikjum fyrir KR í úrvals- deildinni í sumar. Hann er annar markahæsti KR-ingurinn í efstu deild frá upphafi með 50 mörk. Björgólfur fer frá KR-ingum Björgólfur Takefusa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.