Morgunblaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010 Efnahagsmál Sá ágæti maður Davíð Oddsson sagði einu sinni „Íslenska krónan er góð því við ráðum yfir henni“. Nú fyrir nokkrum dögum var viðtal við erlendan mann í útvarpi, sá hafði verið fjármálaeitthvað, sennilega í Þýskalandi. Vinnur núna hjá SÞ og hélt fyrirlestur í Há- skólanum um efna- hagsmál, viðtal var við manninn í útvarpi. Þar sagði hann að Íslend- ingar mættu alls ekki skera niður, sá sem dytti úr vinnu hætti að kaupa og þá missti einhver annar vinnu, hann hætti að kaupa og svo koll af kolli. Hvað á þá að gera? spurði útvarpsmaðurinn. Fara í framkvæmdir. Hvar á að fá fé í þær? var spurt. Taka lán, sagði sá erlendi. Það vill enginn lána okk- ur. Seðlabankinn ykkar getur lánað, sagði erlendur. Áttu þá við að prenta peninga? Eru seðlabankar ekki allt- af að prenta? svaraði sá þýski. Pen- ingar voru prentaðir, með ágætum árangri, bæði í Bandaríkjunum og Þýskalandi á fjórða áratug seinustu aldar. Um það hvernig svona virkar, má lesa í bókinni Öld óvissunnar eft- ir J.K. Galbraith. Bókina íslenskaði Geir H. Haarde, af mikilli snilld, á áttunda áratug seinustu aldar. Ef peningar eru prentaðir til arð- bærra framkvæmda s.s. álvers í Helguvík eða hitaveitu á Hofsósi, þá er ekkert að því. Svo mætti leggja eitthvað í markaðssetningu, gera mætti lúxusjeppa á risadekkjum að tísku- varningi í Saudi- Arabíu. Nóg eigum við af sýnishornum. Það olli þeim er þetta ritar nokkrum heilabrotum hvar Dav- íð náði í þessa hag- fræðiþekkingu. Rakst á æviágrip Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóra USA. Sá hafði unnið fyrir sinni skólagöngu með hljóðfæraleik og hljóm- sveitarstjórn. Alan var nemandi við Juilliard School of Music á svipuðum tíma og Svavar Gests. Hjá Svavari þessum var Davíð að- stoðarmaður við bingóhald á sjö- unda áratug seinustu aldar. Hag- fræði virðist því ekki vera svona föst fræði, heldur blanda af list og fræð- um. Eini alvöru seðlabankastjórinn sem við höfum átt, Jóhannes Nordal, á t.d. tónskáld fyrir bróður og Ólöf Nordal gerði styttu af geirfugli sem er svo raunveruleg að æðarkollur leita hjá henni skjóls fyrir vargfugli. Væri hægt að fá Jóhannes aftur að bankanum í nokkra mánuði og Ragga Bjarna sem bílstjóra banka- stjórans? Gestur Gunnarsson. Ást er… … að vita ekki alltaf hvaða leið skal velja. Velvakandi Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, fund- ur kl. 10, gönguhópur II kl. 10.30, vatns- leikfimi kl. 10.45, myndlist og prjóna- kaffi kl. 13, bókmenntakl. kl. 13.15, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Handavinna kl. 9, smíði/ útskurður, botsía kl. 9.30 helgistund. kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband og haustfagnaður kl. 15. Dalbraut 18-20 | Dans kl. 10.30, bóka- bíll kl. 11.15, samverustund kl. 15.15 með sr. Bjarna Karlssyni. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 9. Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Námskeið í framsögn 19. okt. Félagsheimilið Boðinn | Joga kl. 9, handavinna kl. 10, boccía kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, bingó kl. 13.30, myndlist kl. 16.10. Félagsh. Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarfið Garðabæ | Ganga kl. 11, handav./karlaleikf. kl. 13, boccia kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30, gestur biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson, umsj. Ragnhildur Ás- geirsdóttir djákni. Frá hádegi er m.a. myndlist, búta og perlusaumur. Hraunbær 105 | Handav. kl. 9, leikfimi kl. 9.30, postulín kl. 13, vist kl. 13.30. Hraunsel | Rabb kl. 9, Qi-Gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, pílu- kast/félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Boccia kl. 10, hannyrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 8.50, Stefánsganga kl. 9, listasmiðja, gler o.fl., tíurnar og leikfimi kl. 10, þegar amma var ung kl. 10.50, sönghópur Hjördísar Geirs kl. 13.30, línudans kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Boccia í Boð- anum kl. 13, pútt við Kópavogslæk kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðja með gleriðnað og tréútskurð á morgun, kl. 13 og sundleikfimi kl. 9.30. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur | Leikfimi kl. 11. Laugarneskirkja | Bingó kl. 14. Norðurbrún 1 | Handav. og leirlist kl. 9, boccia kl. 10. Sala á fatnaði kl. 11. Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður og ganga kl. 9.15, kertaskreyting og kór- æfing kl. 13, leikfimi kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, postulín, kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, framhalddaga kl. 12.30, handavinna, spilað og stóladans kl. 13, myndasýning kl. 13.30. Félagsstarfeldriborgara Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand OOM BAH BAH OOM BAH BAH OOM BAH BAH REE BOP! MIG LANGAÐI BARA AÐ PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT ÉG ER NÚ MEIRA FYRIR SÍGILT HELDURÐU AÐ BEET- HOVEN HEFÐI FÍLAÐ MIG? JÁ AUÐVITAÐ, ÉG HELD AÐ HANN HEFÐI KUNNAÐ VEL VIÐ ÞIG FYRIRLIÐAR VERÐA AÐ ÝTA UNDIR JÁKVÆÐA SJÁLFS- MYND FÉLAGA SINNA HVERNIG GEKK HUNDINUM ÞÍNUM Á HLÝÐNI- NÁMSKEIÐINU? HONUM GEKK OF VEL... SVONA SNATI, NÁÐU Í INNISKÓNA MÍNA! ...HANN HEFUR MISST ALLA SJÁLFSTÆÐA HUGSUN. NÚNA ÞARF MAÐUR AÐ SEGJA HONUM HVAR SKÓRNIR ERU OG HVERNIG HANN Á AÐ TAKA ÞÁ UPP TIL SÖLU ÉG RÆDDI VIÐ KENNARANN ÞINN UM SAMFÉLAGSFRÆÐI- VERKEFNIÐ ÞITT HÚN NEITAÐI AÐ HÆKKA EINKUNNINA ÞÍNA, EN GAF ÞÉR HINSVEGAR LEYFI TIL AÐ GERA VERKEFNIÐ AFTUR SLEPPTU ÞVÍ ALVEG AÐ HUGSA SJÁLFSTÆTT OG FARÐU BARA NÁKVÆMLEGA EFTIR VERKLÝSINGUNNI MAMMA HÚN GAF MÉR TÍU! VIKU SÍÐAR TÍMINN ER Á ÞROTUM HERRA BORGARSTJÓRI, VIÐ VERÐUM AÐ GERA EINS OG ELECTRO SKIPAR OKKUR ÞETTA GRUNAÐI MIG! KÓNGU- LÓAR- MAÐURINN ELECTRO ER Á BAKVIÐ ÞETTA ALLT SAMAN JÁ HANN HEIMTAR HUNDRAÐ MILLJARÐA FYRIR AÐ KOMA AFTUR Á RAFMAGNINU EKKI EINU SINNI ÉG GET BJARGAÐ YKKUR UNDAN HÚSNÆÐIS- LÁNINU ÉG SEM VAR AÐ BÚAST VIÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ GELTIR Á MIG Til elsku Ásu minnar“ er yfir-skrift vísu sem Guðmundur Árnason „rammaskalli“, sem rak rammaverkstæði í Reykjavík, orti til Áslaugar Sigurðardóttur eig- inkonu sinnar: Nú líður óðum að lokum æfi. Ó! Leyf mér Drottinn að ljúka því. Sem barn á móðurbrjósti svæfi þótt best mér þætti að vakna á ný. Áslaug, sem var dóttir skáldsins Sigurðar slembis, orti á sínum tíma: Þótt ýmsir þegnar yfirleitt allsnægtanna njóti, alþýðan er orðin þreytt að mala gull úr grjóti. Bárður Lárusson orti vísu um ná- granna sinn á Skógarströnd, sem gekk mjög gleiðfættur, en hafði mjóar axlir: Einn er maður ættstór ekki talinn mjög sljór, góðlyndur og geðrór gildur neðst en uppmjór. Í þingvísum frá 1872 til 1942 er að finna vísu eftir Bjarna Jónsson dósent, þingmann Dalmanna, sem bar fram frumvarp til laga um Lærða skólann í Reykjavík. „Urðu hvassar orðahnippingar í því máli milli hans og Þorsteins M. Jóns- sonar bóksala, þingmanns Norð- Mýlinga, sem barðist fyrir mennta- skóla norðanlands. Vísan er síðasta svarræða Bjarna, – var hann þá bú- inn að tala sig dauðan, en stóð upp í leyfisleysi forseta, – og er hana að finna í Alþingistíðindum C. 123, bls. 621. Fákænn maður fór af stað, fávizkunnar stefndi í hlað, hitti fyrir sér hundavað, hringaði skottið og tók sér bað.“ Pétur Blöndal pebl@pebl.is Vísnahorn Af drottni, gulli og grjóti Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.