Morgunblaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 4. O K T Ó B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  240. tölublað  98. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g DRAUMURINN AÐ KOMAST Í JUILLIARD BANKARNIR SITJA Á FYRIRTÆKJUM HANNAR OG PRJÓNAR PEYSUJAKKA VIÐSKIPTABLAÐIÐ ANNA MARÍA Á AKUREYRI 10LEIKUR Í ÓRÓA 34 Fréttaskýring eftir Bjarna Ólafsson Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Fjárfesting FL Group í fjórum fasteignaþróunar- verkefnum í Bandaríkjunum í maí 2007 er sögð hluti fjársvikamáls stjórnenda bandaríska félagsins Bayrock LLC. Í tilkynningu FL til kauphallarinnar 22. maí 2007 er meðal annars haft eftir Tevfik Arif, stjórnarformanni Bayrock LLC, að mikil tilhlökk- un sé fyrir hendi hjá forsvarsmönnum bandaríska félagsins að starfa með FL. Sá hinn sami Arif var handtekinn fyrir um tveimur vikum í Tyrklandi og ákærður fyrir aðild að rekstri alþjóðlegra vændis- og mansalshringja. Arif hefur neitað sök í yfir- heyrslum vegna málsins. Fyrrverandi starfsmaður Bayrock segir í stefnu á hendur fyrrverandi stjórnendum sínum að fimm- tíu milljóna dollara fjárfesting FL hafi verið ráð- stafað að minnsta kosti að helmingi í persónulega þágu stjórnenda bandaríska félagsins. Jafnframt hafi eignir að andvirði 140 milljónir dollara horfið af efnahagsreikningi þeirra félaga sem FL fjárfesti í og komið inn í reikninga móðurfélagsins. Minni hluthafar Bayrock og kröfuhafar hafi með þessu verið hlunnfarnir. Donald Trump með í för Fimmtíu milljóna dollara greiðsla FL hafi jafn- framt verið skráð sem lán, auk þess sem íslenska fé- lagið hafi ekki verið skráður eigandi þeirra verk- efna sem fjárfestingin sneri að, en lögmenn stefnanda telja þá staðreynd til marks um að að- koma FL hafi verið grunsamleg. Tvö af verkefnunum sem FL fjárfesti í fólust í uppbyggingu tveggja lúxushótela í New York og Fort Lauderdale. Auðkýfingurinn Donald Trump hafði samþykkt að ljá þeim nafn sitt og sjá um reksturinn. Bygging og þróun fasteignanna var þó alfarið á ábyrgð Bayrock. Í íslenskri fjölmiðlaum- fjöllun þess tíma sem FL tilkynnti fjárfestinguna var haft eftir starfsmönnum FL að bandaríska fé- lagið hefði átt frumkvæði að samstarfinu. Hugsanleg fjársvik  Aðkoma FL Group að fasteignaþróunarverkefnum vestanhafs í maí 2007 sögð hluti fjársvikamáls stjórnenda bandarísks fyrirtækis  Málaferli þegar hafin MFasteignaverkefni FL »Viðskipti Unnið var við að ná síðustu námumönnunum upp úr San José-námunni í Síle í gærkvöldi þar sem þeir hafa mátt dúsa á 620 metra dýpi í um sjötíu daga. Þegar Morgunblaðið fór í prentun hafði 28 af 33 námumönnum verði bjargað og var búist við að þeir síðustu kæmust upp á yfirborðið sl. nótt. Við björgunina var notast við björgunarhylkið Fenix en í því voru þeir hífðir, einn af öðrum. Ljósið við enda ganganna – og andlit björgunar- manna – hefur vafalaust verið þeim kærkomin sjón eftir þrekraunina. »17 Reuters Á leiðinni upp í ljósið „Mér finnst þetta líkast því sem það komi fram í dagsljósið áður óbirt ljóð eftir einhver góðskáldanna,“ segir Jónas Ingimundarson píanó- leikari um fjölda áður óútgefinna sönglaga eftir Árna Thorsteinsson (1870-1962). Sönglögin, fyrir ein- söngvara og kóra, fundust í kassa með pappírum sem erfingjar Árna fengu Tónlistarsafni Íslands til skoðunar. Á morgun eru 140 ár frá fæðingu Árna, sem er eitt ástsælasta tón- skáld þjóðarinnar, höfundur söng- laga á borð við Nótt, Rósin og Fögur sem forðum. Í tilefni afmælisins flytja Jónas og söngvararnir Gunnar Guðbjörnsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson sum af þekktustu lög- um hans, og að auki tólf af þessum nýfundnu, á tónleikum í Salnum annað kvöld. „Þessi „nýju“ lög bera öll höfund- areinkenni Árna og eru alls ekki síðri en þau sem hafa þegar verið gefin út,“ segir Jónas. Nýfundnu lögin er sum samin við ljóð eftir Steingrím Thorsteinsson, frænda Árna, en einnig við ljóð eftir skáld á borð við Hannes Hafstein og Þorstein Erlingsson. „Þessi lög eru algjörar perlur,“ segir Jónas. »32 „Þessi lög eru algjörar perlur“  Fjöldi óútgefinna sönglaga eftir Árna Thorsteinsson kemur í leitirnar Tónskáldið Árni Thorsteinsson. Niðurstöður rannsókna á DNA- sýnum af skóm Gunnars Rúnars Sig- urþórssonar sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana 15. ágúst., tengja hann ekki við morð- ið, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Leifar af blóði fundust á skónum en ekki í nægjanlegu magni til að hægt væri að fá óyggjandi nið- urstöðu úr lífsýnarannsókn. Áður hefur komið fram að Gunnar hafi hreinsað skó sína. Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að ekk- ert verði gefið upp um niðurstöður lífsýnarannsóknanna. „En ég hef sagt það að úrslit málsins velta ekki á nið- urstöðum sýna. Játning liggur fyrir sem er studd gögnum sem við höf- um.“ Meðal gagna má nefna skófar á vettvangi morðsins. Geðrannsókn hefur þegar farið fram á Gunnari Rúnari en skýrsla um sakhæfi hans ekki enn verið send lög- reglu. Friðrik Smári segir að ekkert verði gefið upp um niðurstöður þeirr- ar skýrslu heldur fylgi hún öðrum gögnum málsins fyrir dóm. Hann segir ekki langt að bíða þar til málið verður sent ríkissaksóknara, alla vega ekki margar vikur. andri@mbl.is „Veltur ekki á niður- stöðunum“ Vettvangur Tæknimenn lögregl- unnar á vettvangi í Hafnarfirði.  Blóð á skóm ekki í nægjanlegu magni Morgunblaðið/Jakob Fannar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.