Morgunblaðið - 16.10.2010, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2010
íþróttir
Evrópuleikir Valskonur mæta firnasterku liði Oldenburg frá Þýskalandi á Hlíðarenda í
dag og annað kvöld. Stefán þjálfari segir Val geta unnið öll lið á heimavelli. 3
Íþróttir
mbl.is
Bandaríkjamaðurinn Valentino Maxwell hefur
ekki getað leikið með Keflvíkingum í fyrstu leikj-
um Iceland Express -deildarinnar í körfuknattleik
karla á þessu keppnistímabili. Maxwell er meidd-
ur á hné en svo virðist sem meiðslin séu ekki eins
alvarleg og um tíma var talið. „Hann hefur ekkert
getað spilað síðustu þrjár vikurnar. Talið var að
hann væri með rifinn liðþófa en annað kom í ljós í
myndatöku. Hann slapp við það en teygði töluvert
á liðbandi innanvert á hægra hné. Liðbandið
skaddaðist því eitthvað en ég vona að hann fari að
verða klár í slaginn. Það er þó alla vega ljóst að
ég verð án hans í næsta leik,“ sagði Guðjón
Skúlason, þjálfari Keflavíkur, þegar Morgunblaðið
hafði samband við hann í gær.
Guðjón segir að enn sé smáóvissa um hversu
fljótur Maxwell verði að jafna sig. „Hann er dug-
legur að styrkja sig og vinna í þessu en það er nú
misjafnt hve menn eru fljótir að jafna sig af
svona meiðslum. Við tókum þá ákvörðun að
hinkra eftir honum af því að hann er öflugur leik-
maður. Þetta er oft mikið happdrætti með erlenda
leikmenn og þegar maður lendir á einum góðum
þá reynir maður að hanga á því,“ sagði Guðjón
ennfremur.
kris@mbl.is
Keflvíkingar bíða eftir Maxwell
„Eftir að Fjölnismenn höfðu haft
samband við mig og við hist á fundi í
framhaldinu átti ég ekki í erfiðleikum
með að gera upp hug minn um að
takast á við þetta verkefni,“ sagði
Örvar Kristjánsson, sem í gær var
ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs
Fjölnis í körfuknattleik karla.
Örvar verður nú aðalþjálfari meist-
araflokksliðs karla í fyrsta sinn en
hann segist búa að tölvuverðri
reynslu sem aðstoðarþjálfari í Njarð-
vík í gegnum tíðina.
„Þetta var einfaldlega of gott tæki-
færi sem mér bauðst til þess að
hafna því. Mikill efniviður er fyrir
hendi hjá Fjölni þar sem stjórnendur
hafa lagt áherslu á það í gegnum tíð-
ina að ala upp leikmenn og láta þá
spreyta sig,“ sagði Örvar sem var
nýkominn af sinni fyrstu æfingu hjá
Fjölni þegar Morgunblaðið náði tali
af honum.
Örvar hefur látið af störfum sem
þjálfari þriggja yngri flokka hjá
Njarðvík. iben@mbl.is
Örvar tekur við Fjölni
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sænska knattspyrnufélagið
Helsingborg hefur sýnt áhuga á
að fá Hjört Loga Valgarðsson,
vinstri bak-
vörð FH og
21-árs lands-
liðsins, í sín-
ar raðir, sam-
kvæmt
heimildum
Morg-
unblaðsins.
Svíarnir
hafa beint
sjónum sín-
um að Loga
eftir góða frammistöðu hans
með 21-árs landsliðinu í leikj-
unum við Skota og vilja fá hann
til æfinga sem fyrst. Hels-
ingborg er í öðru sæti sænsku
úrvalsdeildarinnar og heyr ein-
vígi við Malmö um meistaratit-
ilinn. Malmö hefur þriggja stiga
forskot þegar fjórar umferðir
eru eftir.
Hareide er ánægður með
Hjört Loga
Hjörtur Logi er á leiðinni til
Noregs, til æfinga hjá Viking
Stavanger, en hann æfði með
liðinu fyrr í haust. Þar á bæ er
greinilega talsverður áhugi á
að fá hann, ef marka má orð
þjálfarans kunna, Åge Hareide,
í Stavanger Aftenblad í vikunni.
„Hann spilaði mjög vel gegn
Skotum og er afar spennandi
bakvörður. Hann er fljótur og
með góðar og nákvæmar spyrn-
ur með vinstri fæti. Við hjá Vik-
ing sækjumst eftir sókndjörfum
bakvörðum og hann myndi falla
vel í þá mynd,“ sagði Hareide.
Indriði Sigurðsson hefur leik-
ið sem vinstri bakvörður í síð-
ustu leikjum Viking en hefur að
öðru leyti ávallt leikið sem mið-
vörður með liðinu. Hareide
sagði í sama viðtali að Indriði
væri einmitt fyrst og fremst
miðvörður, en sem kunnugt er
hefur hann verið vinstri bak-
vörður í landsliði Íslands á und-
anförnum árum.
Helsingborg
með Hjört
Loga í sigtinu
Hjörtur Logi
Valgarðsson
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Elfar Freyr Helgason, miðvörðurinn
efnilegi úr Íslandsmeistaraliði Breiða-
bliks og 21-árs landsliðinu í knatt-
spyrnu, fer á morgun til Grikklands.
Þar verður hann til reynslu hjá hinu
kunna félagi AEK næstu vikuna. Yf-
irmaður knattspyrnumála þar er fyrr-
verandi félagi hans úr Breiðabliki, Arn-
ar Grétarsson, sem lék með AEK á
sínum tíma.
Eftir dvölina í Aþenu fer Elfar síðan
beint til Englands og æfir þar með
fyrstudeildarfélaginu Reading. Svo
kann að fara að hann verði enn lengur
erlendis því bæði Nordsjælland í Dan-
mörku og Lilleström í Noregi hafa hug
á að fá hann til æfinga hjá sér sem fyrst.
Gott að vita af Arnari
„Ég verð í viku hjá AEK og það er
gott að vita af Arnari þar. Sennilega
verð ég líka í viku hjá Reading, þó ég sé
ekki alveg öruggur á því. Það verður
síðan bara að koma í ljós hvort ég heim-
sæki líka liðin í Danmörku og Noregi í
framhaldi af því, ég hef um nóg að
hugsa í bili,“ sagði Elfar Freyr við
Morgunblaðið í gær.
Hann er 21 árs gamall og vakti at-
hygli fyrir frammistöðu sína í vörn
Breiðabliks í sumar. Þar vann hann sér
fast sæti, spilaði 19 af 22 leikjum liðsins
í úrvalsdeildinni og skoraði eitt mark.
Þá spilaði Elfar tvo leiki með 21-árs
landsliðinu og kom inn í byrjunarliðið
fyrir leikinn mikilvæga í Skotlandi síð-
asta mánudag, eftir að hafa setið á
bekknum í þeim fyrri.
„Það hefur verið nóg að gera í haust
og eiginlega bara spennufall hjá mér í
augnablikinu. En ég er algjörlega tilbú-
inn til að fara út og sýna mig því senni-
lega hef ég aldrei verið í betra standi en
einmitt núna,“ sagði Elfar Freyr.
AEK er eitt af stærstu liðum Grikk-
lands en hefur þó ekki náð að vinna
meistaratitilinn þar í landi í sextán ár.
Síðast varð félagið bikarmeistari 2002
og varð í fjórða sæti A-deildarinnar á
síðasta tímabili. Nú er liðið í sjöunda
sæti af sextán liðum þegar fimm um-
ferðir eru búnar.
Elfar er eftirsóttur
Fer til Arnars Grétarssonar og AEK í Aþenu á morgun Síðan til Reading
Nordsjælland og Lilleström bæði á eftir miðverði 21-árs landsliðsins
Morgunblaðið/Eggert
Efnilegur Elfar Freyr Helgason var í stóru hlutverki í vörn Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks í sumar.