Morgunblaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2010 Íslandsmeist-arar Breiða- bliks mæta úr- valsliði efstu deildar karla í knattspyrnu í ágóðaleik í Kórn- um klukkan 13 í dag. Heimir Guð- jónsson, þjálfari FH, stýrir úrvalsliðinu. Þá verður hin fjólubláa peysa Ólafs Kristjáns- sonar, þjálfara Breiðabliks, boðin upp. Allur ágóði af leiknum rennur til styrktar fjölskyldu Guðmanns Þórissonar, fyrrverandi leikmanns Breiðabliks, sem nú spilar með Ny- bergsund í norsku 1. deildinni. Báðir foreldrar hans glíma við erfið veik- indi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.    Magnús Gunnarsson var stiga-hæstur í liði Aabyhøj IF í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í fyrrakvöld í tapleik gegn Hors- ens á útivelli. Magnús skoraði 22 stig en hann skoraði alls sex þriggja stiga körfur í tíu tilraunum. Leik- urinn fór 82:78 fyrir Horsens. Sig- urður Þór Einarsson, fyrirliði Hor- sens, komst ekki á blað á þeim fimm mínútum sem hann lék. Karfan.is greinir frá.    ÞorgerðurAnna Atla- dóttir fékk í gær leikheimild með handknattleiks- liði Stjörnunnar. Hún er þar með gjaldgeng með Stjörnuliðinu í dag þegar það sækir Fram heim í úrvalsdeild kvenna í handknattleik. Þá hefur fyrrverandi landsliðskona í hand- knattleik, Inga Fríða Tryggvadótt- ir, fengið félagsskipti úr Haukum yf- ir í raðir Stjörnunnar.    Karl Gunnlaugsson, formaðurGolfklúbbs Flúða til 25 ára, fór holu í höggi á 1. braut vallarins hinn 12. október. Leikið er á sumarflatir á Selsvelli en Karl, sem verður 79 ára í nóvember, lék hringinn á 77 högg- um.    Brittany Linci-come lék á 11 höggum undir pari eða 61 höggi á fyrsta keppn- isdegi á LPGA, atvinnumótaröð kvenna í Banda- ríkjunum, á fimmtudag. Þetta er besti einstaki hringur á kvennamótaröðinni á þessu tímabili en Lincicome fékk 11 fugla á hringnum og gerði engin mistök. Fólk sport@mbl.is Leikmannasamtök NBA deildarinnar í körfu- knattleik hóta nú forsvarsmönnum NBA deild- arinnar lögsókn vegna áherslubreytinga hjá dómurum í NBA leikjum. Á undanförnum dög- um hafa NBA liðin leikið æfingaleiki þar sem dómarar hafa beitt nýjum áherslum í dómgæsl- unni. Þar á meðal er ný regla þar sem dómarar dæma tæknivillu á leikmenn sem mótmæla dómum þeirra – eða sýna látbragð sem gefur til kynna ónægju með dómgæsluna. Billy Hun- ter, framkvæmdastjóri leikmannasamtaka NBA, sagði í gær að áherslubreytingin væri ónauðsyn- leg og yfirdrifin viðbrögð dómara í æfinga- leikjum væru ekki íþróttinni til framdráttar. Samkvæmt nýjum áherslum mega leikmenn ekki gefa það til kynna með látbragði eða orð- um að þeir séu ósáttir. Og hafa margir „undarlegir“ dóm- ar fallið á undirbúnings- tímabilinu. Kevin Garnett leik- maður Boston Celtics fékk brottvísun í æfingaleik á mið- vikudag þar sem hann kvart- aði ítrekað við dómara. Leik- menn og þjálfarar verða að greiða um 220.000 kr. sekt fyr- ir hverja tæknivillu og sú sekt helst óbreytt í fyrstu fimm skiptin. Hæsta sektin er 550.000 kr. fyrir tækni- villu og þurfa menn þá að hafa brotið af sér 15 sinnum áður. Leikbann fylgir í kjölfarið ef menn fara svo oft yfir strikið. NBA leikmenn ósáttir við nýjar reglur Kevin Garnett VIÐTAL Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna taka í dag og á morgun á móti einu sterkasta liði Þýskalands, Vfl Ol- denburg í annarri umferð EHF- keppninnar. Flautað verður til leiks klukkan 17 í dag en klukkan 20 annað kvöld. Vfl Oldenburg er í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar, liðið hefur leik- ið fimm deildarleiki á leiktíðinni og unnið þrjá þeirra. Síðasta á mið- vikudagskvöldið lagði Oldenburg liðs- menn Trier, 38:24, á heimavelli. Vfl Oldenburg telst fjórða besta kvenna- lið Þýskalands um þessar mundir og hefur náð góðum árangri á Evr- ópumótunum, vann m.a. Áskor- endakeppni Evrópu árið 2008. Þá varð Oldenburg þýskur bikarmeistari vorið 2009 og komst í undanúrslit í Evr- ópukeppni bikarhafa í vor. Fjórir þýskar landsliðskonur Oldenburg hefur innan sinna raða fjóra þýska landsliðsmenn og einn frá Slóvakíu. Þá er innan raða liðsins rússneskur markvörður sem þykir sterkur en hún hefur ekki náð að leika með liði heimsmeistranna. „Við teljum okkur geta unnið öll lið, ekki síst á heimavelli,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, spurður út í leikina um helgina. „Þýska liðið er hinsvegar afar sterkt og sennilega betra en okkar en það er svo sann- arlega allt hægt og við förum með fullu sjálfstrausi í viðureignirnar,“ sagði Stefán sem hafði nýlokið við að sjá upptöku af síðasta leik Oldenburg þegar rætt var við hann. „Þetta er afar sterkt lið enda varð það í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktkíð, aðeins þremur stig- um frá efsta liði. Einn helsti styrkleiki Oldenburg- liðsins er afar góður og hávaxinn rússneskur markvörður, Tatiana Sur- kova. Hún ver mikið og er fljót að koma boltanum í leik sem gefur möguleika á hraðaupphlaupum. Svo virðist allt liðið vera mjög öflugt enda er þýskur kvennahandbolti einn sá besti í heiminum. Það er ekkert um slaka menn í liðum sem þar eru í fremstu röð,“ sagði Stefán, sem er hvergi banginn. Valsstúlkur slógu sem kunnugt er Iuventa frá Slóvakíu út í fyrstu um- ferð EHF-bikarsins, unnu fyrri leik- inn hér heima 26:21 og gerðu jafntefli í seinni leiknum 30:30 og unnu því við- ureignina samanlagt með fimm marka mun. Valur náði sínum besta árangri á Evrópumótunum árið 2006, en þá komst liðið í undanúrslit Áskor- endakeppni Evrópu. Hvalreki fyrir handboltann „Þetta verða erfiðir leikir en við er- um staðráðin í að gera okkar besta,“ sagði Stefán og undirstrikaði hveru mikill hvalreki það væri fyrir íslenska kvennahandknattleik að fá jafn sterkt lið til landsins og Vfl Oldenburg nú í undanfara lokakeppni Evrópumótsins þar sem íslenska landsliðið verður á meðal þátttakenda í fyrsta sinn. Vit- anlega eiga nokkrir leikmenn Vals sæti í íslenska landsliðinu. „Við förum fullar sjálfstrausts í Evrópuleikina á Íslandi eftir þennan stóra sigur,“ er haft eftir Barböra Hetmanek, einum leikmanna Oldeb- urg á heimsíðu félagsins eftir 14 marka sigur liðsins á Trier í þýsku 1. deildinni á miðvikudaginn. Aðgangseyrir á leikina í Vodafone- höllinni er 1.000 krónur á hvorn leik en 1.500 krónur ef keyptur er miði sem gildir á báða leikina, 10% af miðaverðinu rennur til Bleiku slauf- unnar, átaksverkefnis Krabbameins- félagsins. Morgunblaðið/Golli Evrópukeppni Íris Ásta Pétursdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir standa í ströngu með samherjum sínum í Val í Evrópuleikjum við Vfl Oldenburg.  Valur mætir Oldenburg í tvígang „Getum unnið öll lið á heimavelli“ þangað fyrst 1985 og lék þar fjórum sinnum á árunum 1991 til 1997. Minnstu munaði að það kæmist í átta liða úrslitin árið 1993, eftir stórsigur, 6:2, á Norður-Írum í fyrsta leik úr- slitakeppninnar. Þá skoraði 14 ára piltur, Eiður Smári Guðjohnsen, eitt markanna. En tvö naum töp gegn Póllandi og Sviss gerðu þann draum að engu. Komnir skrefinu lengra En hvað sem fyrri afrekum líður þá eru leikmenn 21-árs landsliðsins í dag í betri stöðu en aðrir á undan þeim. Þeir hafa þegar fengið smjörþefinn af A-landsliðinu og sumir gott betur en það. Margir eru atvinnumenn og fastamenn í sínum liðum. Allir virðist lík- legir til að eiga langan feril framundan í fót- boltanum. Þar eru þeir komnir skrefinu lengra en fyrri kynslóðir efnilegra yngri landsliða Íslands, þar sem ytri aðstæður urðu þess valdandi að margir hættu snemma í fót- boltanum eða urðu meðalmennskunni að bráð. mikla athygli þegar það gerði 0:0-jafntefli við England og 1:1 við Grikkland. Englendingarnir undrandi Morgunblaðið sló á þráðinn til Lárusar Loftssonar sem þjálfaði unglingalandsliðið um langt árabil og fór oft með það í úr- slitakeppni. „Já, mörgum þótti mikið undur að við vær- um í svona keppni, og hve góða leikmenn við áttum og sterkt lið. Englendingarnir voru t.d. mjög undrandi eftir að við gerðum jafnteflið við þá og spurðu mikið út í okkar þjálfun og aðstæður. Þær voru náttúrlega litlar sem engar, við undirbjuggum okkur fyrir þessi mót á veturna og vorin á lélegum mal- arvöllum. Samt slógum við út lið eins og Nor- eg og Írland til að vinna okkur þátttökurétt í þessum úrslitamótum og strákarnir stóðu sig alltaf mjög vel,“ sagði Lárus Loftsson. Seinna meir var U17 ára landsliðið nánast fastagestur í 16 liða úrslitakeppni EM, komst En viðmælandi minn var með eldri afrek í huga og minnti á að íslenska unglingalands- liðið, sem þá hét U18 en var síðan uppfært í U19, stóð sig frábærlega á árunum 1973 til 1978. Á þessum árum komust íslensku strákarnir fimm sinnum í 16 liða úrslit Evrópukeppn- innar, eins og hún var leikin á þeim tíma. Faxaflóaúrvalið Fyrsta liðið sem fór svona langt, 1973, var með menn á borð Ásgeir Sigurvinsson og Janus Guðlaugsson í stórum hlutverkum. Það gerði jafntefli við Belga í úrslitakeppninni og veitti Englandi og Sviss harða keppni. Þetta lið var byggt á frægu „Faxaflóaúrvali“ sem var myndað upp úr 1970 og lék fjölda æfinga- leikja utan hefðbundins keppnistímabils. Nokkrum árum síðar voru m.a. Arnór Guð- johnsen, Pétur Pétursson og Lárus Guð- mundsson í liðum Íslands sem spiluðu í úr- slitakeppni. Árið 1977 vakti íslenska liðið ótboltinn var ekki fundinn upp í gær nn hafi mul aður vildi 21-árs úrslit til þess n í ns og ég ensk rslitum í ð árið t hafa drei áður angt í fót- ð hefur „Við viljum alltaf tala við fjölmiðla eftir leiki og þetta var einhver stór misskilningur,“ sagði Sebast- ian Alexandersson, þjálfari hand- knattleiksliðs Selfoss, í gær við Morgunblaðið. Eftir leik liðsins gegn FH í fyrrakvöld náði blaða- maður Morgunblaðsins og mbl.is ekki tali af þjálfaranum eða leik- mönnum þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. „Okkur þykir þetta leitt en það var alls ekki ætlunin að fara í felur og ræða ekki við fjölmiðla. Við vorum með fund eftir leikinn og lokuðum að okkur,“ bætti Seb- astian við. seth@mbl.is „Viljum alltaf tala við fjölmiðla“ lit kvenna á al- r áfram keppni í dag. baráttu í sextán 21:2 og 21:8, í 6 manna úrslitum nn hana örugglega, gingu í annarri lotu, frá Austurríki í átta ti keppandinn í ein- . ðinni í gærmorgun, litunum. Hansen aninn hafði betur í úrslit Ragna Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.