Morgunblaðið - 16.10.2010, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2010
„Ég myndi örugglega ná að skora 100 stig í leik ef
ég væri upp á mitt besta í deildinni í dag,“ segir
Michael Jordan, fyrrverandi leikmaður NBA-
liðsins Chicago Bulls, í gær í viðtali við bandaríska
dagblaðið USA Today. Jordan, sem skoraði 30,1
stig að meðaltali á 15 ára ferli sínum, telur að
breytingar á reglum NBA-deildarinnar hefðu gert
honum auðveldara um vik í sóknarleiknum. „Það
er ekki leyfð eins mikil harka í vörn og ýmsar
aðrar reglubreytingar hafa opnað fleiri möguleika
í sókninni. Ég er viss um að ég hefði fengið fleiri
vítaskot og þar með væri möguleiki á að skora 100
stig í leik,“ sagði Jordan í gær en hann var að
kynna nýja tölvuleik, NBA 2K11, þar sem hann
kemur við sögu.
Jordan var einnig spurður að því hvort hann
teldi að Kobe Bryant væri einn
af bestu leikmönnum sögunnar.
„Það er alltaf erfitt að bera
saman hæfileika leikmanna sem
voru upp á sitt besta á mis-
munandi tímum. Kobe Bryant
er án efa á meðal 10 bestu
skotbakvarða NBA-deild-
arinnar frá upphafi,“ bætti Jor-
dan við.
Hann er í dag aðaleigandi
NBA-liðsins Charlotte Bobcats
og samhliða þeim skyldum gerir hann lítið annað
en að spila golf. Jordan hefur m.a. verið aðstoðar-
maður hjá bandaríska Ryder-liðinu.
seth@mbl.is
Jordan er viss um að geta skorað 100
Michael
Jordan
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Rauði hlutinn í Liverpoolborg fagn-
aði í gær þegar fótboltaliðið þeirra
losnaði við hina hötuðu Tom Hicks
og George Gillett og fékk landa
þeirra, bandaríska kaupsýslumann-
inn John W. Henry, sem aðaleig-
anda í staðinn. Hicks og Gillett gáfu
þá eftir, þeir neyddust í gærmorgun
til að aflétta tímabundnu lögbanni á
söluna sem þeir eru afar ósáttir við.
Fyrirtæki Henrys, New England
Sports Ventures, sem er hinn nýi
eigandi félagsins, greiðir 300 millj-
ónir punda fyrir Liverpool. Hicks og
Gillett vildu fá helmingi hærri upp-
hæð og þeir hóta því enn að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til að
hnekkja sölunni. Þeir krefjast áfram
eins milljarðs punda í skaðabætur
og segja málið eina stóra svikamyllu
stjórnarmanna Liverpool, Royal
Bank of Scotland og NESV.
Þeir Henry og Martin Broughton
voru í London þegar niðurstaðan lá
fyrir og þeir leyndu ekki ánægju
sinni. Sama er að segja um stuðn-
ingsmenn Liverpool en fullyrða má
að þeir hafi nánast allir sem einn
beðið þeirrar stundar þegar Hicks
og Gillett hyrfu á brott eftir þriggja
ára eignarhald á félaginu.
„Ég er stoltur og auðmjúkur og
get ekki lýst ánægju minni með orð-
um. Við erum komnir hingað til að
sigra,“ sagði Henry við breska fjöl-
miðla þegar niðurstaðan lá fyrir.
Skuldabyrðin að mestu horfin
Í yfirlýsingu frá Liverpool kemur
m.a. fram að allar skuldir fyrri eig-
enda félagsins séu á brott með þess-
um viðskiptum og þar með sé
skuldabyrði félagsins farin úr 25-30
milljónum punda á ári niður í 2-3
milljónir punda á ári.
Þar með virðist hættan á
greiðslustöðvun Liverpool úr sög-
unni en þá hefði getað farið svo að
félagið yrði svipt níu stigum í úr-
valsdeildinni.
Með þessu lýkur hálfs árs fram-
haldssögu en í dag er nákvæmlega
hálft ár síðan söluferli Liverpool fór
af stað. Þá tilkynntu Hicks og Gil-
lett að félagið væri til sölu. Síðustu
tíu dagar hafa svo verið þeir við-
burðaríkustu í sögu félagsins, utan
vallar, þar sem sjálfri tilveru þess
var ógnað um tíma.
Næst beinast sjónir manna vænt-
anlega að knattspyrnustjóranum,
Roy Hodgson. Hann tók við liðinu í
sumar en hefur ekki farið sérlega
vel af stað og reynir þegar verulega
á þolrif margra stuðningsmanna fé-
lagsins. Þeim finnst fótbolti liðsins
þegar minna of mikið á Fulham,
sem eigi ekki að vera viðmiðið þeg-
ar þeirra félag á í hlut. Og svo er að
sjálfsögðu stigasöfnun liðsins í sögu-
legu lágmarki um þessar mundir.
En nú geta Liverpoolmenn farið
að hugsa um fótboltann sjálfan á ný.
Það er auðvelt því þeirra bíður
sjálfur grannaslagurinn við Everton
á Goodison Park á morgun. Ljóst er
að fylgismenn þeirra rauðu verða
með heldur hýrari há en und-
anfarnar vikur og mánuði. En Liv-
erpool mætir í þann leik í óvenju-
legri stöðu, í fallsæti
úrvalsdeildarinnar, enda hefur liðið
aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikj-
um sínum í deildinni það sem af er
tímabilinu.
Umfjöllun um nýja eigandann,
John W. Henry, er að finna á bls. 13
í Sunnudagsmogganum.
Reuters
Ánægður John W. Henry fagnar sigri í baráttunni um gamla knattspyrnurisann Liverpool sem lauk væntanlega í gær.
„Við erum komnir
hingað til að sigra“
Ánægja í Liverpool Nýir bandarískir eigendur teknir við
KNATTSPYRNA
Þýskaland
A-DEILD:
Köln – Dortmund ......................................1:2
Staða efstu liða:
Dortmund 8 7 0 1 20:6 21
Mainz 7 7 0 0 18:7 21
Hannover 7 4 1 2 11:8 13
Leverkusen 7 3 3 1 15:12 12
Freiburg 7 4 0 3 11:11 12
Hoffenheim 7 3 2 2 13:10 11
Hamburger SV 7 3 2 2 12:11 11
Wolfsburg 6 3 1 2 11:9 10
St. Pauli 7 3 1 3 8:8 10
KNATTSPYRNA
1. deild karla:
Stjarnan – Víkingur ..........................31:21
Grótta – Fjölnir ................................ 27:15
Selfoss U – FH U..............................26:32
Mörk Selfoss U: Eyþór Lárusson 6,
Sveinbjörn Jóhannsson 6, Einar Sverr-
isson 5, Atli Hjörvar Einarsson 4,
Trausti Eiríksson 3, Óskar Kúld Pét-
ursson 2.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk FH U: Halldór Guðjónssn 12, Bogi
Eggertsson 6, Ársæll Ársælsson 4,
Bjarki Jónsson 3, Þorkell Magnússon 2,
Þórir Traustason 2, Agnar Helgason 1,
Atli Friðbergsson 1, Ísak Rafnsson 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Staðan:
FH U 3 3 0 0 86:75 6
ÍBV 3 2 1 0 77:73 5
Stjarnan 3 2 0 1 82:58 4
Grótta 3 2 0 1 79:67 4
ÍR 3 1 1 1 88:78 3
Víkingur R. 3 1 0 2 86:86 2
Selfoss U 3 0 0 3 79:97 0
Fjölnir 3 0 0 3 50:93 0
Þýskaland
A-DEILD:
Grosswallstadt – Melsungen ...........34:27
Sverre Jakobsson lék að vanda í vörn
Grosswallstadt. Hann var með spakara
móti í gær og fékk hvorki gult spjald né
brottrekstur af leikvelli.
Staðan:
Füchse Berlin 7 7 0 0 183:154 14
RN Löwen 8 7 0 1 250:227 14
Kiel 8 7 0 1 275:192 14
Hamburg 7 6 0 1 236:179 12
Flensburg 9 6 0 3 274:238 12
Gummersbach 8 6 0 2 243:223 12
Grosswallst. 8 6 0 2 227:213 12
Magdeburg 7 5 0 2 224:199 10
Lemgo 7 3 2 2 201:198 8
Göppingen 8 3 2 3 221:224 8
Burgdorf 7 2 0 5 183:215 4
Balingen 7 1 2 4 190:225 4
Friesenheim 8 1 2 5 206:244 4
Wetzlar 8 1 1 6 192:218 3
N-Lübbecke 7 1 0 6 188:219 2
Rheinland 7 1 0 6 159:202 2
Ahlen-Hamm 7 0 1 6 181:212 1
Melsungen 8 0 0 8 188:239 0
Noregur
A-DEILD
Runar - Viking Stavanger ...............28:33
Ingvar Árnason skoraði fimm mörk
fyrir Viking og var einu sinni vísað af
leikvelli.
Drammen er í efsta sæti norsku úr-
valsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir
fimm leiki. Sigurður Ari Skúlason og fé-
lagar í Elverum eru í öðru sæti, einu
stigi á eftir Drammen. Haslum er síðan í
þriðja sæti með átta stig. Elverum sækir
Haslum heim í dag. Þriðja Íslendingalið-
ið í deildinni, Oppsal, situr á botninum
án stiga. Oppsal sækir Follo heim á
morgun í Ski.
Danmörk
A-DEILD:
AG – Nordsjælland............................29:19
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði
fimm mörk og Arnór Atlason fjögur fyrir
AG. Uppselt var á leikinn í Ballerup,
7.500 áhorfendur mættu sem er metfjöldi
á leik í dönsku úrvalsdeildinni.
Team Tvis Holstebro – FIF.............24:23
Gísli Kristjánsson skoraði fjögur mörk
fyrir FIF og var einu sinni vísað af velli.
AG trónir á toppi dönsku úrvalsdeild-
arinnar sem fyrr, hefur 13 stig að lokn-
um sjö leikjum. Gísli og félagar í FIF
eru á botninum ásamt Viborg án stiga,
en sex stig voru dæmd af FIF fyrir
skömmu eftir að rekstrarfélag hand-
knattleikdeildar FIF varð gjaldþrota í
síðasta mánuði.
HANDBOLTI
1. deild karla
FSu – Breiðablik...................................85:70
FSu: Richard Field 24/19 fráköst, Valur O.
Valsson 24/6 stoðsendingar, Guðmundur
Auðunn Gunnarsson 14, Orri Jónsson 10/5
fráköst, Sæmundur Valdimarsson 6, Svav-
ar Stefánsson 5, Sigurbjörn Jónsson 2.
Breiðablik: Nick Brady 21/12 fráköst,
Steinar Arason 13, Arnar Pétursson 10,
Aðalsteinn Pálsson 9, Atli Örn Gunnarsson
8/8 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 7/12
fráköst, Helgi Freyr Jóhannsson 2.
FSu: Richard Field 24/19 fráköst, Valur
Orri Valsson 24/6 stoðsendingar, Guð-
mundur Auðunn Gunnarsson 14, Orri Jóns-
son 10/5 fráköst, Sæmundur Valdimarsson
6, Svavar Stefánsson 5, Sigurbjörn Jónsson
2.
Skallagrímur – Valur ..........................85:84
Staðan:
FSu 2 2 0 176:125 4
Þór A. 2 2 0 148:125 4
Skallagrímur 2 2 0 161:154 4
Þór Þ. 1 1 0 101:73 2
Breiðablik 2 1 1 141:136 2
Valur 2 0 2 152:157 0
Höttur 1 0 1 70:76 0
Ármann 1 0 1 73:101 0
Leiknir R. 1 0 1 55:91 0
Laugdælir 2 0 2 108:147 0
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, N1-deildin:
Safamýri: Fram – Akureyri...............L15.45
Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin:
Austurberg: ÍR – ÍBV........................L13.00
Safamýri: Fram – Stjarnan ...............L13.45
Seltjarnarnes: Grótta – Haukar........L13.30
Kaplakriki: FH – Fylkir ....................L16.00
Eimskipsbikar karla, 32 liða úrslit:
Ísafjörður: Hörður – Stjarnan ..........L14.00
Austurberg: Árborg – ÍR2.................L15.00
Vestmannaeyjar: ÍBV2 – Spyrnir .....S13.00
Vestmannaeyjar: ÍBV – ÍR................S15.00
Húsavík: Völsungur – FH ..................S15.30
Mýrin: Stjarnan 2 – Afturelding........S16.00
Víkin: Víkingur 2 – Selfoss.................S18.00
Ásvellir: Haukar 2 – HKR..................S20.00
EHF-keppni kvenna, 2. umferð:
Vodafonehöllin: Valur – Oldenburg..L17.00
Vodafonehöllin: Valur – Oldenburg ..S20.00
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin:
Grindvík: Grindavík – KR..................L16.00
Keflavík: Keflavík – Snæfell ..............S16.15
Hveragerði: Hamar – Haukar ...........S19.15
Úrvalsdeild karla, IE-deildin:
Njarðvík: Njarðvík – Snæfell ............S19.15
Sauðárkr.: Tindastóll – Grindavík.....S19.15
DHL-höllin: KR – Haukar .................S19.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót kvenna:
Akureyri: SA Ynjur – Björninn.........L17.00
Íslandsmót karla:
Akureyri: SA Jötnar – SR .................L19.30
KARATE
Íslandsmót unglinga 12-17 ára í kumite fer
fram í MEST-húsinu í Norðlingaholti á
morgun, sunnudag. Keppni hefst kl. 10 og
úrslit kl. 13.30.
UM HELGINA!
Íslenski fó
UPPRIFJUN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Það mætti halda að íslenski fótboltin
verið fundinn upp í gær,“ sagði „göm
kempa“ við mig í vikunni. Sá góði ma
alls ekki gera lítið úr þeim afrekum 2
landsliðsins að vera komið í átta liða
Evrópukeppninnar en kvaðst vonast t
að árangur fyrri ára væri ekki fallinn
gleymskunnar dá.
Já, minni manna er gloppótt og ein
hef áður bent á í vikunni hafa tvö ísle
karlalandslið áður leikið í átta liða úr
Evrópukeppni. Það voru U19 ára liðið
1997 og U17 ára liðið árið 2007. Samt
ýmsir klifað á því síðustu daga að ald
hafi íslenskt karlalandslið náð eins la
boltanum og okkar efnilega 21-árs lið
nú gert.
Ragna Ingólfsdóttir komst í gær í átta manna úrsl
þjóðlega badmintonmótinu á Kýpur og heldur þar
Helgi Jóhannesson tapaði hins vegar eftir harða b
manna úrslitum karla og er úr leik.
Ragna vann Marcelu Nesvedovu frá Tékklandi,
fyrstu umferðinni í gær. Andstæðingur hennar í 1
var Christina Andersen frá Danmörku. Ragna van
21:13, í fyrstu lotu, og sigraði síðan eftir framleng
23:21.
Ragna keppir snemma í dag við Claudiu Mayer
manna úrslitunum. Ragna er metin fjórði sterkast
liðaleik kvenna á mótinu en Claudia er númer sjö.
Helgi, sem vann Raj Popat frá Wales í 1. umferð
mætti Gert Hansen frá Danmörku í 16 manna úrsl
vann fyrstu lotu 21:16, Helgi aðra lotu 21:17 en Da
úrslitalotunni, 21:16. vs@mbl.is
Ragna í átta manna