Morgunblaðið - 16.10.2010, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2010
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ÍR-ingar vilja líklega helst gleyma skrautlegu
keppnistímabili sínu í fyrra. Mikið gekk á hjá
liðinu og óheppnin elti lykilmenn þess á rönd-
um. Fyrir það fyrsta þá freistaði ÍR gæfunnar
á nýjum heimavelli. Menn höfðu fengið sig full-
sadda af dúklögðu gólfinu í Seljaskóla og liðið
lék þess í stað í Kennaraháskólanum. Þrátt
fyrir ánægju með parketið þá gengu þau vista-
skipti ekki vel því stemningin á leikjunum var
lítil, sérstaklega í samanburði við það vígi sem
„Hellirinn“ hafði reynst. Hinn leikreyndi Ei-
ríkur Önundarson braut á sér hnéskelina um
sumarið, Sveinbjörn Claessen sleit krossband í
upphafi móts og Hreggviður Magnússon
meiddist á fyrstu sekúndum undanúrslitaleiks
í bikar. Ofan á allt annað þá þurfti Jón Arnar
Ingvarsson að hætta störfum sem þjálfari.
Gunnari Sverrissyni eftirmanni hans hefur
hins vegar tekist að ná upp þeirri stemningu
sem einkennt hefur ÍR á undanförnum árum. Í
afar jafnri og sterkri deild var það afrek hjá
Gunnari að koma liðinu í úrslitakeppnina á síð-
ustu leiktíð. Gunnar og lærisveinar hans hafa
hins vegar þurft að búa til annars konar
stemningu en ríkt hefur. Á umliðnum árum
hefur ÍR verið með kjarna öflugra heima-
manna en nú bregður svo við að liðið hefur
þurft að fá til sín leikmenn bæði innanlands og
utan. Gunnar hefur því þurft að púsla saman
nýju liði í sumar og þar af leiðandi gæti tekið
smá tíma fyrir liðið að finna taktinn. Nemanja
Sovic er þekkt stærð, en standi þeir Kelly
Beidler og Karolis Marcinkevicius undir vænt-
ingum þá verður ÍR með virkilega öflugt lið.
Mikið mun mæða á Sveinbirni Claessen þegar
hann snýr aftur og það er mín tilfinning að
hann muni láta vita af sér. Sveinbjörn er mikill
íþróttamaður og hefur lagt afar hart að sér til
þess að geta komið sterkur til baka eftir
meiðslin. Á góðum degi er hann á meðal bestu
íslensku leikmanna deildarinnar og hann er
hungraður í að spila á ný.
Morgunblaðið/Kristinn
Þjálfarinn Gunnar Sverrisson tók við liði ÍR
síðasta vetur og er áfram við stjórnvölinn.
ÍR-ingar eru búnir að berja í brestina
Nokkrar breytingar hafa orðið áliði ÍR á milli tímabila. Hregg-
viður Magnússon réri á önnur mið og
mun leika með KR og Steinar Ara-
son gekk til liðs við 1. deildarlið
Breiðabliks. Báðir hafa þeir verið
máttarstólpar í liðinu á undanförnum
árum.
ÍR var ekki meðbandarískan
leikmann framan
af tímabilinu í
fyrra en teflir nú
fram Kelly Beid-
ler sem er tæp-
lega tveggja
metra hár fram-
herji en mun vera
nokkuð fjölhæfur. ÍR-ingar fengu
einnig til sín íslenska leikmenn. Níels
Dungal kom frá Fjölni en hann er
leikreyndur og ætti að auka breidd-
ina í hópnum. Hjalti Friðriksson kom
frá Breiðabliki og við þetta má bæta
að Sveinbjörn Claessen og Vil-
hjálmur Steinarsson voru lítið með í
fyrra.
Auk þess erLitháinn
Karolis Marc-
inkevicius mætt-
ur í Breiðholtið en
hann leikur sem
bakvörður. Báðir
erlendu leik-
mennirnir hafa
verið nokkuð
drjúgir í fyrstu leikjum liðsins í deild-
inni.
Saga ÍR er löng og glæsileg enskipulegar körfuknattleiks-
æfingar hófust hjá félaginu árið 1950.
Var ÍR fyrst íslenskra félaga til þess
að koma á fót slíkum æfingum í
íþróttinni eftir því sem fram kemur í
100 ára afmælisriti félagsins, „Heil
öld til heilla“. Á gullaldarárum félags-
ins lék liðið 32 leiki í röð án taps, á ár-
unum 1960 - 1965. ÍR varð jafnframt
fyrsta íslenska félagið til þess að leika
í Evrópuleiki í körfuknattleik.
Karlalið félagsins hefur fimmtánsinnum orðið Íslandsmeistari.
Nokkuð er um liðið frá því að ÍR
hampaði síðasta Íslandsmeistaratitli
sínum í meistaraflokki karla en það
var árið 1977. Liðið hefur hins vegar
tvívegis sigrað í bikarkeppninni frá
aldamótum. Annars vegar árið 2001
og hins vegar árið 2007. Tveir leik-
menn úr liðinu árið 2001 eru enn í
leikmannahópnum, þeir Eiríkur Ön-
undarson og Björgvin Jónsson.
Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR tókvið liðinu í upphafi síðasta tíma-
bils eftir að Jón Arnar Ingvarsson
hætti störfum af persónulegum
ástæðum. Jón hafði þjálfað liðið frá
árinu 2006 en ÍR-ingar hafa komist í
úrslitakeppnina undanfarin fjögur
tímabil,.
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Fjarvera leikstjórnandans Svein-
bjarnar Claessen hafði mikil áhrif á
leik ÍR á síðustu leiktíð í körfubolt-
anum. Sveinbjörn sleit krossband í
leik gegn KR í upphafi leiktíðar og lék
ekki meira með liðinu. Sveinbjörn var
ekki klár í slaginn þegar deildin hófst
að nýju en mun snúa aftur á næstu
vikum.
Sveinbjörn tjáði Morgunblaðinu að
hann hefði lagt mjög hart að sér í end-
urhæfingu og á undirbúnings-
tímabilinu í sumar en þá kom babb í
bátinn. „Endurhæfingin gekk gríð-
arlega vel eftir slitið og ég var kominn
á fulla ferð aftur í sumar. Ég spilaði
t.d. í Reykjanesmótinu en í kjölfarið
safnaðist fyrir vökvi í hnénu. Var ég
þá sendur í segulómun og þar kom í
ljós að þegar ég sleit krossbandið
virðast hafa verið komnar skemmdir í
hnéð. Einhvers konar brjóskskemmd
sem er illvíg við að eiga, svokallað
beinmar. Af þeim sökum hef ég verið
settur í kæli fram til áramóta ef að lík-
um lætur, þó ég geri mér vonir um að
geta byrjað fyrr. Það eina sem ég þarf
að gera er að styrkja vöðvana í kring-
um hnéð. Við getum kallað þetta bak-
slag en ég er að öðru leyti í topp-
standi,“ sagði Sveinbjörn.
Félagarnir róa á önnur mið
Nokkrar breytingar hafa orðið á
ÍR-liðinu frá því í fyrra. Fjórir upp-
aldir ÍR-ingar, sem urðu bikarmeist-
arar með Sveinbirni árið 2007, hafa
horfið á braut á skömmum tíma, Ólaf-
ur J. Sigurðsson, Ómar Örn Sæv-
arsson, Hreggviður Magnússon og
Steinar Arason. Er Sveinbjörn ekki
nánast einn eftir hjá ÍR af þessari
kynslóð? „Davíð Fritzson og Elvar
Guðmundsson eru eftir ásamt mér.
Því er ekki að neita að þetta hefur
verið mikil blóðtaka því á síðustu fjór-
um árum hefur einn af öðrum farið frá
félaginu. Við þessa upptalningu má
einnig bæta Fannari Helgasyni sem
vann bikarinn með okkur. Ástæð-
urnar fyrir þessu eru hins vegar eins
misjafnar og þeir eru margir,“ sagði
Sveinbjörn en hann telur þó að ÍR-
liðið gæti hæglega orðið sterkara í
vetur en það var í fyrra þegar liðið
hafnaði í 8. sæti.
Þrír erlendir leikmenn
„Ég er ekki frá því að þetta sé
besta lið sem ÍR hefur haft lengi. Út-
litið er alla vega gott. Hjalti Krist-
jánsson fyllir skarð Hreggviðs og
Níels Dungal kemur í stað Steinars.
Nemanja Sovic er besti sóknarmaður
deildarinnar og Bandaríkjamaðurinn
er hrikalega góður. Auk þess bættist
Lithái við hópinn og við verðum því
með þrjá erlenda leikmenn en það
voru ráðstafanir sem við þurftum að
grípa til. Við þetta má bæta að ég bind
einnig vonir við að Vilhjálmur Stein-
arsson nái sér á strik en hann missti
af tímabilinu í fyrra eins og ég. Stefn-
an er að sjálfsögðu sett á titla og ég
hef fulla trú á því að það geti gengið.
Annars væri maður ekki að standa í
þessu,“ benti Sveinbjörn á og honum
leiðist ekki að snúa eftur í „Hellinn“ í
Seljaskóla. „Fyrsta æfingin í parket-
lögðum Hellinum fór fram um daginn
og völlurinn er glæsilegur. Þetta er
allt annað íþróttahús og við stefnum
að sjálfsögðu á að verja okkar vígi,“
sagði hinn metnaðarfulli Sveinbjörn
Claessen.
Bakslag en bjartsýni
Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til ÍR-ingar snúa aftur í Selja-
skólann í Breiðholti Splunkunýtt parket Babb kom í bátinn hjá Sveinbirni
Morgunblaðið/Ómar
Lykilmaður Sveinbjörn Claessen er lykilmaður í liði ÍR en hann sleit kross-
band í fyrra og er á batavegi. Hér er hann í baráttunni gegn Cedric Isom í
leik gegn Tindastóli.
Kelly Beidler 22 ára Framherji (1,96 m)
Kristinn Jónasson 26 ára Miðherji (2,03 m)
Ásgeir Hlöðversson 33 ára Miðherji (1,97 m)
Nemanja Sovic 33 ára Framherji (1,98 m)
Ólafur Þórisson 27 ára Bakvörður (1,90 m)
Eiríkur Önundarson 36 ára Bakvörður (1,86 m)
Hjalti Friðriksson 21 ára Framherji (2,00 m)
Davíð Fritzson 23 ára Bakvörður (1,80 m)
Vilhjálmur Steinarsson 27 ára Bakvörður (1,92 m)
Elvar Guðmundsson 24 ára Bakvörður (1,89 m)
Sveinbjörn Claessen 24 ára Bakvörður (1,94 m)
Níels Dungal 27 ára Framherji (1,92 m)
Vilhjálmur Jónsson 20 ára Miðherji (1,98 m)
Björgvin Jónsson 36 ára Framherji (1,97 m)
Tómas Viggósson 18 ára Bakvörður (1,90 m)
Benedikt Skúlason 23 ára Framherji (1,91 m)
Þorgrímur Emilsson 16 ára Miðherji (2,06 m)
Daníel Capaul 16 ára Bakvörður (1,83 m)
Bjarni Valgeirsson 23 ára Framherji (1,94 m)
Edgar Palencia Rubio 24 ára Framherji (1,92 m)
Þorvaldur Hauksson 20 ára Framherji (1,92 m)
Karolis Marcinkevicius 27 ára Bakvörður
Leikmannahópurinn
ÍR VETURINN 2010 - 2011