Morgunblaðið - 22.10.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 22.10.2010, Síða 1
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2010 Grindavík Þjálfarinn Helgi Jónas Guðfinnsson tók Grindavíkurliðið í gegn á undirbúnings- tímabilinu. „Háloftafuglinn“ Ólafur Ólafsson ætlar að taka meiri þátt í sóknarleiknum. 4 Íþróttir mbl.is Ragna Ingólfs- dóttir, marg- faldur Íslands- meistari í badminton, vann í gær glæsilegan sigur á Lindu Zechiri frá Búlg- aríu í 16 manna úrslitum á opna hollenska meist- aramótinu. Ragna er í 101. sæti á heimslistanum en sú búlgarska er í 31. sæti svo ár- angur Rögnu verður að teljast virki- lega góður. Ragna vann fyrstu lot- una, 21:19. Sú búlgarska svaraði fyrir sig með því að vinna aðra lot- una, 21:14 en Ragna hafði betur í oddalotu, 21:10. Í dag mætir hún Olgu Konon frá Þýskalandi í átta manna úrslitum. gummih@mbl.is Frábær sigur hjá Rögnu í Hollandi Ragna Ingólfsdóttir Golfklúbbur Reykjavíkur er í efsta sæti eftir fyrsta hring á Evrópumóti golf- klúbba sem fram fer í Portúgal. GR er á pari samtals ásamt golfklúbbi frá Frakklandi. Þrír kylfingar keppa fyrir hvern klúbb og tveir telja á hverjum hring. Haraldur Franklín Magnús spilaði mjög vel og var á 71 höggi sem er eitt högg undir pari vallarins. Arnar Snær Hákonarson var á höggi yfir pari og því er GR á pari samtals. Slæmur hringur hjá Þórði Rafni Gissurarsyni kom því ekki að sök en hann lék á 81 höggi. kris@mbl.is Karlasveit GR í efsta sæti Haraldur Franklín Magnús Morgunblaðið/Guðmundur Karl Lok, lok og læs Þrír varnarmenn Selfyssinga stöðva hér Bjarna Þórðarson stórskyttu Aftureldingar í leik nýlið- anna á Selfossi í gær þar sem liðsmenn Aftureldingar fögnuðu sínum fyrsta sigri í úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég ætla þeim Loga Geirssyni og Hannesi Jóni Jónssyni að spila í vinstra horninu í þessum leikjum þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Sturla Ásgeirsson eru fjarverandi vegna meiðsla,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, í gær eftir að hann tilkynnti val á 17 leikmönnum til að tefla fram gegn Lettum og Austur- ríkismönnum þegar undankeppni Evrópumótsins 2012 hefst í næstu viku. „Logi lék lengi í horninu með Lemgo og þekkir þessa stöðu mjög vel. Hannes Jón hefur á köflum spilað í vinstra horninu með Burgdorf í vet- ur og staðið sig vel. Þar af leiðandi valdi ég þá fram yfir aðra,“ sagði Guð- mundur Þórður, spurður af hverju Oddur Gretarsson, hornamaður Ak- ureyrar, hafi ekki komið til greina að þessu sinni. „Auk þess þá valdi ég Sigurberg Sveinsson í liðið að þessu sinni en hann hefur ekki verið með okkur um tíma. Sigurbergur hefur leikið mjög vel með Rheinland í þýsku deildinni í vetur og átti meðal annars stórleik gegn mér í Rhein-Neckar Löwen í síðustu viku,“ sagði Guðmundur. Að öðru leyti kom ekkert á óvart við valið. Í hópnum eru 14 af þeim 16 leikmönnum sem unnu brons- verðlaunin á Evrópumeistaramótinu í Austurríki í byrjun ársins, aðeins Guðjón Valur og Sturla Ásgeirsson verða fjarri góðu gamni að þessu sinni vegna meiðsla. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Kadet- ten, (74), Hreiðar Levy Guðmunds- son, TV Emsdetten, (106). Aðrir leikmenn: Alexander Pet- ersson, Füchse Berlin, (106), Arnór Atlason, AG København, (95), Aron Pálmarsson, Kiel, (23), Ásgeir Örn Hallgrímsson, Burgdorf, (130), Hann- es Jón Jónsson, Burgdorf, (33), Ingi- mundur Ingimundarson, AaB, (77), Logi Geirsson, FH (96), Ólafur Guð- mundsson, FH, (17), Ólafur Stef- ánsson, RN Löwen, (299), Róbert Gunnarsson, RN Löwen, (170), Sig- urbergur Sveinsson, Rheinland (25), Snorri Steinn Guðjónsson, AG, Kø- benhavn (164), Sverre Jakobsson, Grosswallstad, (92), Vignir Svarvars- son, Burgdorf, (133), Þórir Ólafsson, N-Lübbecke (50). Lettar eru með harðsnúið lið „Það er liðin tíð að maður geti talið sig geta farið létt í gegnum leiki. Lett- ar eru með harðsnúið lið sem getum alls ekki vanmetið. Austurríkismenn eru þekkt stærð og við þekkjum það frá EM hversu góðu liði þeir hafa á að skipa,“ svaraði Guðmundur Þórður, spurður um andstæðingana í leikj- unum tveimur sem framundan eru. Viðureign Íslands og Lettlands fer fram í Laugardalshöll næsta miðviku- dag og hefst kl. 19.40. Leikurinn við Austurríksmenn verður háður í Wie- ner Neustadt á laugardaginn eftir rúma viku. Tvo vantar úr bronsliðinu Hannes Jón Jónsson Sigurbergur Sveinsson  Guðmundur valdi 17 manna hóp fyrir leikina gegn Lettlandi og Austurríki  Hannes í landsliðinu í fyrsta sinn frá vorinu 2008  Guðjón og Sturla meiddir Guðrún Brá Björgvinsdóttir bætti sig um 11 högg á öðrum keppnisdegi heimsmeist- aramóts áhuga- manna í golfi sem fram fer í Argentínu. Guð- rún lék á 3 högg- um yfir pari í dag eða 75 höggum. Signý Arnórs- dóttir lék á 80 höggum. Tinna Jó- hannsdóttir lék á 77 höggum. Ís- lenska liðið er samtals á 19 höggum yfir pari í 41.-42. sæti af alls 52 lið- um. Suður-Kórea er í efsta sæti á 15 höggum undir pari samtals, Banda- ríkin eru einu höggi á eftir. Ísland bætti stöðu sína Guðrún Brá Björgvinsdóttir Íslensku stúlkurnar í unglinga- landsliðinu í hópfimleikum komust áfram upp úr undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Malmö í Svíþjóð. Þær keppa því í úrslitum á laugardaginn. Ung- lingalandsliðið byrjaði keppnina í gær á dýnu en þar gekk liðinu ekki vel – þrenn alvarleg mistök og ein- kunnin var 14.350. Þær gerðu bet- ur á trampólíni og fengu 14.900. Í dansinum fengu þær ein- kunnina 13.900 og samtals 43.150. Ísland endaði í þriðja sæti í und- ankeppninni á eftir Svíum og Dön- um. Svíar firnasterkir Svíar eru firnasterkir en liðið fékk 47.500 í samanlagða einkunn og Danir fengu 45.226. Finnar eru í fjórða sæti með einkunnina 42.983. Í úrslitunum byrja öll liðin með sömu einkunn og árangur þeirra í keppninni í gær hefur engin áhrif á lokaútkomuna. Í dag, föstudag, verða undan- úrslit í fullorðinsflokki þar sem þrjú íslensk lið keppa. Blönduð lið keppa kl. 8:00; Konur kl. 11:00- 14:00; Karlar kl. 16:00-28:10. seth@mbl.is Íslenska ungmenna- liðið í úrslit í Malmö  Góð byrjun á EM í hópfimleikum íþr ttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.