Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2010 GuðmundurÁrni Ólafs- son, hornamaður Íslandsmeistara Hauka, og Hörð- ur Fannar Sig- þórsson, línu- maður Akureyrar hand- boltafélags, taka út leikbann í kvöld þegar lið þeirra leiða saman hesta sína í úrvalsdeild karla í handknattleik fyrir norðan. Báðir voru þeir úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd HSÍ vegna útilokunar í kappleikjum síðustu umferðar.    Brynjar Örn Guðmundsson, Ein-ar Orri Einarsson og Jóhann Birnir Guðmundsson hafa allir skrifað undir samninga við Keflavík og munu þeir leika með félaginu í Pepsí-deildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Jóhann var að framlengja sinn samning við félagið en samn- ingur þeirra Brynjars og Einars var útrunninn. Á heimasíðu Kefla- víkur segir m.a. að verið sé að vinna í samningamálum hjá fleiri leikmönnum liðsins.    Elverum, liðið sem Sigurður AriStefánsson handknattleiks- maður leikur með, kom í fyrrakvöld í undanúrslit norsku bikarkeppn- innar þegar það lagði BSK/NIF, 26:22, á heimavelli síðarnefnda liðs- ins í Ósló. Sigurður Ari skoraði þrjú mörk í leiknum. Íslend- ingaliðið Levanger féll hinsvegar úr leik í 8-liða úrslitum í bik- arkeppni kvenna í Noregi. Lev- anger, sem Ágúst Jóhannsson þjálfar og Rakel Dögg Bragadóttir leikur með tapaði fyrir Nordstrand, 39:33.    Gheorge Hagi, fremsti knatt-spyrnumaður Rúmena fyrr og síðar, var í gær ráðinn þjálfari tyrkneska liðsins Galatasaray í stað Hollendingsins Frank Rijkaard sem var leystur frá störfum fyrr í vikunni. Hagi, oft nefndur Mara- dona Karpatafjallanna, er öllum hnútum kunnugur hjá Galatasaray en hann lék með liðinu og varð UEFA-meistari með því árið 2000 og þjálfaði liðið 2004-2005. Samn- ingur hans er til eins og hálfs árs.    Skoski varn-armaðurinn Jamie McCunnie skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Grindvíkinga. Hann kemur til Grindavíkur frá Haukum þar sem hann kom í fé- lagaskiptaglugganum í júlí. Hann lék 10 leiki með Hafnar- fjarðarliðinu og þótti standa sig vel. McCunnie er 27 ára varnar- eða miðjumaður og hefur leikið 96 leiki í skosku úrvalsdeildinni með Dun- fermline og Dundee United. Fólk folk@mbl.is Á VELLINUM Ívar Benediktsson iben@mbl.is Leikmenn Vals verða heldur betur að hugsa sinn gang eftir viðureignina við Fram í N1-deildinni í handknattleik í gærkvöldi ætli þeir sér ekki að verða að athlægi fyrir metnaðarleysi á þess- ari leiktíð. Eftir að hafa gefist upp eft- ir um stundarfjórðungsleik litu þeir út eins og „battar“ eða keilur á leikvell- inum þær 45 mínútur sem eftir voru. Framarar léku sér að þeim eins og köttur að mús og unnu stórsigur, 40:23, en mest munaði 20 mörkum á liðunum. Í hálfleik skakkaði níu mörk- um, 20:11, Fram í vil. Valsmenn hafa ekki verið burðugir fram til þessa á keppnistímabilinu en aldrei eins slakir og áhugalausir sem að þessu sinni. Það var átakanlegt fyr- ir handknattleiksáhugamenn að fylgj- ast með framgöngu liðsins og undirrit- aður var nærri því farinn að vorkenna Júlíusi Jónassyni, þessum mikla bar- áttujaxli sem aldrei gafst upp sem leikmaður, að sitja uppi með þennan metnaðarlausa hóp leikmanna. Valsmenn sitja nú einir og yfirgefn- ir á botni deildarinnar án stiga og ljóst að verði ekki hrein umpólun í hug- arfari leikmanna í næstu leikjum mun stigunum ekki fjölga í bráð. Valur fær Akureyri í heimsókn í næstu umferð og sækir síðan FH-inga, með sitt bull- andi sjálfstraust, heim í Kaplakrika. Til háborinnar skammar „Frammistaða okkar var skandall, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það,“ sagði Júlíus, þjálfari Vals, eftir leikinn en hann bar vonbrigðin utan á sér. „Um leið og við lentum undir gáfust menn upp, allir sem einn. Það var bara hreinlega til háborinnar skammar,“ sagði Júlíus og bætti því við að hann hefði reiknað með að byrjun leik- tímabilsins yrði liðinu erfið eftir mikl- ar breytingar á leikmannahópnum í sumar. „En þetta er miklu erfiðara og slakara en ég reiknaði með. Baráttan er engin í hópnum og vilj- inn ekki sjáanlegur til þess að vinna sig út úr þeim vandamálum sem við er að kljást. Hugarfarið þarf að vera rétt til að ná árangri í íþróttum. Það er hægt að ná góðum árangri með miðlungs- íþróttamenn bara ef þeir hafa rétt hugarfar til þess sem þeir eru að vinna að. Að sama skapi ná góðir í íþrótta- menn ekki fullnægjandi árangri hafi þeir ekki rétt hugarfar á leikvell- inum,“ sagði Júlíus sem sagði mikla vinnu framundan. „Hópurinn verður að nýta tímann vel fram að næsta leik og taka sig hressilega saman í andlitinu. Þegar ég tala um hópinn þá er ég ekki undan- skilinn þar sem ég er hluti af honum,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari Vals. Framarar dvöldu ekki lengi við von- brigðin eftir að hafa tapað fyrir Ak- ureyri á lokamínútum leiks liðanna síðasta laugardag. Þeir komu einbeitt- ir til leiks og nýttu sér veikleika Vals strax með leiftrandi sóknarleik. Fram- arar léku leikinn af fullum krafti til enda. Allir leikmenn fengu að láta ljós sitt skína og taka þátt í að kjöldraga erkióvinina af Hlíðarenda. „Hreinlega slátruðum þeim“ „Við hreinlega slátruðum þeim,“ sagði Haraldur Þorvarðarson, línu- maður Fram. „Við héldum okkar striki og vorum staðráðnir í allt frá byrjun að slaka aldrei á og það skilaði sér í því að við hreinlega rústuðum Valsliðinu. Valsmenn lögðu bara niður vopnin um leið og þeir fundu fyrir mótspyrn- unni. Síðan varði Maggi vel í markinu og Reynir þjálfari skipti ört inn á og leyfði öllum að vera með. Við erum með stóran hóp góðra leikmanna og það skilaði sér í þessum frábæra leik. Þetta er það sem koma skal,“ sagði Haraldur og bætti við það væri „alveg sérstaklega gaman“ að vinna slíkan stórsigur á Val, en oft hefur verið grunnt á því góða á milli Reykjavík- urliðanna. „Ég óska Valsmönnum alls hins besta og vonast til að þeir nái sér á strik,“ bætti Haraldur við. Boðið upp á leik kattarins að músinni í Safamýri Morgunblaðið/Ómar Góður Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamikill í stórsigrinum gegn Val. Hér er eitt 11 marka hans í fæðingu en til varnar eru Einar Örn Guðmundsson og Valdimar Fannar Þórsson.  Skammarlega slakt Valslið gafst upp  Eitt lið á leikvellinum í 45 mínútur Karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Ísr- aelsmönnum í vináttulandsleik í Tel Aviv í Ísrael þann 17. nóvember en KSÍ hefur síð- ustu vikur og mánuði reynt að útvega landsliðinu leik á þessum alþjóðaleikdegi. Á tímabili var líklegt að mótherjar Ís- lendinga yrðu Walesverjar en í vikunni komust knattspyrnusamband Íslands og Ísrael að samkomulagi um að spila æfinga- leik. Þetta verður þriðja viðureign Íslands og Ísraels á knattspyrnuvellinum. Árið 1992 mættust liðin í tvígang. Fyrri leiknum í Ísrael lyktaði með 2:2 jafntefli en Ísraelsmenn höfðu betur í seinni leiknum á Laug- ardalsvelli, 2:0. Ásgeir heitinn Elíasson var á þessum tíma þjálfari landsliðsins. gummih@mbl.is Mæta Ísrael í Tel Aviv Ólafur Jóhannesson „Ég æfði í fyrsta sinn í vikunni í dag og fann ekki fyrir neinu og ef ég finn ekki fyrir neinu á morgun þá verð ég vonandi klár fyrir leik- inn á móti Dortmund,“ sagði landsliðsmað- urinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður þýska liðsins Hoffenheim, við Morgunblaðið í gær en Hoffenheim heimsækir toppliðið á sunnu- daginn. Gylfi stífnaði upp í kálfa á æfingu liðsins í síðustu viku sem rakið er til álags og gat ekki spilað á móti Gladbach um síðustu helgi en í þeim leik átti hann að vera í byrjunarliðinu. „Það var svekkjandi að missa af leiknum en vonandi get ég spil- að á móti Dortmund,“ sagði Gylfi, sem hefur skorað tvö mörk í þeim fjórum leikjum sem hann hefur komið við sögu hjá Hoffen- heim. gummih@mbl.is Gylfi Þór heldur í vonina Gylfi Þór Sigurðsson Gunnlaugur H. Birgisson, sem er 15 ára gamall, er núna staddur í Belgíu þar sem hann er að æfa með stórliðinu RSC Anderlecht. Gunn- laugur, sem leikur með Breiðabliki hér heima á Íslandi, hefur verið úti í tvær vikur og kemur hann aftur til Íslands 25. okt. Útsendari And- erlecht sá Gunnlaug í knattspyrnuskóla KB í Belgíu og í kjölfarið fékk Blikinn ungi boð um að koma og æfa með liðinu. „Þetta er búið að vera mjög fínt og ég er mjög ánægður. Við æf- um sjö sinnum í viku og spilum á laugardögum. Við æfum tvisvar á dag þrjá daga í viku. Fyrir hádegi eru tækniæfingar með þremur þjálfurum þannig að það eru oft sjö strákar á þjálfara. Ég er búinn að læra heilmikið á þessum tveimur vikum. Ég lít á þetta sem reynslu, ég hef lært mikið á því að spila með þessum strákum,“ sagði Gunnlaugur. Æfir með Anderlecht Gunnlaugur Birgisson Íþróttahús Fram, úrvalsdeild karla, N1 deildin, fimmtudaginn 21. okt. 2010. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 5:5, 8:6, 11:8, 16:8, 20:11, 21:11, 21:12, 27.12, 32:14, 35:16, 39:19, 40:23. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Ein- arsson 11, Einar Rafn Eiðsson 9/4, Haraldur Þorvarðarson 6, Jóhann Karl Reynisson 3, Arnar Birkir Hálf- dánsson 3, Magnús Stefánsson 2, Matthías Daðason 2, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1, Kristján Svan Kristjánsson 1, Róbert Aron Hostert 1. Varin skot: Magnús Gunnar Erlends- son 19/1 (6/1 til mótherja). Björn Viðar Björnsson 8 (þaraf 2 til mót- herja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Vals: Jón Björgvin Pétursson 5, Orri Freyr Gíslason 4, Anton Rún- arsson 4, Valdimar Fannar Þórsson 4/1, Einar Örn Guðmundsson 3, Finn- ur Ingi Stefánsson 1, Gunnar Harð- arson 1, Ernir Hrafn Arnarson 1. Varin skot: Ingvar Kristinn Guð- mundsson 8 (þaraf 2 til mótherja). Friðrik Sigmarsson 1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson. Áhorfendur: 400. Fram – Valur 40:23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.