Morgunblaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010
íþróttir
Stjarnan Uppgangur Stjörnunnar í íslenskum körfubolta á undanförnum árum hefur verið eft-
irtektarverður. Liðinu, sem Teitur Örlygsson þjálfar, er spáð fjórða sæti í deildinni í vetur. 4
Íþróttir
mbl.is
FIMLEIKAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Evrópumeistararnir í kvennaliði
Gerplu í hópfimleikum eru komnir
til landsins og voru þær heiðraðar
sérstaklega fyrir árangur sinn í
Gerðarsafni í Kópavogi í gær. Eins
og fram kom í heiðursmóttökunni í
gær hafa konurnar í Gerplu lagt á
sig mikla vinnu síðustu árin, til þess
að verða bestar í Evrópu í sinni
íþrótt. Liðið hafnaði í 2. sæti á EM
fyrir tveimur árum og það var ekki
leyndarmál að Gerpla ætlaði sér
sigur að þessu sinni.
Morgunblaðið spurði Ásdísi Guð-
mundsdóttur hvað þær hefðu gert
til að stjórna spennunni þegar á
hólminn var komið. „Í rauninni
snerist allt um að ná upp því sjálfs-
trausti sem þarf til að halda stress-
inu í skefjum. Við unnum sér-
staklega með hugarfarið og settum
okkur mörg lítil markmið þar sem
stóra markmiðið var að vinna gullið.
Á fimmtudeginum ætluðum við að
eigna okkur salinn og ná öllum á
okkar band. Á föstudeginum ætl-
uðum við að eigna okkur áhorfend-
urna og verða fyrstar inn í úrslit. Á
laugardeginum var komið að því að
taka gullpeninginn. Þegar maður
einbeitir sér að þessum litlu skref-
um og nær að taka orkuna frá
áhorfendum á jákvæðan hátt, þá
breytir maður stressinu í gleði og
þetta var eiginlega bara orðið að
sýningu hjá okkur,“ sagði Ásdís en
eftir því hefur verið tekið hversu
liðsandinn er góður hjá Evrópu-
meisturunum.
Í sumar fóru þær hringferð um
landið til þess að kynna íþrótt sína
og Ásdís gat ekki neitað því að sú
ferð hefði gert hópnum gott. „Já,
það gerði það. Samstarf í svona liði
felur náttúrlega í sér samveru, vin-
áttu og fullt traust. Hringferðin,
Danmerkurferðin og allar æfing-
arnar okkar í sumar koma allar út á
eitt og gerðu það að verkum að
mikið traust ríkir á milli okkar,“
sagði Ásdís og liðsfélagi hennar
Fríða Rún Einarsdóttir tók í sama
streng. „Við vorum vel undirbúnar
og mættum til leiks fullar sjálfs-
trausts. Undirbúningurinn hófst
fyrir löngu með þrotlausum æfing-
um og allt hefur verið gert til að
styrkja liðsandann. Auk þess voru
keyrslumót hér heima til þess að
læra að stjórna stressinu,“ sagði
Fríða við Morgunblaðið. Hún varð
tvívegis Íslandsmeistari í áhalda-
fimleikum en skipti nýlega yfir í
hópfimleikana. „Í þessu liði eru
stelpur sem hafa stefnt að þessu
lengi og hafa tvívegis hafnað í öðru
sæti á EM. Það er náttúrlega frá-
bært að geta hjálpað þeim að ná
þessum titli og með þessum sigri er
draumur að rætast. Hópfimleikar
hafa þróast mest í Evrópulöndum
en eru farnir að vekja athygli í Asíu
og Ameríku. Norðurlandaþjóðirnar
standa fremstar í þessari íþrótt sem
er frekar ung,“ sagði Fríða enn-
fremur.
Helstu keppinautar íslensku
kvennanna voru frá Svíþjóð en þar
fór keppnin einmitt fram. Ásdís
bendir á að líklega hafi það komið
sænskum áhorfendum á óvart að ís-
lenska liðið skyldi sigra með yfir-
burðum. „Við vissum að við hefðum
yfirburði yfir Svíana á vissum svið-
um en þegar að þessu kom þá hafði
maður ekki gert sér grein fyrir því
að við gætum rústað þessu svona
rosalega. Þetta var algert burst og
eftir föstudaginn voru allir búnir að
gera sér grein fyrir því,“ sagði Ás-
dís við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Golli
Sigurvegarar Lið Gerplu sem vann til gullverðlauna á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Svíþjóð um síðustu helgi.
„Þetta var algert burst“
Evrópumeistarar
» Kvennalið Gerplu í hópfim-
leikum varð Evrópumeistari
um helgina með yfirburðum og
var fagnað í Kópavogi í gær.
» Liðið náði ekki bara tak-
marki sínu með því að sigra
heldur einnig með því að fá yfir
50 stig sem þykir afar góður
árangur.
Konurnar í Gerplu unnu markvisst með sjálfstraust og spennustjórnun
Fríða Rún Einarsdóttir skipti yfir í hópfimleika og varð Evrópumeistari
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Alexander Petersson verður að bíta
í það súra epli að geta ekki mætt
fyrrverandi löndum sínum þegar ís-
lenska landsliðið í handbolta mætir
Lettum í fyrsta
leik sínum í und-
ankeppni Evr-
ópumótsins í
kvöld. Alexander
fékk högg á hnéð
í leik með Füchse
Berlin gegn
Rhein-Neckar
Löwen á sunnu-
daginn og er
ekki búinn að
jafna sig af því.
Alexander er fæddur í Ríga í
Lettlandi árið 1980 en 17 ára gam-
all flutti hann til Íslands og gekk í
raðir Gróttu/KR. Hann varð ís-
lenskur ríkisborgari 2003 og hefur
verið lykilmaður í íslenska landslið-
inu undanfarin ár og sló í gegn með
því á Ólympíuleikunum í Peking
2008 og á EM í Austurríki í janúar á
þessu ári. Á báðum mótunum unnu
Íslendingar til verðlauna.
En hvað veit Alexander um lettn-
eska liðið?
„Lettarnir eru með alveg þokka-
legt lið og það eru nokkrar mjög
góðar skyttur í því. Liðið er hvorki
ungt né gamalt og nokkrir leik-
manna liðsins spila í þýsku Bundes-
ligunni, þýsku 2. deildinni og í
Austurríki. Mér finnst Lettarnir
mjög svipaðir af styrkleika og Eist-
ar og Litháar. Með eðlilegum leik
eigum við að vinna Letta og ég tala
nú ekki um í Höllinni. Það er hins
vegar mikilvægt að við gefum þeim
ekki tækifæri á að komast inn í leik-
inn,“ sagði Alexander, sem þekkir
vel til nokkurra leikmanna Letta en
hann spilaði með þeim í lettneska
unglingalandsliðinu á árum áður.
Ánægður í Berlín
Alexander segist afar ánægður í
herbúðum Füchse Berlin en hann
skipti yfir til liðsins frá Flensborg í
sumar og leikur þar undir stjórn
Dags Sigurðssonar.
„Ég er mjög ánægður hjá
Füchse. Liðið er gott og ég er að
spila mikið, ólíkt því sem ég gerði
hjá Flensburg. Dagur er góður
þjálfari og það hefur skapast mikil
stemning í kringum liðið. Höllin er
alltaf full. Þá kunnum við vel við
borgina. Okkur hefur gengið mjög
vel en ég geri þó ekki ráð fyrir því
að við verðum meistarar, kannski
eftir tvö ár,“ sagði Alexander.
„Lettar
með góð-
ar skyttur“
Alexander
Petersson
Alexander Pet-
ersson getur ekki
mætt fyrrverandi
löndum sínum