Morgunblaðið - 27.10.2010, Page 3

Morgunblaðið - 27.10.2010, Page 3
Það var mikið um að vera í Skauta- höllinni í Laugardal um liðna helgi þar sem yngstu iðkendurnir sýndu hvað í þeim býr. Hokkíkrakkar úr fimmta, sjötta og sjöunda flokki kepptu sín á milli. Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, var í Laugardalnum og hér má sjá brot af þeim myndum sem hann tók. Það voru ekki aðeins yngri kepp- endur í Laugardalnum um helgina því stórt alþjóðlegt mót eldri kepp- enda fór fram í Laugardalnum og í Egilshöll Icelandair Cup. Það mót heppnaðist vel en fjöldi erlendra liða tók þátt í karla- og kvenna- flokki. Tilþrif og taktar á ísnum Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010 Jakob Sigurð-arson skor- aði 27 stig fyrir Sundsvall á fyrrakvöld í sænsku úrvals- deildinni í körfu- knattleik en það dugði ekki til gegn meistaraliði Norrköping. Hlynur Bæringsson var í leik- mannahópi Sundsvall en hann kom ekki við sögu en Hlynur meiddist í síðasta leik og er enn að jafna sig. Norrköping sigraði 101:81. Jakob var stigahæstur í liði Sundsvall.    Jóhann Rúnar Kristjánsson,borðtennismaður úr Reykja- nesbæ, er mættur til Gwangju í Suður-Kóreu þar sem heimsmeist- aramót fatlaðra í borðtennis fer fram. Jóhann keppir í sitjandi flokki C2, og einnig í opnum flokki. Keppni hefst þann 27. október en opnunarhátíðin fór fram í gær. Með Jóhanni í för er landsliðsþjálfarinn Helgi Þór Gunnarsson.    Gunnar Magnús Jónsson verðurnæsti þjálfari 2. deildarliðs Njarðvíkur í knattspyrnu karla. Gunnar er menntaður íþróttafræð- ingur frá Montgomery í Alabama og þjálfaði síðast Grindavík í efstu deild kvenna. Gunnar er uppalinn Keflvíkingur og lék með liðinu á sín- um tíma en einnig með Bolungarvík, BÍ og Skallagrími. Gunnar gerði tveggja ára samning og tekur við liðinu af Helga Bogasyni.    Meiðslin semHeiðar Helguson, fram- herji QPR og ís- lenska landsliðs- ins, hlaut í leiknum gegn Bristol City í ensku 1. deildinni um síðustu helgi reyndust ekki alvarleg og er reikn- að með hann geti byrjað að æfa með Lundúnaliðinu þegar nær dregur helgi.    Paragvæinn Roque Santa Cruzvonast til að geta yfirgefið Manchester City þegar fé- lagaskiptaglugginn verður opnaður í janúar en hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá stjörnum prýddu liði City. Félagið greiddi Blackburn 17,5 milljónir punda í fyrrasumar fyrir framherjann en þá var Mark Hughes við stjórnvölinn.    Eiður SmáriGuðjohn- sen fær að öllum líkindum tæki- færi í byrj- unarliði Stoke í kvöld þegar liðið sækir West Ham í 4. umferð ensku deildabikar- keppninnar. Tony Pulis, knatt- spyrnustjóri Stoke, ætlar að gefa þeim leikmönnum sem hafa setið mikið á bekknum í undanförnum leikjum tækifæri til að sýna sig og sanna en Stoke tapaði fyrir Man- chester United í ensku úrvalsdeild- inni um síðustu helgi.    Patrik Liljestrand, þjálfaraþýska handknattleiksliðsins Lübbecke, var sagt upp störfum í gær. Uppsögnin kemur í kjölfar fremur slaks árangurs liðsins en það hefur aðeins önglað saman þremur stigum úr fyrstu átta leikj- um sínum í þýsku 1. deildinni. Þórir Ólafsson, landsliðsmaður, er fyrir- liði Lübbecke. Hann verður í eldlín- unni með íslenska landsliðinu gegn Lettum í Laugardalshöll í kvöld. Eftirmaður Liljestrands hefur ekki verið ráðinn. Fólk sport@mbl.is a í ann ða- yfir í álf- rsta r und- uð- sín- tt- iði menn máttu hafa meira fyrir sínum sigri. Þeir lentu í hörkuleik við Víkinga og náðu að merja eins marks sigur, 29:28. Jafnt var í hálfleik, 15:15. Liðin mættust á heimavelli Gróttu á Seltjarnarnesi og voru áhorfendur á fjórða hundraðið. Tap Víkinga þýðir að liðið er að sinni al- veg úr leik í toppbaráttu deildarinnar. Vík- ingar hafa aðeins fengið tvö stig í fyrstu fimm umferðunum. Stjarnan og ungmennalið FH hafa átta stig hvort lið eftir fimm leiki, Grótta og ÍR eru með sjö stig hvort. ÍBV er skammt á eft- ir með sex stig að loknum fjórum leikjum. Næsti leikur Eyjamanna verður við Fjölni á laugardaginn. iben@mbl.is pinn eftir sigur á FH Skautafélag Reykjavíkur vann Björninn með fimm mörkum gegn þremur á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. Nokkurt jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en þó voru SR-ingar öllu sókndjarfari og það var Gauti Þormóðsson sem átti eina mark þriðjungsins eftir stoðsendingu frá Guðmundi Björg- vinssyni. Bjarnarmenn bættu við sóknarleikinn í ann- arri lotu en það voru SR-ingar sem höfðu betur í markaskoruninni. Gauti Þormóðsson bætti við marki og Egill bróðir hans jók við mun SR-inga áður en Brynjar Bergmann minnkaði muninn fyrir Bjarnar- menn. Bjarnarmenn fengu síðan gullið tækifæri til að minnka muninn enn frekar, þegar SR-ingar misstu tvo leikmenn út af á sama tíma. Varnarmistök urðu hins vegar til þess að SR-ingar gerðu mark og þeir því með vænlega 4:1 stöðu eftir tvær lotur. Bjarnarmenn voru hins vegar ekki á því að gefast upp og þeir áttu fyrstu tvö mörkin í þriðju lotu og staðan orðin 4:3 og síðustu mínúturnar æsispennandi. Bjarnarmenn tóku markmann sinn út af í tilraun til að jafna en SR-ingar nýtti sér það til að skora síðasta markið Mörk/stoðsendingar SR: Gauti Þormóðsson 2/1, Egill Þormóðsson 1/1, Tóm- as Tjörvi Ómarsson 1/1, Steinar Páll Veigarsson 1/0, Guðmundur Björgvinsson 0/2, Pétur Maack 0/2. Brottvísanir: 18 mínútur. Mörk/stoðsendingar Björninn: Brynjar Bergmann 1/0, Trausti Bergmann 1/0, Hjörtur G. Björnsson 1/0, Sergei Zak 0/1, Andri S. Hauksson 0/1, Matthías S. Sigurðsson 0/1 Brottvísanir Björninn: 20 mínútur. SR vann uppgjör Reykjavíkurliðanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.