Morgunblaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010 Sjö leikmenn úr heimsmeistaraliði Spánverja eru tilnefndir í kjöri á besta knattspyrnumanni heims en Alþjóðaknatt- spyrnusambandið, FIFA, hefur gefið út hvaða leikmenn koma til greina. Enginn Englendingur er á meðal þeirra sem eru tilnefndir. Af leikmönnunum 23 sem eru tilnefndir spila þrír í ensku úrvalsdeildinni, Spánverjinn Cesc Fabregas (Arsenal), Fíla- beinsstrendingurinn Didier Drogba (Chelsea) og Ganamað- urinn Asamoah Gyan (Sunderland). Ellefu leikmenn sem eru tilnefndir spila í spænsku 1. deildinni en þar eru leikmenn á borð við Lionel Messi, Cris- tiano Ronaldo og Mesut Özil og þá eru fjórir leikmenn úr Int- er tilnefndir en liðið varð Ítalíu- og Evrópumeistari. Það eru þeir Samuel Eto’o, Julio Cesar, Maicon og Wesley Sneijder. Það eru fyrirliðar og landsliðsþjálfarar víðs vegar um heiminn sem taka þátt í valinu en það verður kunngert í Zü- rich í Sviss hinn 10. janúar. Þessir eru tilnefndir: Xabi Alonso (Spáni), Daniel Alves (Brasilíu), Iker Casillas (Spáni), Cris- tiano Ronaldo (Portúgal), Didier Drogba (Fílabeinsströndinni), Diego Forlán (Úrúgvæ), Asamoah Gyan (Gana), Andres Iniesta (Spáni), Julio Cesar (Brasilíu), Miroslav Klose (Þýskalandi), Philipp Lahm (Þýska- landi), Maicon (Brasilíu), Lionel Messi (Argentínu), Thomas Muller (Þýska- landi), Mesut Ozil (Þýskalandi), Carles Puyol (Spáni), Ar- jen Robben (Hollandi), Bastian Schweinsteiger (Þýska- landi), Wesley Sneijder (Hollandi), David Villa (Spáni) og Xavi (Spáni). Sjö úr meistaraliði Spánar tilnefndir Andres Iniesta Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Við þurftum að gera okkur grein fyr- ir því að í alþjóðlegum handbolta í dag er bilið á milli þessarra svokölluðu góðra liða og minni liða alltaf að minnka og ef maður kemur ekki 100% einbeittur í leikina þá getur farið illa. Þess vegna þurfum við að taka Lett- ana alvarlega því þeir eru með mjög frambærilegt lið,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið en í kvöld hefja Ís- lendingar þátttöku í undankeppni EM þegar þeir taka á móti Lettum í Laug- ardalshöll og mæta síðan Austurrík- ismönnum ytra á laugardaginn. Guðmundur segist vera búinn að skoða Lettana sem eru ekki ýkja hátt skrifaðir í handboltaheiminum. „Í liði Lettanna eru leikmenn sem spila í þýsku deildinni. Til að mynda er mjög öflug vinstri skytta sem spilar með Hannover-Burgdorf. Ég legg það upp fyrir strákana að þeir þurfi bara að spila vel ef þeir ætla sér sigur. Við gerum kröfu á okkur sjálfa að við vinnum og við gerum okkur grein fyr- ir mikilvægi leikjanna. Ég tel mik- ilvægt að liðið nái að slípa sig vel sam- an á móti Lettunum og verði þar með tilbúið í mjög erfiðan útileik á móti Austurríkismönnunum,“ sagði Guð- mundur. Með samviskubit út af Óla Hvernig finnst þér mannskapurinn stemmdur fyrir þetta verkefni? „Bara mjög góður. Ég veit að það er búið að vera gríðarlegt álag á sumum leikmönnum, ekki síst hjá mínum mönnum í Rhein-Neckar Löwen. Ég viðurkenni alveg að ég hef samviskubit út af Óla því það er búin að vera mikil keyrsla á honum. Það er hins vegar já- kvætt að flestir eru að spila mikið með sínum liðum og þeir eru í mjög góðu standi.“ Hvernig hefur þér tekist að skipta um gír. Yfirgefa Rhein-Neckar Löwen um stundarsakir og skipta yfir í ís- lenska landsliðið? „Það er bara stórkostlegt að hitta landsliðið aftur. Ég nýt þess að koma í þetta umhverfi og vinna með þessum drengjum. Ég er mjög virkur, er með fullt af hugmyndum og ég tel að þetta fari bara mjög vel saman,“ sagði Guð- mundur. Sigurbergur Sveinsson kemur með bullandi sjálfstraust inn í landsliðið en hann hefur átt góðu gengi að fagna með Rheinland í þýsku deildinni á síðustu vikum. „Það er gaman að vera með í lands- liðinu og mér líst vel á þetta verkefni. Á pappírunum eigum við að vera með töluvert betra lið en Lettarnir þó svo að ég þekki ekki mikið til þeirra. Við verðum hins vegar að leggja okkur alla fram og megum alls ekki van- meta mótherjana,“ sagði Sig- urbergur. Aron: Sýnd veiði en ekki gefin Aron Pálmarsson gat ekki beitt sér á fullu á æfingu landsliðsins í gær en hann fann fyrir eymslum í nára. Aron hefur verið að gera það gott með meistaraliði Kiel og getur vonandi sýnt listir sínar í Höllinni í kvöld. „Auðvitað er krafan að við vinnum enda á heimavelli og nánast með okk- ar sterkasta lið. Lettarnir eru hins vegar sýnd veiði en ekki gefin. Þeir eru með góða leikmenn sem spila í Þýskalandi og ef við mætum ekki al- veg klárir til leiks þá geta þeir refsað okkur. Undirbúningurinn fyrir þesssa tvo leiki er mjög stuttur og við verð- um að vera fljótir að spila okkur sam- an,“ sagði Aron. Morgunblaðið/Golli Tekið á því Það er aldrei nein lognmolla á æfingum íslenska landsliðsins í handknattleik. Hér tekur Arnór Atlason hraustlega á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Þeir verða án efa í lykilhlutverkum gegn Lettum í Laugardalshöll í kvöld. Verðum að taka Lettana alvarlega  Íslendingar hefja þátttöku í undankeppni EM í kvöld Stjarnan tyllti sér á topp 1. deildar karla handknattleik í gærkvöldi þegar liðið va ungmennalið FH, 34:26, í Mýrinni í Garð bæ. Stjörnumenn voru fjórum mörkum y hálfleik, 16:12, en hertu tökin í síðari há leik og bættu við forskotið. Þetta var fyr tap ungmennaliðs FH í deildinni en það vann fjórar fyrstu viðureignir sínar. Tandri Konráðsson var markahæstur Stjörnumanna með 10 mörk. Eins og stu um áður á leiktíðinni skoraði Halldór Gu jónsson flest mörk FH-inga, 8. ÍR og Grótta unnu einnig viðureignir ar í gær og gefa ekkert eftir í toppbarát unni. ÍR vann stóran sigur á ungmennali Selfoss, 35:22, í Austurbergi en Gróttum Stjarnan á topp England Deildabikarkeppnin: Birmingham – Brentford..........................4:3  Eftir vítaspyrnukeppni. Ipswich – Northampton............................3:1 Leicester – WBA.......................................1:4 Wigan – Swansea ......................................2:0 Manchester United – Wolves ..................3:2 Bebé 56., Park 70., Javier Hernandez 90. – Elokobi 60., Foley 76. Ítalía Bikarkeppnin: Fiorentina – Empoli..................................1:0 Spánn Konungsbikarkeppnin: Murcia – Real Madrid...............................0:0 Ceuta – Barcelona.....................................0:2 Þýskaland Bikarkeppnin: Köln – 1860 München................................3:0 Koblenz – Hertha Berlín ..........................2:1 Victoria Hamburg – Wolfsburg ...............1:3 Bayern München – Werder Bremen............ Energie Cottbus – Freiburg ....................2:1 FSV Frankfurt – Schalke.........................0:1 Kaiserslautern – Arminia Bielefeld ........3:0 KNATTSPYRNA 1. deild karla: ÍR – Selfoss............................................35:22 Mörk ÍR: Sigurður Magnússon 10, Brynjar Steinarsson 6, Jón Bjarki Oddsson 4, Máni Gestsson 4, Ólafur Sigurgeirsson 3, Davíð Georgsson 3, Ólafur Sigurjónsson 1, Þor- grímur Ólafsson 1, Jónatan Vignisson 1, Ágúst Birgisson 1, Davíð Ágústsson 1. Mörk Selfoss: Andri Hallsson 6, Trausti Ei- ríksson 3, Gunnar Ingi Jónsson 3, Atli Hjörvar Einarsson 3, Sveinbjörn Jóhanns- son 2, Aðalsteinn Halldórsson 2, Matthías Halldórsson 1, Baldur Elíasson 1, Eyþór Lárusson 1. Grótta – Víkingur.................................29:28 Mörk Gróttu: Sigurður Eggertsson 8, Hjalti Þór Pálmason 7, Þórir Jökull Finn- bogason 5, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Hjálm- ar Arnarson 2, Árni Benedikt Árnason 2, Friðgeir Elí Jónasson 1, Matthías Árni Ingimundarson 1. Mörk Víkings: Arne Karl Wehmeier 11, Egill Björgvinsson 7, Jón Hjálmarsson 4, Sverrir Hermannsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Óttar Filipp Pétursson 1, Sigurður Örn Karlsson 1. Stjarnan – FH U ...................................34:26 Mörk Stjörnunnar: Tandri Konráðsson 10, Bjarni Jónsson 7, Jón Arnar Jónsson 4, Vil- hjálmur Halldórsson 4, Eyþór Magnússon 3, Elvar Örn Jónsson 2, Guðmundur Guð- mundsson 2, Víglundur Þórsson 1. Mörk FH: Halldór Guðjónsson 8, Þorkell Magnússon 6, Þórir Bjarni Traustason 4, Bogi Eggertsson 4, Bjarki Jónsson 2, Ísak Rafnsson 2. Staðan: Stjarnan 5 4 0 1 143:105 8 FH U 5 4 0 1 141:135 8 Grótta 5 3 1 1 132:119 7 ÍR 5 3 1 1 156:129 7 ÍBV 4 2 2 0 101:97 6 Víkingur R. 5 1 0 4 143:148 2 Selfoss U 5 0 0 5 122:159 0 Fjölnir 4 0 0 4 76:122 0 HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR Undankepnpi EM karla: Laugardalshöll: Ísland – Lettland.......19.40 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin: Njarðvík: Njarðvík – Grindavík...........19.15 Í KVÖLD! Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Björgvin Páll Gústavsson, að- almarkvörður íslenska landsliðs- ins í handknattleik, telur líklegt að hann yfirgefi svissneska liðið Kadetten Schaffhausen eftir tímabil- ið og reyni fyrir sér í þýsku Bun- desligunni. „Það er þrjú til fjög- ur lið úr þýsku Bun- desligunni sem hafa sýnt mér áhuga og ég tel líklegt að ég fari til einhvers þeirra fyrir næsta tímabil. Ég þarf að velja rétta liðið því ég hef engan áhuga á sitja á bekknum í 40 mínútur í leik. Málin gætu skýrst á næstu vikum en þetta tímabil er skemmtilegt. Bæði er það Meistaradeildin og svo auð- vitað HM sem verður góður gluggi fyrir mig,“ sagði Björg- vin, sem hefur átt frábæru gengi að fagna með Schaff- hausen í deildinni og í Meist- aradeildinni sem og með ís- lenska landsliðinu. „Ég er í góðu formi. Það hef- ur gengið vel hjá mér og það kemur aukakraftur í mann þeg- ar maður kemur í landsliðsverk- efni og hittir félagana,“ sagði Björgvin en hann verður í eld- línunni í Laugardalshöllinni í kvöld þegar Ísland mætir Lett- landi í undankeppni EM. Full alvara gegn Lettum „Við förum í þetta verkefni á móti Lettunum af fullri alvöru og það eru margir leikmenn í þeirra liði sem við þurfum taka mjög alvarlega. Undirbúning- urinn fyrir leikinn hefur verið knappur en við verðum að vera fljótir að finna taktinn og spila okkur saman, ekki síst í ljósi þess að við eigum erfiðan leik fyrir höndum gegn Austurríki á laugardaginn. Við eigum þar harma að hefna eftir jafntefli við þá á EM í vetur,“ sagði Björgvin. Björgvin er 25 ára gamall og lék fyrst með landsliðinu árið 2003. Hann er uppalinn HK- ingur og lék með meistaraflokki frá 2002-2005. Hann spilaði með ÍBV veturinn 2005-06 og varði síðan mark Framara í tvö ár. Tímabilið 2008-09 lék hann með Bittenfeld í þýsku 2. deildinni og gekk sumarið 2009 til liðs við Kadetten Schaffhausen. Þýsk lið hafa sýnt Björgvini áhuga Björgvin Páll Gústavsson Lettar, sem etja kappi við Íslend- inga í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld, hafa aldrei komist í úrslit á stórmóti. Lettar tóku þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins í byrjun árs- ins. Þar töpuðu þeir báðum leikjum sínum, 34:31 gegn Lúxemborg og 31:30 fyrir Portúgölum. Í undankeppni fyrir EM 2010 hlutu Lettar 6 stig og höfnuðu í fjórða sæti af fimm liðum í riðl- inum. Lettar lögðu Lúxemborgara í tvígang og báru sigurorð af Frökk- um á heimavelli, 27:24, sem háður var í júní á síðasta ári. Þess ber þó að geta að Frakkar tefldu fram hálfgerðu varaliði í þeim leik. gummih@mbl.is Lettar lögðu Frakka í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.