Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Lögmaður frá Steptoe & Johnson,
sem vinnur að málarekstri gegn fyrr-
verandi eigendum og stjórnendum
Glitnis í New York, hefur óskað eftir
því að Íslandsbanki beiti starfsmenn
sína þvingunum til að þeir veiti upp-
lýsingar sem gagnast geta við rann-
sóknina. Íslandsbanki telur sig ekki
geta orðið við þessum óskum gagn-
vart starfsmönnum sínum.
Lögmennirnir sem vinna að mála-
rekstrinum í New York hafa lagt
áherslu á að fyrrverandi starfsmenn
Glitnis, sem sumir hverjir starfa hjá
Íslandsbanka í dag, veiti upplýsingar
sem gagnast við rannsóknina. Mich-
ael Miller, lögmaður Steptoe & John-
son, átti fund með Steinunni Guð-
bjartsdóttur, formanni slitastjórnar
Glitnis, og Friðriki Sophussyni,
stjórnarformanni Íslandsbanka, í
byrjun september þar sem rætt var
um hvernig bregðast ætti við ef
starfsmenn Íslandsbanka neituðu að
veita upplýsingar. Á fundinum var
ákveðið að Miller sendi bankanum
upplýsingar um starfsmenn sem neit-
uðu að aðstoða við rannsóknina.
Hefur ekki áhrif á starfsframa
Íslandsbanki hefur lýst því yfir að
hann hvetji starfsmenn sína til að
taka þátt í hvers kyns skýrslutökum
og rannsóknum á falli Glitnis. Bank-
inn hefur jafnframt þá stefnu að
starfsmönnum sé frjálst að óska eftir
lögmannsaðstoð og hefur lýst því yfir
að starfsmönnum sé frjálst að fara að
ráðum lögmanns síns við skýrslutök-
ur, án ótta við að það hafi áhrif á
starfsframa þeirra hjá Íslandsbanka.
Á fundinum í byrjun september
óskaði Miller eftir að Íslandsbanki
áskildi sér rétt til að nýta ráðningar-
samband sitt við starfsmenn til að
þvinga þá til skýrslugjafar enda þótt
skýrslugjöfin kunni að ganga gegn
ráðum lögmanns.
Stuttu síðar greindi Miller Íslands-
banka frá því að tiltekinn starfsmaður
hefði ekki sýnt samstarfsvilja og ósk-
aði hann eftir því að bankinn hug-
leiddi til hvaða aðgerða hann gæti
gripið til gagnvart starfsmanninum.
Íslandsbanki óskaði í framhaldinu
eftir áliti Fjármálaeftirlitsins á mál-
inu. Fjármálaeftirlitið bendir á í bréfi
til bankans að það hafi markað þá
stefnu að stjórn og starfsmenn bank-
ans hafi svigrúm til að haga störfum
sínum í samræmi við hagsmuni bank-
ans og þau lög og reglur sem gilda um
starfsemi hans. Afskipti Glitnis af Ís-
landsbanka geti farið gegn þessari
ákvörðun. Fjármálaeftirlitið bendir
jafnframt á að Glitnir geti á grund-
velli laga um meðferð einkamála
kvatt viðkomandi starfsmann fyrir
dóm sem vitni.
Vill þvinga starfsmennina
Dæmi eru um að starfsmenn Íslandsbanka sem áður störfuðu hjá Glitni neiti
samstarfi við þá sem vinna að málarekstri gegn fyrrv. stjórnendum í New York
Morgunblaðið/Golli
Óvenjumikið var að gera á barnadeild Sjúkra-
hússins á Akureyri í gær enda alþjóðlegi bangsa-
dagurinn. Í tilefni af því bauð Lýðheilsufélag
læknanema við Háskóla Íslands börnum á nokkr-
um leikskólum á Akureyri að koma með bangs-
ana sína í heimsókn á FSA. Elín Helga Þórarins-
dóttir læknanemi skoðaði bangsann Bellu sem er
í eigu Jóhönnu Maríu Gunnarsdóttur. Jóhanna
velur hér lit á plástri handa Bellu.
Bella bangsi lagðist inn á sjúkrahús
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Landsvirkjun hefur ákveðið að orku-
öflun á Norðausturlandi verði for-
gangsverkefni á næstunni. „Næstu
virkjanaframkvæmdir Landsvirkj-
unar verða á Norðausturlandi,“ segir
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar. Forsvarsmenn fyrirtæk-
isins funduðu með fulltrúum sveitar-
félaga á Húsavík síðegis í gær.
Hörður segir að það sé sameig-
inlegt verkefni Landsvirkjunar og
heimamanna að vinna að uppbygg-
ingu orkuvinnslu og finna orkukaup-
endur. Landsvirkjun hefur átt í við-
ræðum við áhugasama
orkukaupendur og hafa fleiri aðilar
komið að borðinu að undanförnu.
Byggt upp í þrepum
,,Við erum bæði að horfa til stórra
notenda og minni notenda. Það er
mjög mikilvægt að stærri notend-
urnir geti lagað sig að því hvernig
uppbyggingin á svæðinu á sér stað.
Svona jarðhitasvæði verður að byggja
upp í þrepum. Þrátt fyrir að við telj-
um að það séu yfirgnæfandi líkur á að
orkugeta svæðisins sé 400 MW sem
hægt er að nýta er ekki full vissa fyrir
því. Við þurfum því að byrja á að
virkja og sjá svo hvernig gengur.
Væntanlegir kaupendur þurfa að geta
lagað sig að því.“
Að sögn Harðar hefur Lands-
virkjun nú þegar fjárfest fyrir hátt í
tólf milljarða kr. á svæðinu og því sé
fyrirtækinu mjög mikilvægt að geta
nýtt þá fjárfestingu og skapað tekjur.
„Við erum bjartsýn á að það takist að
finna kaupendur sem eru tilbúnir að
byggja upp á svæðinu. Það er hins
vegar mjög erfitt að tímasetja það ná-
kvæmlega. Það ræðst að miklu leyti
af því hvernig efnahagsaðstæður í
heiminum þróast.“
Tveir kostir hafa oftast verið
nefndir, álver Alcoa og álver kín-
verska fyrirtækisins Bosai. Hörður
segir þessi fyrirtæki alveg koma til
greina „en það koma fjölmargir aðrir
til greina líka“.
Næsta virkjun Landsvirkj-
unar á Norðausturlandi
„Við erum bjartsýn á að það takist að finna kaupendur “
Síðustu ár hafa
fleiri ökumenn
verið teknir í
Borgarfirði fyrir
að aka undir
áhrifum fíkniefna
en fyrir ölvunar-
akstur. Á síðasta
ári voru 43 teknir
fyrir ölvun en 63
fyrir fíkniefna-
akstur. Það sem
af er árinu hafa 24 verið teknir fyrir
að aka ölvaðir en 29 fyrir fíkniefna-
akstur.
Dregið hefur úr umferð
Theodór Þórðarson yfirlögreglu-
þjónn segir þessar tölur sýna hversu
fíkniefnaakstur sé orðinn alvarlegt
vandamál. Hann segir lögreglumenn
orðna þjálfaða við að greina þá ein-
staklinga sem liggja undir grun.
Nokkuð færri hafa verið teknir
fyrir ölvunarakstur og fíkniefna-
akstur í ár og í fyrra en árin á und-
an. Theodór segir að fjöldi tilvika
haldist í hendur við hversu mikið er
lagt í eftirlitið. Einnig verði að hafa í
huga að heldur hafi dregið úr um-
ferð á síðustu tveimur árum.
egol@mbl.is
Færri tekn-
ir undir
áhrifum
Umferð á Vest-
urlandsvegi.
Fíkniefnaakstur er
mikið vandamál
Gera má ráð fyrir að frumvarp um
breytingu á lögreglulögum verði end-
urflutt á Alþingi í vetur en þar er m.a.
kveðið á um að bóklegt nám í Lög-
regluskóla ríkisins verði ekki lengur
launað. Ekki eru neinir nemendur í
grunnnámi í skólanum sem stendur.
Bóklega námið tekur átta mánuði
og hafa nemendur fengið um 190 þús-
und krónur á mánuði en alls tekur
námið tólf mánuði.
„Við viljum að þeir peningar skól-
ans sem notaðir hafa verið á lokaönn
fari í að greiða fyrir starfsþjálfunina
sem hefur verið kostuð af lögreglu-
embættunum,“ segir Arnar Guð-
mundsson skólastjóri.
Gunnlaug Hartmannsdóttir, skóla-
stjóri Tollskóla ríkisins, segir að ekki
hafi verið rætt þar um að gera bók-
lega námið launalaust. Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna telur námið ekki
vera lánshæft, gagnstætt námi lög-
reglumanna. kjon@mbl.is
Fá ekki laun
í skólanum
Fram kom í viðtali við Dag B. Egg-
ertsson, formann borgarráðs, hjá
Stöð tvö í gær að búast mætti við
hækkunum á útsvari auk gjaldskrár-
hækkana en unnið er að fjárlaga-
gerð fyrir Reykjavík. Hagspár
bentu til þess að taka myndi minnst
fimm ár að koma aftur á jafnvægi
þannig að ekki dygði að grípa til
tímabundinna ráðstafana.
Einar Örn Benediktsson, annar
maður á lista Besta flokksins og for-
maður menningar- og ferða-
málaráðs, hafði ekki heyrt ummæli
Dags í gærkvöld.
„Í þeirri fjárlagagerð sem við höf-
um verið að standa í höfum við fyrst
og fremst verið að líta á hagræð-
ingar,“ segir Einar Örn. „Við höfum
ekki farið út í að taka gjaldskrár-
hækkanir inn í það fyrr en við erum
búin að fara í gegnum allt annað.
Þannig að þetta eru bara heiðarleg
viðvörunarorð sem koma fram hjá
Degi.“
En merkir hagræðing ekki að
starfsfólki verði fækkað?
„Við erum ekki að skoða það held-
ur ýmsa samþættingu sviða en ekki
uppsagnir sem slíkar.“
Ekki náðist í Dag í gærkvöldi.
kjon@mbl.is
Boðar hækkanir á
gjaldskrá og útsvari
Einar Örn
Benediktsson
Dagur B.
Eggertsson