Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010
Það er ekki hægt annað en aðhafa gaman af umræðunni um
fundnu leyniskjölin um Íraksmálið.
Fyrir mörgum mánuðum voru flutt-
ar tillögur um að rannsaka bæri að
Íslendingar lýstu yfir stuðningi við
helstu bandalagsþjóðir okkar, sem
töldu óhjákvæmilegt að koma
Saddam Hussein frá. Ekki stóð til
að Ísland færi í stríð
eins og Bandaríkja-
menn, Bretar eða
Danir og fleiri þjóð-
ir gerðu. Einungis
að afstaða yrði tekin
með þessum þjóðum
og gegn Saddam.
Þeir menn sembáru pólitíska ábyrgð á þeirri
pólitísku ákvörðun hafa hvergi vik-
ið sér undan þeim. Svo ekki er vitað
hvað eigi að rannsaka en sjálfsagt
auðvitað að rannsaka.
Og fyrir mörgum mánuðum varþess einnig krafist á Alþingi
að öll skjöl um málið yrðu lögð
fram. Síðan hefur ekkert gerst fyrr
en Össur Skarphéðinsson fer að
fimbulfamba í útvarp um fundin
skjöl.
Þá kom Ögmundur Jónasson,sem bað um skjölin fyrir löngu
og fékk ekki og upplýsti að Össur
hefði sagt sér fyrir skömmu að eng-
in skjöl væru til.
Nú verður að rannsaka hversvegna skjölin fundust ekki.
Hver faldi þau fyrir Össuri og svil-
konu hans og fyrirrennara í þrjú
ár? Er sá enn í starfi? Af hverju fær
Ögmundur ekki skjölin og af hverju
ekki fjölmiðlarnir fyrst Össur er að
monta sig af þeim opinberlega?
Hvaða aulagangur er þetta eig-
inlega?
Bara þessi venjulegi eða nýtt af-brigði? Össur verður að svara
því.
Össur
Skarphéðinsson
Týndu leyniskjölin
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 27.10., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 3 rigning
Akureyri 4 rigning
Egilsstaðir 5 rigning
Kirkjubæjarkl. 6 skýjað
Nuuk 0 alskýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 6 skýjað
Kaupmannahöfn 7 þoka
Stokkhólmur 7 súld
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 8 skýjað
Brussel 10 skúrir
Dublin 11 skúrir
Glasgow 12 léttskýjað
London 16 léttskýjað
París 12 heiðskírt
Amsterdam 10 súld
Hamborg 8 súld
Berlín 7 skúrir
Vín 7 léttskýjað
Moskva 2 alskýjað
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 21 heiðskírt
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 15 léttskýjað
Aþena 17 skýjað
Winnipeg 2 skúrir
Montreal 16 léttskýjað
New York 21 alskýjað
Chicago 14 léttskýjað
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:59 17:25
ÍSAFJÖRÐUR 9:15 17:19
SIGLUFJÖRÐUR 8:58 17:02
DJÚPIVOGUR 8:31 16:52
„Eigandinn hefur fullan rétt til að
loka en spurning hvort það hafi
ekki verið gert í einhverju fljót-
ræði. Lokun heim að Núpsstað er
sannarlega skarð fyrir skildi,“ seg-
ir Skúli Möller, formaður Félags
leiðsögumanna, um þá ákvörðun
eiganda jarðarinnar Núpsstaðar í
Skaftárhreppi að loka aðgangi
ferðamanna heim að bænum.
Skúli segir Núpsstað og bæn-
húsið vera meðal fastra áningar-
staða leiðsögumanna með hópa
ferðamanna. Aðstæður á bænum
hafi gjörbreyst þegar salernis-
aðstöðu var komið upp og móttökur
ávallt verið hlýjar og góðar hjá Fil-
ippusi heitnum Hannessyni yfir
sumartímann. „Hann naut þess að
sitja úti og rabba við fólk.“
Skúli segir leiðsögumenn ávallt
hafa brýnt fyrir hópum sínum að
ganga um bæinn af virðingu og
hógværð. Hann segist í heimsókn-
um sínum að Núpsstað ekki hafa
orðið var við slæma umgengni
ferðamanna, ekki síst eftir að sal-
ernis- og snyrtiaðstöðu var komið
upp. Skúli segir leiðsögumenn von-
ast til þess að lokunin heim að
Núpsstað sé tímabundin og einhver
lausn finnist. Fyrst um sinn væri
t.d. ráð að hleypa ferðamönnum að
í fylgd innlendra leiðsögumanna.
Spurður hvaða lausn leið-
sögumenn vildu helst sjá segir
Skúli að gjaldtaka af ferðamönn-
um, til að halda uppi þjónustu og
eftirliti á bænum árið um kring,
muni aldrei standa undir sér ein og
sér. Gjaldtaka geti fælt ferðamenn
frá, eins og gerst hafi með Kerið í
Grímsnesi er það var keypt af
einkaaðilum. bjb@mbl.is
Lokun Núpsstaðar skarð fyrir skildi
Formaður leiðsögumanna segir
gjaldtöku geta fælt ferðamenn frá
Vímuvarnavikan, Vika 43, var
formlega sett í Þjóðleikhúsinu á
þriðjudag að viðstöddum nem-
endum frá Sjálandsskóla í Garða-
bæ, frammáfólki í æskulýðs- og for-
varnastarfi á Íslandi,
lögreglustjóra höfuðborgarsvæð-
isins, Stefáni Eiríkssyni og ráð-
herra dóms- og mannréttindamála,
Ögmundi Jónassyni. Tinna Gunn-
laugsdóttir þjóðleikhússtjóri bauð
gesti velkomna og fagnaði sam-
starfi leikhússins og vímuvarnavik-
unnar en forvarnaleikritið „Hvað
ef?“ er nú sýnt í Kassanum og er
ætlað efri bekkjum grunnskóla.
Í áskorun vikunnar, sem und-
irrituð er af fulltrúum 22 aðild-
arsamtaka þessa árlega verkefnis,
er sjónum beint að áhrifum fíkni-
efnaneyslu þar sem ungum kanna-
bisneytendum, sem leita sér með-
ferðar, hefur fjölgað um helming
hér á landi síðustu árin. Ungmenni
þurfi skýr skilaboð frá fjölskyldum
sínum um að hafna neyslu fíkniefna
og verjast öllu áreiti þess efnis.
Vímuvarnavika
berst gegn neyslu
kannabisefna
Setning Vímuvarnavika sett í Þjóðleikhúsinu
af m.a. dómsmálaráðherra og lögreglustjóra.
Ljósmynd/Odd Stefán
Álagningu opinberra gjalda á árinu 2010 er lokið á alla lögaðila sem skattskyldir
eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum,
og aðra sem lagt er á í samræmi við VIII. – XIV. kafla tilvitnaðra laga. Jafnframt er
álagningu lokið á lögaðila, sem skattskyldir eru af fjármagnstekjum samkvæmt
ákvæði 4. mgr. 71. gr. laganna.
Álagningarskrár, sem sýna álagða skatta á lögaðila í viðkomandi sveitarfélagi,
liggja frammi á skattstofum eða á sérstaklega auglýstum stöðum dagana 28.
október til 11. nóvember að báðum dögum meðtöldum.
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra
á www.rsk.is og www. skattur.is.
Kærurufresti vegna álagningar þeirra gjalda, sem hér um ræðir,
lýkur mánudaginn 29. nóvember 2010.
Álagningarskrár eru lagðar fram samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr.
framangreindra laga.
28. október 2010
Auglýsing um álagningu
opinberra gjalda
á lögaðila árið 2010