Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 16
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
V
ið horfum hrygg í huga á
alla fylgikvilla tóbaks-
ins á heilsufar. Fyrir ut-
an krabbamein þá veld-
ur tóbaksnotkun öðrum
langvinnum sjúkdómum líka sem
hafa mjög slæm áhrif á lífsgæði
fólks. Lungnaþemba dregur úr lífs-
gæðum fólks, og þetta þurfum við að
horfa upp á alla daga í okkar starfi,“
segir Birna Jónsdóttir, formaður
Læknafélags Íslands (LÍ).
Á aðalfundi sínum nú í október
samþykkti LÍ stefnu- og aðgerða-
áætlun í tóbaksvörnum og bendir
m.a. á að samhæfðar aðgerðir gegn
heilsuvá hafi áður skilað víðtækum
árangri. Birna segir að kjarninn í
áætluninni sé auknar forvarnir.
„Við viljum láta reyna á allt sem
í mannlegu valdi stendur til að koma
í veg fyrir að tvö ungmenni byrji að
reykja á hverjum einasta degi. Þó
þetta sé ekki smitsjúkdómur þá
þurfum við að nálgast nikótínfíkn
sem þá heilbrigðisvá sem hún er,
rétt eins og þegar samfélagið tekur
sig saman um að grípa til aðgerða,
sem geta verið óþægilegar, gegn
hættulegum smitsjúkdómum.“
Fíknlækningar virka
Ætla má að a.m.k. 300 Íslend-
ingar deyi árlega af völdum reyk-
inga og samkvæmt könnunum er
fimmta hvert ungmenni byrjað að
reykja um tvítugt. Læknafélagið
leggur áherslu á að best sé að byrja
aldrei reykingar, en einnig að efla
þurfi meðferð við tóbaksfíkn.
Í aðgerðaáætlun LÍ er m.a. lagt
til að farið verði yfir þau meðferð-
arúrræði sem eru í boði, hvernig
megi bæta þau og að komið verði á
fót þverfaglegri miðstöð í meðferð
við tóbaksfíkn. Birna segir að útfæra
þurfi miðstöðina eftir efnum og að-
stæðum en markmiðið yrði að hún
væri leiðandi í meðferð við fíkninni.
„Við höfum náð mjög góðum ár-
angri í fíknlækningum á Íslandi, til
dæmis þegar kemur að áfengi. Þar
höfum við bæði reynslu og mikla
þekkingu og við vitum að meðferð
við fíknsjúkdómum virkar.“
Þau meðferðarúrræði sem eru í
boði við nikótínfíkn í dag byggjast
fyrst og fremst á nikótínlyfjum. Auk
þess hefur félagið Læknar gegn tób-
aki boðið upp á ráðgjöf og hjarta- og
lungnalæknar stundum haldið nám-
skeið þar sem fólki er hjálpað að
hætta að reykja. Þverfagleg miðstöð
við tóbaksfíkn myndi að sögn Birnu
geta samhæft þessi úrræði og gert
þau markvissari. Hún bendir þó á að
meðferð fylgi heilmikill kostnaður
og fyrirhöfn. Hagkvæmast sé að
koma í veg fyrir að fólk byrji að
reykja með öflugum forvörnum.
Í millitíðinni mælist LÍ hins
vegar til þess að lyf sem notuð eru
við tóbaksfíkn sem hluti af virkri
meðferð verði niðurgreidd af
Sjúkratryggingum Íslands. Enn
fremur að nikótín og tóbak verði
skilgreint í lögum sem ávana- og
fíkniefni.
Kostar þjóðarbúið milljarða
Notkun tóbaks er að mati LÍ
faraldur sem geisar á Íslandi og
kostar þjóðarbúð um 30 milljarða á
ári. Félagið hvetur yfirvöld til að
auka fjármagn til tóbaksvarna, til að
draga úr samfélagslegum kostnaði.
„Sígarettur þyrftu að vera margfalt
dýrari til að standa undir þeim auka-
kostnaði sem afleiðingar reykinga
hafa á heilbrigðis-
kerfið. Það eru marg-
föld rök með þessu og
á endanum er mark-
miðið að gera landið
tóbakslaust. Á sparn-
aðartímum er það
ekki lítill kostur.“
Læknafélagið vill
tóbakslaust Ísland
Morgunblaðið/Golli
Reykt Lífsgæði einstaklingsins aukast og þjóðfélagið sparar ef reykingum
er útrýmt með forvörnum og meðferð, segir formaður Læknafélagsins.
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Maðurinner hroka-fyllsta
dýrategundin. Það
er svo sem ekki að
undra því að allar
hinar urðu undir
og verða nú að
lúta honum, líka þær stærstu
og kröftugustu. Fyrirferð
mannsins fer sífellt vaxandi
og og mörk frjálsra lenda
dýraríkisins á jarðarkringl-
unni skreppa hratt saman.
Þess utan er gáleysi og óvönd-
uð umgengni mannsins í sam-
eiginlegu umhverfi sínu og
þeirra dýrunum iðulega
háskaleg. Skógareldar vegna
íkveikju, flóð vegna ummynd-
unar lands, olíuslys á sjó og
landi, auk venjubundina
mengunarslysa eru nokkur
dæmi. Votlendi er fargað og
samgönguþarfir mannskepn-
unar þrengja sífellt að.
Við ýmsa þætti þessarar
þróunar verður sjálfsagt lítt
ráðið, en varúð og tillitssemi
getur þó bjargað miklu. En á
eitt meginatriði er nauðsyn-
legt að horfa. Þegar maðurinn
hafði náð því að verða herra
jarðarinnar og að lokum
þannig að yfirburðir hans
voru algjörir orðnir, hafði
ábyrgðin á tilverunni þar með
einnig flust til hans. Stöðu
hans fylgja skyldur og þær
ríkar.
Mjög er talað um mannrétt-
indi og flest undir það hugtak
fellt nú orðið. Málleysingj-
arnir hafa einnig sinn rétt,
þótt stundum sé óskráður og
staða mannskepnunnar og yf-
irgangur setja þær skyldur á
hana að gæta þess réttar.
Talsmenn dýraverndar eru
af einhverjum
ástæðum ekki
nægjanlega fyr-
irferðarmiklir á
Íslandi. Æskilegt
væri að á því yrði
breyting. Lítill
vafi er á að meiri-
hluti þjóðarinnar vill vel í slík-
um efnum, en situr þó hjá og
treystir því að „hið opinbera“
gæti hagsmuna þeirra sem
engan umboðsmann eða tals-
mann eiga. Því er ekki að
treysta.
Fréttir af framgöngu
byssumanna gegn álftum fyr-
ir nokkru og gæsum fyrir
skömmu vekja óhug og
skömm. Slíka níðinga þarf að
finna og láta þá sæta ábyrgð.
Heimilað er með lögum að
menn geti nánast frjálst veitt
tilteknar dýrategundir á Ís-
landi og aðrar í takmörkuðum
mæli. Það má vera augljóst að
heimild til að drepa dýr er
undantekningarregla frá
hinni um að þau eigi rétt á lífi
í landinu. Þessa undantekn-
ingarreglu verður að umgang-
ast af mikilli varúð.
Það er fjarri því sjálfsagður
hlutur að heimila mönnum að
arka með morðtól um landið.
Þeir sem slíkt leyfi fá verða að
gæta hófs og mildi. Brjóti þeir
gegn reglum um dýravernd
verður að sjá til þess að vopn
séu gerð upptæk og leyfi til að
bera þau séu felld úr gildi.
Þeir sem vilja gæta hagsmuna
dýraríkisins, bæði hins villta
hluta þess og hins sem not-
aður er í atvinnuskyni, ættu
að virkja og efla samtaka mátt
sinn í þágu þess. Margvísleg
dæmi síðustu árin sýna og
sanna að ekki er vanþörf á því.
Það verður að setja
aukinn kraft í sam-
tök um dýravernd.
Það sýna gömul
dæmi og ný}
Dýravernd í molum?
Evrópumeist-aratitill
kvennaliðs Gerplu í
hópfimleikum er
einstakt afrek.
Liðið hefur und-
anfarið verið í
fremstu röð og hafði áður í tví-
gang unnið til silfurverðlauna á
Evrópumeistaramótinu, 2006
og 2008. Sá árangur hafði
greinilega ekki satt hungrið og
í Malmö um helgina dugði ekki
minna en gull. Aldrei áður hef-
ur íslenskt lið unnið Evr-
ópumeistaratitil.
Lið Gerplu sýndi mikla yf-
irburði á mótinu og fékk flest
stig í öllum þremur keppn-
isgreinunum, gólfæfingum,
dýnustökki og trampol-
ínstökki. Rétt er að taka fram
að Gerpla er félagslið, en leyfi-
legt er að senda landslið á mót-
ið. Það gerðu Ís-
lendingar í
unglingaflokki og
tókst íslenska ung-
lingaliðinu að
vinna brons í
stúlknaflokki
þannig að framtíðin er björt.
Evrópumeistaratitillinn er
afrakstur þrotlausra æfinga og
ekki spillti árangurinn und-
anfarin ár sjálfstraustinu.
Meðan á undirbúningnum stóð
æfði liðið 20 tíma á viku og oft
meira. Markið var sett á Evr-
ópumeistaratitil og ekkert ann-
að kom til greina.
Oft er sagt að Íslendingar
séu svo fáir að þeir geti ekki
náð árangri í hópíþróttum.
Fimleikakonurnar fimmtán í
Evrópumeistaraliði Gerplu og
þjálfarar þeirra afsönnuðu það
rækilega um helgina.
Evrópumeistaratitill
kvennaliðs Gerplu í
hópfimleikum er
einstakt afrek }
Hetjurnar í Gerplu
Í
mannréttindaráði Reykjavíkurborgar
virðast menn ekki hafa sérlega mikið
að gera og finna sér þess vegna sér-
kennileg dekurverkefni til að hlúa
að. Af einhverjum ástæðum fékk
mannréttindaráð þá hugmynd að skaði gæti
orðið þegar óhörðnuðum skólakrökkum væri
kenndur kærleiksboðskapur kristinnar
kirkju. Mannréttindaráðið mun hafa áttað sig
á alvöru þess að ræða kristna trú í skólum
þegar því bárust kvartanir vegna heimsókna
trúfélaga í skóla landsins. Fulltrúar mann-
réttindaráðs, sem eru reyndar hættir að þora
að mæta í fjölmiðla, létu að því liggja að gríð-
arlegur þrýstingur væri á ráðið að grípa í
taumana gegn þessu umfangsmikla trúboði.
Helst mátti skilja að foreldrar víðs vegar um
borg væru beinlínis örvæntingarfullir vegna
þess að kristilegum boðskap væri troðið ofan í börn
þeirra af offorsi. Nú hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
upplýst að þessi gríðarlegi þrýstingur, sem var um það
bil að buga mannréttindaráð, byggist á rúmlega tuttugu
kvörtunum í skólasamfélagi sem telur tugþúsundir.
Kannski eru fulltrúar mannréttindaráðs mun við-
kvæmari en aðrir eða kannski vilja þeir bara fá frið í
vinnutímanum. Allavega hafa þessar rúmlega tuttugu
kvartanir orðið til þess að mannréttindaráð hefur lagt
fram ofurheimskulega tillögu um að banna trúartengt
starf í skólum borgarinnar. Allur þorri almennings hef-
ur reyndar alls ekki orðið þess var að trúboð sé stundað
dag hvern innan skólaveggja. Hins vegar
eru skólabörn nokkuð vel upplýst um þátt
kristinnar trúar í íslensku þjóðfélagi og er
það einfaldlega sjálfsagður hluti af menntun
þeirra.
Nú á að skapa algjör skil milli kirkju og
skóla vegna rúmlega tuttugu kvartana. Það
er ljóst að sáralítið vit liggur á bak við þá
hugmynd og nær engin skynsemi. Komið
hefur fram að yfir þrjú hundruð kvartanir
hafa borist fulltrúum mannréttindaráðs þar
sem hugmyndum ráðsins er mótmælt. Miðað
við það hversu auðveldlega fulltrúar mann-
réttindaráðs fóru á taugum vegna nokkurra
kvartana veltir maður því fyrir sér hvernig
líðan þeirra sé nú. Í opinberri umræðu er
ljóst að mannréttindaráð nýtur lítils stuðn-
ings. En það eina sem heyrist frá fulltrúum
ráðsins er píslarvættistal um að umræðan sé á villigöt-
um. Flestum ætti þó að vera ljóst að það var mannrétt-
indaráð sem villtist af leið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa haft vit á að stíga
fram og mótmæla banni við trúartengdu starfi í skólum.
Fátt heyrist hins vegar frá stjórnmálamönnum á vinstri
væng, annað en einstaka fagnaðarkvak vegna þess að
meina á hempuklæddum prestum að heimsækja skóla.
Borgastjórinn í Reykjavík, sem áður var fús að vitna
um trú sína, þegir núna. Er ekki kominn tími til að
hann tjái sig og mótmæli bullinu í mannréttindaráði?
kolbrun@mbl.is
Kolbrún Berg-
þórsdóttir
Pistill
Hinn gríðarlegi þrýstingur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Konur reykja
minnst hér
MIÐAR Í RÉTTA ÁTT
Íslenskar konur eru fremstar í
flokki reyklausra kvenna á
Norðurlöndum, ásamt sænskum
kynsystrum sínum. Þetta kemur
fram í ársritinu Norrænar hag-
tölur 2010 sem gefið var út af
Norrænu ráðherranefndinni í
gær. Samkvæmt því reykja að-
eins 16% íslenskra kvenna dag-
lega og eru því 84% þeirra reyk-
lausar. Finnskar konur reykja
hins vegar mest norrænna
kvenna, því einungis 75% þeirra
eru lausar við tóbaksfíknina.
Læknafélag Íslands vill að
stjórnvöld stefni að því að Ís-
land verði eitt fyrsta landið í
heiminum til að taka tóbak al-
farið úr almennri sölu. Einnig að
reykingum verði útrýmt á al-
mannafæri og að tóbak verði
tekið út úr vísitölureikningi.