Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Að undanförnu hef ég þurft að glíma við frekar óskemmtilega reynslu þar sem fjöl- miðill ber á mig rang- ar sakir. DV hefur haldið því ítrekað fram að ég hafi skipu- lagt árás á íslensku krónuna ásamt alþjóð- legum vogunar- sjóðum. Við það and- rúmsloft sem nú ríkir er sennilega auðveldast fyrir mann sem starfar í viðskiptum að gefast upp og hætta að reyna að hafa áhrif á að því er virðist stjórnlausa umræðu og leyfa henni einfaldlega að ganga yfir. Mig langar hins vegar í þessari grein að hrekja viðkomandi fullyrðingar DV og benda á á hve veikum grunni þær eru byggðar. Ásakanir DV hafa verið studdar langsóttum rangtúlkunum á tölvu- pósti sem ég sendi árið 2007. „Ja eg er.I NYC og hitti Sorosadan og BRuce Kovner. Thad freistar theirra ad radast a kronuna.“ Á fundinum var ég að kynna hlutabréf Straums fyrir viðkom- andi fjárfestum en á þessum tíma þótti okkur spennandi að fá al- þjóðlega fjárfesta að félaginu, slík kynning bar að sjálfsögðu ekki þau skilaboð að ráðast ætti á gjaldmið- ilinn. Á fundinum hafði hins vegar skapast umræða um krónuna þar sem fjárfestarnir töldu hana geta veikst. Í tölvupóstinum er ég að vara við mögulegum fyrirætlunum þessara fjárfesta enda alvarlegt mál fyrir mig og mína samstarfsmenn, sem áttu mikið af innlendum eignum, ef slíkt stæði til. DV styður ásakanir sínar einnig með því að ég hafi sagt „… en mer blaedir a hverjum degi“. Ég hafði lengi verið svartsýnn á íslensku krónuna. Til þess að draga úr áfalli við fall íslensku krónunar í fjárfestingum hafði ég um nokkurn tíma varið hluta íslenskra eigna fyrir verðfalli gjaldmiðilsins. Það var gert með því að gera fram- virkan samning sem virkaði í raun sem trygging gegn lækkun gjald- miðilsins, en á alþjóðlegum verð- bréfamörkuðum er vísað til kostn- aðar við slíkar tryggingar sem „bleed“ vegna vaxtakostnaðar sem þær hafa í för með sér. Ég nýtti slíkar tryggingar sem lið í áhættu- stýringu en á engum tímapunkti var ég hins vegar með skortstöðu á íslensku krónuna þar sem eignir á Íslandi voru það miklar að óger- legt hefði verið að verja þá áhættu að fullu. Það sést best á því að Novator og ég sjálfur töpuðum miklum fjármunum á hruni ís- lenska markaðarins og er einnig í fullu samræmi við skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis sem rann- sakaði hreyfingar á gjaldeyris- markaði fyrir hrun. Ástæðan fyrir því að ég keypti tryggingar gegn gengisleiðréttingu íslensku krónunnar var að ég hafði miklar áhyggjur af stöðu krón- unnar og íslenska hagkerfisins allt frá árinu 2005 og fram að hruni. Ég reyndi á þessum tímapunkti opinberlega að benda á veikleika kerfisins og vara við mögulegu hruni markaðarins og reyndi að takmarka tjón mitt og Novator af þessu með ýmsum hætti eins og rakið er hér að neðan: Ég varaði bankastjóra Lands- bankans við hættunni af því að al- þjóðlegir lánamarkaðir myndu lokast með tilheyrandi áföllum á gjaldeyrismarkaði árið 2005. Ég setti árið 2006 saman hag- fræðihluta minnisblaðs, dagsett 17. janúar 2006, sem var sent á tvo menn í bankaráði Landsbankans og sýndi hversu brothætt kerfið væri. Minnisblaðið fjallaði um áhættustýringu Landsbankans og hvernig mætti undirbúa bankann fyrir lokun lánamarkaða, gengisfall krónu og lækkun hlutabréfaverðs. Hagnaður yrði af gengisvörnum og hlutabréfavörnum sem myndu draga úr tapi Landsbankans við lækkun markaða. Í janúar 2006, á opnum fundi sem Arnór Sighvatsson, þáverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, stýrði, sagði ég að krónumarkaður væri á sama stað og hlutabréf í netbólunni í febrúar 2000, mánuði fyrir þá miklu leiðréttingu sem varð. Ég greiddi fyrir komu Nouriels Roubinis til landsins haustið 2006, þar sem hann hitti seðlabanka- stjóra, hagfræðinga Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins. Hann varaði við miklum alþjóðlegum áföllum, sem myndu hafa neikvæð áhrif á Ísland, og undirritaður sagði á þessum fundum að efla þyrfti gjaldeyrisforðann og huga að upptöku nýrrar myntar. Sumarið 2007 bauð ég til lands- ins sérfræðingi AGS, Manuel Hinds, sem sagði að skuldir lands- ins væru of miklar og fall krón- unnar myndi auka þær frekar. Efni fundarins var dreift á alþing- ismenn. Manuel Hinds lagði til ein- hliða upptöku nýrrar myntar og ef farið hefði verið að ráðum hans væri skuldastaða fyrirtækja og heimila allt önnur en hún er í dag. Í myndinni Draumalandinu færði ég ítarleg rök fyrir því að ís- lenska hagkerfið myndi ganga í gegnum gríðarlega erfitt sam- dráttarskeið, en viðtalið er óstytt í ítarefni DVD-útgáfunnar. Viðtalið var tekið árið 2007. Ég kom minnisblöðum um brot- hætt ástandið og leiðir til úrbóta á marga ráðherra í ríkisstjórn og til starfsmanna Seðlabanka. Ég hafði milligöngu um að Alonzo Perez kom til landsins til að ræða við ráðamenn um reynslu sína, en hann dollaravæddi Ekva- dor. Ég ræddi við John Greenwood, föður Hong Kong-dollarsins, og bað hann að segja frá reynslu Hong Kong, sem hann gerði á fyr- irlestri á Íslandi 2008. Eftir hrun fékk ég Lee Buchheit til landsins, 12. desember 2008, og hann bauð fram aðstoð sína við samninga um IceSave, en Lee er virtasti lögfræðingur heims á sviði samninga um uppgjör á rík- isskuldum. Lee var síðar ráðinn til að leiða samninganefnd Íslands í IceSave-málum. Af ofangreindu má vonandi sjá að ég lýsti skoðunum mínum marg- oft opinberlega og það mátti því vera öllum ljóst frá 2005 að ég teldi gengisleiðréttingu geta átt sér stað á Íslandi og því ekkert óeðlilegt þótt ég reyndi að hluta til að verja þessa áhættu. Ég vann hins vegar aldrei á neinn hátt gegn hagsmunum Íslands, heldur þvert á móti, varaði við og reyndi að vinna gegn mörgum þeim veik- leikum sem á endanum ollu hruninu. Ég hef margoft reynt að útskýra mál mitt fyrir DV en án árangurs. Tímasetning umfjöllunar blaðs- ins er án efa ekki tilviljun þar sem undirritaður á í lokaviðræðum um möguleg kaup á Sjóvá ásamt hópi fjárfesta. Mér finnst að fjölmiðlar jafnt sem aðrir verði að starfa af ábyrgð og hef ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn DV til að fá fullyrðingar blaðsins dæmdar dauðar og ómerkar. Áhættuvarnir og rangar sakir Eftir Heiðar Guðjónsson »Ég vann hins vegar aldrei á neinn hátt gegn hagsmunum Ís- lands, heldur þvert á móti, varaði við og reyndi að vinna gegn mörgum þeim veik- leikum sem á endanum ollu hruninu. Heiðar Guðjónsson Höfundur er hagfræðingur. Á fræðslu- myndbandi frá Evr- ópusambandinu (ESB), og finna má á vefsjónvarpi Evrópu- þingsins (Europ- arltv), er farið yfir hvaða skilyrði ríki þurfa að uppfylla til að geta gerst aðilar að ESB. Orðalagið sem kemur fram í myndbandinu er lýs- andi en þar segir á einum stað að það sé erfitt verk að vera sam- þykktur inn í ESB. Aðildarferlinu, eða skilyrðunum, er lýst svo í fræðslumyndbandi sambandsins. 1. Fyrsta skrefið er að umsókn- arríkið leggi inn umsókn. 2. Umsóknarríkið má ekki vera í stríði og þarf að vera lýðræðisríki, þar sem þegnarnir geta kosið leið- toga í frjálsum kosningum. 3. ESB samþykkir að hefja að- ildarferli. Tekið er fram að þó að ESB samþykki umsóknarríkið tryggir það ekki inngöngu. 4. Til þess að verða hluti af ESB (e. part of the EU) þarf ríki að uppfylla ákveðin skilyrði, sem getur tekið langan tíma. 5. Umsóknarríkið þarf að sanna að það beri virðingu fyrir mann- réttindum. 6. Umsóknarríkið verður að sýna fram á að það sé fært um að hrinda í framkvæmd stefnu ESB á öllum sviðum. 7. Efnahagsástandið í umsókn- arríkinu verður að vera í góðu lagi. 8. Umsóknarríkið verður að samþykkja öll réttindi og skyldur sem sameina ESB-aðildarríki. Þetta er kallað grunnregluverk ESB (e. community acquis). Að samþykkja acquis, þýðir það að samþykkja ESB eins og það er í dag. 9. Þegar öll þessi skilyrði eru uppfyllt kjósa öll aðildarríki ESB um aðild um- sóknarríkisins. Hvað vantar? En hvað vantar inn í þessa upptaln- ingu miðað við þær upplýsingar sem rík- isstjórn Íslands hef- ur gefið lands- mönnum og aðildarsinnar halda mjög á lofti? Jú, það er ekkert minnst á könnunarviðræður eða samningaviðræður milli umsókn- arríkisins og ESB! Hvers vegna skyldi það nú vera? Jú, vegna þess að Ísland er ekki í neinum samningaviðræðum samkvæmt reglum sambandsins. Við erum í aðildarferli að ESB, sem fljótt þarf að breytast í aðlögunarferli, ef aðildarsinnum á að takast að ná á endastöð í Brussel. Það kemur nefnilega fram í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem lögð var fyrir ríkjaráðstefnu ESB hinn 27. júlí í sumar að hraði aðildarferlisins ræðst af hraða aðlögunar regluverks Ís- lands að community acquis ESB. Ergó: engin aðlögun að ESB þýðir engin aðild að ESB. Engin aðlögun, engin aðild Eftir Jón Baldur L’Orange Jón Baldur L’Orange » Jú, vegna þess að Ís- land er ekki í nein- um samningaviðræðum að áliti ESB. Við erum í aðildarferli að ESB, sem fljótt þarf að breyt- ast í aðlögunarferli. Höfundur er stjórnmálafræðingur og í stjórn Heimssýnar. Formaður lækna- ráðs Landspítalans skrifaði greinarkorn í Morgunblaðið hinn 23. október sl. þar sem hann brást að ein- hverju leyti við ábend- ingu minni um að rekstrarkostnaður Landspítalans hefði hækkað en ekki lækk- að og að starfs- mönnum sjúkrahússins hefði fjölg- að en ekki fækkað eins og gefið var sterklega í skyn í nýlegri yf- irlýsingu læknaráðsins. Formaður læknaráðsins neitar því ekki í svari sínu að rekstr- arkostnaður Landspítalans hafi aukist á síðustu þremur árum en ver hins vegar talsverðu bleki í að segja frá ýmsum rekstrarmark- miðum sjúkrahússins á umliðnum árum. Samhliða því að segja frá rekstrarmarkmiðum sem ýmist náðust eða fóru forgörðum er sagt frá þróun efnahagsmála sem vissu- lega hafa neikvæð áhrif á rekstur sjúkrahússins. Í svargrein sinni þráast formað- ur læknaráðs Landspítalans við að halda því fram að störfum hafi fækkað á Landspítalanum um mörg hundruð þó svo að fullyrðing- arnar stangist á við greinargóðar upplýsingar sem koma fram á heimasíðu Landspítalans og sömu- leiðis skýringar í ársreikningum sjúkrahússins fyrir árið 2009. Í ársskýrslu spítalans sem kom út fyrir örfáum mánuðum fyrir árið 2009 segir orðrétt: „Ársverk starfsmanna Landspít- ala voru 3.899 að meðaltali á árinu 2009, en þau voru til samanburðar 3.872 á árinu 2008. Aukning hefur því orðið á stöðugildum á árinu.“ Ekki ætla ég að dæma um hvor- ar upplýsingarnar eru áreiðanlegri, þ.e. tölur læknaráðs- ins eða ársskýrsla sjúkrahússins, en al- menningur hlýtur að eiga rétt á því að þetta augljósa mis- ræmi verði skýrt. Í opinberri umræðu hafa stjórnendur Landspítalans ítrekað bent á þróun kostn- aðar á Landspít- alanum sem tekur bróðurpartinn af út- gjöldum hins opinbera samanborið við þróun kostnaðar til annarra útgjalda heilbrigð- iskerfisins á síðasta áratug. Í þessari umræðu hefur verið hlaupið yfir þá staðreynd að um aldamótin varð sameining sjúkra- húsanna í Reykjavík en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í lok árs 2003 kom fram að kostn- aður af starfseminni hefði vaxið á meðan afköst sameinaðs spítala hefðu staðið í stað eða jafnvel minnkað. Þessi óheillaþróun varð á sameinuðu sjúkrahúsi fyrstu ár- in vegna þess að skipulagsbreyt- ingarnar voru illa undirbúnar að mati Ríkisendurskoðunar þar sem hvorki var gerð framkvæmda- né kostnaðaráætlun. Mælanleg mark- mið fyrir sameiningu sjúkrahús- anna voru illa skilgreind en engu að síður var fyrirfram gert ráð fyrir því að skipulagbreytingarnar skiluðu hagræðingu og sparnaði. Ekki þarf því að koma á óvart að hæfir stjórnendur hafi getað náð nokkrum árangri í rekstri sjúkra- hússins eftir að reksturinn fór úr böndum fyrstu ár eftir illa und- irbúna sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Illa undirbúnar og órökstuddar skipulagsbreytingar heilbrigð- iskerfisins sem Guðbjartur Hann- esson stendur fyrir og birtast sem lokun á sjúkradeildum í hinum dreifðu byggðum fela augljóslega í sér ófyrirséðan kostnaðarauka annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Sérfræðingar í heilbrigðiskerf- inu og þá sérstaklega sérfræð- ingar á Landspítalanum sem hafa bitra reynslu af illa undirbúnum sameiningum stofnana ættu miklu frekar að vera talsmenn þess að ekki verði í flýti gerðar flaust- urskenndar óafturkræfar breyt- ingar með alvarlegum afleiðingum fyrir sjúklinga og skattgreiðendur. Mikilvægt er að dýpka ekki kreppuna með vanhugsuðum að- gerðum sem geta aukið kostnað og sett um leið fjölmarga á atvinnu- leysisskrá. Skipulagsbreyting heilbrigðisþjónustu Eftir Sigurjón Þórðarson » Illa undirbúnar skipulagsbreytingar og lokanir sem Guð- bjartur Hannesson stendur fyrir fela í sér kostnaðarauka annars staðar í heilbrigðiskerf- inu. Sigurjón Þórðarson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.