Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 37

Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 37
AF TÍSKU Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Tískuritstjórar geta ekki leng-ur setið á hásæti og stjórnaðþannig. Þeir verða að fara á meðal fólksins því það þarf að selja blöð. Vogue, blaðið sem hefur verið kallað Tískubiblían og mun seint teljast alþýðlegt blað, hefur fært sig fjær hátískunni og nær almenn- ingi. Í fyrstu endurspeglaðist það í því að kvikmyndastjörnur prýða nánast alltaf forsíðu bandaríska Vogue í stað fyrirsætna. Kvik- myndastjörnurnar hafa meiri teng- ingu við fólkið og þykja seljanlegri en fyrirsæturnar; þótt þær séu þekktar á sínu sviði dugar það ekki til að lokka stjörnuóðan almúgann til að kaupa blaðið.    Næsta skref í alþýðvæðinguVogue var að André Leon Talley, hægri hönd Önnu Wintour, ritstjóra bandaríska Vogue, tók sæti í dómnefnd America’s Next Top Model. Ekki nóg með það held- ur fær sigurvegari þáttarað- arinnar, sem Skjár einn hefur nú til sýningar, myndaþátt í ítalska Vogue. Hingað til hefur ítalska Vogue haft á sér þann stimpil að vera sérstaklega flott tískublað sem er leiðandi á sínu sviði en eltir ekki veruleikaþáttaraðir. Litið hef- ur verið niður á Top Model í tísku- heiminum því þar séu ekki alvöru fyrirsætur. Eins og þáttastjórnand- inn Tyra Banks bendir margoft á er meira í húfi í þessari 15. þátta- röð. Þátturinn er kominn á nýtt stig og þátttakendurnir mögulega aðeins „fyrirsætulegri“ en oft áður.    Bæði Vogue og Top Modelhagnast á þessu samstarfi, þátturinn fær meiri vigt í tísku- heiminum og þetta hátískublað færir sig nær fólkinu því hvað er alþýðlegra en sjónvarp?    Jú kannski er netið ennþá al-þýðlegra en sjónvarpið því ekkert miðlar fréttum hraðar en netsíður uppfærðar á öllum tímum sólarhrings. Tískuheimurinn hefur einmitt eignast nýtt ofurpar úr heimi ljósmyndabloggsins, Garance Doré (garancedore.fr/en) og Scott Schuman (thesartorialist.blogs- pot.com). Óhætt er að segja að þau ógni völdum tískuritstjóranna á tímaritunum. Fyrir þremur árum eða svo var þeim varla hleypt inn í sýningartjöldin en nú sitja þau á fremsta bekk.    Time hitti naglann á höfuðiðog skynjaði breytta tíma þeg- ar það valdi Schuman á meðal 100 helstu áhrifavalda í hönnunarheim- inum árið 2007. Síðan þá hefur Schuman meðal annars gefið út bók á vegum Penguin og starfað með hinu þekkta tískuhúsi Bur- berry. Doré er jafnframt þekktur teiknari og hefur haldið sýningu á tískuteikningum sínum víða um heim.    Þau eru því engir venjulegirbloggarar, þau hafa virkilega eitthvað fram að færa, listrænt auga og næma tilfinningu fyrir straumum og stefnum. Hátískan og almúginn » Báðir hagnast ásamstarfinu; Top Model fær meiri vigt í tískuheiminum og Vogue færir sig nær fólkinu því hvað er al- þýðlegra en sjónvarp? Reuters Kvikmyndastjarnan og ritstjórinn Það er við hæfi að leikkonan Sarah Jessica Parker sitji við hliðina á ritstjóra bandaríska Vogue, Önnu Wintour, á fremsta bekk á tískusýningu enda hefur Parker prýtt forsíðu blaðsins. Ofurpar Ljósmyndararnir og bloggararnir Garance Doré og Scott Schuman eru af nýrri kynslóð áhrifafólks í tískuheiminum. SÝND Í KEFLAVÍK „GEÐVEIKISLEGA FYNDIN“ - SHAWN EDWARDS, FOX-TV FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS 7 Steve Carrell og Paul Rudd fara á kostum ásamt Zach Galifianakis sem sló eftir- minnilega í gegn í “The Hangover” SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI BEN AFFLECK LEIKUR BANKARÆNINGJA Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA HHHH „ÞESSI LÆTUR KLÁR- LEGA SJÁ SIG Á ÓS- KARNUM Á NÆSTA ÁRI.“ - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHHH “ÞETTA ER EINFALDLEGA BESTA MYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU” - Leonard Maltin HHHH “EF ÞAÐ ER TIL MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ, ÞÁ ER ÞAÐ ÞESSI” - Boxoffice Magazine HHHH “THE TOWN ER ÞRILLER EINS OG ÞEIR GERAST BESTIR OG RÚMLEGA ÞAД - Wall Street Journal SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI FORSÝNING Í KVÖLD KL. 10:30 HHHH - JOBLO.COM HHHH „A HAUNTING, TOUCHING AND UNFORGETTABLE THRILLER.“ - BOXOFFICEMAGAZINE 100/100 „ONE OF THE YEAR’S MOST POWERFUL THRILLERS.“ - HOLLYWOOD REPORTER 100/100 - VARIETY Stephen King segir: „Það gil- dir einu hvort að þú sért unglingur eða kvikmynda- áhugamaður á fimmtugsaldri, þú verður dolfallinn.”. BESTA SKEMMTUNIN THE SWITCH kl. 8 -10:20 10 ÓRÓI kl. 8 10 SOLOMON KANE kl. 10:20 16 / KEFLAVÍK SOCIAL NETWORK kl. 8 -10:20 12 ÓRÓI kl. 8 10 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 10:20 7 / SELFOSSI KONUNGSRÍKI UGLANNA m. ísl. tali kl. 6 7 THE SWITCH kl. 8 -10:10 10 ALGJÖR SVEPPI OG... kl. 6 L ÓRÓI kl. 8 -10:10 10 / AKUREYRI MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Fréttir gærdagsins fyrir Batman- aðdáendur birtust í LA Times þar sem frá því var sagt að Batman þrjú væri komin með nafn. Þriðja mynd- in í þessari trílógíu frá Gotham- borg hinni myrku mun nefnast upp á útlenskuna The Dark Knight Ri- ses sem hægt er að þýða Svarti riddarinn rís eða Svarta ridd- aranum rís. Önnur yfirlýsing fylgdi í kjölfarið og hún er að Batman þrjú verður í tvívídd. Þrívíddarmanían er farin að hrjá alvöru karlmenni sem fara ekki í bíó til að setja á sig pappírsgleraugu og líta út eins og diskónörd frá níunda áratugnum. Þannig að það eru aðeins gleðifrétt- ir sem berast frá Gotham. Batman þrjú fær nafn Bilbo Baggins, hinn gamli íhalds- hobbiti, er kominn með heimili. Warner Brothers höfðu verið að leita að heppilegum tökustað eftir að hafa útilokað Nýja-Sjáland en þar var Hringadróttinssaga kvik- mynduð. En mótmælagöngur á strætum borga eyjarinnar fögru komu fulltrúum Warner Brothers til að hugsa sig tvisvar um. Ekki spillti það fyrir að stjórnvöld lands- ins lofuðu auknum skattaafslætti upp á tæpar átta milljónir dollara og lagabreytingar kvikmyndaver- unum í vil. Allt bendir til þess að Skíri (Shire), heimaþorp Hobbitans, gamla verði á Nýja-Sjálandi. Bara að það verði nægur matur til, því það var það sem Baggins hafði raunverulegan áhuga á. Hobbitinn fær heimili

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.