Hamar - 28.01.1950, Blaðsíða 6

Hamar - 28.01.1950, Blaðsíða 6
6 H A M A R Alþýðuflokkurinn og húsnæðismálin Hirðuleysi Alþýðuflokksins um raunhæfar úrbætur í hús- næðismálum, má glöggt marka af því að hvarvetna þar sem þeir, ýmist einir eða í félagi við kommúnista, hafa stjórn bæjarmála, þar aðhafast bæirnir ekkert að því er snertir byggingar íbúðarhúsa á vegum þess opinbera. Á Norðfirði ráða kommúnistar, í Vestmannaeyjum ráða Alþýðuflokks- menn og kommúnistar í félagi. Hér í Hafnarfirði hafa Al- þýðuflokksmenn haft einir meirihlutastjórn. í engum þessara bæja hafa bæirnir gengist fyrir byggingu íbúðarhúsa. Er þetta því merkilegra, þar sem vitað er að þessir tveir flokkar telja þó að bæirnir eigi að vasast í sem flestu. Þar sem Sjálfstæðismenn hafa ráðið, svo sem á ísafirði og í Reykjavík, þar hafa bæirnir auk lögboðins stuðnings við byggingarframkvæmdir einstaklinga og byggingarfélaga, s. s. Byggingarfélags Alþýðu o. fl„ framkvæmt á vegum bæj- arfélaganna sjálfra stórfelldar framkvæmdir í íbúðarhúsa- byggingum. Um það bil sem Ráðhúsið var byggt, var mikill skortur byggingarefnis og þá ekki síður fagmanna til byggingar- vinnu. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn töldu því rétt, eins og á stóð, að fresta þessari byggingu um sinn og meta meira að leysa húsnæðisvandræði þeirra, sem verst voru á vegi ! staddir. Báru þeir því fram í bæjarstjórn tillögu um frestun á byggingu Ráðhússins, en jafnframt að bærinn gengist fyr- ir byggingu 12—15 íbúðarhúsa, sem síðan yrðu leigð eða seld einstaklingum með hagkvæmum skilmálum. Þannig hefði svo mátt halda áfram, er þessum fyrstu byggingum var lokið. Enda þótt Sjálfstæðismenn væru í sjálfu sér samþykkir byggingu ráðhúss, töldu þeir þó rétt að meta meira að leysa úr brýnustu þörfum fólksins, að því er húsnæði snertir. Þessa tillögu um íbúðarhúsabyggingar felldi Alþýðu- flokksmeirihlutinn. Þeir mátu meira fínar skrifstofur fyrir sjálfa sig og viðhafnarsal fýrir örfáa bæjarstjórnarfundi ár- lega, heldur en útrýmingu ómannsæmandi íbúða. Nú stæra þeir sig hvað mest af Ráðhúsinu. Myndi ekki frekari ástæða til stærilætis fyrir þessa menn, ef þeir hefðu borið gæfu til þess að samþykkja tillögu Sjálfstæðismanna. Þá gæfi nú að líta bæjarhverfi snoturra einbýlishúsa, þar sem þeir byggju, er nú verða að hýrast í óviðunandi húsnæði. Það má deila um það hvort fremur bæri að byggja Ráð- hús, heldur en íbúðarhús. Sjálfstæðismenn kusu frekar íbúð- arhúsabyggingar. — Alþýðuflokkurinn sem meirihlutavald- ið hafði kaus Ráðhúsið. Þessa munu kjósendur minnast við kjörborðið og greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt. Hafnfirskir kjósendur! Komið í veg fyrir að mögru, rauðu kýrnar hans Emils í Krýsuvík eti upp til agna allar feitu kýrnar hjá Bæj- arútgerðinni. — Stöðvið fjár- austur kratanna til Krýsu- víkur. — Kjósið B-listann. Hafnfirzkir verkamenn, sýnið á kjördegi að þið eruð frjáls- ir menn í frjálsu landi, en' ekki ánauðugir þrælar einn-! ar fjölskyldu. — Kjósið sam-i kvæmt sannfæringu ykkar. i Kjósið því B-listann. Munið að atkvæðagreiðslan er leynileg. í atkvæðaklef-1 ann sjá hvorki augu Ásgeirs né Guðmundar Giss. hvar þið setjið krossinn. Kjósið óhræddir B-listann. Látið hvorki hótanir né loforð um góðar gjafir trufla sann- færingu ykkar. Hrindið af ykkur þrælaokinu. Kjósið frjálslynda menn. Kjósið B-listann. Sundlaugin Eitt gleggsta dæmið um óheppilega stjórn kratanna á opinberum málu, er stjórn þeirra á Sundlauginni. í stað þess að reka fyrirtæki þetta með hagsýni og gera það þannig úr garði, með yfirbyggingu, að fólk geti fært sér hana í nyt og þar með sé tryggður fjárhagslegur rekstur hennai. Stendur þetta nauðsynlega mannvirki mjög lítið notað, en er rekið með stórfelldum árlegum reksturshalla. Nemur rpksturshalli sundlaugarinnar allt að 100 þús. kr. á ári. Tvívegis hefur verið tekið af bæjarbúum fé til yfirbygg- ingar Sundlaugarinnar, en ekkert verið gert. Það fé sem átti að byggja yfir sundlaugina fyrir, til þess að tryggja full not hennar og fjárhagslega afkomu, — hefur farið til þess að greiða reksturshallann. Þannig fer flest á verri veg í höndum Alþýðuflokks- mannanna. Komið í veg fyrir að slíkt stjórnleysi ríki áfram í málum þessa bæjar. Kjósið B-listann. Glæsiiegur kjósendafundur Sjálfsfæðisflokksins Kjósendafundurinn síðast liðinn föstudag, þar sem sam- an voru komnir á 6. hundrað stuðningsmanna B-listans, sýndi vaxandi baráttuhug Hafnfirðinga gegn óstjórn og spillingu krataklíkunnar. — Herðum sóknina í dag. Tryggjum málstað bæjarfélagsins sigurinn. — Kjósið B-listann. Þessi mynd sýnir eina af nýrri og jaínframt dýrari götum bæjarins. Skyldi nokkursstaö- ar í öðrum kaupstöðum landsins sjást aðrar eins framkvæmdir og og hér er um að ræða. í wr- Hér birtist*tnynd af einni mestu umíerðargötu bæjarins. Þannig eru ílestar götur Hatnar- ijarðar eftir 24 ára stjórn Alþýðutlokksins. Hafnfirðingar hafa fengið nóg af slíku, Barnaleikvöllurinn í vesturbænum Sunnúdaginn 21. ágúst 1949 birtir Alþýðublaðið (Reykjavík) fréttir af framkvæmdum á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Þar segir m. a.: „Lokið er við að gera tvo leikvelli fyrir börn og koma tækjum fyrir á þeim".{ Lbr. Hamars). Hér birtist mynd af öðrum leikvellinum. Þegar myndin var tekin sagði barn, sem viðstatt var: „Eruð þið að taka mynd af rólunum, það er ekkert snæri í þeim."

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.