Hamar - 24.02.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 24.02.1950, Blaðsíða 2
2 HAMAR — H A M A R ÚTGEFÁNDI: Sjájfstæðisflokkurinn í Ilafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan livern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐjU HAFXARFJARÐAR H. F. V------------------'_________j________/ Vöruvöndun Frá því hefur verið skýrt í dagblöðunum, að jslenzki salt- fiskurinn sé að tapa vinsældum í markaðslöndunum vegna lélegrar verkunar. S. í. F. hefur því tekið málið að sér og sent þeirn, sem að saltfiskframléiðslu starfa ávarp þar sem rnjög er hvatt til aukinnar vöruvöndunar á þessu sviði. Það fer ekki hjá því að hér er mikil alvara á ferðum. Út- flutningsvara okkar er að langmestu leyti sjávarafuðrir og þar sem nú eru erfiðleikar á sölu ísvarins fiskjar hefur i auknurn stíl verið snúið sér að saltfiskframleiðslu. Það vill oft brenna við, og er það ekki nýtt, að meira sé hugsað um að fá mikinn afla að magni, þó að það leiði til þess að varan verður miklu verðminni en ella auk þess, sem hún gerir það að verkum að framleiðslan í heild verður ekki eíns eftirsótt af kaupendum. Hér verður að stinga við fótum og það án tafar, ef takast mætti að vinna upp það tjón og þá álitshnekki, sem við höfum beðið við að senda óvandaða vöru til viðskiptalanda okkar. Það liggur í hlutarins eðli, að hver sá maður, sem ætlar sér að verða góður kaupsýslumaður, vinna traust viðskiptavin- anna, auka viðskiptin o. s: frv. verður að leggja sig fram um það að hafa góða vöru á boðstólum og jafnframt við sem hagkvæm- ustu verði. A þann sama hátt verða viðskipti okkar við aðrar þjóðir að byggjast upp. Við þurfum að geta boðið þeim góða vöru, það mikið öryggi fyrir gæðum, að nafnið ísland gefi það til kynna að varan sé sú bezta, sem hægt er að fá. Á þann hátt getum við, þessi fámenna þjóð, bezt tryggt örugg viðskipti okkar við aðrar þjóðir, bezt tryggt efnahagslega afkomu okkar, bezt tryggt örugga þróun og fjölbreytni í framleiðslu okkar og allri meðferð framleiðsluvaranna. Því verður ekki móti mælt að stríðsáriu síðustu og hin mikla eftirspurn eftir framleiðsluvörum okkar leiddi til þess, að meira var hugsað um að afla sem mest heldur en vöruvönd- unina og mundum við ekki sjálf hafa lagt okkur til munns sumt af þeim fiski, sem boðlegur þótti á erlendum markaði og var jafnvel tekið fegins hendi á stríðsárunum af viðskipta- löndum okkar. Mun þetta hafa sljóvgað tilfinningu okkar fyrir því að vera vandvirkir og ekki komið okkur í hug þá að slíkt framferði mundi verða okkur dýrt, þegar ástandið breyttist. Við Islendingar eru sjálfir þannig gerðir, að við viljum ekki kaupa svikna vöru, heldur viljum við fá það sem bezt er og reynslan mun að jafnaði verða sii, að happadrýgstu kaup- in gerum við í beztu vörunni. Áður en íslendingar tóku sjálfir verzlunina í sínar hendur, vildi það oft ganga þannig til, að stórskemmd vara var flutt inn í landið og neyddust margir til að kaupa hana vegna ýmiskonar aðstæðna. Þetta höfum við fordæmt mjög og ekki að ástæðulausu. En því síður megum við sýna viðskiptaþjóðum okkar það sama viðskiptainnræti og við urðum sjálfir að þola. Það verður okkur farsælast að hugsa meira um vörugæðin í framleiðslu okkar, enda fer verðmæti vörunnar alls ekki eftir magninu einu, heldur að verulegu leyti eftir gæðunum, en það hefur oft ekki verið athugað eins og skyldi, þrátt fyrir það, að oft hefur komið í ljós, að þeir, sem mest aflamagn hafa sýna lakari rekstursafkomu en þeir sem verulega minni afla hafa fengið. Ber einkum tvennt til að svo er, í öðru lagi, að ver er farið með.aflann svo og að tilkostnaður hefur orðið verulega meiri hlutfallslega hjá þeim, sem aflahærri var. Að sjálfsögðu getur farið saman að afla vel og fara vel með aflann og komast af með lítinn reksturskostnað, en dæmin eru því miður alltof mörg á hinn veginn. Áherzlu verður ð leggja á það að hagnýta aflann sem bezt og gera hann á þann hátt sem verðmestan. r ' N Eitt og annað — — V_______________________________!__/ „KOSNINGASIGUR ALÞÝÐU- FLOKKSINS"!! í síðasta tbl. Álþbl. Hafnar- fjarðar er rætt um „kosninga- sigur Alþýðufl." vill blaðið þá gera bæjarstjórnarkosningarn- ar saman við alþingiskosn- ingarnar í haust. Það er flest- um Ijóst að slíkur samanburð ur er mjög hæpinn, enda mun blaðinu sjálfu hafa fundizt það, því það hefur fundið sig knúð til á öðrum stað í blað- inu að taka til samanburðar bæjarstjórnarkosningar fyrir 12 árum. FORÐAST SANNLEIKANN Hinsvegar forðast blaðið að minnast á bæjarstjórnar- kosningarnar 1946, enda mun fara óþægilega í taugarnar á þeim, sem að blaðinu standa, þegar þeir hugsa til þeirrar þróunar, sem orðið hefur í bæjarmálapólitíkinni s. 1. 4 ár.: Sú þróun bendir ótvírætt til hrörnunar Alþfl. og kommún- istafl., en vaxtar Sjálfstæðisfl. Þessu vill hlaðið leyna og hef ur því tekið þann kostinn að sniðganga sannleikann, enda ekki óvant því. HINN „PÓLITÍSKI ÞROSKI" Þá minnist blaðið á það að framsófcnarmenn hafi sem sagt með tölu kosið með Al- þýðuflokknum og sýnt með því „pólitískan þroska“ og ber að þakka það, að verð- leikum“ segir blaðið. En mörgum hefur orðið á að spyrja hver hinn „pólitíski þroski“ sé og í hverju hann sé fólginn? MENN EN EKKI MÁLEFNI Á fyrsta fundi hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar kom í ljós hverskonar makk hafði verið á milli Framsóknarfl. °g Alþfl. Málefnasamningur væntanlega? Nei ekki aldeilis. Að Framsóknarmenn hafi að- hyllst stefnu Alþfl. og kosið hann þessvegna? Ekki held- ur. Framsóknarflokkurinn virðist hafa verið keyptur fyr- ir nefndarsæti handa tveimur gæðingum hans. Hinn „póli- tíski þroski“ Framsóknarfl. er í því fólginn að semja um þennan eða hinn manninn í nefndarstörf, helzt bitling en ekki samið um málefni. Það kallar blað Alþfl. hér í bæ „pólitískan þroska“, enda er það e. t. v. ekki óeðlilegt því I mikið má vera, ef Alþfl. hefur ekki gert slíkt hið sama, svona við og við, að minnsta kosti hefur honum tekizt að koma forystuliði sínu í sæmi- lega laumið störf. Virðist Al- þýðubl. Hafnarfj. vera sein- heppið að opinbera svo ræki- lega sem raun ber vitni, hvað það er, sem Alþfl. telur „póli- tískan þroska“. ENDURTEKNING FRÁ 1938? Til að sýna vizku sína og! nákvæmni segir Alþbl. Hfj. | frá því, að kommúnistar hafi ] lánað Sjálfstæðisfl. 60 atkv. í I síðustu bæjarstjórnarkosning- ] um. Það vill nú svo til„ að Alþfl. datt það í hug fyrir kosningarnar, að hægt væri að fara í atkvæðabrask með ýmsu móti og jafnvel að fá lánuð atkvæði hjá konnnún- istum. Sannar það m. a. orð konunúnista að kvöldi kosn- ingadagsins að Alþfl. væri búinn að aka minnst 100 atkv. á kjörstað, sem kommúnistar töldu sér. Leikur því nokkur grunur á því, að sama sagan hafi endurtekið sig og 1938 um lánsatkvæði konuuúnista til Alþfl., enda finnst Alþbl. Hfj. sjálfu, að þær kosningar séu sambærilegustu bæjar- stjórnarkosniugarnar við hin- ar nýafstöðnu kosningar. En hvort konunúnistum verður þakkað opinberlega fyrir Ián- ið og á hvern hátt á að greiða það, kemur að öllum hkiud- um smátt og smátt í ljós. Ljós framundan í strætisvagnamálinu Á fundi bæjarráðs 13. febr. s. 1. skýrði bæjarstjóri frá því, að hann hefði verið boðaður á fuijd fjárveitinganefndar Alþingis ,og hefði verið rætt um rekstur áætl- unarbílanna milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, og hefði þar komið fram, að núverandi ríkis- stjórn mundi hafa til yfirvegun- ar að hætta rekstri áætlunarbíl- anna, og hefði formaður fjár- veitinganefndar óskað eftir að fá að vita um afstöðu bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar til þessa máls. Út af máli þessu samþykkti bæjarráð að tilkynna f járveiting- arnefnd, að bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hefði enga afstöðu tekið ^ til málsins, en óskaði hinsvegar; eftir því, að fá að fylgjast með| því, sem gerðist í málinu hjáj ríkisstjórn og Alþingi með nokkr um fyrirvara, svo að liægt væri að fvrra bæjarbúa óþægindum, sem gæti leitt af því, ef vagn- arnir stöðvuðust, og að bæjar- stjórn gæfist kostur á að fylgast með málinu í heild. Von er því til, að ríkið losi sig við rekstur strætisvagnanna á leiðinni Reykjavík—Hafnarfj. svo að meiri möguleikar skapist fyrir því að úr verði bætt því ófremd- arástandi, sem ríkir og hefur j ] ríkt á stjórn þeirra mála síðan ! póststjórnin tók við rekstrinum. ] Barna- og unglingavinna Á síðasta bæjarstjórnarfundi var til umræðu tillaga, sem Ósk- ar Jónsson bar fram í bæjaráði 13. febr. s. !. Tillagan er svo- hljóðandi: „Bæjarráð samþykkir að mæla með því við bæjarstjórn að liefja nú þegar undirbúning að því, að fram fari næsta sumar hér á veg- um bæjarins, barna- og ungl- ingavinna við garðrækt og mat- jurta í landi kaupstaðarins. Verði til þess starfa ráðinn vel hæfur maður hið allra fyrsta, svo að undirbúningur geti haf- izt nú þegar, eða svo fljótt sém nauðsyn þykir“. Óskar Jónsson fylgdi tillög- unni úr hlaði og gat þess að slík unglingavinna hefði verið reynd bæði á Akranesi og í Reykjavík og hefði hún borið góðan árang- ur, Stefán Jónsson og Þorleifur Jónsson tók mjög í sama streng- inn um nauðsyn þess að finna út verkefni fyrir börn og ungl- inga, sem ekki kæmust út úr bænum til vinnu á sumrin. Var tillagan samþykkt samhljóða. Þessi mál öll verður að taka til rækilegrar yfirvegunar, en umfram allt verður að setja strangar reglur, og framfylgja þeim, um Jrað að út sé flutt góð vara. Við eru aðeins smáþjóð en við ættum Jió að geta orðið stórir á Jrann mælikvarða að vanda útflutningsvörur okkar, bjóða aðeins það sem er gott og að nafnið ísland tryggi beztu gæði vörunnar hver sem hún er og hvar sem hún er seld. Herbergi til leigu strax á Sjónarhól Sími 9214

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.