Hamar - 11.08.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 11.08.1950, Blaðsíða 2
2 H A M A R ✓---------------------------------------------------------V HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ABYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Stranúgötu 29. HAMAR kemur út annan livern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PREN'TAÐ í PREN l SMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. ___________________________________________________/ Brotin boðorð Þegar sagt hefur verið upp mönnum í bæjarvinnunni, vatns- veitan stöðvuð um stund og legið við stöðvun hafnargerðarinnar, verður mörgum á að minnast loforða Alþýðuflokksins fyrir síðustu kosningar. Það voru 10 boðorð, sem eftir skyldi breyta og voru kjósendur beðnir að kynna sér þau vel áður en þeir færu á kjör- stað. Aftur á móti láðist að hvetja fólk til að fylgjast með því, hvernig boðorðin yrðu haldin, enda e. t. v. heppilegra fyrir Al- þýðuflokkinn, að það yrði ekki gert. Þótt ekki sé liðið nema rúmlega hálft ár af kjörtímabilinu þá hefur Alþýðuflokknum tekizt að fara í kringum sum boðorðin og þverbrjóta önnur. Fyrsta boðorðið er það, að Alþýðuflokkur- inn lofar að tryggja „áframhaldandi bæjarvinnu og er það sér- staklega athugandi fyrir hina eldri menn, sem erfitt eiga með vinnu annarsstaðar.“ Hvernig hefur þetta boðorð verið haldið? Þannig að verkamönnum í bæjarvinnunni var sagt upp á þeim tíma, sem yfirleitt er erfitt að ráða sig til vinnu eða um miðjan júlí, enda munu sumir þeirra verkamanna, sem upp var sagt, vera atvinnulausir ennþá. Vatnsveituframkvæmdirnar voru stöðv- aðar í eina viku og hafa þeir, sem þar misstu vinnu orðið fyrir meira tjóni fyrir þessar aðgerðir bæjarstjórans og bæjarstjórnar- meirihlutans miðað við tímabilið frá 1. ág. til áramóta, en sem svarar þeim 5 vísitölustigum, sem forseti Alþýðusambands íslands telur nú nauðsynlegt að fara út í kaupdeilur fyrir. Svipað er að segja um hafnargerðina. Vinna við hana var stöðvuð og það var fyrir velvilja stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar að það verk var hafið aftur. Þriðja boðorð Alþýðuflokksins, sem er um þetta mál hljóðar svo: „Áframhald með höfnina, sköpuð aðstaða fyrir mótorbátana í suðurhöfninni, bæði til upplagningar afla og með tilliti til öryggis bátanna.“ Það verður ekki annað sagt en brotalöm hafi komið á breytni Alþýðuflokksforystunnar hvað þetta boðorð snertir og fullt útlit er á að það verði þver- brotið áður en mjög langt um líður. Þá er ekki úr vegi að rifja upp hvernig 10. boðorðið hljóðar, en það er þannig: „Komið verði upp kúabúi í Krýsuvík og lokið nú á þessu ári þeim undirbúningi, sem með þarf til að Hafnfirð- ingar fái góða og ómengaða mjólk strax næsta vetur. Og takmark- ið með kúabúinu í Krýsuvík er, að Hafnfirðingar geti fengið alla sína mjólk frá búinu í Krýsuvík, því „hollur er heimafenginn baggi“.“ Ut af þessu boðorði og bröltinu í Krýsuvík mætti skrifa mikið mál, en það verður ekki gert að þessu sinni. Það nægir að benda á það, að margt er ennþá óunnið til þess að nokkuð nálgizt það, að hægt sé að setja upp kúabú í Krýsuvík. Ræktunin er skammt á veg komin sömuleiðis allar byggingar, nema helzt íbúðarhús bústjórans, en hann hefur nú einnig verið gerður að yfirmanni garðyrkjustöðvarinnar. Hafnfirðingar munu því verða að láta sér nægja svikin loforð í stað mjólkur frá hinu fyrirhugaða kúabúi í Krýsuvík. Hér hefur verið minnst á þrjú af hinum 10 boðorðum og sýnt fram á að 1. og 10. boðorðið hafa verið þverbrotin og litlar horfur á að það 3. verði haldið. Slík loforð, sem gefin eru alveg út í loftið og jafnvel alls ekki með það fyrir augum að halda þau, sýna betur en margt annað, hvaða virðingu þeir, sem loforðin gefa bera fyrir almenn- ingi. Fólkið er ekki talið þess virði að standa við gefin loforð gagnvart því. Það á að taka með þögn og þolinmæði við því, sem að því er rétt af Alþýðuflokksforkólfunum, þeir telja sig ekki þurfa á því að halda, nema um kosningar og þá á að endurnýja sviknu loforðin og gefa ný, ef henta þykir. Að því kemur fyrr eða síðar, að augu almennings opnast og Alþýðuflokksforsprakkarnir hljóta sinn verðuga dóm. I Eitt og annað---| STRÆTIS V AGN ARNIR í EINKAREKSTRI Eins og bæjarbúum er kunn ugt þá er rekstur strætisvagn- anna á leiðinni Hafnarfjörður — Reykjavík kominn aftur í hendur einstaklinga. Var ó- stjórnin og tapið svo gífurlegt á rekstri hennar í eign hins opinbera, áð ekki var talið fært að íþyngja þjóðinni frek- ar en orðið var með slíkri starfrækslu. GRÓÐINN OG HAGUR FÓLKSINS Það er leitt að vita til þess, að svo ógæfusamlega hefur til tekizt, að afskipti þess opin- bera af þessapd sérleyfisleið skyldu verða til þess að koma rekstri hennar út úr bænum, en stundum vill fara svo, að lítið verður úr því högginu, sem hátt er reitt. Gróði þeirra, sem áður höfðu þennan rekst- ur með höndum þótti svo gíf- urlegur, að nauðsynlegt væri að ríkið tæki reksturinn í sínar hendur til að fleyta rjómann ofan af þessari miklu auðsupp- sprettu og svo til að koma betra skipulagi á fólksflutn- ingana og tryggja það að fyrst og fremst væri hugsað um hag þeirra, sem vagnana þyrftu að nota. SPEGILMYND RÍKISREKSTURSINS En einhvernveginn fór þó þannig að gróðinn breyttist í stór töp og mætti þá ætla að það hefði orðið sökum þess, að svo vel væri séð fyrir bætt- um aðbúnaði eða betur full- nægt þörfum fólksins. Nei, ó- nei. Sú varð ekki raunin á. Far- gjöldin voru hækkuð, ferðum fækkað, leiðin stytt o. fl. Þarna kom þjóðnýtingin fram í allri sinni dýrð og æðsti yfirmaður hennar var enginn annar en þingmaður þessa bæjar, sem er það hjartans mál að ríki og bæir vasist í sem flestu, og þarf því ekki neinum getum að því að leiða, að allt hefur verið gert eins og hægt var til að láta þennan rekstur fara vel úr hendi. DAUÐADÓMUR Þegar Emil Jónsson var að verja rekstur póststjórnarinn- ar á þessari sérleyfisleið, þá vildi hann telja að tapið staf- aði af byrjunarerfiðleikum, m. a. vegna kaupa á gömlum vögnum. Allt átti þetta að lag- ast, þegar hinir nýju vagnar, skoda-vagnarnir, komu, enda var haldin veizla mikil, þegar sá fyrsti var tekinn í notkun. En tapið hélt áfram og nýju vagnarnir gengu úr sér og var svo komið að Emil sjálfur sam þykkti, að ekki væri gerandi hærra tilboð en kr. 900 þús. í eignir, sem bókfærðar voru á ca. 2% milljón. Ofan á allt tap- ið er talið nauðsynlegt að af- skrifa ca. 60% af eignunum, þar á meðal hina nýju, góðu og hentugu vagna, eigi að vera hægt að kanpa þá. Hvað er þetta annað en dauðadómur, sem Emil hefur tekið þátt í að kveða upp yfir þessum op- inbera rekstri. TVÆR FLUGUR í EINU HÖGGI Eins og lesendum blaðsins mun kunnugt þá gerði bærinn tilboð í strætisvagnana, áður var póststjórnin búin að bjóða bænum þá en ekki gekk saman með kaupverð. Tilboð bæjar- ins mun hafa verið noklcru lægra og óaðgengilegra en til- boð þeirra, sem hrepptu vagn- ana. Það vantaði samt ekki belginn í Alþýðuflokksmeiri- hlutann um nauðsyn þess að fyrirtækið kæmist í bæinn. En hvort eins vel hefur verið unn- ið að þeim málum þegar á hólminn kom er ekki vitað. Þó má líklegt telja að stóru orð- unum hafi verið fylgt fast eftir af meirihlutanum og ekki sízt vegna þess, að honum datt í hug að setja atvinnulausa vörubílstjóra á vagnana. Þann- ig átti að slá tvær flugur í einu höggi, forða strætisvögn- nnum frá því að lenda í einka- eign og vörubílstjórunum frá atvinnuleysi. Það vantar svo sem ekki bjargráðin hjá Al- þýðuflokksforkólfunum þegar mikið liggur við. HAGSMUNIR EIGENDA OG NEYTENDA SAMEIGINLEGIR Eftir því, sem Alþýðuflokks menn lýsa einkarekstrinum mætti búast við að allt færi nú að ganga verr á þessari sér- leyfisleið hvað snertir þá, sem vagnana þurfa að nota. En hvað skeður? Það sem reiknað var út af póststjórninni, að lang hagkvæmast væri fjár- hagsl. að því er snertir rekstur vagnana, en það voru hálftíma ferðir, er af þeim einstakling- um, sem við rekstrinum tóku ekki lengur hagkvæmast, held ur fjölga þeir ferðunum þann tíma dagsins, sem mest er að gera. Það skyldi þó aldrei vera, að það færu saman hagsmunir eigenda ög not- enda vagnanna? Það væri þess virði fyrir þjóðnýtingarpostula Alþýðuflokksins að spreyta sig á að reikna það út, ef eitt- hvað skyldi verða eftir af flokknum, og hann fara að skipta sér af pólitík aftur. EITTHVAÐ AÐ ÞAKKA Alþýðublað Hafnárfjarðar er mjög gefið fyrir að útausa þakklæti, ef dæma má af grein þeirri, sem skrifuð var um framboðin við síðustu alþing- iskosningar. Þar var Emilþakk að svo margt, að sumum datt í hug, að hann hlyti að hafa orðið til á undan Hafnarfj.bæ.’ Það má því gera ráð fyrir, að hann hljóti, þegar tími þykir til kominn, allríflegt þakklæti fyrir skelegga framkomu í strætisvagnamálinu. Árangur- inn er svo auðsær. í stað þess að um helmingur af því fé, sem bæjarbúar létu í strætis- vagnagjöld runnu inn í bæinn aftur fer nú hver króna út úr bænum. Slík óhöpp losna bæj- arbúar ekki við, nema losa sig við þá, sem óhöppunum valda. 250 þús. kr. lán lil hafnarinnar Á bæjarstjórnarfundi 1. ág. s.l. var samþykkt tillaga frá hafnarnefnd um að taka 250 þús. kr. lán í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Tillagan var svohljóðandi: „Hafnarnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn, að bæjarstjóra verði heimilað að taka kr. 250.000,00 — tvö hundruð og fimmtíu þúsund króna — lán í Sparisjóði Hafnarf jarðar. Lánið verði greitt með framlagi ríkissjóðs til hafnargerðarinnar á næsta ári. Jafnframt heim- ilist bæjarstjóra að undirskrifa öll skjöl og skuldbindingar lántöku þessari viðkomandi." Þannig var komið að vinna við hafnargerðina stöðv- aðist sama dag og við vatnsveituna en til þess að geta steypuklætt og varið það sem búið er að grjótfylla af garðinum svo að það eyðilegðist ekki í vetur, lánaði Spari- sjóðurinn ofan nefndar 250.000,00 krónur.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.