Hamar - 11.08.1950, Blaðsíða 4

Hamar - 11.08.1950, Blaðsíða 4
4 Ii A M A R SINCLAIR smurningsolíur fást nú af lager í Reykjavík og hjá umboðs- mönnum vorum úti um land. Sinclair Opaline Motor Oil - PREMIUM GRADE - Bifreiðaolía Sinclair Tenol Smurningsolía fyrir hraðgengar dieselvélar til lands og sjávar. Sinclair Rubilene Oil Smurningsolía fyrir hæggengar og meðalhæg- gengar dieselvélar. Sinclair Gascon Oil Smumingsolía fyrir hæggengar og meðalliæg- gengar dieselvélar. Einkaumboö: Olíusalan h. f. Hafnarstræti 10—12 — Sími 6439 — Reykjavík A X i I iiifiroingar Drekkið síðdegiskaífið í Sjálfstæð- ishúsinu. — Nú höfum við upp á að bjóða 1. flokks brauð og kökur úr kökugerð Sjálfstæðishússins. — Hinir vinsælu hljóðfæraleikarar hússins leika daglega í síðdegis- kaffitímanum. SjálSstæðishúsið í Reykjavík SÍMI: 7100 Nr. 27/1950. TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið, að öll verðlagsákvæði á öli og gosdrykkjum, bæði að því er snertir framleiðslu og verzlun, skuli úr gildi fallin. Reykjavík, 18. júlí, 1950, V erðlagsst j órinn. TILK YNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum: Benzín ............. pr. líter kr. 1,46 Ljósaolía ........... pr. tonn — 1050,00 Hráolía ............. pr. tonn — 670,00 Hráolía ............. pr. líter — 0,58 Að öðru leyti eru ákvæði tilkynningar verðlagsstjóra nr. 7 frá 31. marz 1950 áfram í gildi. Reykjavík, 26. júlí, 1950, Verðlagsstjórinn. REYKJAVÍK - HAFNARFJÖRÐUR LANDLEIÐIR H.F. Sf. Morgunsljarnan nr. 11 65 ára Framh. af hh. 1 stjarnan var stofnuð tók Flens- borgarskólinn til starfa. í þann skóla komu víðsvegar að af landinu ungir menn og kon- ur sem lögðu mikið að sér til þess að geta notið einhverrar mennt- unar. Þessir menn kynntust marg ir Góðtemplarareglunni og gerð- ust félagar í Morgunstjörnunni og síðar st. Danielsher, en sú stúka var stofnuð haustið 1888. Margir af þessum mönnum urðu snortnir af bindindishug- sjóninni og fluttu hana hver til síns heima. En margir af okkar ágætustu kennurum, svo sem Ólafur Ólafsson Dýrafirði, Frið- rik Hjartar, Stefán Hannesson Litla Hvammi, Jón Jónasson skólastj. Hafnarf., Björn Guð- mundsson Núpi, svo nokkrir séu nefndir — gamlir félagar Morg- unstj. nr. 11. Hafa allir þessir menn og margir fleiri Flensborg- arar haldið uppi merki Góðtempl arareglunnar vel og drengilega um áratugi og gera enn. í byggðarlaginu fór stúkan brátt að hafa áhrif. — Vínsala í búðum er ekki lengur til, og menn þurfa að fara til Reykja- víkur til þess að kaupa vín. Hugsunarháttur fólksins breytist. Menn fara í felur að drekka, en það þótti áður sjálfsagður hlutur og drykkjuskapur minnkar afar mikið. Það er staðreynd og dóm- ur reynslunnar. — Árið 1908 þegar Hafnarf jörður fær bæjarréttindi og fyrsta bæj- arstjórnin er kosin, eru 5 af 7 bæjarfulltrúunum úr st. Morgun- stjarnan, en þeir eru: Sigfús Berg- mann kaupm. Guðmundur Helga son gjaldk., Þórður Edilonsson héraðslæknir, Sigurgeir Gíslason verkstjóri og Böðvar Böðvarsson bakari. Þetta sýnir að reglan átti á þessum árum mikil og sterk ítök í bænum og hafði fram að bjóða menn sem hæfir þóttu til að fara með málefni hins unga og óreynda bæjarfélags. Reynd- ust þessir menn nýtir og traustir bæjarfulltrúar og skipuðu þann sess margir þeirra um áratugi. í flestum þeim félagssamtökum, sem síðan hafa verið stofnuð hafa Góðtemplarar reynst nýth og ágætir félagar og margir verið forvígismenn ýmsra þjóðþrifa- mála. Á þessum langa starfstíma stúkunnar hefir margt á daga hennar drifið. Menn og konur hafa komið og farið, eins og ger- ist og gengur. Gömlu frumherjarnir eru horfn ir, en í stað þeirra hafa komið margir ungir og nýir eins og vera ber. í stúkuna hafa gengið nál. 1900 manns, og fundi hefur hún haldið um 2450. Nú eru breyttir tímar. Nú er Góðtemplarareglan ekki eini fél- agsskapurinn eins og á fyrstu ár- um hennar. Nú eru félögin svO' mörg að vart verður tölu á kom- ið. Skemmtanir á mörgum stöð- um í senn. Samgöngur orðnar svo greiðar að Hafnfirðingar geta talizt búa í Reykjavík og notið alls, sem þar er boðið. En Morgunstjarnan starfar ennþá og kallar á unga og gamla til starfa. Áfengisbölið er nú eitt- hvert mesta þjóðarböl, og því er þörf á að benda mönnum á skað- semi áfengisnautnarinnar bjarga einstaklingum og heimilum sem komin eru í rúst vegna ofdrykkju. Þetta vill reglan gera, þetta er það sem stúkan Morgunstjarnan nr. 11 og allar aðrar stúkur reyna að gera. Þessvegna vill stúkan nú á þessum tímamótum í starfi sínu skora á unga og gamla að líta í kringum sig, líta til þeirra ungra og gamalla sem líða vegna drykkjuskapar og hjálpa til að reisa á fætur þann sem fallinn liggur við veginn af völdum áfengisins. Þessvegna vill stúkan brýna fyrir öllum ungum og gömlum skaðsemi áfengisnautn- arinnar. Hún kallar í lið með sér, kennara presta, og alla þá sem ná til sem flestra, því að engum blandast hugur um að þörf er að brýna það fyrir æskunni að forðast freystingar áfengisnautn- arinnar og það er bezt gert með því að bragða aldrei fyrsta staup- ið. Hafnarfirði í júlí 1950 Gísli Sigurgeirsson.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.