Hamar - 06.10.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 06.10.1950, Blaðsíða 3
HAMAR 3 íþróttafréttir Friðrik Bjarnason, tónskáld Hinum árlegu íþróttamótum er nú senn að verða lokið hér í Hafnarfirði. Handknattleiksmót Hafnarfjarðar var háð að Hörðu völlum laugard. 9. sept. Knatt- spyrnuhaustmóti Hafnarfjarðar lauk með leik 1. flokks s.l. sunnu- dag og meistaramóti Hafnarfjarð ar í frjálsíþróttum er senn að verða lokið. Fara hér á eftir helztu útrslit þessara móta, en sakir rúmleysis verður ekki hægt að gera þeim mikil skil. Handknattleiksmót Hafnartjarðar. Eins og áður er sagt fór Hand knattleiksmeistaramót Hafnar- fjarðar fram á íþróttasvæðinu að Hörðuvöllum 9. sept. s.l. Fim- leikafélag Hafnarfjarðar sá um mótið að þessu sinni. Urslit móts ins urðu þau að í meistaraflokki kvenna báru Haukar sigur úr bítum, unnu F.H. með 7:1 í meistaraflokki karla; sigruðu F.H.-ingarnir aftur á móti Hauka með yfifburðum, skoruðu 20 mörk gegn 9. Haukar báru sigur úr bítum í báðum 2 flokkunum. Unnu karla flokkinn með 11:8 og kvennaflokkinn með 2:0. F.H. bezta knattspyrnu- félag Hafnarfjarðar 1950 Knattspyrnumótunum hér í Hafnarfirði lauk s.l. sunnudag. Fór þá fram leikur í 1. aldur- flokk F.H. og Hauka, sem lauk með sigri hinna síðar töldu 3:1. Aðrir leikir haustmótsins höfðu farið fram í vikunni sem leið. En þá hafði F.H. sigrað. í 4. flokk sigraði F.H. Hauka með H:0. í 2. flokki sigraði F.H. Hauka með 1:0, en í 3. flokki gáfu Haukar F.H. sigurinn með því að tefla ekki fram liði. Heildarúrslit knattspyrnumót- anna í ár hafa því orðið þau að F.H. hefir hlotið 10 stig og skor- að 18 mörk, en Haukar hafa hlot ið 2 stig og skorað 4 mörk. Fjórði flokkur er ekki talinn með í stig- um. Af átta leikjum hefur F.H. unnið sjö en Haukar einn. Fyrir þessa frábæru frammi- stöðu sína hlýtur F.H. sæmdar- heitið „Bezta knattspyrnufélag Hafnarfjarðar 1950“ og verður í ár handhafi Hafnarfjarðarbikars ins, sem Í.S.Í. hefir gefið. Meistaramót Hatnar- fjarðar í frjálsum íþr. Meistaramót Hafnarfjarðar í frjálsum íþróttum og sömuleiðis drengjamót Hafnarfjarðar í frjálsum íþróttum hefir farið fram nú undanfarið að Hörðu- völlum. Helztu úrslit mótanna fara hér á eftir, en þátttakendur eru allir úr F.H. Kúluvarp: Hafnarfjarðarm'eist- ari varð Sigurður Júlíusson, kast aði 13,19. 2. Guðmundur Guð- mundsson 12,42. 3. Guðmundur Lárusson 11,97. Drengjameistari Hafnarfjarð- ar í kúluvarpi varð Guðmundur Lárusson, kastaði 14,30. 2. Ólaf- ur Þórarinsson 13,20. 3. Hjörleif- ur Jónsson 11,83. Kringlukast: Hafnarfjarðar- meistari varð Sig. Júlíusson, kastaði hann 40,37 m., sem er, nýtt Ilafnarfjarðarmet. Einnig I bætti Sigurður beggjahanda kastmetið með því að kasta 65,56 m. 2. Sig. Friðfinnsson 34,91. 3. Þorkell Jóhannesson 33,28. Drengjameistari Hafnarfjarð- ar varð Guðm. Lárusson, kastaði 42,31 m., sem er nýtt Hafnar- fjarðarmet, sömuleiðis bætti hann drengjametið í beggja handa kasti í 64,82 m. 2. Ólafur Þórarinsson 35,70. 3. Bjarni Guð- mundsson 35,88. Langstökk: Hafnarfjarðar- meistari varð Sig. Friðfinnsson, stökk 6,53 m. 2. Kristinn Ketils- son 5,57. Drengjameistari varð Kristinn Ketilsson, stökk 5,57 m. 2. Ólaf- ur Þórarinsson 5,49. 3. Bjarni Guðmundsson 5,39. Spjótkast: Hafnarfjarðarmeist- ari varð Sigurður Júlíusson, kast aði 40,49 m. 2. Sig. Friðfinnsson kastaði 40,11 m. Drengjameistari varð Ólafúr Þórarinsson kastaði 42,80 m. 2. Hjörtur Jónsson 35,86. 3. Þórir Sæmundsson 35,00. Hástökk: Hafnarfjarðarmeist- ari Sigurður Friðfinnsson, stökk 1,74 m. 2. Ólafur Þórarinsson I, 45 m. Drengjameistari varð Ólafur Þórarinsson stökk 1,45 m. 2. Hjörtur Jónsson 1,40. Þrístökk: Hafnarfjarðarmeist- ari varð Sig. Friðfinnsson, stökk 13,08 m. Drengjameistari varð Ingvar Hallsteinsson stökk 11,48 m. 60 m. hlaup: Hafnarfjarðar- meistari varð Sig. Friðfinnsson 7,3 sek. 2. Þorkell Jóhanness. 7,5. Drengjameistari í þessari grein er enn eigi úrskurðaður þar sem fjórir keppendur hlupu á jöfn- um tíma og verða því að hlaupa aftur. 100 m. hlaup: Hafnarfjarðar- meistari varð Sig. Friðfinnsson II, 6 sek. 2. Kristinn Ketilsson 11,6. 3. Þorkell Jóhannesson 11,9. Drengjameistari varð Krist- inn Ketilsson 11,6. 2. Ólafur Þór- arinsson 12,9. 3. Bjarni Guð- mundsson 13,00. Sleggjukast: Hafnarfjarðar- meistari Pétur Kristbergsson Framhald af bls. 1. arfjarðarkirkju og er mjög fag- urt verk. Þá hefur hann samið lagið við héraðssöng Hafnarfjarð ar „Þú hýri Hafnarfjörður“, sem er ljóð eftir konu hans, Guðláugu Pétursdóttur. Þegar minnst var á það við Friðrik, að hann væri að hætta organleikarastörfum, sagði hann, að sér væri það ekki sársauka- laust, né heldur að hætta öðrum söngstörfum. Samstarfið við sóknarprest og sóknarnefnd hefði verið ágætt og söngfólkið Aðalfundur Karlakórsins „ÞRESTIR" Karlakórinn „Þrestir" hélt að- alfund sinn 27. sept. s. 1. . Formaður „Þrasta“ Guðmund- ur Gissurarson gaf skýrslu yfir starfsemina síðasta starfsár. Nokkrir erfiðleikar hafa verið fyrir kórinn að fá söngstjóra, en úr því hefir raknað nú, þar sem Páll Kr. Pálsson organleikari hef- ur tekið við stjórn hans. Og nú fyrst eftir margra ára skeið hefur kórinn söngstjóra, sem búsettur er hér í bænum. Stjórnin var öll endurkosin en hana skipa: Guðmundur Gissur- arson formaður og meðstjórnend- ur Stefán Jónsson, Kristján Gam- alíelsson, Vigfús Sigurðsson og Böðvar Sigurðsson. -----•------ Næstkomandi þriðjudags- kvöld heldur Húsmæðra- skólafélag Hafnarfjarðar bazar til ágóða fyrir væntan- legan húsmæðraskóla. Baz- arinn verður í Sjálfstæðishús inu og hefst kl. 8. Hafnfirð- ingar og aðrir velunnarar Húsmæðraskólafélagsins leggja væntanlega leið sína í Sjálfstæðishúsið á þriðju- dagskvöldið til að kaupa góðan hlut. 36,12 m. 2. Gísli Sigurðsson 33,29. Drengjameistari varð Ólafur Þórarinsson 39,79 m. 2. Hjörleif- ur Jónsson 39,05. 3. Bjarni Guð- mundsson 34,16. Eins og sjá má á árangrum þeim er náðst hafa á mótunum hafa nokkrar framfarir verið hjá frjálsíþróttamönnum bæjarins, þó er það eftirtektarverðast hjá drengjunum sem flestir eru um 15—16 ára. Sérstaklega bera árangrar þeirra í köstunum (sleggjukasti) með sér að þarna eru óvéfengjanlega góð íþrótta- efni á ferðinni, sem með góðri æfingu og tilsögn eiga vafalaust eftir að vinna margan og eftir- tektarverðan sigur fyrir félag sit F.H. sem og Hafnarfjörð. i. Á. Guðjón Steingrímsson, lögfr. Málflutningsskrifstofa Reykjavíkurvegi 3 — Sími 9082 Viðtalstími kl, 5—7 hefði verið sér gott. En heilsa Friðriks hefir ekki þolað hin geysimiklu störf um áratugi og hefir því látið sig fyrr en ella hefði mátt ætla. Friðrik sagði, að sér væri það huggun, að við störfum sínum tæki ungur ve) menntaður maður, sem yrði bú- settur hér í bænum. Hann kvaðst fagna hverju því spori, sem stig ið væri fram á við til eflingar tónlistar- og sönglífi í bænum. þessvegna hefði sér verið mikið gleðiefni, þegar Lúðrasveit Hafnarfjarðar var stofnuð og að hún nyti handleiðslu hins ágæt- asta kennara. „Vel er mér ljóst“, sagði Frið- rik, „að margt hefur mátt finna að sönglistarstörfum þeim, er ég hefi innt af höndum hér í bæ, en hinu verður naumast neitað, að ég vann mikið meðan heilsan entist og vildi vel“. Það sem mér fannst mest ein- kenna Friðrik í samtali okkar var það, að allsstaðar vildi hann að vel væri komið fram, orð- heldni og trúmennsku gætti í athöfnum fólks í stóru og smáu. Einnig það, að Hafnarfjörður þyrfti að vera sem sjálfstæðast- ur og þyrfti sem minnst til ann- arra að sækja í menningarlegum og andlegum efnum, ekki síður en á öðrum sviðum. Eins og áður er sagt má telja Friðrik Bjarnason þann mann, sem mest og bezt hefur borið uppi söng- og tónlistarlífið í bæn um undanfarna áratugi, enda er hann sá maður, sem með tón- smíðum sínum og starfi hefur öðrum fremur „gert garðinn frægan“. Sunnudaginn 24. sept. s.l. spil aði Friðrik síðast við messu í Hafnarfjarðarkirkju. Þótt ekki væri getið um það opinberlega, að hann væri að kveðja kirkju- gesti, þá fréttu margir um það, hvað til stæði, enda lögðu fleiri leið sína í kirkju þennan dag en venjulega. Sóknarprestur, séra Garðar Þorsteinsson minntist hins langa starfstíma og miklu starfa Frið- riks í þágu kirkjunnar. Sóknar- nefndin og kvenfélag safnaðar- ins afhenti honum 'að gjöf fag- urt málverk hér úr bænum í þakklætisskyni fyrir langa þjón ustu og vel unnin störf. Enn- fremur gaf söngflokkurinn Frið- rik bókagjöf sem þakklætisvott fyrir samstarfið. Það er víst, að hugir safnað- arfólks og allra söngunnenda hér í bæ og víðar eru fullir þakk lætis til Friðriks fyrir störf hans og vona að fá að njóta sern lengst hæfileika hans og starfa í þágu tónlistarlífsins, sem mun halda áfram, þó að hann hafi neyðst til að draga sig í hlé frá hinu daglega amstri þeirra vegna. P. V. D. --------------------------------------------------------- Þakkir vil ég færa sóknarpresti Hafnarfjarðarkirkju, stjómarnefnd hennar og söngflokki fyrir veglegar gjafir, mér afhentar 24. f. m., er ég lét af organistastörfum við téða kirkju. Friðrik Bjarnason. v_________________________________________________________/ 20/1950 Auglýsing frá Skömmtunarstjóra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhend- ingu vara, hefir verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. október 1950. Nefnist hann „Fjórði skömmtunarseðill 1950“ prentaður á hvítan pappír, í bláum og f jólubláum lit, og gildir hann samkvæmt því sem hér segir: Reitirnir: Sykur 31—40 (báðir meðtaldir) gilda fyrir 500 grömmum af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. desember 1950, þó þannig að í október 1950, er óheimilt að afgreiða sykur út á aðra af þessum nýju sykurreitum en þá, sem bera númerin 31, 32 og 33. Reitirnir: Smjörlíki nr. 16—20 (báðir meðtaldir) gilda fyrir 500 grömmum af smjörlíki hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. desember 1950. „Fjórði skömmtunarseðill 1950“ afliendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjórum sé samtímis skilað stofni af „Þriðja skömmtunarseðli 1950“, með áletruðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Jafnframt hefir verið ákveðið að „Skammtur 13 1950“ af „Þriðja skömmtunarseðli 1950“, skuli gilda fyrir 500 grömm- um af smjöri, frá og með 1. október til og með 31. desember 1950. Fólki skal bent á að geyma vandlega „Skammta nr. 14 og 17“ af „Þriðja skömmtunarseðli 1950“, svo og „Skammta 18—22“ af þessum „Fjórða skömmtunarseðli 1950“, ef til þess kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík 30. september 1950. SKÖMMTUNARSTJÓRI.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.