Hamar - 06.07.1953, Síða 2
2
HAMAR
HAMAR
Úl'GEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson.
(Símar 9228 - 9394).
AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29.
HAMAR kemur út annan hvem mánudag.
PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H.F.
Hosningaúrslitin
Það fór nokkuð á þá leið í nýafstöðnum kosningum, sem
margir álitu, að ekki mundi verða verulegt rask á fylgi flokkanna
frá því sem áður var. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta,
svo að ekki verður um að ræða, að sterk stjórn verði mynduð,
nema með samvinnu tveggja eða fleiri flokka.
Kosningaúrslitin sýna þó mjög greinilega, hvert straumarnir
liggja, því sá flokkurinn, sem bezt fór út úr kosningunum var
Sjálfstæðisflokkurinn, sem vann fjögur ný kjördæmi, Hafnarfjörð,
Isafjörð, Siglufjörð og Vestur-Skaftafellssýslu. Alþýðuflokkurinn
tapaði tveimur þingsætum, Framsóknarflokkurinn tveimur og
Kommúnistar einu. Þingmannatala flokkanna verður því sem hér
segir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur 21 þingmann, Framsóknarflokk-
urinn 16 þingmenn, Kommúnistaflokkurinn 7 þingmenn, Alþýðu-
flokkurinn 6 þingmenn og Þjóðvarnarflokkurinn 2 þingmenn, en
hann hefur ekki haft þingmann áður.
Það hefur vakið talsverða athygli í þessum kosningum, hvaða
útreið stjórnarandstaðan hefur fengið, þar sem Kommúnistar
hafa tapað mjög fylgi og þó að Alþýðuflokkurinn hafi ekki tap-
að atkvæðamagni, þá fékk hann þann dóm, að tveir aðalforystu-
menn flokksins, Hannibal Valdimarsson formaður flokksins og
Emil Jónsson, sem verið hefur ráðherra flokksins og mótað
stefnu hans að verulegu leyti, féllu í kjördæmum sínum. Er fall
þessara manna þeim mun harðari dómur um Alþýðuflokkinn, þar
sem hann hefur lengst ráðið lögum og lofum í málefnum kjör-
dæmanna heima fyrir. Þar sem Alþýðuflokkurinn hefur engin ráð
haft og fólk þekkir ekki stjórn hans, hefur hann hins vegar
haldið nokkuð fylgi sínu, en þar sem fólk hefur búið við stjórn
hans, samstjórn eða hreina meirihlutastjórn eins og hér í Hafn-
arfirði hefur hann beðið hinn herfilegasta ósigur. Enda er fólk
orðið mjög langþreytt á óstjórn hans og úrræðaleysi við að leysa
þann vanda, sem að höndum ber hverju sinni.
Það verður ekki sagt, að hægri eða vinstri armur Alþýðuflokks-
ins hafi beðið ósigur heldur báðir hlutarnir. Fulltrúar beggja
þessara arma féllu í kjördæmum sínum. Þá hefur þjóðin kveðið
upp mjög ákveðinn dóm yfir hinni boðuðu vinstri samvinnu
Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Mun fólkinu hafa þótt
fyrri reynsla af slíku samstarfi nokkuð dýr á fyrri árum og lang-
ar ekki til að leggja út í slíkt ævintýri að nýju.
Dómur bfejarbúa
Hér í bæ hafa úrslit kosninganna vakið sérstaka athygli. Hafn-
firðingar hafa svo lengi búið við stjórn Alþýðuflokksins, að þeir
voru færir um að kveða upp sinn dóm og það gerðu þeir ótví-
rætt í kosningunum, þar sem þeir gerðu Sjálfstæðisflokkinn að
stærsta flokki bæjarins undir forystu Ingólfs Flygenring. Er aug-
ljóst hvert stefnir. Bæjarbúar hafa hugsað sér að gefa Alþýðu-
flokknum frí frá því að ráða málefnum bæjarins í bili og augljóst
er að þeir ætla ekki að láta skapast það ástand, að Kommúnist-
inn verði oddamaður heldur ætla þeir að veita Sjálfstæðisflokkn-
um hreinan meirihluta. Urslit alþingiskosninganna sýna það, að
ekki vantar mikið á, að það geti tekizt, enda er vitað um fjölda
manna, sem greiddu Alþýðuflokknum atkvæði nú, sem ætla ekki
að gera það við bæjarstjórnarkosningarnar, heldur að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn.
I síðustu bæjarstjórnarkosningum var ekki vafi á því, að Al-
þýðuflokkurinn hélt meirihlutaaðstöðu sinni af því að fólk óttað-
ist glundroða, ef Kommúnisti yrði oddamaður í bæjarstjórninni
og við hann yrði að semja. Taldi það þá, að Alþýðuflokkurinn
hefði meiri möguleika á því, að halda hreinum meirihluta, en
Sjálfstæðisflokkurinn að fá hann, en nú er tölunum snúið með
öllu við þannig, að Alþýðuflokkurinn hefur engan möguleika á
því, að halda meirihlutanum, heldur er það Sjálfstæðisflokkurinn
einn, sem hefur möguleika á að fá hreinan meirihluta. Og þann
vanda mun flokkurinn ekki hika við að taka að sér, þó að óstjórn
KOSNINGABARÁTTAN
Að undanförnu hefur verið
mikið rætt og ritað um hin
ýmsu pólitísku mál og hver
flokkur hefur barizt fyrir
stefnumálum sínum af fullum
krafti. Náði sú barátta há-
marki sunnudaginn 28. júní
s. 1., þegar almenningur í
landinu lagði lóð sín á vogar-
skálarnar með atkvæðum sín-
um.
Að sjálfsögðu hafa kosn-
ingaúrslitin orðið sumum til
ánægju og valdið öðrum von-
brigðum, það er endurtekin
saga um hverjar kosningar.
AÐ KUNNA AÐ TAKA SIGRI
OG ÓSIGRI
En það er mjög misjafnt,
hvað menn kunna að taka
sigri eða ósigri. Hér í bæ hef-
ur það þótt bera þess vott að
sá aðilinn, sem lægri hlut
beið í kosningunum hafi
gleymt öllu almennu velsæmi
í sambandi við ósigur sinn.
Bæjarbúar eiga Ráðhús og
hefur oft verið til þess vitn-
að, hvað Hafnfirðingar
standa þar öðrum bæjum
framar hér á landi. Á flagg-
stöng ráðhússins mun íslenzki
fáninn hafa verið dreginn að
hún í hvert skipti og þing-
maður hefur verið kosinn fyr-
ir bæinn og er það ekki nema
eðlilegt. En eftir kosningu
Ingólfs Flygenring brá svo
við að flaggstöngin stóð auð
allan daginn. Mun þó bæjar-
stjórinn hafa verið minntur á
að gæta velsæmis hvað þetta
atriði snerti.
EINRÆÐISEÐLIÐ
En það virðist ekki hafa
haft árangur, heldur er skap
bæjarstjórans og bæjarstjórn-
armeirihlutans látið ráða og
hin sameiginlega flaggstöng
allra bæjarbúa látin standa
auð. Þetta er þeim mun furðu
legra þar sem Alþýðuflokkur-
inn telur sig lýðræðisflokk, en
lýðræðið er meðal annars í
því fólgið, að menn kunni að
taka jafnt ósigri sem sigri.
Hefur um fátt verið meira
rætt að undanförnu en það,
hvernig einstaka Alþýðu-
flokksmenn hafa brugðist við
við það að Emil skyldi falla,
en þessi viðbrögð bæjarstjór-
ans og bæjarstjórnarmeiri-
hlutans, sem sagt er frá hér
að framan eru einna mest for-
dæmd af öllum almenningi
og þykja bera þess vott, að al-
þýðuflokksforingjarnir telji
sig eina, en ekki bæjarbúa,
eiga bæinn og það sem hon-
um tilheyrir.
HRAUSTLEGA MÆLT
Það vakti ekki litla athygli
í umræðunum á framboðs-
fundinum, ræða sú, sem Ól-
afur Þ. Kristjánsson hélt. —
Þótti það einkum hraustlega
mælt er hann var að segja frá
ferðum sínum um Vestur-ísa-
fjarðarsýslu og þeim glæsi-
leik, sem væri yfir Alþýðu-
flokknum þar. „Það er gott
að tala máli Alþýðuflokks-
ins“ sagði Ólafur og lagði á-
herzlu á. Og svo sagði hann
frá því hve mikill glæsibrag-
ur yrði yfir kosningu Hanni-
bals. Það er nú hálf ömurlegt
fyrir Ólaf, að fólkið, sem
hann var nýkominn frá að
vestan skyldi á kosningadag-
inn gera hann að einum hin-
um mesta ósannindamanni.
Hannibal féll og hafði tapað
Það liefur borið nokkuð á því
nú eftir kosningarnar, að öldr-
uðu fólki hafi liðið hálf illa yfir
því, að Ingólfur Flygenring
skyldi hafa verið kosinn þing-
maður Hafnfirðinga. Ástæðan
fyrir því er sú, að fólk þetta
álítur, að það missi ellilífeyrinn
sinn. Slíkt og þvílíkt er hin
50 atkvæðum frá því í auka-
kosningunum á s. 1. ári og
hann var 143 atkvæðum fyr-
ir neðan Sjálfstæðisflokkinn.
Þannig fór nú um sjóferð þá.
I Norður-Isafjarðársýslu
tapaði Alþýðuflokkurinn ná-
lega þriðjung af fylgi sínu frá
því í kosningunum 1949 og
þó er það einna ömurlegast
með það kjördæmi, sem Ólaf-
ur var í sjálfur, Vestur-Isa-
fjarðarsýslu, en þar hefur Al-
þýðuflokkurinn dottið úr 418
atkv., sem hann hafði 1949 í
233 atkv. í aukakosningunum
1952 og ennþá datt hann nið-
ur í 178 atkvæði í síðustu
kosningum, þegar Ólafur var
í framboði. Það er ekki að
furða þó að Ólafur segi að
það sé gott að tala máli Al-
þýðuflokksins, hann hefur
reynsluna. Fólk ætti að bera
saman úrslit kosninganna á
Vestfjörðum og sögurnar er
Ólafur sagði í útvarpsumræð-
unum.
mesta firra. Það er óhætt fyrir
aldraða fólkið að treysta því, að
kjör þess versna ekki við það,
að Ingólfur Flýgenring var kos-
inn á þing. Sjálfstæðisflokkur-
inn vill bæta kjör fólks í land-
inu, bæði eldra og yngra en ekki
rýra þau.
Hver það er, sem hefur rekið
þann lúalega áróður og ósann-
indi, að segja gömlu fólki það,
að ellilífeyrinn yrði af því tek-
inn, ef Sjálfstæðismaður yrði
kosinn á þing fyrir Hafnarfjörð,
eða ef Sjálfstæðismenn fengju
(Framhald á bls. 3)
bæjarmálanna sé orðin svo geigvænleg, að stórt átak þurfi að
gera til að rétta við hag bæjarins og hefja nauðsynlegar fram-
kvæmdir, til að fólkið geti lifað mannsæmandi lífi hér í bænum,
og skapa skilyrði fyrir eflingu atvinnulífsins í bæjarfélaginu, til
hags og blessunar fyrir bæjarbúa hvar í stétt, sem þeir standa.
Þakkir til stuðning:sfólki
Ingrólfs Flygeni'iiig:
Kjörneínd SjáHstæSisfélaganna, sem staSiS hefur fyrir
kosningabaráttu flokksins í síðustu Alþingiskosningum
þakkar af alhug öllum þeim, sem á einn eða annan háti
stuðluðu að hinum glæsilega árangri, sem flokkurinn náði
í kosningunum hér í bæ undir forystu frambjóðanda síns
Ingólís Flygenring.
Jafnframt því að þakka hið frábæra starf, sem stuðn-
ingsfólk Ingólfs Flygenring hefur lagt fram til að fá hann
kjörinn þingmann Hafnfirðinga, hvetur nefndin til áfram-
haldandi baráttu fyrir því, að Sjálfstæðisflokknum verði
veitt það brautargengi í bæjarstjórnarkosningunum í jan.
n. k., að hann fái hreinan meirihluta í bæjarstjórn og
geti þannig unnið, að hagsmunamálum bæjarbúa allra.
Alþingiskosningarnar hafa sýnt það að Sjálfstæðis-
flokkurinn er eini flokkurinn, sem hefur möguleika til að
fá hreinan meirihluta hér í bænum og til þess þarf ekki
mjög stórt átak. Alúðar þakkir fyrir samstarfið í síðustu
kosningum og heil til starfa í bæjarstjórnarkosningunum
í vetur.
KJÖRNEFNDIN.
Aldraða fólkið kefur ekkert
að óttast