Hamar - 26.11.1953, Qupperneq 1

Hamar - 26.11.1953, Qupperneq 1
Níu ungir sjómenn fórust, er m.s. Eddn hvolfdi í ofviðri á Grundarfirði 16. þ. m. Síðla dags, mánudaginn 16. nóv. fór það að berast manna á milli, að eitthvað hefði komið fyrir m.s. Eddu héðan úr bæ, þar sem hún var stödd á Grundarfirði. Maður spurði mann, en enginn gat svarað. Stöðugt var reynt að fá fregnir að vestan á mánudagskvöldið, aðfaramótt þriðjudags og á þriðju- dag. Hafnfirðingar biðu óttaslegnir, en í veikri von um að betur hefði farið en á horfði. Á þriðjudaginn um kl. 4 barst svo fregnin. Fregnin um það, að níu ungir og vaskir sjómenn hefðu látið lífið í baráttunni við hamfarir náttúruaflanna. Átta komust lífs af eftir að hafa hrakizt á nótabát stjórn- lausum í um 7 klukkustundir. Flestir skipverja voru Hafnfirðingar. Er hér um að ræða eitt með stærstu slysum hin síðari ár. Þeir, sem fórust voru: Sigurjón M. Guðmundsson 1. vélstjóri, Austurgötu 19 hér í bæ. Hann lætur eftir sig konu og fimm börn, sem fædd eru á árunum 1946—’53. Sigurjón var fæddur 20. marz 1919 og átti hann aldraða foreldra á lífi. Sigurður Guðmundsson, 2. vélstjóri, Vesturbraut 1 hér í bæ. Hann lætur eftir sig konu og eitt fósturbarn. Hann var fæddur 23. okt. 1923 Jósep Guðmundsson, háseti, Vesturbraut 1. Hann var bróðir Sigurð- ar. Jósep var fæddur 15. júní 1934. Þeir bræður voru frá Norðfirði og eru foreldrar þeirra þar eystra. Albert Egilsson, háseti, Selvogsgötu 14 hér í bæ. Hann lætur eftir sig konu og fimm ára dóttur, einnig móður og fósturmóður. Hann var fæddur 13. júní 1923. Einar Kr. Olafsson, háseti, Skeljabergi, Sandgerði. Hann lætur eftir sig unnustu í Sandgerði og foreldra, sem búa á Isafirði, en þaðan var hann ættaður. Hann var fæddur 18. desember 1933. Guðbjartur Guðmundsson, háseti, Suðurgötu 94 (Melshúsum) hér í bæ. Hann var fæddur 29. júní 1911 og lætur eftir sig konu og fimm börn fædd á árunum 1938—’47. Einnig átti hann aldraða foreldra á lífi. KVEÐJA Ekki óraði okkur, sem lögðum að heiman á m.s. „Eddu“ frá Hafn arfirði, 12. nóv. s. 1.; fyrir því að svo færi sem fór og að níu af hópn- um yrði ekki afturkvæmt til heim- ila sinna og ástvina. Svo stutt er bilið milli þess að vera vonglað- ur til hins skelfilega. Við mennirn- ir áformum, en guð ræður er stað- reynd, sem við rekum okkur á dags daglega og svo var líka í þetta sinn. Eg reyni ekki að lýsa tilfinningum mínum, sem eins þátttakanda í þeim harða leik og hörmulega, sem átti sér stað í Grundarfirði nóttina og í dögun 16. nóvember og öll þjóðin hefur haft sagnir af. Þær hræringar skilur enginn til hlítar, nema sá, sem í það kemst að skilja við félaga sína með þeim hætti, sem þar varð. Allir voru þeir mér kærir, þessir hugprúðu vaskleika- menn og góðu drengir, svo kærir, að ég sakna þeirra allra sem væru þeir bræður mínir. Alla þá hafði ég reynt að frábærri trúmennsku í störfum og þeim kostum, sem prýða íslenzka sjómanninn bezt. Við suma þeirra hafði ég við ára- löng kynni og samvistir á sjónum myndað órjúfandi bönd vináttu og bræðralags. Mér finnst því að vonum að höggvið sé á báðar hend- ur mínar, þegar bilið er orðið það mikið á milli, að ég fæ ekki fram- ar notið þeirra á þá sömu lund, drenglyndu drengjanna minna, hug rekki þeirra og uppörvunar. Ég kveð þá alla nú kærstri kveðju með hjartans þökk. Góður guð vaki yfir þeim og blessi þá. Og til ástvina þeirra allra, nær og fjær, vil ég hugsa hræðnim huga. Þeirra er missirinn sárastur. Gefi alfaðir þeim að mega reyna, að í spoi’um missis og sorgar stend- ur enginn óstuddur. Guðjón lllugason. Guðbrandur Pálsson, háseti, Köldukinn 10 hér í bæ. Hann lætur eft- ir sig konu og sex börn fædd á árunum 1935—’47. Hann var fæddur 6. nóvember 1911. Einnig átti hann aldraða móður á lífi. Sigurjón Benediktsson, háseti, Vesturbraut 7, hér í bæ. Hann var fæddur 16. sept. 1936 og yngstur þeirra, sem fórust, aðeins 17 ára. Hann lætur eftir sig foreldra, Viggó Jónsson og konu hans. Stefán Guðnason, háseti, Hofstöðum, Garðahreppi. Hann var fædd- ur 28. maí 1935 og ættaður frá Stöðvarfirði og þar býr móðir hans með fjórum börnum sínum. M.s. Edda var á síldveiðum á Grundarfirði eins og mörg önnur skip, þegar óveðrið skall yfir sunnudaginn 15. nóv. og leitaði hún þá landvars og lagðist fyrir akkeri skammt út af bryggjunni í Grundarfirði. Aðfararnótt mánudagsins náði ofviðrið hámarki og um kl. 4.30 kom feikna stormsveipur á hlið skipsins og hvolfdi því, sem næst á svip- stundu. Fimmtán af skipverjum komust á kjöl og þaðan komust 11 í annan nótabát skipsins, sem við það var bundinn, en hinn báturinn hafði verið losaður frá skipinu til þess að hann lenti ekki í skrúfu þess, því að vél skipsins var stöðugt í gangi. Báturinn losnaði frá hinu sökkvandi skipi og hrakti hann undan sjó og vindi án þess að skipsbrotsmenn gætu nokkuð við ráðið. Var bátur- inn hálffullur af sjó, en skipsbrotsmenn gátu þurrausið hann með stíg- vélum og sjóhatti. Bátinn bar fram hjá tveimur bátum á bátalegunni, en skipbrotsmenn gátu ekki látið til sín heyra fyrir veðurofsanum og ekkert sást fyrir náttmyrkri og slydduhríð Bátinn rak út fjörðinn og strandaði hann á skerjum, sem heita Bár- sker framundan bænurn Norður-Bár. Var hann fastur um tvo tíma, en þá tókst skipsbrotsmönnum að ná honum á flot og komast til lands. Höfðu þá tveir menn látizt í bátnum og svo var af þeim þriðja dregið, að hann lézt á leiðinni heim að Suður-Bár, en það var næsti bær. Þar var tekið vel á móti skipsbrotsmönnum og þeim veitt öll sú aðhlynning, sem kostur var. Þeir, sem af komust voru: Guðjón Illugason, skipstjóri, Norðurbraut 15; Guðmundur Á. Guð- mundsson, stýrimaður, Hringbraut 15; Ingvar Ivarsson, matsveinn, Hlíðarbraut 8; Óskar Vigfússon háseti, Kirkjuvegi 33; Guðjón Armann Vigfússon, háseti, Silfurtúni 6; Guðmundur Ólafsson, háseti, Lang- eyrarvegi 9; Ágúst Stefánsson, háseti, Holtsgötu 7 og Bjarni Hermunds- son, háseti, Norðurbraut 21.

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.